Morgunblaðið - 22.01.1930, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.01.1930, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 22. janúar 1930. 5 Egyptaland -- Indland. Vandamál enska heimsveldisins. Undanfarið hefir verið óróasamt í löndum Bretaveldis í Afríku og Asíu. í Palestínu ólgar stöðugt hatrið milli Gyðinga og Araba. Arabar vilja ekki sætta sig við heimílutn- ing Gyðinga til Palestinu; óánægj- an meðal Araba getur hæglega orð- ið hættuleg fyrir yfirráð Breta yfir arabískum löndum i Asíu og Afriku. 1 Egyptalandi unnu þjóðernis- sinnar (Wafd-fiokkurinn) mikinn sigur við þingkosningarnar nokkru fyrir jól, fengu 186 af 212 þing- sætum. Stjórn Adli Pashas sagði af sjer, og Naha Pasha, foringi þjóðernissinna, myndaði stjórn. — Samningurinn milli Englands og Egyptalands verður vafalaust aðal- mál þingsins. Samningur þessi var gtrður í sumar. Samkvæmt hon- um verður sjálfforræði Egypta aukið og setulið Breta fiutt frá Egyptalandi að undanteknu svæð- inu við Suez-skurðinn. Þjóðernis- smnum þykir þessar tilslakanir ónógar, þess vegna er vafasamt, hvort egyptska þingið felst á samn inginn, nema lionuin verði breytt. En frekari tilslakanir af Breta hálfu eru varla væntanlegar. Að minsta kosti er víst, að Englend- ingar afsala sjer ekki rjettinum til að hafa setulið við Suez-skurð- inn, því leiðin til Indlands liggur um hann, og Bre'tum ríður mikið á, að leiðin til Indlands sje þeim opin. í Indlandi fer sjálfstæðishreyf- ingin í vöxt. Árið 1917 lýsti enska stjónþn því yfir, að takmark liennar í índlandsmálum sje, að gera Ind- idiid að sjálfstjórnarnýlendu (do- minion) eins og t. d. Kanada. En enska stjórnin hefir aldrei látið í ljós hvenær hún ætli sje'r að v ita Indverjum nýlendusjálf- stjórn. Margir Englendingar álíta “var- hugavert að veita Indverjum sjálf- stjórn nú þegar. í Indlandi búa margar þjóðir, og mikið liatur er á milli sumra þeirra einkum Hínd- úa og Múhameðstrúarmanna. Englendingar óttast því, að alt fari í bál og brand í Indlandi, ef Englendingar afsali sjer hervaldi og löggæslu í Indlandi, fyr en mikið breytist þar frá því sem nú er. Margir Englendingar vilja Þv* ekki veita Indverjum nýlendusjálf- stjórn fyrst um sinn, en vilja hinsvegar auka sjálfsforræði Ind- verja smátt og smátt, þangað til takmarkinu, nýlendusjálfstjórn, er náð. Enska stjórnin skipaði fyrir nokkrum árum nefnd, til að gera ' tillögur um breytingar á stjórnar- fari Indlands. Hún er venjulega nefnd Simon-nefndin eftir form. hennar. Nefndin er nú í þanm veg- inn að ljúka við tillögur sínar. Enska stjórnin hefir nýlega ákveð- ið að boða til fundar í London t vor, til að ræða brsytingar á stjórnarfari Indlands. Bretastjórn ætlast til, að bæði fulltrúa-r Ind- verja og Englendinga taki þ,átt í f'undinum. Síðastliðnar vikur hafa borist. alvarlegar fregnir frá Indlandi. Irwin lávarði, aðalumboðsmanni Breta i Indlandi, var sýnt bana- tilræði skömmu fyrir jól, en hann sakaði þó eigi. Óvíst er, hvort indverskir þjóðernissinnar eða rússneskir bolsjevikkar hafa verið upphafsmenn banatilræðisins. Á jóladaginn hófst Lahore lands fundur indverskra þjóðernissinna. Gandhi, þjóðardýrlingur Indverja, bar þegar í fundarbyrjun fram mjög róttælcar tillögur. Hann lagði til að Indverjar neiti að taka þátt í ráðstefnunni í London um breyt- ingar á stjórnarfari índlands. — Ennfremur að Indverjar heiinti fulikomið sjáifstæði. Nýlendusjálf- stjórn áleit Gandhi ófullnægjandi. Loks lag'ði hann til, að þjóðernis- sinnar hætti allri samvinnu vió ensk stjórnarvöld í Indlandi, þing- menn þjóðernissinna mæti ekki í’ramar í indverska þinginu og framkvæmdanefnd þjóðernissiuna verði falið, að gangast fyrir skatt- gjaldsneitun og almennri óhlýðni við tnsk stjórnarvöld, þegar fram- kvæmdanefndinni þyki tími til þess kominn. Gandhi vildi hins- vegar ekki be'ita ofbeldi eða vopn- aðri uppreisn gegn yfirráðum Eng- lendinga, að minsta kosti ekki fyrst um sinn. — Fundurinn sam- þykti tillogur Gandhis með miklum meirihluta. Þessir viðburðir eru Englending- um mikið áhyggjuefni. Mikið velt- ur á, hvort Indverjar fylgja al- ment þessum tillögum þjóðernis- sinna. Englendingar búast við, að svo verði ekki. í fyrsta lagi eru þjóðernissinar innbyrðis ósammála. ísumum þeirra þykir samþyktir fundarins alt of r'ttækar. Aðrir seg’.Jast ekki hika við að beita ofbeldi, ef það geti leyst Indverja úr þrældómnum. Þar að aulti stend ur aðeins lítill hluti Indverja bak við samþyktir þjóðernissinna. — Hinsvegar má ekki vanmeta þýð- ingu þessarar stefnu, sem þjóð- ernissinnar hafa nú tekið. Barátta þt-irra á móti enskum yfirráðum getur haft mikil áhrif á hug Ind- verja til Breta í Indlandi og orðið Bretum hættuleg. P. Reykvískir borgarar! Listi ykkar er C-listi. Hollenskur togari ferst í Víkinni. Seint í desembermánuði fundu fiskintenn frá Horten gríðarmikið af botnvörpum og vörpuhlutum á reki utan við Hortenskranken. \ ar svo mikið af netunum, að þeir gátu ekki bjargað þeim, en sýnilegt var að þau rnundu vera úi stórum togara. Einn netabagg- inn var merktur „Vlaardingen11 og ætla menn því að togarinn hafi verið hollenskur, og muni hafa farist þarna í Víkinni (Óslófirði) í ofviðrinu mikla í nóvembermán- uði. Sást það á netjunum, að þau höfðu velkst í sjó æði lengi, því að talsverður sævargróður hafði sest í þau. Munið, að listi Sjálfstæðis- manna er C-listi. fcgursta og hverfur sennilega að mestu úr sögunni, þegar fuli reynsla er komm á það hversu hún gefst í Kússlandi. Úr þvi jeg mintist á barnakenn- arana, þá mætti minna á það, að ein af þeim mörgu námsgreinum, sem vanrækt er að kenna börnun- um eru einmitt einföldustu hug- myndir um þjóðf jelagsmálin og helstu stefnur í þeim, þar á meðal jafnaðarstefnuna. Væri það ólíkt hollara að kent væri vandlega samið kver um þau efni en bæja- nöfn í Afríku eða Suðurameríku. Nú snapa börnin saman afbakaðar hugmyndir um þessa hluti úr hlut- drægum blaðagreinum eða funda- ræðum. Væri þess ekki jafnframt full þÖrf að út væri gefin aiþýðleg bók um þessi efni svipuð bók Cassels? Mjer sýnist að sósíalistar gefi talsvert út til þess að gylia sinn „Brama“ fyrir lýðnum. G. H. Dálstofa. Álit K. Zimsen borgarstjóra. Á fundi 7. febrúar 1929 fól bæj- arstjórnin mjer að láta ge’ra áætl- un um byggingu bálstofu, sem væri við hæfi Reykjavíkur. Með því að jeg var ekki persónu lcga kunnur bálstofum, byggingu þeirra og tilhögun, varð jeg fyrst að ltynna mjer þetta eftir föngum og fekk jeg hjá dr. Gunnlaugi Claessen ýms rit viðvíkjandi bál- stofum á Norðurlöndum. Jafn- Hjer í borginni er sem stendur ekkert nothæft likgeymsluhús og engin kapella, þar sem útfarir geta fram farið, heldur eru öll lík borin í kirkju. Hvorttveggja er óviðunandi, og vöntunin mun verða tilfinnanlegri með liverju ári og eftir því, sem borgin vex að mannfjölda. Sjerstaklega er þörfin aðkallandi fyrir líkgeymslu liús, þar sem íbúðir allflestra Reyk víkinga eru það þröngar, að vart er verjandi að láta lík standa uppi í heimahúsum, þótt menn neyðist til að gera það, og oít mun heilsu fullorðinna og barna teflt í hættu af þeirri orsök. Úr þessu ástandi þarf að bæta. Ef bygð verður bálstofa, er ó- hugsandi annað, en að kapella fylgi henni, þar sem kveðjuathöfn getur farið fram, og enda þótt ef til vill mætti i bili komast af með litla kapellu, er aðkallandi þörf fyrir kapellu, einnig við jarð- arfarir að venjulegum sið, eins og nú tíðkast. Verði bálstofa gerð, virðist mje'r sjálfsagt að réyna að sameina í einni byggingu: líkgeymsluhús, iíltbrensluofna og kapellu, nægi- lega stófa fyrir almennar útfarir. Ef bæjarstjórnin vill gangast fyrir því, að bálstofa verði reist hjer í borgiuni, eða jafnvel reisa hana fyrir fje' bæjarsjóðs, hlýtur liún að gera það af þeirri ástæðu einni, að hún skoði líkbrenslu æskilega heilbrigðisráðstöfun og vilji því hvetja til hennar, og ber þá að liaga byggingu bálstofunn- ar svo, að útfararsiðir geti verið sem líkastir því, sem hú tíðkast og lengi mun haldast. Með því móti tel jeg víst, að margir menn Pyrirhuguð bálstofa. (Uppdráttur Sig. Guðmundssonar. meistara). Sósíalismi efla íramiarir. Eftir Gustav Cassel. iSvo heitir dálítii bók, sem ,Dansk Bkatteboi'gerforening' hef- ir láóð þýða á dönsltu og gefið út. Mjer var send hún nýskeð, og varð það tii þess að jeg las hana. Jeg hefði annars ekki gefið mjer tíma til þess. Ekki get jeg sagt að bók- íii hefði miklar nýjungar að færa mjer, en liún ræðir um mikilvæg þjóðfjelagsmál, sem sífelt eru á dagskrá og hverjum manni er nauð syn að vita nokkur de.ili á og ræðir þau á svo skipulegan rök- fastan hátt, að jeg vil benda þeim á hana, sem nokkuð láta þjóðfje- lagsmálin til sín taka. Ilöfundurinn er prófessor við háskólann í Stokkhólmi í þjóð- megunarfræði og auðfræði, ein- hver frægasti fjármálamaður Svía en annars heimskunnur vísinda- maður, eins og sjá má á því Al- þjóðasambandið leitaði til hans ráða eftir ófriðinn um það, hversu helst yrði ráðið fram úr gengis- vandræðuin í ýmsum löndum álf- unnar. Ekki er þess neinn kostur að ræða innihald bókar þessarar í lít- ilii grein, og nefni jeg því aðeins nokkur atriði, sem hún fjallar um: 1) Auðæfi og peningar. Upp- spretta þeirra og eðli. 2) Sparnaður og eyðsla. 3) Eignarrjettur, eðli hans og nauðsyn. 4) Atvinnuleysi og hvérsu úr því verður bætt. 5) Einokunarstefna verkamanna- fjelaganna. 6') Ríkisrekstur („þjóðnýting") og einstaklingsrekstur. 7) Hnefarjett-urinn (,handaflið‘) 8) Verkföll, rjettmæti þeirra og áhrif. 9) Skattamál, helstu grundvallar- atriði. 10) Jöfnuður á tekjum manna og hvað hann hefði í för með sjer. Þetta nægir til þess að gefa hugmynd um innihald bókarinnar og hve' víðtækt það er, þó hún sje aðeins tæpar 200 bls. Að sjálf- sögðu er höf. andstæður „jafnað- ar“*stefnunni, sem hann kallar hina miklu „skottulækning“ (Char lataneri) vorrar aldar á þjóðfje- lagsmeinunum. Þe.ir, sem lesið hafa stærri bæk- ur eftir góða fræðimenn um þessi efni, þurfa auðvitað ekki á bók þessari að halda, en þó mun þeim fara eins og mjer, að þeim þykir gaman að sjá hversu próf; Cassel fer með þetta efni og hversu hann rökstyður skoðanir sínar. Hinir, sem fátt hafa lesið, geta mikið lært af þessari bólc. Sjerstaklega vil je'g benda skólakennurum á hana. Margir þeirra prjedika nú sósíal- isma fyrir börnunum, og þykist jeg vita að þeir fari þar eftir bestu sannfæringu. Eigi að síður er þejm skylt að afla sjer sæmilegrar þekkingar á svo þýðingarmiklu máli, að minsta kosti þeim ein- földu atriðum, sem standa í þess- ari bók. Ef þeir gera þe'tta svika- laust mun flestum fara svo, að þeir hætta að trúa á þá skottu- lækning. Jafnaðarstefnan er gömul trúarkredda, sem hefir lifað sitt framt fekk jeg bæjarverkfræðing- jnn til þess að kynna sjer þetta mál. Að nokkrum tíma liðnum fekk jeg síðan húsameistara Sigurð Guð mundsson til þess að vera með í ráðum um val staðar fyrir bál- stofu, og til að gera frumdrætti að væntanlegri byggingu. Dr. Gunnlaugur Claessen hefir frá upp hafi verið með í ráðum og síðan landlæknir G. Björnson. Loks hefir dómkirkjuprestur Bjarni Jónsson verið á fundi með olrkur nú síðast. Ymsir staðir hafa kornið til tals til að reisa á bálstofuna og frum- drættir gerðir. Tel jeg óþarft að lýsa öllum þeim bollaleggingum og tillögum, sem fram hafa lromið, en læt nægja að fara nokkrum orðum um niðurstöðuna og tillögu- uppdrátt þann, sem je'g legg hjer með fyrir bæjarstjórnina, og sem þeir menn, er jeg nefndi hjer að framan hafa fallist á í aðalat- riðum. myndu þegar í upphafi láta brenna lík, sem að öðrum kosti kysu að jarða að gömlum sið, og takmarki bæjarstjórnar yrði þá fyr náð. Þetta er enn ein ástæða fyrir því at sameina bálstofu almennri kap- ellu. Þá er að líta á, hvar heppilegast inuni vera að reisa kape'llu, þar sem allar útfarir geti farið fram og virðist sjálfsagt að kapellan verði reist í kirkjugarðinum. Það væri því ekki úr vöndu að ráða, ef aðeins væri einn kirkjugarður í borginni, en nú verða þeir innan mjög skamms tíma tveir, gamli kirkjugarðurinn milli Suðurgötu og Ljósvallagötu og nýr kirkju- garður í Fossvogi. Eftir nokkurt árabil munu sennile'ga fleiri verða jarðaðir í nýja kirkjugarðinum, en í þeim gamla, sem þó ekki verður útgrafinn um langt árabil. f fljótu bragði mætti þvi virðast, að kapella væri best, sett í nýja kirkjugarðinum í Fossvogi. Svo er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.