Morgunblaðið - 05.06.1929, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.06.1929, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐiÐ ?» Jplo:*3im)blat>iö Stofnandi: Vilh. Finsen. UtKefandi: Fjelag i Reykjavik. Ritetjórar: J6n Kjartansson. Valtýr Stefánsson. Auglýsingastjórí: E. Hafberg. Skrifstofa Austurstræti 8. Siml nr. 600 Auglýsingaskrifstofa nr. 700. Heimasimar: J6n Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. AskriftagjHld Innanlands kr. 2.00 á, mánubi. ITtanlands kr. 2.50 - ---- I lausasölu 10 aura eintakiS. Erlendar símfreinir. Enska stjðrnin segir af sjer. í símskeyti, sem PB. barst frá Xiondon í gærmorgun, segir svo, að J>að hafi verið ákveðið á ráðherra- fnndi í fyrradag, að stjórnin skyldi segja af sjer, og að búist væri við því, að opinber tilkynn- íng um það mundi koma í gær. Khöfn, FB. 4. júní. Frá London er símað: Stanley Baldwin, forsætisráðherra Bret- lands, baðst lausnar í dag fyrir sig og- ráðuneyti sitt. Ákvörðunin var tekin að aflokinni langri ráðstefnu íhaldsmanna. Varð sú skoðun ofan á á ráðstefnunni, að þýðingarlaust væri fvrir Baldwin að sitja áfrahi við völd, í fyrsta lagi vegna þess að íhaldsmenn og frjálslyndir hafi <ekki til samans nægilega ábyggi- legan meiri hluta í þinginu, í öðru lagi sje vafasamt, hvort Baldwin :geti vænst stuðnings frjálslyndra. Konungurinn felur vafalaust Bamsay MacDonald að mynda stjórn. ,,Poiitiken“ skýrir frá því, að opinber samvinna verkamanna og frjálslyndra sje talin ósennileg og ;spái íhaldsmenn því, að nauðsyn- legt muni verða að efna til nýrra þingkosnmga innan árs. MacDon- •ald kveðst vona, að liægt verði að komast hjá nýjum kosningum næstu tvö árin. Konduriotis kosinn forseti Grikk- lands. Konduriotis. Prá Aþenuborg er símað: Kon- duriotis hefir verið kosinn ríkis- forseti með 259 af 390 atkvæðum á sameiginlegum fundi beggja «deilda ])ingsins. Jarðskjálftar. Frá Buenos Aires er símað: — Miklir landskjálftar í Mendoza- hjeraði. Að minsta kosti fjörutíu farist og tvö svéitaþorp gereyði- lagst. Haraldnr BJðrasson leikari. Haraldur Björnsson leikari tek- ur sjer far með „Dronning Alex- andrine“ til Kaupmannahafnar í dag. Ætlar hann að flytja hingað alfarinn seinna í sumar. Morgunblaðið hefir hitt hann að máli og spurt hann um starf hans. — Síðan jeg kom heim í vetur, segir H. B., hefi jeg kaldið 42 teik- sýningar á 7 mánpðum. Ef spurt Haraldur Bjömsson. væri um hvaða árangur leiksýn- ingar mínar hafi borið norðan- lands, þá get jeg fullyrt, að áhugi almennings fyrir leiklist hefir vax- ið þar. Og um leið líta menn öðr- um augurn en áður á Þjóðleikhús- ið. Á því hefir borið að mönnum út. um land þætti ósanngjarnt að borga skatt af skemtununum til leikhúss í Reykjavík. En þegar menn skilja hvers virði leiklistin er, og fá áhuga fyrir henni, þá snýst kalinn sem áður var gagn- vart þjóðleikhússkattinum í samúð. — Er störfum yðar við Leikfje- lagið lokið? — Já. Upprunalega var svo um samið, að jeg yrði við Leikfjelagið leikárið út. En að lolmum sýn- ir.gum á „Dauða Natans Ketilsson- ar“, byrjaði undirbúingur undir Keumerts-heimsóknina. Þótt það væri mjer t.jón að hætta starfinu fyr en til var ætlast, kaus jeg þann kost heldur en að valda deilum. Enda mun eigi veita af, að hraða æfingum sem mest fyrir Reumerts-svningarnar. Því miður get jeg eigi tekið þátt í þeim leiksýningum. Það er ákaflega lær- dómsríkt að vera með Poul Reu- mert, sökum þess, hve mikill lista- maður hann er og ágætur kennari. Eins hefði mjer verið mikil ánægja að því, að vinna með Önnnu Borg. Hefi jeg eltki liaft, tækifæri til þess síðan við vorum saman í leikskólanum, og sýndum að síð- ustu lokaþátt Fjalla-Eyvindar í kgl. leikhúsinu. Annars finst mjer fólk hjer heima, ekki hafa veitt því tillilýði- lega eftirtekt, hve miltinn sigur Anna Borg vann á kgl. leikhúsinu i fmska leikritinu „Galgemand- en“. í leiklistarblaðinu „Teatret“ t. d„ þar sem lýst er leik hennar, er tekið svo djúpt í árinni, að þessi byrjendasýning Önnu Borg hafi verið svo frábær, að hún hafi verið merkasti viðburðurinn á kgl. leiksviðinu síðastliðið leikár. Jeg veit að menn eiga erfitt með það hjer heima að gera sjer grein fyrir því, hve mikið erfiði og' fyrirhöfn það er að komast eins langt, og' fá eins ósvikið lof eins og Anna Borg hefir fengið. — Um samvinnuna við Leikfje- lagið? — Hefi jeg fátt að segja. Hefi reynt að komast hjá deilum öllum og~óánægju. Það sem mjer hefir þótt lakast er, að ýmsir fjelags- menn hafa ekki viljað taka þátt í þeim sýningum, sem jeg hefi stjórnað. Um orsakir þess er mjer ókunnugt. — Og um framtíðarstarfið hjer — — Hefi jeg ekkert að segja á þessu stigi málsins, enda alt óá- kveðið. — Hafið þjer orðið var við mik- inn áhuga hjer fyrir leiklist meðal unga fólksins? — Já, ótvíræðan. Er jeg aug- lýsti að jeg- tæki að mjer tilsögn í meðferð máls o. þessh. komu helmingi fleiri nemendur en jeg gat tekið. Hvort meðal þeirra sem jeg hefi kent, eru menn með mikla hæfileika', get jeg ekki sagt, eftir svo stuttan tíma, sem hjer um ræðir', aðeins tvo mánuði. Mörg- um virðist erfitt að skilja það, að það þarf langan undirbúning og mikið erfiði á sig að leggja til þess að menn geti orðið leikarar, og til þess að hjer geti dafnað og þróast leiklist, sem er þjóðinni samboðin. 450 ðra afmælishðtíð Kaupmannahafnarháskóla. (Tilkynning frá sendiherra Dana). 450 ára afmælishátíð háskólans hófst á föstudagskvöld með stórri blysför frá Christiansborg í gegn- um borgina og til Prue Plads. 2000 yngri ó.g eldri stúdentar tóku þátt í blysförinni. Prófessorar háskól- ans tóku á móti þeim á tröppum háskólans. Var þá sunginn blys- fararsöngur eftir dr. Johannes V. Jensen, en Goll ríkislögmaður hjelt ræðu fyrir háskólanum. Þeirri ræðu svaraði prófessor Hjelmslev, rektor háskólans. Þá var rektor afhent 35 þús. kr. gjafarbrjef frá ungum og gömlum háskólastúdent- um og á að stofna með þessu styrktarsjóð fyrir stúdenta, sem hafa sjerstakar vísindalegar gáfur. Seinna bauð bæjarstjórn til næt- urveislu og dansleiks í ráðhúsinu og voru þar rúmlega 2000 gestir. Á laugardaginn voru 26 menn frá hinum 5 Norðurlöndum gerðir að heiðursdoktorum við háskólann, þar á meðal Bjarni Sæmundsson. Var það sjerstaklega hátíðleg at- höfn og var konungur þar við- staddur, konungsfjölskyldan og fulltrúar háskólanna í Finnlandi, íslandi, Noregi og Svíþjóð. Pull- trúi Háskóla fslands var Ágúst H. Bjarnasön prófessor. Á I augard a gskvöld sátu hinir nýju heiðursdoktorar veislu hjá há skólaprófessorunum á „Skydeba- nen‘ ‘. Á sunnudaginn lauk hátíðahöld- unum með inorgunveislum hjá hin- um ýmsu deildum hásltólans. Innflutningur á, vörum hefir orð- ið 18% meiri fyrstu fjóra mán- uði ársins heldur en á sama tíma I í fyrra. Sænsku flusmennirnir. í fyrrakvöld seint voru sænsku flugmönnunum send veðurskeyti lijeðan og frá Grænlandi. Var út- lit ekki svo slæmt með veðurfar á þessum slóðum, og bjuggust menn því hálft um hálft við, að þeir mundu leggja á stað í fyrrinótt. En í gærmorgun frjettist það, að norðvestanstormur hefði verið við Noregsstrendur, og afleitt veður í Svíþjóð, og var þá viðbúið, að þeir hefði setst aftur, enda kom það fram. Eftir því sem hermir í veður- skeytum hjer í blaðinu, er einnig alveg óvíst, að þeir freisti að fljúga í da.g. Heimilisiðnaður. Að undanfömu hefir verið hald- in hjer í borginni handavinnusýn- ing. Mun tilgangur sýningar þess- arar hafa verið sá, að afla upp- lýsinga um, hve mikið sje til af hæfum sýningarmunum fyrir lieim- ilisiðnaðarsýningu þá, er í ráði er að halda í sambandi við Alþingis- hátíðina 1930. Dagblöðin höfðu minst á sýninguna og lokið lofs- orði á hana, og ljek mjer því hug- ur á að skoða hana í von um að þarna hefði verið valið úr sýn- ingarmunum og væri sýning þessi því frábreytt því, sem maður hef- ir átt að venjast hjer áður á þessu sviði. Jeg verð að játa, að jeg varð fyrir talsverðum vonbrigðum. Sýningin minti í mörgu á ,basara‘ þá, er hafa verið settir hjer upp undanfarin sumur um það leyti sem útlendu lystislripin koma hingað. Þessi orð ber þó eigi að skilja svo, að ekki hafi fundist fallegir munir á heimilisiðnarsýningunni síðustu. Togflosmunir voru þar skínandi fallegir. Vefnaðurinn var yfirleitt mjög fallegur og smekk- legur. Sama má segja um íslenska bandið, sum prjónuðu sjölin og yfirleitt var ullarvinnan sem unn- in var úr ólituðu íslensku ullinni til sóma. Gullsaumur Philippu Blöndal var snild og „Dyngja“ sýndi m. a. muni sem voru verð- launaverðir að vandvirkni, og smekkvísi. „Malin“ sýndi góðan vísi að íslenskum vjelprjóniðnaði, haldgóðan og vandaðan, þó að sehnilega mætti deila þar um smekkvísi í litum og sniði. En þessi viðleitni til vandaðrar og' siiiekklegrar handavinnu var svo hverfandi innan um alt ruslið, því næst liggur að kalla mikið af þeim munuxn, sem þarna var hrúg- að sarnán því nafni. Auðsætt, var að við sýningu þessa hefir engin dómnefnd verið, því alt útlit var fyrir að þarna hafi verið tekið við öllu sem að barst. Eða getur það verið að dómnefnd heimilisiðn- aðarfjelagsins hafi ekki meiri gagnrýni til að bera. en svo, að hún talci í sýningu kvenná muni eins og sumar flosaðar sessur, hvíta útsauminn, málaða dúka- ruslið, sum veggteppin og útsaum- uðu landlagsmvndirnar, sem eru að verða álíka landplága og postu- línshundarnir voru á sínum tísku- tíma? „Vordraumur“ Einars Jóns- sonar var svo afskræmdur þarna undir glasi og í ramma, að sorg- legt var að sjá. Listsaumur (Kunst broderi) var þarna á nokkrum munum, en bæði illa gert og illa hagað litum. Mikið var af hekluð- um og prjónuðum silltigarnsdúk- um, en flestir voru þeir illa gerðir. Nokkrir munir voru krosssaumað- ir úr lituðu íslensku bandi. Sumir þeirra voru saumaðir eftir upp- dráttum sem jeg kannaðist við að hafa sjeð í „Nordisk Mönstertid- ende“ og báru þeir engan íslensk- ar. blæ. Krosssaumur verður að vera áferðarfallegur og það getur hann eklti orðið úr íslensku bandi. I það minsta voru þeir munir sem þarna voru sýndir í þessari grein ljótir, þar grysjaði í ísaums- borðið og litirnir æptu hver fram- an í annan. Það verður að álíta að konum sje lítill greiði gerður með því að taka við slíkri handavinnu til sýn- ingar, því líklegt er að þangað komi fjöldi fólks, sem vill fá að sjá falleg vinnubrögð og smekk. Er mál til komið að handavinnu- kennarar og handavinnuverslanir taki þetta til íhugunar. Flos og silkimálun getur verið ljómandi falleg, sje vel með farið. Hjer er kominn inn í landið skjannalegur flosiðnaður, dúkamálun og land- lagsmjmdasaumur, sem alt er svo herfilega ljótt, að undrun sætir að nokkur kona með löngun til handavinnu, skuli leggja sig eftir slíku. Burt með það alt úr íslenskri inenningu! Þjóðsýningin 1930 má verða smá, en gerum hana þannig úr garði, að gestir þeir, er heimsækja okkur þá, ypti ekki öxlum af meðaumkv- un, heldur fari þeir á braut með endurminningu um smekkvísi og handlægni íslensku konunnar. S. Dagbók. Veðrið (í gærkv. lrl. 5): Grunn læ,gð yfir Íslandi veldur breyti- legri átt, en þó víðast N-golu. — Skúrir á Vestfj. og SA-landi, en þurt í öðrurn landshlutum. 4—6 st. hiti á N- og A-landi, en 8—10 st. snðvestan lands. Yfir Svíþjóð er djúp lægð, sem veldur allhvassri N-átt með þykk- viðri og skúrum við vesturströnd Noregs og sumst. í Svíþjóð. Veð- ur mun heldur fara batnandi á þessum slóðum í nótt, en þó er hæpið, að það verði talið nægilega gott flugveður á morgun. Veðurútlit í Rvík í dag: NV- og N-kaldi. Sennilega skúraleiðingar með fjöllum. Gjaldþrot 1928. Samkvæmt inn- köllunum í „Lögbirtingablaðinu“ hafa orðið 19 gjaldþrot hjer á landi árið 1928, 10 í Reykjavík, 5 í hinum kaupstöðunum, 2 í versl- unarstöðum og 2 í sveitum. Á at- vinnuvegi skiftast þau þannig: verslun 8, útgerð 3, iðnaður 3, bændur 2, ótilgreind atvinna 3. Auk þess voru staðfestir 2 nauða- samningar án gjaldþrotameðferð- ar. Árið áður voru gjaldþrot 22. Smá^öluverð í Reykjavík. t apríl mánuði varð verðlækkun um 1%. Allar vörur, sem Hagstofan reikn- ar eftir vísitöluna, liafa lækkað, eða staðið í stað. Mest hefir verð- lækkun orðið á fiski og garðávöxt- um, rúmlega 2%. Er nú verðhækk- un 112% miðað við verðlag í stríðs byrjun, og er verðhækkun á inn- lendum vörum talsvert meiri held- ur en á þeim útlendu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.