Morgunblaðið - 22.01.1930, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.01.1930, Blaðsíða 4
MORGUN BLAÐIÐ Höfuðbæknr, Dagkækur, Brjefa og Reikniugsbinilarar. Fyrirliggjandi: Sardínnr í olín og tómat. Fiskabollnr 11 ogM/2 dósnm. Litrarkæia. Dósamjóík. Eggert Kristjánsson B Co. Hafnarstræti 15. Huglísingadagbðk 4 Yiðskiftl P" Vindlar úr Tóbakshúsinu eru viðurkendir fyrir gæði. Þeir eru ávalt geymdir við jafnan og mátu- legan hita. Útsprungnir túlípanar og hya- smtur í Hellusundi 6. Sent heim ef óskað er. Sími 230. Túlipanar fást í Skrautgripa- verslun Árna B. Björnssonar, Lækj artorg. Dðmsmálarððherrann i skreytir sig, sem oftar, með fjöðrum annara. Nýir fiskbúðingar (tvær tegund- ir), eru til í dag. Fiskmefisgerðin Hverfisgötu 57, sími 2212. < Vinna. Unglingsstúlka 12—14 ára ósk- ast til snúninga nokkra tíma á dag. Fiskmetisgerðin. Hverfisgötu 57, sími 2212. < Húsnæði. > Sölubúð á beSta stað til leigu strax. Upplýsingar gefur Hannes Jónsson, Grettisgötu 57, sími 875. Þjer gjörið rjett er þjer ^^aabiðjið „Sirins“: Súkkulaði og kakaoduft. Karlmauna FS.t og Frakka kauptð þjer best og ódýrast í Vöruhúsinu. Á laugardaginn var skrifar dómsmálaráðherrann í „Ingólf i‘ ‘ um Hótel • Borg og telur að fram- kvæmdir á byggingu hótelsins sje að þakka „einhuga stuðning nú- verandi stjórnar, sem beitt hefir sje*r fyrir málinu, vegna heiðurs Reykjavíkur pg landsins alls.“ Það er ekki kunnug að stuðn- ingur stjórnarinnar sje í öðru fólg- inn en að véra ekki á móti því, að Alþingi heimilaði ríkisstjóminni að ábyrgjast lán til byggingarinn- ar gegn baktryggingu bæjarfje- lags Reykjavíkur. Ríkið hefir ekki bæt teinum eýri vegna byggingarinnar hótelsins, en bæjarsjóður Reykjavíkur hefir tekist á hendur ábyrgð á meira eji hálfrar miljónar króna skuld- um, sem hvíla á eigninni. Eigi nokkur annar e'n Jóhannes Jósefsson þakkir skilið fyrir að Reykjavík hefir ei'gnast fyrsta flokks hótel, þá eru það sjálfstæð- ismennirnir í bæjarstjórninni, sem liafa verið víðsýnni framfaramenn í þessu sem öðru. —n. t Signrðnr J Blöndal andaðist í Vífilsstaðahæli hinn 20. þessa mánaðar. Hann var sonur Jóns heitins Blöndals læknis í Stafholtse'y og varð aðeins 24 ára að aldri. Han nhafði verið á Víf- ilsstöðum síðan í maí í vor. !í Reykvískir borgarar! Listi ykkar er‘C*listi. Dagbók. Listi ykkar er C-listi. 2339 e'r símanúmer kosningaskrif stofu Sjálfstæðismanna. Veðrið (þriðjudag kl. 5) : Ðjúp lægð yfir Grænlandshafi á mjög hægri hreyfingu norðaustur eftir. Hjer á landi er S og SA-átt með 2—4 st. hita, e'n á hafinu suður undan er SV og V-hvassviðri með hagljelum. Veðurútlit í dag: SV-átt, stund- um allhvast. Skúra og jeljaveður. Hótel Borg hefir tekið upp þann sið, sem tíðkast mjög á bestu veitingahúsum erlendis, að inn- rjetta tóbaks- og sælgætisbúð í eitt hornið á aðalve'itingasalnum. Slík- ar búðir era til mikilla þæginda fyrir hótelge'sti, enda er alt selt þar með búðarver^ og búðin altaf opin meðan veitt er í veitingasöl- unum. Sú villa slæddist inn x blaðið í gær í frásögn um brunann á Hrauntúni, að hann hefði átt sjer stað 10. desember, en átti að vera 10. janúar. Ság. Skagfield söngvari er ný- lega komin ntil bæjarins. Hefir hann í hyggju að halda kiriéju- hljómleika hjer með aðstoð Páls ísólfssonar. Flónið verður leikið annað kvöld við lækkuðum aðgangseyri. Verð- ur þetta í næst-síðasta sinn, sem leikið er, og er því hver síðastur að sjá leikinn. Heámdallur, blað ungra Sjálf- stæðismanna, kemur út í dag. Rit- stjóri er Kristján Guðlaugsson stud. jur. Blaðið er skrifað af fjöri og krafti og ber ljósan vott um áhuga æskumanna fyrir bæj- arstjói-narkosningunum. Afgreiðsla verður í Varðarhúsinu uppi, opin kl. 1—4. Söludrengir komi kl. 1. C-listi er listi Sjálfstæíismanna. Carl Olsen, stórkaupmaður, á fimtugsafmæli í dag. Hann mun hafa dvalið hjer í Reykjavík meira en helming liðinnar æfi, enda er hann fyrir löngu orðinn ísleliskur í anda. Carl Olsen er maður fram- úrskarandi vel látinn af öllum þeim sem skift hafa við hann. En auk verslunarstarfa sinna hefir hann gefið sig við jarðrækt og búskaparrekstri í stórum stíl, svo til fyrirmyndar hefir verið. — Margir vinir hans munu færa honum ámaðaróskir á þessum afmælisdegi hans. K.F.U.M. Almenn samkoma i k\öld kl. 8V2. Sjera Bjarni Jónsson talar. Allir velkomnir. Blindir menn. Það er í ráði að safna skýrslum xim blinda menn hje'r í Reykjavík. Vantar nú alveg skýrsíu um það, hvað þeir eru margir, því að þess er hvergi getið hvorki á aðalmanntali nje mann- talsskýrslum prestanna. Liggja til þess sjerstakar ástæður, að sem glöggvust vitneskja fáist um hve margir eru blindir hjer í bænum, og e'ru aðstandendur þeirra, eða húsráðendur vinsamlegast beðnir að gefa sig fram við Körfugerðina á Skólavörðustíg 3 (sími 2165). MorgunblaðiÖ er 6 síður í dag U.M.F. Velvakandi heldur fund í kvöld kl. 9 í Kaupþingssalnum. Manntal á íslandi. Út eru komin 46 hefti af Hagskýrslxim Islands: Manntal á íslandi 1. desember 1020. Var bráðabirgðayfirlit- um mannfjöldann birt í Hagtíðmdum í mars 1921. Ymsar niðurstöður manntalsins^voru birtar í Hagtíð- in'&um 1922 og 1923, en sjálft tölu- he'ftið kom út 1926. Afsakar þetta þann drátt, sem orðið hefir á út- komu skýrslunnar — að nú eru liðin nær 10 ár síðan manntalið fór fram. Næsta reglulegt manntal á að fara fram 1. desember í ár. Leikfjelag danskra stúdenta. — Eftir því sem Berlingske Tidende' segja, ætlar*5 Leikfjelag danskra stúdenta að taka þátt í hinni fyrir- huguðu íslandsför (á Alþingishá- tíðina í sumar) og að sýna þár Galdra-Loft Jóhanns Sigurjónsson- ar. Leikrit þetta hafa stúdentar sýnt áður í Kaupmannahöfn við góðan orðstír. Ármenningar hafa glímuæfingu í kvöld kl. 8—10 í leikfimishúsi Mentaskólans. Líður nú að því, að skjaldarglíman verði háð og ér því nauðsynlegt að menn sæki vel æf- ingar og komi stundvíslega. Uppboð. Opinbert uppboð verður haldið á Vatnssstíg 3, fimtu- daginn 23. þessa mánaðar og hefst klukkan 10 fyrir hád. Veroa þar seld skrifstofuhúsgögn, ferðakistur, járnvörur, vcfnaðarvara o. m. fl. Sama dag klukkan 1 e. hád. verða seldar alskonar íslenskar og útlendar fræðibækur, einkum sögulegs efnis. Lögmaðurinn í Reykjavík, 21. janúar 1930. Björn Þórðarson. ea Allnr barna- og nnglinga- fatnaðnr selclur með miklum afslætti. Verslunin fgill lacobsen. Ostar og niðnrsnða á kalda borðið ódýrast I oCltHírpOQ^ Hðfnm fyrirliggjandf: Niðursoðna ávexti: Ananas, Aprikósur, Perur, Ferskjur, Sími 2358 l! Kjósið C-listann! Ferðaáætlun Sameiinaða. — Á þessu ári á „ísland“ að fara 12 ferðir milli Kaupmannahafnar og íslands, eða einni ferð fleira en í fyrra. ,Dronning Alexandrine1' fer jafnmargar ferðir (12) milli landa eins og í fyrrá, en „Botnia“ á að fara 22 ferðir milli Le'ith og Islands — en fór ekki nema 18 ferðir í fyrra. Til Norðurlands verða farn- ar 23 ferðir (22 í fyrra). Hra?f- ferðir byrja núna 5. febr. (byrj- uðu 10. apríl í fyrra). Fara þá skipin annanhvorn miðvikudag frá Kaupmannahöfn og Leith og ann- anhvorn þriðjudag frá Reykjavík til Norðurlandsins alt árið . Kjósið C-listann! Bálstofan. Á öðrum stað hjer í blaðinu í dag birtist álit Knud Zimsen borgarstjóra um bygging bálstofu hjer í Rvík. Lagði hann álitsskjal þe.tta fyrir síðasta bæjar- stjórnarfund. Kvenfjel. Hringurinn heldur af- mælisfagnað í Hóetl Borg næstk. sunnudag. Sjá nánar augl. í bl. í dag. Skinfaxi, 7. hefti XX. árg. (nóv- emberheftið) hefir Morgunhlaðinu borist. Er þar fyrst ávarp sam- bandsstjórnar U.M.F. til fjelags- manna og fjallar eingöngu um Alþingishátíðina og þátttöku Ung- mennafjelaga í henni. Kristján Jónsson frá Garðsstöðum ritar um Odýr Beiðh|ól 15 stk. lítið notuð karl-reiðhjól seljast nú mjög ódýrt. Örnran, Laugaveg 20. Sími 1161. RiidlltSÐffiðar, flndlitsGream, Hndlitssðpur og Ilmvötn er áwalt ódýrast og best i forn staðaheiti og vill að þau sjeiz tekin upp þar sem önnur nöfn hafa komið í staðinn, e'n aðallega legg- ur hann áherslu á, að nafnið Eyrl við Skutilsfjörð (eða Skutilsfjarð- areyri) verði tekið upp í staðinn fyrir ísafjarðarnafnið. — Kristján Karlsson skrifar um vínbindindi, o. fl. er í heftinu. Reykvískir borgarar! Munið, að1 listi Sjálfstæðis- manna er C-listi. Kjúsið C-Iistann /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.