Morgunblaðið - 27.07.1929, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 27.07.1929, Qupperneq 2
2 M () R G V N B L A ) Ð Höíum ti 1: Ríó-Kaffi, Rauðan kandís, Ludv. David kaffibætir Reynið hinn endurbætta islenska FÁLKA kaffibæti fí bláum umbúðum) með þessu merki: LfUR G&.ESPHOLIN.REYWJAVIK^ Kaffibætírinn er ]afnaöarlesa rannsakaóur af nerra Trausta Oiafssyni efnafræ&ingi rikisins. I 'ABYR60 FYLGIR HVERJUM PAKKAI Gæðin eru óviðjafnanleg! Umbúðir kaffibætisins eru tvöfaldar, og þess vegna mikið betri en á öðrum kaffibætistegundum. Ath. Hverjum pakka af FÁLKA-kaffibætinum fylgir falleg loftblaðra (ballón), sem allir ungir sem gamlir skemta sjer við. Klippið og geymið merkið af hverjum pakka. DlikakjOt með lækkuðu verði. CJrísakjöt Nautakjöt, ágætt Grænmeti margar tegundir Smjör — Egg. Matarbúðin Laugaveg 42. Sími 812. 2 Ferðajakkar og l Buxur. * J Sportsokkar og Vefjur. J Sportskyrtur, J ljósar og dökkar. * Ferðahúfur. Z Svefnpokar. J Bakpokar. # J „Primus“-hitunartæki. Z ódýr og hentug. • „Meta“ eldiviður • er ómissandii. * Ferða-Áttavitar * afar þægilegir o. fl. Jarðskialftarnir j og jarðskjálftamælingarnar. j —- Búist þjer við, að jarðskjálft- ; arnir haldi áfrám? sþurði Mgbl. Þorkel Þorkelsson veðurstofustjóra í gœr. | — Um það vil jeg lielst vera fá- orður, segir Þorkell, en það eitt er víst, að engin ástæða er til að [ halda, að jarðskjálftar þessir stafi frá eldsumbrotnm. Upptök jarðskjálftanna á dög- unum voru sem sje í Borgarfirði. j Er liægt að segja það með vissu. j Skeyti, sem veðurstofan fjekk frá ; Englandi, segir, aþ þar hafi verið reiknað út, að upptökin hafi verið ; 1910 km. frá ensku athuganastöð- : irmi. Jarðskjálftamælarnir í Stýri- 1 mannaskólanum sýndu hræringar, 1 áður en aðalkippur sá kom, er færði þá úr lagi. Eftir því sem þar varð sjeð, voru upptök þeirra hræringa 30—40 km. frá Reykja- vík í norð-norðaustri e$a suð-suð- vestri. Enslía mælingin bendir til, að upptökin hafi verið tfp'rðan við j Eeykjavík, og er því rjettast að telja þau norður í Borgarfjarðar- dölum. Þar hafa einmitt verið tíðar jarð fcræringar undanfarin tvö ár. All- margir af kippum þeim, sem þar hafa komið, hafa ekki fundist með jarðskjálftamælunum hjer. Kemur það til af því, að upptökin hafa verið svo nálægt yfirborði jarðar. Þegar svo er, ná hræringarnar skamt. En alt öðru máli er að gegna með kippina á þriðjudaginn var. Þeir hafa sem sje fundist til Eng- lands, enda hristist meira en hálft ísland svo að um munaði. Upp- tök þeirra hafa verið djúpt í jörðu; liafa stafað aí' einhverju .missigi jarðlaga niður í jörð- inni. Þarna í Borgarfjarðardölunum eru jarðbrota- eða sprungulínur, og hefir landið sigið þar; má því einmitt búast þar við jarðskjálft- nm, er ekki standa í beinu sam- bandi við nein eldgos. En í þessu sambandi segir, Þ. Þ., er rjett að minnast þess, að jarðskjálftar í eldfjallalandi geta altaf komið eldgosum af stað, orð- ið frumorsök þeirra. Þegar jarð- lögin raskast eitthvað til, má bú- ast við því, að sú röskun geti ein- hversstaðar ýtt undir gos. Miklar jarðhræringar, eins og t. d. um daginn, geta einnig bomið á stað öðrum jarðskjálftum, með öðrum upptökum. Jarðskjálftarnir geta sem sje flust til. Þannig var það á Suðurlandi 1896. Þá voru hræringarnar mest- ar austur í Landsveit í fyrstu líipp- unum, og upptökin þar. — En síðan færðust þau vestur á bóg- inn, og seinni kippirnir voru harð- astir vestur ’í Ölfusi og á Skeið- um. Þeir jarðskjálftar voru ekki í sambandi við nein gos. — Menn bjuggustfþá altaf við gosi, t. d. Heklugosi, blátt áfram vonuðust eftir því, því það var trú manna, bygð á nokkurri reynslu, að ef gos brytist út, þá myndu jarð- skjálftunum linna. Annars eru jarðskjálftar, sem stafa frá eldsumbrotum, sem eru í nánd, nokkuð auðþektir frá öðrum jarðskjálftum. Gos-skjálftarnir eru snöggir, minna á hreyfingar frá sprengingum, — en hinir kippirn- ir eru að jafnaði lengri. Gos- skjalftarnir ná venjulega ekki yfir eins stór svæði eins og hinir, eru að minsta kosti miklum mun meiri nálægt upptökunum, heldur en í fjarlægð, vegna þess að upptökin eru þá svo nálægt yfirborði jarðar. Um jarðskjálftamælana sem hjer eru, segir Þorkell Þorkelsson: Þeir eru hjer til tveir, sem kunnugt er. Sá eldri kom hingað um 1909. Mun hann hafa verið sendur hingað frá jarðskjálftastöð- inni í Strassburg, með ]>ví skilyrði, að hjer færu fram regiubundnar athuganir á því sem hann sýndi. Annar var sendur hingað síðar, víst frá sama stað, en hann var ekki settur upp, fyrri en jeg kom hingað sviður. Þeir eru settir í þær stellingar, að annar sýnir hreyfingu frá norði til suðurs, hiníi hreyfingu frá austri til vesturs. Með því að líkja línuriti beggja saman, er hægt að ákveða stefnuna að upptökunum. En bagalegt er hafa ekki þriðja mælirinn, sem sýndi hreyfinguna upp og niður. Mælar þessir eru ætlaðir fyrir jarðskjálfta, sem eiga upptök sín hjer nálægt, en sem eru ekki eins snarpir og kippurinn var um daginn. — En hvernig er með Reykja- nes-jarðskjálftana; sjást þeir ekki á mælum þessum? — Sjaldan kemur það fyrir, því jarðskjálftarnir á Reykjanesi eru hverahræringar rjett í yfirborðinu og ná því yfir mjög takmarkað svæði. | Annars var mifeið um jarðhrær- ingar hjer í vetur, frá því í nóv- ember seint og fram í janúar. — Yoru upptökin stundum í Hengl- inum, eftir þvi sem sjeð varð af mælunum, stundum í Borgar- fjarðardölum, stundum alveg hjer í grendinni, og stundum lengra i burtu. Urðu meiln hjer í Rvík varir við fáa af ldppum þessum, þó mælarnir sýndu þá greinilega. En kringum Hengilinn fundust þeir greinilega, og jafnvel fleiri en mælarnir sýndu. — Hafa mælarnif sýnt marga kippi síðan á þriðjudaginn var? — Aðfarailótt föstudags sýndu mælarnir marga kippi. Annars er ekki gott að átta sig á jarðskjálfta blöðunum. Það er Páll Halldórs- son, sem hefir umsjón mælanna með höndum. En hann er ekki heima nú, og erfitt fyrir mig að fylgjast með í þessu efni, þareð jeg hefi ekki kynni af mælunum nema endrum og eins. Horrænt stúdentamót hið fimta í röðinni, verður haldið að Larvik í Noregi dagana 4.—14. ágixst í sumai’, að forgöngu fjelags ins „Norden“. Fyrsta norræna stú- dentamótið var lialdið að Heim- túni í Noregi árið 1921, annað á Hindargafli í Danmörku 1922, hið þriðja að Nesi í Svíþjóð árið 1925, fjórða að Lofthúsi í Noregi 1926. Þessi mót hafa öll verið haldin að forgöngu þessa fjelags. Tilgangur þeirra er að kynna Norðurlanda- stúdentum mál og menning frænd- þjóðanna. í Larvik er forkunnarfagurt landslag. Bærinn er sólríkur og heilnæmur, enda eru þarna hin al- kunnu Farris-höð, sem Norðmönn- um þykir mjög vænt um. Bæki- skógur er kringum bæinn, hár og fagur. Bærinn er að vísu gamall, en ber þess litlar menjar, vegna þess að elstu húsin eru flest brunn in, iog önnur fegri komin í þeirra stað. Ekki vantar böðin. Þar eru bæði sólböð, sjóböð og vatnsböð, auk þess sem gistihúsin eru útbú- in með öllum nýtísku þægindum. Það er' því ekki að efa, að stú- dentunum mun líða vel þarna.. Sunnudaginn 4. ágúst kl. 12 á hádegi eiga þátttakendur mótsins að vera komnir til Osló. Þá mun þeim sýnt ]>jóðminjasafnið og hið fræga Osebergskip, undir leið- sögn próf. A. W. Brögger. — Um kvöldið mun svo farið til Larvik. Þar verður mótinu haldið áfram. Fyrirlestra munu þeir f]ytja próf. Brögger, próf. Seip, próf. Halv- dan Koht, Mowinckel ráðh., próf. Paasche o. f]. Auk þess mun skáld- ið Hermann Wildenvey lesa upp kvæði eftir sjálfan sig. Mótinu lýk ur 13. ágúst. Þá mun prófessor Paasche flytja erindi um Islancl og loks verður lokahátíð. Eftir mótið munu stúdentar geta farið víða um, því að landslag er fagurt í kring. Verða þessar ferð- ir farnar í hópum og að nokkru leyti gangandi. T. d. mun farið til Rjúkan-fossins og verða hinar miklu aflstöðvar Norsk-Hyrlro-fje- lagsins skoðaðar um leið. Farið verður upp í Jötunheim, um Harð- angur og víðar. Væntanlega verða einhverjir ís- lenskir stúdentar viðstaddir mótið. Það ríður á töluverðu fyrir oss að halda athyglinni vakandi á oss, að minsta kosti innan Skandinavíu. „NIN0N“ Nýtísku kjólar. Opið laug- ardaga 1—4. „NINON“, Austurstræti 12. Enskar húf nr fyrir börn og fnllorðna, nýkonmar i ódýrn og fallegn úrvali í Branns-Verslnn. H.F. EIMSKIPAFJELAG ÍSLANDS „Bnllfossu fer hjeðan í kvðld kl. 10 til Leith go Kaupmannahafnar Farseðlar óskast sóttir fyrir kl. 2 í dag. Verðlækkun. Nýtt dilkakjöt, stórlækkað í verði. Alt í sunnudagsmatinn ódýrast í V 0 N. Simi 448 (2 línur). óskast stras. Uppiýsingar á varkstæðinn á Festurgötu 16. Blómkál Gulrætur Sillerí Næpur Rabarbari Tómatar Sítrónur Agúrkur Laukur nýkomið í verslun 1 liartarsii«Ci. Stúdentamót eiga mikinn þátt í að kynna. landið og þetta er mjög íhugunarvert, þar sem ákveðið er, að hjer á landi skuli haldið stú- dentamót næsta ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.