Morgunblaðið - 25.07.1929, Page 2

Morgunblaðið - 25.07.1929, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Höfum 111: Umbúðapappír í rúllum. Umbúðapoka, ýmsar stærðir. Seglgarn, Gúmmíbönd, Skógarn, Eftir 2-5 ár byrja flugferðir miili Evrópu og ffmeríku um ísland, Samtal við flugskúlastiúrann Gronau. Okkur vantar ennþá umbœtur á mótorunum. Grænland uerður ekki uiðkomustaður. „Fljótandi eyjar4* Ameríkumanna ekki annað en vitleysa. Áður en þýska flugvjelin fór hjeðan hafði Morgunblaðið tal af. •Gronau flugskólastjóra, for- ingja fararinnar. Hann er vitan- j lega allra manna kunnugastur öll-, um flugmálum, enda hefir hann j «tjórn flugkenslunnar á hendi í, Þýskalandi. Var þvi hjer tilvalið tækifæri að fá vitneskju um það,' tvaða útlit væri fyrir að ísland jrði í framtíðinni millistöð flug- J fcrðanna um Atlantshaf. Er dr. Gronau var spurður um ^ álit hans á þeásu efni, var svar lians á þessa leið: Jeg geri ráð fyrir, að flugferðir ^ inilli Evrópu og Ameríku um ís- land byrji eftir 2 ár í fyrsta lagi,; <og alls ekki síðar en eftir 5 ár. j Það sem nú vantar til þess að. slíkar ferðist komist á, er að gera flugvjelamótorana öruggari en ( þeir eru nú. Junkers- og Packard- verksmiðjumar vinna að því að j umbæta mótorana þannig, að hægt sje að nota hráolíumótora í flug- j vjelar, þar sem hvorki er rafkveik- ing nje lokur, sem nú gera oft- ast truflanirnar, er þvinga flug- menn til að setjast á miðri leið. Þegar hægt er að hafa samskon- ar' mótora í flugvjelum eins og eru í bílum, þá verða öll langflug ; mikið öruggari en þau eru nú. Loftskeytin hafa og afarmikla j þýðingu á langferðalagi, eins og j kunnugt er. Nota verður stutt- bylgjur. Nú vita menn ekki enn, hvernig á því stendur, hve stutt- bylgjuskeyti heyrast misjafnlega vel. Þegar þau eru send, heyrast þau e. t. v. vel langt í burtu, en illa á stórum svæðum, sem eru til- tölulega nálægt sendistöðinni. — Þegar hægt verður að laga þessa agnúa, verða skeytasendingar með stuttbylgjum mun tryggari en nú, til mikils hagræðis fyrir flugraenn. Dr. Gronau gat vitanlega ekkert sagt með vissu, hve langan tíma jað tæki verksmiðjurnar að gera umbætur þessar á mótorun- iim; en hann hefir svo góðar vonir im árangur af því starfi, sem nú »r unnið í þessu efni, að hann þykist geta tiltekið þessi fáu ár sem nægilegan undirbúningstíma. En þá er spurningin þessi: Þegar flugvjelamótorarnir verða betri og öruggari en þeir eru nú — verður þá ekki farin beina leið- in yfir hafið milli Evrópu og Ame- ríku? Því svarar dr. Gronau hiklaust neitandi. Framtíðar flugleiðin verður um ísland, en síðan beina leiðin milli Islands og Labrador. Það borgar sig ekki, að áliti dr. Gronau, að koma við í Grænlandi. Hættan að fara þangað er svo mik- il, að hún fyllilega vegur upp á móti þeim hagnaði, sem af því kann að verða. Alt sumarið er hafís við Grænlandsstrendur. En þokan er stöðugur fylgifiskur íss- ins. Ofan á það bætist, að landið er Iítt bygð, veðurstöðvar fáar, og veðurfregnir þaðan óábvggilegar. Á austurströndinni er sem kunn- ugt er, engin mannabygð seni að gagni kemur, og þaðan því engar veðurfregnir. Alt þetta samanlagt gerir það að verkum, að best verður að koma alls ekki við í Grænlanui, heldur fljúga t striklotu milli La- brador og íslands. En er leiðin milli Labrador og íslanxls ekki svo löng, að flugmönn um þyki þá ekki eins gott að fara beint, eins og taka á sig krókinn til íslands? — Flugleiðin frá Evrópu og vest- ur um haf beina stefnu, er um 3000 km. Leiðin hjeðan og vestur yfir er um 2000 km. Það munar miklu. En hjer kemur fleira til greina. Þegar farin er syðri leið- in, þá lenda flugmennirnir í stað- vindum þeim, sem á sumrin blása yfir Atlantshaf frá vestri. Fari þeir fyrst hingað til íslands og hjeðan vestur, geta þeir fengið austlæga vinda hvenær sem er. — En hvað þá um fyrirætlanir Ameríkumanna, að byggja flug- hafnir í Atlantshafinu, „fljótandi eyjar “? — Jeg skal segja yður, sagði Gronau, þessar fljótandi eyjar þeirra koma að tvennskonar not- um. Myndablöðin fá myndir til að birta, og þeir, sem hafa of mikið fje, geta þarna fengið tækifæri til þess að fleygja því í sjóinn. Atlantshafsflugvjelar þurfa að minsta kosti 1000-1500 metra kyrt vatn til þess að hefja sig til flugs. Menn gera aldrei þau mannvirki í miðju Atlantshafi, er gefi það skjól, að að svo stór vatnsflötur geti orðið sljettur fyrir flugvjelar. Menn tala um að hægt verði á þessum fyrirhuguðu Atlantshafs- flughöfnum, að „skjóta“ flug- vjelunum, sem kallað er, eins og gert er í skipum, er hafa flugvjel- ar innanborðs, sem sendar eru frá skipunum, þegar þörf krefur. — Flugvjelunum er þá skotið út í loftið með þjettilofti. En ekki er hægt að „skjóta“ vjelum sem eru þyngri en 2—3 tonn. En Atlants- hafsflugvjelar þurfa að vera 6— 7 tonn. Um veðurfregnir sagði dr. Gron- au, að eigi þyrfti neinar sjerstak- ar ráðstafanir að gera, ef farin væri leiðin beint milli íslands og Ameríku. Veðurstofur vestra gætu unnið í samvinnu við veðurstofuna hjer, og gerðu það, er á þyrfti að halda. Styðjast þyrfti við fregnir frá skipum í hafi, og það væri frekar hægt ef farin væri þessi leið, heldur en ef komið væri við í Grænlandi, því þá er flogið mjög fjarri skipaleiðum. Um síldarleit í flugvjel vissi Gronau ekki betur, en það væri einsdæmi, að nota flug- vjel til Ieiðbeininga við fiskveið- ar. Þjóðverjar hefðu hugleitt að reyna þetta heima fyrir. En það myndi erfitt, því síldin væði ekki eins uppi í torfum ]iar eins og hjer. ítalir hefðu reynt að flytja fisk loftleiðina, til þess að fá hann sem nýjastan á neyslustaðinn. En það hefði ekki borgað sig. TJm innanlandsflugferðir hjer og framtíð þeirra vildi Gronau ekki mikið tala. Sagði aðeins að það væri algild regla, að eftir því sem önnur samgöngutæki væru- ófullkomnari, eftir því væri, af skiljanlegum ástæðum auðveldara að láta flugferðir borga sig. í M(iðevrópu, þar sem hraðlestir þytu um allar jarðir, sparaðist tiltölulega ekki eins mikill tírai við flug, eins og víða annars staðar. Að endingu talaði Groriau nokkuð um álit sitt á landi rig þjóð. Vildi liann í fáni orðum lýsa þjóðinni þannig, að hún væri al- vörugefin, en ekki aðlaðandi í við- móti, við fyrstu viðkynningu. Og landið væri eins. Fyrst væri hjer alt i augum aðkomumanna hrjóstr- ugt og kaldranalegt. En við nán- ari viðkynningu lærðu útlendingar að meta náttúrufegurð lands, og góða eiginleika þjóðarinnar. Hvort, tyeggja væri nokkuð seinteknara en í hinum hlýrri og frjósamari löndum, og þótti honum vel fara á því. Hann leit svo á, að ferða- fólk sem hingað kæmi aðeins einn dag, væri nákvæmlega jafn ókunn- ugt þjóð og landi, sem áður. Á eínum degi kæmi hvorki fegurð landsins nje aðlaðandi viðmót al- mennings í Ijós. fismundur Sveínsson kominn heim eftir 10 ára fjarveru. Mgbl. hafði tal af Ásmundi Sveinssyni lijer á dögunum, nokkru eftir að hann kom heim, og spurði hann um eitt og annað viðvíkjandi starfi hans. Hann hefir verið 10 ár að heim- an. Var hann fyrst á „akademí- inu“ í Höfn í 1 ár; síðan 6 ár á „akademíinu“ í Stokkhólmi. Síð- ari árin í Stokkhólmi vann hann allmikið utan skólans, en var þar að nafni til vegna þess m. a., að hann fjekk þar vinnustofu. Vann hann í Stokkhólmi, sem kunnugt er, að skreytingu nýja hljómleika- hússins, ásamt 2 Svíum. Síðan hann fór frá Stokkhólmi, hefir hann verið í París, nema hvað hann brá sjer eitt sinn til ítalíu og Grikklands. Af verkum hans hefir Sæmund- ar fróða-myndin, sem sýnd var á haustsýningunni í París í fyrra, vakið einna mesta athygli. Gerði hann fyrst mynd í Stokkhólmi af sama efni, Sæmundi á selnum.“ Sú mynd eyðilagðist. Gerði hann þá mj-nd þá, sem sýnd var í París. Er sú mynd allmjög „stíliseruð.“ Var að jafnaði margt manna að skoða þessa þróttmiklu mynd hans meðan á sýningunni stóð. Á vorsýninguna í París sendi Ásmundur fjórar myndir, og fekk þær allar teknar á sýninguna. — Þóttu það tíðindi þar í sveit, með- al listamanna frá Norðurlöndum, því fleiri en fjórar myndir fær enginn þeirra þar að sýna í einu. — Mesta myndin er af íslenskum formanni. Ásmundur ætlar að vera hjer í Reykjavík í vetur og e. t. v. leng- ur. Flestar myndir hans eru hing- að komnar, nema þessar 4, sem teknar voru á Parísarsýninguna. Á undanförnum árum hefir Ás- mundur unnið allmikið með bygg- ingameisturum að prúðbúnaði húsa. Hefir hann glögt; auga fyrir húsagerð, og fegurð í byggingalist. Væri óskandi að honum tækist, að fá verksvið í þeim efnum hjer heima. Nám islenskra stndenta. 1928—1929. Samkvæmt gögnum þeim, sem Upplýsingaskrifstofa Stúdentaráðs ins hefir yfir að ráða, voru sam- tals 209 íslenskir stúdentar við nám veturinn 1928—29, ]>ar af 144 hjer á landi, 140 í Háskóla ís- lands og 4 við undirbúningsnám i lyfjabúðum, en 65 voru í skólum erlendis, háskólum og sjerskólum. Veturinn 1927—28 voru 152 stú- dentar innritaðir við Háskólann, en 51 erlendis. Hefir því stúdent- um Háskólans hjer fækkað, en þeim fjölgað, sem sótt hafa fram- haldsmentun sína til erlendra skóla. Mest hefir fjölgunin orðið við þýska skola. Eftir lönduin skiftust stúdentar svo: 1927—28: Tsland 152, Tlan- mörk 29, Þýskaland 10, Frakkland 9, Noregur 2, Svíþjóð 1. 1928—29: ísland 144, Danmörk 28, Þýska- land 20, Frakkland 8, England 3, Eggg döusk og norsk. Nýlenduvorudeild JES ZINISEN. Noregur 2, Svíþjóð 1. í Sviss, Austurríki og Bandaríkj unum er 1928—29 einn stúdent í hverju landi, enginn veturinn áður. Eftir námsgreinum skiftust stii- dentar svo: I. í s 1 a n d: 1927—28: Guðfræði 30, lögfræði 40, Læknisfræði 64, Isl. fræði 18, undirbúningsnám í lyfjafræði 3. — 1928—29: Guðfræði 20, lögfræði 39, læknisfræði 69, ísl. fræði 12, undirb.nám í lyfjafr. 4. II. E r 1 e n d i s: Læknisfræði 5, tungumál, ný 8, tungumál, gömul 1, saga 3, lieim- speki, sálarfræði 2, uppeldis- og mannfræði 3, dýra- og grasafræði 2, jarðfræði 2, veðurfræði 1, stærð- fræði, stjörnufræði 4, eðlisfræði, efnafræði 2, tryggingar- og hagfr. 5, alþjóðarjettur 1, verslunarfræði, námsskeið 3, verslunarfrœði, reglu- legt háskólanám 1, tannlækningar 3, dvralækningar 2, landbúnaðar- nám, skógrækt 1, rafmagns-verk- fræði 6, byggingar-verkfr. 2, verk- smiðju-verkfr. 2, vjela-verkfr. 1, húsabyggingar 4, leikfimi 1. Auka- námsgreina er ekki getið. Próf: 30 stúdentar tóku burt- farar- og embættispróf, 21 í Hsþ- skóla íslands, 9 frá erlendum skólum. Einn stúdent dó erlendis á háskólaárinu, annar hætti við nám ytra og Ijet innrita sig til Háskól- ans. Eftir prófum skiftast kandidat- ar svo: 6 guðfræðingar, 8 lögfræð- ingar, 6 læknar, 2 verkfræðingar, í ísl. fræðum, sögu, dýrafræði og tryggingum einn í liverri grein, í öðrum greinum samtals 4. I sambandi við starf Upplýsinga- skrifstofunnar er þess að geta, að Eimskipafjelag íslands hefir farið fram á það við skrifstofuna. að hún fengi stúdentum þeim, sem utan ætla til náms, í hendur skil- ríki fyrir því, að þeir eigi rjett á. fargjaldsívilnun þeirri, sem fje- lagið veitir stúdentum, sem bvrja nám erlendis, koma lieim frá námi að námi loknu eða í sumarleyfi, og stúdentum, sem fara í stúdenta- skiftum. Þurfa stúdentar því að athuga jietta áður en þeir kaupa farmiða. Eins þurfa eldri stúdent- ar, sem stunda nám ytra, að at- huga, hvort þeir eru á skrá Upp- lýsingaskrifstofunnar yfir íslenska stiidenta erlendis. Verður skrá þessi gerð á hverju vori, og verð- ur farið eftir henni við veitingu fargjaldsívilnunar. — Utanáskrift skrifstofunnar er: Reykjavík, Box 62, en heimilisfang í sumar í les- stofu Háskólans, og er hún opin á hverjum virkum degi, nema laug- ardögum, kl. 6—7 e. h. Lárus Sigurbjömsson, form. Upplýsingaskrifstofunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.