Morgunblaðið - 08.11.1929, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.11.1929, Blaðsíða 3
8 (tofnandl: Vllh. Flnnen. rit*efandl: FJela» I Reykjarlh. aitetjðrar: Jón KJartaneeon. Valtýr Stefáneeon. *naiyelngaetjðrl: H. Hafber*. •krlfetofa Aueturetrætl I. aieal nr. 600. * u*lfalngaekrlfetofa nr. 700 ^•laaaatiaar: Jðn KJartaneeon nr. 74*. Valtýr Stefáneeon nr. 1110. B. Hafberg nr. 770. ekrlftaaJald: Innanlanda kr. Í.00 á eaánnBl olande kr. Í.BO - --- aölu 10 aura elntaklB Erlendar slmfregnir. PB. 7. nóv. Prá London er simað: Flugleiðin um ísland. Kanadiska flugfjelagið (Cana- •dian Transport -Company) semur við breska flugfjelagið „Imperial Airways“ um áður umgetin á- form viðvíkjandi flugferðum milli form viðvíkjandi flugferðum á milli Bretlands og Canada um ’Qrænland og Island. Tillögur um flugleiðina verða sendar flug- málaráðuneyti Bretlands. Lagt er til, að smíðaðar verði flugvjelar íneð sex mótorUm. Ráðgert er, að flugvjelar þessar geti flutt fimtíu farþega. Flugvjelar eiga að fara •daglega frá Englandi og Canada. Breska stjórnin og canadiska ®tjórnin hafa látið í ljós áhuga fyrir málinu. Yilhjálmur Stefáns- son hefir mikinn hug á að stnðla að því, að af framkvæmdum verði í þessu máli. Hinsvegar álíta flug- málasjerfræðingar canadisku stj. áformin óframkvæmanle'g á núver- isndi stigi flugmálanna. Flugsljs. Þýsk farþegaflugvj el, sem fjórir farþegar, auk fjögurra manna á- fmfnar lagði af stað frá London til Berlín í gærmorgun, en lenti í mikilli þoltu yfir Surrey-hjeraði (í Suður-Englandi). Flugmennirn- ir hafa þess ve'gna sennilega ætlað að lenda, en flugvjelin rekist á trje í lendingu. Flugvjelin steypt- ist niður í Surreyhjeraðið og brotnuðu vængirnir af henni. Bens íngeymirinn sprakk og kviknaði í flugvjelinni, sem brann að me'stu. Einn farþeganna stökk út úr flug- vjelinni í fallinu og bjargaðist þannig, cn hinir farþeganna og þannig, en hinir farþegarnir og þrír flugmannanna fórust. Sá fjórði þeirra, Eugen prins af 'Schammburg-Lippe, bjargaðist en brendist hættulega. Bæ j arst j ómarkosningar í New York. Frá New Yorkborg er símað: Demokratar hafa unnið mikinn sigur við hæjarstjómarkosningar hjer í borg. Walker var endur- kosinn borgarstjóri með 865 þús- nnd atkvæðum, en frambjóðandi i'epublicana fjekk 368 þúsund at- kvæði. Frambjóðandi sosíalista, Norman Thomas, fjekk 175 Jiúsund átkvæði. Hefir það vakið mikla eftirt.ekt, að atkvæðagreiðsla só- sialista hefir ferfaldast síðan við síðustu kosningar. Fjelag ungra jafnaðarmanna nnglýsir hjer í blaðinu árshátíð sína, sem haldin verður annað kvöld. Sjá augl. kgunblaðið Læknasamtðkin og fllbvðublaðiö. Þeir, sem fylgst hafa með skrif- um Alþýðublaðsins síðan það hóf göngu sína og fram á þenna dag, munu hafa veitt því eftirtekt, að rauði þráðurinn í kenningum blaðs ins öll þessi ár hefir verið: efling stjettasamtakanna. Hefir blaðið jafnan skýrt frá myndun slíks fjelagsskapar með gleiðletruðum og áberandi greinum, og látið nokkur ve'lvalin eggjunarorð fyigja. Það hefir að vísu atvikast svo, að flest þeirra stjettafjelaga, sem Alþýðublaðið hefir barist fyrir, hafa jafnframt verið eins konar pólitískur biti handa auðvalds- burgeisum Alþýðuflokksins. Þetta liafa verið verkalýðsfjelög, sem leiðtogarnir hafa veitt í sín póli- tísku net. Þó eru þeir margir, seUi hafa litið svo á, að skoðun Alþýðu- blaðsins væri sú, að allar stjettir þjóðfjelagsins ættu að hafa með sjer öflug stjettafjelög. Að vísu hefir það ekki komið skýrt fram — fyr en nú — hvort þessu mál- gagni stjettasamtakanna væri vel við sámtökin, væru þau ópólitísk. Eins og skýrt hefir verið frá áð- ur hjer í blaðinu, hafa læknar landsins myndað öflug samtök til varnar gerræði því, og ranglæti, sem þeir hafa veTið beittir af stjórninni í embættaveitingum. — Þessi samtök læknanna eru ópóli- tísk með öllu, enda standa að þeim læknar úr öllum stjórnmála- flolckum. Samtökin miða ein- göngu að því, að koma á rjett- látri veitingu embætta. Tilhögun við veitingu læknaem- bætta.hefir verið sú, hjer á landi, að allar umsóknir hafa verið send- ar í stjórnarráðið, e*n það hefir sent umsóknirnar til landlæknis. Hefir svo landlæknir valið úr -um- sóknunum, og gert um það tillögu til stjórnáfinnar, hverjum skyldi veitt embæt’tið. Allar fyrri stjórnir hafa talið sjer skylt að veita læknaembættin samkvæmt tillögu landlæknis. — Enda fjekst á þann hátt trygging fyrir rjettlátri veitingu. En — nýir siðir koma með nýj- um herrum. Þessi óskráðu lög, um veiting læknaembætta, hurfu með komu núverandi valdhafa. Núverandi stjóm hjelt að vísu á- fram að senda landlækni umsóknir lækna til athugunar og leitaði eftir tillögum hans. En hún ljet sem hún sæi ekki tillögur landlæknis — virti þær að vettugi — og veitti jafnan þvert ofan í það, sem hann lagði til. Engan þarf að undra, þótt læknastjett landsins gæti ekki til lengdar þolað slíkt ofríki og rang- læti. Og upp úr þe'ssu verður svo það, að öll stjettin rís upp sem einn maður og myndar sterk sam- tök til varnar gerræðinu. Læknar kjósa menn úr sínum lióp til þess að velja á milli þeirra, sem sækja um embætti. Þessi samtök læknanna eru sennilega öflugustu stjettasamtök- in„ sem þekst hafa hjer á landi. Skyldi maður því ætla, að nú væri glaumur og gleði í heTbúðum þeirra skriffinna Alþýðublaðsins. En hvað skeður? Nú hefir þetta sí-g'jammandi málgagn stjettasamtakanna alt á hornum sjer. Segir blaðið, að þessi samtök lækna sje „þvert ofan í gildandi lagaálcvæði", því með þessu sje veitingavaldið tekið af konungi! Geti af þessu leitt það, að aðrar stjettir fari eins að og hrifsi veitingavaldið í sínar hend- ur — frá konungi! (Mætti ekki bæta við: og Jónasi frá Hriflu?) En alt er þetta bygt á misskiln- ingi eða öðru enn verra hjá Al- þýðublaðinu. Því að: samtök lækn- anna er ekki brot á nokkuru laga- ákvæði. Þvert á móti. Þau eru mynduð til tryggingar því, að hin gildandi regla, um veit- ing læknaembætta, fái að haldast. Sarntök lækna eru því ekki brot á lögum, heldur rjettmæt og sjálf- sögð vamarráðstöfun gegn laga- brotum valdhafanna. Rvaðan eru Skrælingiar? Álit dr. Knud Rasmussen. Á þriðjudaginn var flutti dr. Knud Rasmussen fyrirlestur um Skrælingja fyrir Landfræðisfjelag- ið danska, og benti þar á, hve margt væri líkt með Skrælingjum og íbúum Evrópu á ísöldinni. Það eT sjerstaklega í Suður-Frakklandi að fomminjar frá ísöld hafa fund- ist, svo sem vopn og verkfæri, og eru þau nauðalík þeim vopnum og verkfærum, er hreindýraveiðimenn Skrælingja nota enn í dag. Dr. Knud Rasmussen álítur, að það sje beint samband milli stein- aldarbúa á Norðurlöiidum og Skrælingja, og telur hugsanlegt, að Skrælingjar hafi flutst frá Suður-Frakklandi til þeirra hjer- aða sem þeir hafa nú bygt í 12000 ár, og hafa haldið þar hinni gömlu menningu sinni. Fyrirlesarinn-Jauk máli sínu með þeirri uppástungu, að stofnað yrði til alþjóðasamvinnu um það að rannsaká nyrstu lönd heimsins og íbúana þar, með sjerstöku tilliti til ísaldarinnar. Þau lönd, sem sjer- staklega koma þar til greina, eru Norðurlönd, Rússland, Japan, Kína, Kanada og Newfoundland. Þau landsvæði, sem sjerstaklega þyrfti að rannsaka, era: Græn- land, hjeruðin austan við Hudson- flóa, Alaska, Labradorströnd, Sac- halin og norðurströnd Síberíu. Rasmussen ætlar að leggja fyrir utanríkisráðuneýtið tillögur um al- þjóðasamvinnu um þetta og skip- un framkvremdanefndar, með full- trúum frá öllum þeim ríkjum, sem að framan eru nefnd. (Sendiherrafrjett). Frank Fredericksson, flugmaður hefir tekið að sjer fyrirliðastarf hockey-fjelagsins Pittsburgh Pi- rates. — Mun hann nú vera kom- inn til Pittsburgh með fjölskyldu sfna. (FP>). ' r ' Nýkomiðs Snjóhliiar úr gnmmí, háar með loðkanti, ileiri tegnndir, mjög ódýrar. Snjóhiífar, svartar, öklaháar frá 34 til 40, kosta aSeim kr. 7.00. — Ótal tegundir Snjóstígvjela úr ullar og baðm- ullar „Jersey“ ýmsir litir og lag. Verð frá 8.50. Helsingborgar-Skóhlífar eru bestar fást í öllum stærðum. Lárus G. lúðvígsson, Skóverslun. Danssýning. Það er engin fnrða, þó að ungfrú Hanson geti dansað vel. Amma liennar var alspönsk að móðurætt — eru mörg ástaræfintýri Spán- verja anðkend fyrir dansana enn þann dag í dag. En ungfrúin hefir þar að auki lært vel og margvís- legt í nýtísku skólunum, er það fjörauki fyrir Reykvíkinga að sjá hina ungn og ljettu hreyfingu dansméyjunnar. Dansskólar hjeT í bæ eru nauðsynlegir vegna skamm degisi'nfc og nauðsynlegir fyrir hinar ungu hnátur, sem eru að læra að dansa — sem eiga að upp- byggja landið með gleði sem þrosk aðar húsmæður, er stundir líða. Æskilcgt væri, að ungir drengir lærðu þessa list. Því með vaxandi kvenþroska ná dansstúlkur yfir- tökunum á meUningunni. Er þá hættan mest fyrir þær, að þimgu störfin leggist þeim einnig á lierðar — og er það varla eftir- sóknarvert fyrir karlmennma (hvers vegna ekki). Litla Ása Hansón dansaði einnig mjög yndislega; hún verður áreið- anléga listakona með jafnöldrum sínum. Jóh. S. Kjarval. Dagbðk. □ Edda 592911126 — Inns St.\ M.\ □ Edda 592911128 — H .\ & V.\ St.\ Miðar hjá S.\ M.\ ogBr.\ Ros- enberg, meðan húsrúm leyfir, þó ekki lengur en til langardags- kvölds. I.O.O.F. 1 = 1111188*/* — 0. Veðrið (fimtudagskvöld kl. 5). Djúp lægðarmiðja (735 mm.) fyrir suðaustan fsland hréyfist, norð- austur yfir Færeyjar en önnur. la'gðarmiðja (725 mm.) yfir Græn- einangrnnarplötur einangra 25 sinnum meira en múr, 13 sinnum meira en múrsteinn, 7 sinnum meira en pússning, 3 sinnum meira en trje, 1,6 meira en Hera- klith, jafnmikið og kork. Þð verður reyndin sú, að CELO- TEX einangrar hlutfallslega betur en öll þessi efni, vegna þess að Celotex-plöturnar eru mörgum sinnum stærri og af því leiðir, að samsetn- ingarnar verða færri, en það þýðir langtum betri einangr- un í reyndinni. Þess vegna er um að gera að nota CELOTEX fyrir alla þá, sem vilja spara 25—30% af eldi- við', og um leið láta sjer líða vel í húsum sínum. CELO- TEX hefir 5 yfirburði fram yfir öll önnur efni. 1. Timburhús verða sterk- ari. 2. Alt bergmál í húsum með CELOTEX er úti- lokað. 3. CELOTEX-hús eru kald- ari á sumrin og heitari á vetrum. 4. Öll hús, sem eru sæmi- lega einangruð með Celo tex þurfa 2/5 minni hita- leiðslur en önnur hús. 5. PELOTEX-hús varð- veita heilsu íbúanna. Notið því eingöngu CELO- 'TEX í hús yðar. Einkasali í Reykjavík: Verslnam „Brynja“ Laugaveg 29. Sími 1160.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.