Morgunblaðið - 08.08.1929, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Hmim
Höfum til:
Borösmjörlíkiö Príma.
Ðakarasmjörlíki B.
do. B. B.
Iirliinias
Gott úrval.
Margar nýjar tegundir.
Sieián Chumarssen,
Austurstræti 12. (Gegnt Landsbankanum).
Sesiamannafjel. Fáknr.
Næstk-omandi sunnudag fer fjelagið í sinn árlega s'ameiginlega
útreiðartúr, að Selfjallsskála, hvemig sem veður verður. Þátttak-
■endur mæti kl. 91/? árdegis (stundvíslega) við Barnaskólann við
Tjörnina. Skemt verður með ræðum, söng og dansi. Þeir sem óska
að fá heitan mat á skemtistaðnum, gefi sig fram við formann fjelags-
ins Dan. Daníelsson, sími 306, fyrir föstudagskyöld. Allskonar veit-
ingar verða til sölu á staðnum. Pjögra manna hljómsveit spilar
i'yrir dansinum. Öllum sem reiðskjóta hafa, er velkomið að vera með
1 förinni. Pararmerki verða seld og kosta 1 kr.
Stjórnin.
Kvenskör
Margar nýjar tegundir.
Smekklegasta úrval.
Stefán Gnnnarsson,
Austurstræti 12. (Gegnt Landsbankanum).
Kleiis liOflars
reynist best.
Baldursgötu 14.
Simi 73.
Gilletteblftð
ávalt fyrirliggjandi í heildsölu.
«
Vilh. Fr. Frlmanneson
Sími 557.
Kirkjnmáiafniiáiir
í Stykkishólmi.
Hinn 4. ágúst var haldinn al-
mennur kirkjumálafundur í Stykk-
ishóimi. Sóttu hann 250—300
manns úr þremur prófastsdæmum,
Snæfellsness, Borgarfjarðar og
Barð'astrandar. Sjö prestar voru
þar, en forsæti á fundinum hafði
Arni Þórarinsson prófastur að
Stóra-Hrauni.
Fundurinn hófst kl. 1 með guðs-
þjónustugerð og prjedikaði síra
Eiríkur Albertsson á Hesti. Klukk-
an 3 hófust umræður. Porseti byrj-
aði með þvi að spyrja fund’armenn
hvort þeir mundu vilja greiða at-
kvæði um þær tillögur er fram
kæmi á fundinum og galt allur
þorri fiindarmanna jákvæði við
því.
Þá flutti Ólafur Björnsson
kaupm. á Akranesi erindi, er hann
nefndi „Kirkjan og menningin“,
og að því loknu hófust umræður
um ýms kirkjumál, og voru eft-
irfarandi tillögur s'amþyktar með
fjölda atkvæða.
1. Skyldur ríkis við kirkjuna.
Þar sem konungur og ríki hafa
tekið í sínar hendur nær alt hið
mikla. fje, sem íslensk kirkja hefir
að fornu átt, telur fundurinn það
sjálfsagða skyldu ríkisins, að búa
svo að kirkjunni og starfsmönn-
um hennar, að hún fái sem best
notið sín.
2. Sjálfsforræði kirkjunnar. Pund-
urinn telur nauðsynlegt að hjer-
aðsnefndir fái meiri íhlutimarrjett
um þau löggjafarmál, er kirkjuna
varða, og telur fundurinn því
æskilegt, að við lilið biskups sje
sett kirkjuráð, sem eigi tillögu-
rjett og ráðgjafaratkvæði nm þau
löggjafarmál, er kirkjuna varða,
áður en þau verða 'að lögum.
3. Skipun prestakalla. Eftirfar-
andi tillaga kom frá Guðbrandi
Sigurðssyni hreppstjóra á Svelgsá
og var sþ.:
Almennur kirkjumálafundur í
Stykkishólmi 4. ágúst 1929 skorar
á Alþingi 'að breyta í engu núver-
andi skipun prestakalla, svoframt
að safnaðarfundir og hjeraðsfund-
ir samþykki það ekki.
Viðbótartillaga kom fram frá
Jóni Vigfússyni Hjaltalín í Brok-
ey og var sþ.:
Jafnframt skorar fundurinn á
kijrkjustjórnina að auglýsa nú
þegar laust til umsókriar Breiða-
bólstaðarprestakall á Skógar-
strönd og taki prestur sá, er brauð-
ir er veitt, jáfn ftamt að sjer
fræðslu barna í prestakallinu.
4. Kristindómsfræðsla. Fundur-
inn telur æskilegt að prestar lands-
ins leggi meiri rækt við kristin-
dómsfræðslu barna en víða mun
nú vera.
Pleiri tillögur komu ekki fram.
KI. 8 um kvöldið flutti síra
Þorsteinn Briem á Akranesi kristi-
legt erindi, er hann nefndi ,Augna-
blikið.‘
Pundurinn fór hið beista fram
og var áhugi marina mikill fyrir
þeim málefnum, sem þar voru
rædd.
Kappreiðar í Flöanuœ.
Pyrir skömmu var stofnað hesta-
mannafjelag í Flóanum og heitir
það „Sleipnir".
Pjelag þetta. gekst fyrir kapp-
reiðrim á Villingaholtsbökkum á
sunnudaginn var. Voru bakkarnir
ekki vel góðir, ósljettir nokkuð,
og þiuigir undir fót af sandi.
Þarna voru reyndir 8 skeiðliest-
ar, 12 stökkhestar og 8 folar. Voru
allir liestarnir úr Flóanum, nema
einn foli af Skeiðum. Voru þeir
hver öðrum fallegri og sumir snild
argripir, bæði um vöxt og tilþrif.
Dómnefnd skipuðu: Eggert
Benediktsson í Laugardælum,
Tómas Guðbrandsson í Skálmholti
og Sigurður Gíslason lögreglu-
þjónn, sem sendur var hjeðan af
hestamannafjelaginu „Pák“ til að
leiðbeina mönnum um alt, kapp-
reiðunum viðvíkjandi. Var hafður
jafnlangur skeiðsprettur og stökk-
sprettur og var í sumar á sk-eið-
vellinum hjer við Elliðaámar, og
yfirleitt fylgt sömu reglum og við
kappreiðar þar.
Urslitin urðu þessi:
Skeið.
Af 8 hestum stukku 6 upp, en
af þeim tveimur, sem lágu, náði
annar lágmarkstíma til verðlauna
og hlaut III. verðlaun. Var það
rauður hestur frá Vatnsenda, og
rann liajnn skéiðið á 29 sék.
Stökk.
1. verðlaun fjekk bleikur hestur,
eign Gísla Brynjúlfssonar á Haugi.
Hann hljóp völlinn á 24 sek.
2. verðlaun hlaut ljósskjóttur
hestur, eign Jóns Gíslasonar frá
Hauígi, hlauptími: 24,2 sek.
3. verðlaun hlaut bleikur hest
ur frá Perjunesi, hlauptími: 24.5
sek.
Polahlaup.
1. verðlaun fjekk grár foli, eign
Hinriks Þórðarsonar að Itverkum
á Slceiðum, hlauptími -20.2 sek.
2. verðlaun fjekk grár foli frá
Gróf í Flóa (20.4 sek.).
3. verðlaun fjekk jarpur hestur,
eign Jóns Gíslaisonar frá Hangi
(20.5 sek.).
Ep þetta undragóður timi, bæði
hjá stökkhestum og folum, þegar
þess er gætt, hvernig völlurinn
var og knapar óæfðir. Póru kapp-
reiðarnar ágætlega fram og mis-
takalaust.
Veður var gott og fjöldi fólks
kom til að horfa á.
Um verðlaunaupphífiðimar vit-
um vjer eigi, því að það var á-
kveðið, að á þe.ssum fyrstu kapp-
reiðum, sem „Sleipnir" heldur,
skyldi skifta öllu því. sem inn
kæmi, milli hestanna, er sigruðu.
Hestamaamaf jelagið „Sleipnir1 ‘
mun ætla sjer að koma. upp skeið-
velli í sumar, sljettum og góðum,
skamt þar frá, er kappreiðarnar
fóru nú fram.
Maðnr drubknar
við Hrísey.
Fýrir nokkrum dögum vildi það
sorglega slys til í Hrísey, að mað-
ur datt út úr bát og drukknaði.
Maðuririn hjet Jakob Stefárisson
og var innan við tvítugt. Enginn
veit hvemig slysið hefir viljað til.
Lilln-
limonaðipúlver
gefur besla
og ódýrasta
barnadrykkinn.
Hentugt i ferðalög
H.f. Efnagerð Reykjavikur,
BOkanaregg
18 anra.
Dilkasiðiur
fæst f dag og
á morgnn í
Nordalsíshúfi.
Nýtt grænmeti:
Hvítkál
Blómkál
Gulræ/ur
Næpur
' Tómatar
Rabarbar
Laukur.
Verðið hvergi lægra!
Versl. Bjðrb.
Bergstaðastræti 54. Sími 548.
Mnnið að allnr
Snmar-
kvenfatnaðnr
selst ná með afar-
miklnm afslætti.
Verslun
Egill lacobsen.
Sumarbústaður
óskast til leigu. Há leiga greidd.
Upplýsingar í síma 701.
Nýir ávextir
og grænmeti
allskonar, nýkomið.
Vers 1. Vfsir.