Morgunblaðið - 05.01.1930, Blaðsíða 8
M 0 R G UNBLAÐIÐ
8
/
Sjálfur leið þú
sjálfan þig.
Tryggiö
heilsu yðar
m e ð
d ag1e g ri
notkun af
Helloggs Hll Bran.
Fæst hjá öllum verslunum og
í lyfjabúðum.
Bariun
lnðn-
riklingnr
fast i
Verslnninni Foss.
Bermallne'
Hin stöðugt vaxandi saií
,Bermaline‘ brauða er besu
sönnunin fyrlr gæðum þeím
— Ef þjer eruð fckki þega;
Bermaline-neytandi, þá byrj
18 í dag.
ar voru Jón Éiríksson og Ásdís
Halldórsdóttir. Ung fluttist. Guð-
rún heitin tjl Keflavíkur, en fór
þaðan alfarin til Danmerkur með
Duus-fjölskyldunni fyrir rúmum
40 árum. Atti hún síðan heimili
ytra, en kom þrisvar sinnum hing-
að heim í kynnjsför. — Guðrún sál.
var framúrskarandi gæðakona, trú-
rækin og vinföst, enda átti hún
marga góða vini, se'm sakna henn-
ar sárt.. Hún tók altaf framúrskar-
andi vel á móti löndum, sem heim-
sóttu hana, og munu þeir minnast
hennar með ])akklæti og hlýjum
kuga. Kunnug.
Bamaheimilið Vorblómið hefir
meðtekið eftirtaldar gjafir og á-
heit: Frú G. 50 kr., Björg 10 kr.,
K. 15 kr., G. J. 10 kr., frá litlum
dreng 25 kr. Með þakklæti me'ð-
tekið. Þuríður Sigurðardóttir.
Smælki.
Tvær konur sitja saman og önn-
ur segir alt í einu:
— Loksins hefi jeg uppgötvað
hvar maðurinn minn er á kvöldin!
Hinn: Nei! Hvar er hann ?
— Jú, af tilviljun kom jeg heim
í gærkvöldi fyr en jeg er vön, og
heldurðu að hann sitji þá e'kki
þar eins og brúða!
Hún: Nei — hvað þú ert orðinn
hugulsamnr við mig. Nú heldurðu
regnhlífinni þinni yfir mjer, e'n
það gerðirðu ekki einu sinni þegar
við vorum trúlofuð!
Hann: Það er satt — en þá var
það pabbi þinn, en ekki jeg, sem
borgaði hattana þína.
Ótrygð.
Frúin hefir staðið mann sinn
að því að vera að kyssa stofu-
stúlkuna. Hún segir vinkonu
sinni frá því, að þau hafi sæst
á, að hann gæfi henni nýjan loð-
feld.
— En þú hefir auðvitað rek-
ið stelpuna?
— Ónei, það dettur mjer ekki
í hug, því að nú vantar mig nýj-
an kjól, og seinna þarf jeg að
i ■!
r
[ i/
Kristján X. á útreiðartjúr nálægt bústað sínum, „Sorgenfri“. Er
myndin tekin á síðasta afmælisdegi hans, um leið og vegfarandi einn,
ung stúika, rjet.tir konungi blómvönd í afmælisgjöf.
fá hjá honum ýmislegt, sem
mig vanhagar um.
Ferðalangur: Heyrið þjer bíl-
stjóri, akið með mig í gegnum þess
ar _ tvær blaðsíður í vegvísara
Baedeckers.
— Fáðu þjer einn wiskýsopa
enn, gamli vinur.
• — Þa — þa — hik — þakka fy-
fyrir.
— Það er víst best fyrir þig að
ganga í bindindi áður en við hell-
um í glösin.
Bæiarstjörnarkosningar
í Vestmannaeyjum
fóru fram í gær. Kosning var ekki
lokið fyr en seint í gærkvöldi.
höfðu kosið hátt á 15. hundrað,
en á kjörskrá voru 1670. Var þátt-
taka óvenjulega mikil.
Kl. 12 í gærkvöldi fjekk Mgbl.
fyrstu tölur frá upptalningunni og
voru þær þessar: B-listi (Sjálf-
stæðismanna) 65 atkv., C-listi (só-
síalista) 20 og A-listi (kommún-
ista) 14 atkv.
Kl. um 1 í nótt var talning at-
kvæða lokið. Urðu úrslitin þessi:
A-listi 223 atkv.
B-listi 831 atkv.
C-listi 381 atkv.
Er einn fulltrúi kosinn af A,
sex af B og tveir af C.
'i~ ' ámrtwmammmmammmamaaeriiu iæ iiiiin rarwftær .TL—Ki'jmiat
Saðunah.
manninum og hann fann, að slíkt
brjef mundi hann ef til vill eiga
eftir að senda syni sínum, þegar
hann yrði eldri, en hann fann nú
jafnvel enn betur en áður, að
fornir siðir og erfðavenjur voru
ekke’rt á móts við þá ást, sem hann
bar til Edithu. Hann fann, að
framtíð þeírra var undir því kom-
in, að hann tækji hina rjettu á-
kvörðun, og hann vissi með sjálf-
um sjer, að hann gat ekki fengið
það af sjer að segja skiíið við
hana.
1
10. kapítuli.
Vilyrðið.
Mostyn May sat við skrifborð
sitt í vinnustofu sinni og var að
Iesa póstinn, sem honum hafði bor-
ist þennan dag. Við og við rjetti
hann Laroche með stuttum fyrir-
skipunum um það, hvernig ætti að
svara þeim. — Einkabrje'fin lagði
hann til hliðar, og kom það í Ijós
á eftir, að þau voru örfá. Eitt yar
frá Jaffraj'’, annað frá frænda hans
Clifton Judd og nokkur frá vinum
hans í klúbbum. Var eitt. þeirra
beiðni um lán, hundrað pund, en
þareð hann fann enga hvöt hjá
sjer til að gera góðverk þennan
aag, lagði hann það til hliðar til
að láta það biða.
Brjef frænda hans Var afarstutt..
Hann var að skýra honum frá því,
að hann væri ekki vel góður til
heilsunnar og væri að hugsa um
að fara til Miðjarðarhafsstrandar
til pð hvíla sig. Hann kvaðst vita,
að þau hjónin væru í þann veginn
að fara þangað, og til þe'ss að
trufla ekki samkvæmi þeirra, þeg-
ar hann væri ekki í skapi til að
vera með öðrum, kvaðst hann vera
að hugsa um að Jeigja sjer smá
hús í nánd við bústað þeirra, og
halda þar til, á meðan þau væru
suður frá.
Hann hafði geymt sjer brjef
Jaffray ]>angað til síðast, og sá
hann, þegar hann las það, að það
flutti ekki góðar frje'ttir. — Mál-
færslumaðurinn sagði honum, að
babb væri komið í bátinn með síð-
usu gróðabrögð þeirra. Nokkrir
hluthafar, sem ekki áttu neitt, sjer-
staklega mikið í fyrirtækinu höfðu
hótað að höfða mál til að ná aftur
peningum sínum. Hann sagðj, að
að sínu áliti væri þetta svo alvar-1
legt, að hann væri að búa sig tii
brottferðar, og mundi hann koma
til hans innan skamms tíma. May
gat því búist við, að hann mundi
vera kominn um miðdegisverðar-
tíma.
Hann varð þreytulegur á svip,
])vi að hann fann, að hann mátti
síst við því nú, að lenda í mála-
rekstri við hluthafa. Hanu heyrði
nú, að Sadunah kallaði á hann, og
enda þótt hann væri því vanastur,
að loka brjef sín niðri, er hann var
fjarverandi, eða brenna þeim þeg-
ar. þá gleymdi hann þessu núna
og fór þegar til móts við konu
sína.
Það var ekkert merlcilegt, sem
hún ætlaði að tala við hann um,
en það hjelt honum bul'tu frá
vinnustofunni um stund. Laroche,
sem haft. augun hjá sjer, hafði
])ekt hönd Jaffrays, og hann reis
nú úr sæti sínu og læddist yfir
að skrifborði húsbónda síns. Hann
hafði á skömmum tíma komist
fram úr brjefinu, og hann læddist
nú aftur jafn-hljóðlega að borði
sínu, og þegar May kom inn aftur,
viríist hann alveg jafn-niðursokk-
inn í vinnu sína. May tólc brjefið,
bögglaði því saman og stakk því í
vasa sinn.
Enda þótt Laroche gæti síst get-
ið sjer til, hve mikla þýðingu þetta
hefði haft fyrir húsbónda sinn, þá
vakti þetta þó hjá honum vonar-
neista, því að hann sá nú, að fjár-
hagur húsbónda hans stóð ekki
eins föstum fótum, og aðrir hjeldu,
enda hafði hann grunað þetta
lengi. Og Það styrkti grun hans
með tilliti til viðskift.a Mays, að
ekki trúði hann þvi, að hluthafar
mundu grípa til málareksturs, ef
aðferðir lians í fjármálum væru að
öllu leyti heiðarlegar. Grunur hans
var því staðfestur að tvennu leyti.
Hann gat ekki sjeð, að hvaða
leyti hann gæti notfært sjer þessa
vitneskju sína, en hann sá þegar,
að það styrkti fyrirætlanir lians,
að hættur steðjuðu að May. Hann
sá, að hann gæti þó undir öllum
kringum stæðum farið og sagt
Sandown lávarði frá þessu, og
þóttist hann viss um, að ungi mað-
urinn mundi hugsa “Sig um tvisvar,
áður en hann tæki ákvörðun um,
að ganga að eiga stjúpdóttur
óheiðarlegs manns.
Jaffray kom hálfri stundu fyrir
miðdegisverð, og fór hann beint
til vinnustofunnar. Laroche fjekk
frí það sem eftir var dagsins, og
Bölftepnl.
stórt, nýtt nrval
tekið npp i gær.
VOruHúsli.
aðeins gleði og ánægja.
Alt verður svo hreint
og spegi'fagurt.
Fæst í fjórum slærðum
á aura 40, 50, 65 og 2,75.
H.I mm Beiaiyp
H kvöldborðið:
Soðinn og súr hvalur, rikl-
ingur, íslenskt smjör, kæfa,
rúllupylsa, nýtt skyr.
Versl. Björninn.
Fyrir eina SO anra.
ekur enginn í bifreið í Rvík, en
fyrir sanngjarnt gjald ferðast þeir
sem aka í bifreiðum frá
715 B. S. R. 716.
Til Vífilsstaða kl. 12, 3, 8, 11 e. m.
Til Hafnarfjarðar á hver'jum klt.
Um bæinn allan daginn.
Mnnið A. S. f.
sátu þeir fjelagarnir síðan að ta-lat
einir saman.
— Það var gott, að þessi bölvaði
snákur fór, var hið fyrsta sem
Jaffray sagði, eftir að hann hafði
heilsað May. Hann he'fir auðvitað
ekki haft tælcifæri tii að sjá brjef
mitt ?
May fór heldur lijá sjer við
þessa spurningu, því að hann sá
nxi, að liann hafði gefið Laroche
tækifæri til að lesa brjefið, en
hann sýndi engin merki þess við
fjelaga sinn. Hann vildi ekki við-
urkenna það fyrir honum, að hann
hefði gefið ritara sínum tækifæri
til að sjá brjefið, því að hann vissir
að þá mundi Jaffray skamma hann
blóðugum skömmum fyrir van-
ræksluna.