Morgunblaðið - 18.01.1930, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ
3
Stofnandl: VUh. FlnMn.
Dtc»tnndl: Fjelnr 1 R«ykJ»Tlk.
Sltat)ðr*r: Jðn Klartanaaon.
Valtýr 8tefá.n*«on.
jLurlýaingaatjöri: H. Hafborg.
Rkrlíatofa Auaturatrastl I.
glnl nr. BOi).
AMTltalngraakrlfatofa nr. 709.
Helæ.arí'jKar:
Jðn Kjartanaaon *r. 741.
Valtýr Btetánaaon nr. ÍIM.
K. Hafber* nr. 779.
AaSrMtaarMld:
Iananlanda kr, 2.00 á »inu8L
alaað* kr. 2.B9 - 1 "
■ðlu 10 aura alntaklB.
Erlendar símfregnir.
London, FB. 17. jan.
Tíu ára afmæli Þjóðabanda-
lagsins.
United Press tilkynnir:
Frá Genf er símað: Galesky full
ifcrúi Póllands og forseti fram-
kvæmdaráðs þjóðabandalagsins,
hjelt ræðu í dag til minningar um
tíu ára starfsemi bandalagsins. Var
síðan fundi framkvæmdaráðsins
aáitið.
Alþing’isbátíðin og Bandaríkin.
Frá Washington er símað: Öld-
*ngadeild þjóðþingsins hefir sam-
þykt ályktun, er heimilar að verja
fímtíu og fimm þósund dollurum
t«; kostnaðar við þátttöku Banda-
ríkjanna í Alþingishátíðinnt á Ss-
landi í sumar.
Hung'ursneyðin í Kína..
Frá New-York City er símað:
Kuomin-frjettastofan hefir látið
^afna upplýsingum um neyðina í
Kína og telur að sextíu og fimm
miljónir manna í tuttugu og tveim
ur hjeruðum eigi við mikinn skort
að stríða.
Fulltrúar Band&ríkja á flotamála-
fundinum komnir til Englands.
Frá Plymouth er símað: Eim-
skipið George Washington er vænt
anlegt hingað í kvöld. Farþegar á
sltipinu eru fulltrúar Bandaríkj-
anna á flotamálafundinum. Sendi-
herra Bandaríkjanna í Bretlandi,
Dawes, og borgarstjórinn í Ply-
mouth, taka á móti fulltrúunum,
•sem síðan halda áfram til London,
þegar í kvöld.
Síðar símað frá sömu borg:
Pandaríkjafulltrúarnir stigu á
iand kl. 8.40. Stimson veitti blaða-
mönnum viðtal og mælti m. a.: Við
munum í allri einlægni vinna að
því, að góður árangur verði af
flotamálafundinum og gerum okk-
tuv miklar vonir jim úrslitin.
*
Pólflug „Zeppelins greifa“
ferst fyrir í ár.
Vegna þeirra vandkvæða, sem
werið hafa á því, að fá loftfarið
• „Zeppelin gre‘ifa“ vátrygðan á
hinni fyrirhuguðu pólför, er nú
•orðið svo áliðið að ekkert getur
•orðið úr fluginu í ár. Alllar líkur
•eru þó taldar til þess, að hægt
verði að vátryggja loftfarið á
«líkri ferð, og er nú í ráði að hún
verði farín 1931.
„Zeppelin greifi“ verður hafður
í flugfe'rðum yfir Atlantshaf í
■sumar. Er gert ráð fyrir að hann
færi fyrstu ferð sína til Suður-
Skólamál Reykvíkinga
oy Tíma-sósíalistar.
Nú er svo ltomið, að Tímamenn
eru farnir að biðla til reykvískra
kjósenda — mannanna, sem þeir
árum saman hafa verið að rægja
og svívirða.
Nú á alt að gera fyrir Reykvík-
inga.
Reykvíkingar eiga að fá hag-
kvæm lán til þess að koma sjer
vipp ódýrum íhúðum. En þegar
farið hefir verið fram á það á
Alþingi, að Reykvíkingar fengju
veðdeildina endurhætta, hafa
Framsóknarme'nn risið öndverðir
gegn þeirri umbót. Og ekki nóg
með það. Framsóknarstjómin hef-
ir neitað að taka lán til þess að
kaupa fyrir veðdeildarbrjef, en fyr
ir það eru þessi brjef nú óseljan-
íeg ne'ma með stórfeldum afföll-
um. Þannig hafa orðið fram-
kvæmdir Tímamanna í húsbygg-
ingarmálum Reykvíkinga.
II.
Tímamenn lofa skemtigörðum og
leikvöllum handa börnum. í byrj-
un þessa vetrar auglýsti lögreglu-
stjóri í dagblöðum bæjarins nokkra
staði, þar sem börn mætti renna
sjer á sleða hjer í hænum. —
Arnarhólstúnið var talið í þeirri
auglýsingu, enda er það tilvalinn
staður fyrir börn að leika sjer á.
En hvað skeður?
Stjórnin víggirti Arnarhólstún
eins og rammasta hervirki, og hef-
ir ekki eitt einasta barn sjest þar
í vetur!
Ilvað eru þessir menn að tala um
skemtigarða og leikvelli?
III.
Reykvíkingar ættu nú að nota
tækifærið, og minnast á skólamálin
við þá Tímamehn.
Hvað hafa Tímamenn gert til
umbóta í skólamálum Reykvík-
inga ?
Þegar Jón Öfeigsson yfirkennari
bar fram Samskólann, — merkustu
skólanýung vorra tímaT — risu
Framsóknarmenn á þingi öndverð-
ir gegn málinu og steindrápu það!
Forystuna í þeirri slátrun hafði
Jónas Jónsson frá Hriflu, maður-
inn, sem nú biður Reykvíkinga að
kjósa, Hel-mann lögreglustjóra í
bæjarstjórn.
Hlbingi sett.
Alþingi var sett í gær. Stundu
'‘■tir háde'gi gengu þingmenn úr
Alþingishúsinu og inn í dómkirkj-
una.
Gfl hefir verið margmenni svo
mikið við þingsetningu, að erfitt
hefir verið fyrir þingmenn að kom
ast gegn um mannþröngina. Nú
voru áhorfendurnir fáir___óvenju-
lega fáir— hvað sem valdið hefir.
Þegar komið var í kirkju, stríg-
Ásmundur Guðmundsson dósent í
stólinn og flutti skörulega og eftir
tektarverða- ræðu. Verður ræðan
ekki rakin hjer, en birt í heilu lagi
í Lesbókinni annan sunnudag.
Að lokinni kirkjuathöfninni
gengu þingmenn upp í neðri deild-
ar sal Alþingis. En þar var dvölin
e'kki löng, Forsætisráðherra las
upp boðskap konungs um að Al-
Þfctta voru fyrstu afskifti Fram-
sóknarmauna af skólamálum Reyk-
víkinga.
Næsti þátturinn gerðist einu ári
síðar; þá var Hriflu-Jónas orðinn
kenslnmáláráðherra.
Þá tekur ráðherrann rögg á sig
og lokar Mentaslrólanum — bann-
ar að taka fleiri en 25 nýsveina
í 1. bekk skólans. Astæðan, sem
ráðherrann hafði fram að færa
gegn þe'ssu gerræði og ofbeldi var
sú, að „skrillinn í Reykjavík“
fylti Mentaskólann! Þannig var
hugur Hriflu-Jónasar til Reyk-
víkinga haustið 1927. — Lokun
Mentaskólans kom þyngst niður
á fátækum foreldrum í Reykja-
vík, er vildu menta börn sín. —
Börn fátækra foreldra urðu út-
urdan, því aðstandendur höfðu eigi
efni á að kaupa dýra ltenslu handa
börnunum til þess að húa þau
undir inntökupróf.
I
IV. .
Þegar svo Rc’ykvíkingar vildu
sjálfir bæta úr ranglæti og ofbeldi
Jónasar frá Hriflu í skólamálitn-
um, og se'tja á stofn einkaskóla,
Gagnfræðaskóla Reykvíkinga, þá
risu Tímamenn á þingi enn upp
og reyndu að drepa þenna skóla
í fæðingunni. Forystuna í þeirri
herferð hafði Jónas frá Hriflu.
Þa(ð var |sótt um ofurlítinn
styrk handa þessum skóla. —- En
Jónas frá Hriflu sagði, að „skríll-
inn í Reykjavík“ væri rjettur til
að kosta sinn skóla án nokkurrar
hjálpar frá ríkinu. Flestir eða
allir Tímasósíalistar fylgdu Jón-
asi að málum. En þeim tókst ekki
að drepa skólann.
Þannig er þá í fám orðum ferill
þessara manna, sem nú eru að biðla
til Reykvíkinga:
Samskólann drápu þeir!
Mentaskólanum lokuðu þeir!
Og þeir gerðu ítre'kaðar tilraun-
ir til þess að drepa Gagnfræða-
skóla Reykvíkinga!
Og þessir menn ætlast til, að
þeir verði hyltir við hæjarstjórn-
arkosningarnar 25. þ. m.
Þeir ættu skilið að verða
flengdir!
Og það ve'rða þeir áreiðanlega.
þing væri kvatt saman, en Lárus 1
Klaustri bað konung lengi lifa, og
þingmenn stóðu upp og tóku undir
með níföldu húrrahrópi. Sósíalist-
ar — aðrir en dómsmálaráðherr-
ann— sátu sem fastast meðan þessi
athöfn fór fram.
Þá gat forsætisráðherra þess, að
stjórnin hefði sent drotningunni
heillaúskaskeyti á fimtugsafmæli
lienuar og látið afhenda henni mál
verk (Skjaldbreið, eftir Jón Stef-
ánsson) sem afmælisgjöf frá ís-
lensku þjóðinni.
Ennfremur skýrði forsætisráð-
herra frá því, að stjórninni hafi á
nýársdag borist heillaóskaskeyti
frá stjórnarforsetum Norðurlanda
í tilefni af 1000 ára afmæli Al-
þingis.
Þar sem 6 þingmenn voru ó-
ltomnir, var þingstörfum frestað
þangað til á þriðjudag
t t t
Jarðarför móður okkar, Sigríðar sál. Þórðardóttur ítá Stig-
húsum í Sandgerði, fer fram frá Fiíkirkjunni í Reykjavík, mánm-
daginn 20. þ. m. kl. 2 síðdegis.
Elin Ólafsdóttir. Sigurþór Ólafsson.
Jarðarför Jóns Ebenese'rssonar frá ísafirði, fer fram mánudag-
inn 20. þ. m. og hefst með húskveðju frá heimili okkar í HafnarfirlK
kl. 1% eftir hádegi.
María Jónsdóttir. Þorgrímur Sveinsson.
Ahiðarþakkir færi je'g öllum fyrir auðsýnda hluttekningu vii
andlát og jarðarför konunnar minnar, Guðríðar Ólafsdóttur.
Hafnarfirði 17. jan. 1930.
Gísli Gunnarsson.
i< C
„Af vangá'
Styrkuriim til I. S. í.
Biorgunarstarfsemin
í Vestmaimaeyjum.
Undanfarin ár hefir Iþróttasam
hand fslands haft ofurlítinn styrk '
á fjárlögum, til þess að halda uppi
íþróttastarfse'mi í landinu.
Nú skýrir kosningasnepill Fram-
sóknar frá því, að nokkrir áhuga-
samir íþróttamenn hjer í bænum
liafi veitt því eftirtekt, að stjórnin
hafi felt þenna styrk niður af fjár-
lagafrumvarpi þvi, sem hún leggur
mi fyrir Alþingi.
Er auðheyrt á blaðsneplinum, að
þetta hefir ekki átt að vitnast
svona rjett fyrir kosningar. Til
þess að breiða yfir þetta, kveðst rit
stjóri kosningasnepilsins hafa snú-
ið sjer til dómsmálaráðherrans ®g
æskt upplýsinga um þetta atriði.
Og ráðherrainn gaf það svar, að
styrkveíting þessi hafi fallið niður
„af vangú.“
Lofaði svo ráðherrann að hann
skyldi fara fram á það við fjár-
veitinganefnd þingsins, að hún
tæki styrkinn upp aftur.
Þessi „vangá“ stjórnarinnar
getur orðið íþróttamönnum dýr-
keypt, því allir vita, að erfitt er að
sækja fje til fjárveitinganefndar.
Styrkur íþróttasambandsins í ár er
6000 krónur, og lægri má hann
ekki vera. Verður nú fróðlegt að
sjá, hve mikil alvara fylgir þessu
loforði stjórnarinnar. Vjer skulum
vona að ekki fari eins um þetta
loforð og svo mörg önnur — að
það verði svikið.
Aðalfundur Bj örg-unarfj elagsinB
skorar á þing og stjóm, að halcla
gerða samninga og hafa skip við
björgunarstarfið, sem sje jafnoki
„Þórs“ að öllu leyti.
Aðalf undur B j öi gunarf j elag*
Vestmannaeyja var haldinn 12.
janúar síðastliðinn.
Þar var samþykt einróma sv«-
hljóðandi tdlaga:
„Aðalfundnr Björgunarfjelags
Vestmannaeyja skorar 'á ríkis-
stjórn og Alþingi, að halda áfram
framvegis að hafa björgunar- og
eftirlitsskip við Vestmannaeyj1-
ar, sem sje að öllu leyti eins f«ll-
komið og Þór var, samkvæmt á-
lyktunum þings og stjórnar þegar
Þór var seldur ríkinu.“
Vafalaust verður þetta björgun-
armál tekið til rækilegrar meðferð-
ar á Alþingi, sem nú er að koma
þaðan. Verður þá fróðlegt að sjá,
hvort stjórnin fær lið sitt me'ð
sjer, til að svíkja gerða sarnn-
inga við Vestmannaeyinga.
!Slys í Hafnarfirði. Z:
Ungur maður fellur út af bryggju
og drukknar.
Um kl. 8 í fyrrakvöld fór ungur
maður, Ingvar Gísli Árnason, að
nafni, að heiman frá sje'r og ætlaði
út í línuskipið „Pjetursey“ og
vinna þar við smíðar um nóttina.
Pjetursey lá við bryggju. Ingvar
kom ekki um borð í skipið, og ótt-
uðust menn, að hann hefði fallið í
sjóinn milli skips og bryggju. — I
gærmorgun fór kafari niður í sjó-
inn við bryggjuna og fann hann
strax lík Ingvars.
Tngvar sál. var tvítugur að aldri
(f. 23. sept. 1909). Hann var eink-
ar efnilegur og smiður með af-
brigðum. Hafði hann stundað nám
í Hamri og átti aðeins ósmíðað
sveinstykkið. Hann var sonur Árna
Sigurðssonar og Sylvíu ísaksdótt-
ur(Jónssonar frá Vindási á Landi);
þau hjón húa í Hafnarfirði.
Dagbðk.
□ Edda 59301216V2 = 2.
Veðrið (föstudagskvöld kl. 5):
Djúp lægð (733 mm) yfir Aust-
fjörðum hreyfist norður eftir. Er
það sama lægðin, sem á fimtu-
dagskvöld var ve'stan við Bret-
landseyjar og virtist þá stefna
beint norður undir Reykjanes. —
Kl. 5 í kvöld var vindur allhvass
NA með hríðarveðri en mjög vægu
frosti á Vestfj. og N-landi. Á S og
SA-landi var breytileg átt og liæg
viðri með regnskýrum og 2—4 st.
hita.
Suðvestur af Reykjanesi ei* djúp
la gð á NA eða A-leið. Norskt skip
sem er statt um 800 km. suðvestur
af Reykjanesi segir V-storm (9
vindstig) og hagljel.
Veðurútlit í Rvík í dag: All-
hvass A eða SA. Úrkoma öðru
hvoru. Sennilega frostlaust.
Messur á morgun: í dómkirkj-
unni kl. 11 f. h. síra Bjarni Jóns-
sn, kl. 2 e. h. barnaguðsþjónusta
síra Friðrik Hallgrímsson og kl. 5
e h. síra Pr. H.
í Fríkirkjunni k]. 5 e. h. síra
Árni Sigurðsson.
í Fríkirkjunni kl. 5 e. h. síra
(ræðuefnið: Síðasti spádómur
Krists) O. J. Olsen.
í Fríkirkjunni í Hafnarfirði
messar síra Ólafur Ólafsson kl. 2
e. h. á morgun.