Morgunblaðið - 11.02.1930, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.02.1930, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Trawl Doppur -- Buxur og Fataefni frá Hlafoss. Hlt fslensk vara Perur, Yfnber, Bananar, Epli, Appeisínnr. UersluBii foss Sími 2301. Bragðlð hið ágæta SMHRA SI1ÍBRUKI og finnið keiminn. H9lr« ðvexlir!: Epli, Delecius. Epli, Winsaps. Appelsínur, 4 teg. frá 10 aur. Vínber. Bananar. TlRiFTlNPl Laugaveg 63 Sími 2383. Bennaline’ Hia stöðugt vaxandi sala Berma- line brauða er besta sönuunia fyrir gæðum þeirra. — Ef þjer eruð ekki þegar Bermaline-neytandi, þá byrjið í dag. Fallegast og fjðibreyttast nrval við sanngjörnn verði í Manchester. Sími 894. Vorðingborg Husmoderskole. Grundlg, praktisk og teoritisk Undervis I ning i al Husgerning. Barne- og Syge I pleje samt Kjolesyning. Nyt Kursus Le I gynder 4. Maj. Statsunderst. kan soges. | 'elef. 275. Valborg Olsen Mnnið A. S. I. Ólafur Halldórsson, Grett. 43, 5 — H. Hermannsson, Grett. 40, 10 — Guöm. J. Guöj.son, Grett. 36, 2 — Björn Bened.son, Grett. 30, 10 -— Sig. Á. Guðm.son, Grett. 42e, 100 — Steinunn Sigurðard., Bræðr. 1: Sveinn Hjartars., Brbst. 1, 400 — Jóhann Björnsson, Brbst. 1, 5 — Ólafur Jónsson, Brbst. 23, 20 — Margrjet Magnúsd., Brbst. 1, 10 — Guðr. M. Jónsd., Brbst. 1, 20 — Jón Jónsson, Brbst. 21, .. 10 •—- Skúli Sveinsson, Brbst. 1, .. 5 — Þorst, Árnason, Brbst. 23 a, 30 — Þorbergur Jónsson, Brbst. 6 20 — Kristmann Jónss., Brbst. 17, 20 — Sio’. Guömundss., Brbst. 13, 50 — Höskuldur Ápústss., Brbst. 1 50 — Jón Guðmundss., Brbst. 23, 20 — Sigurb. Þóröarson. Brbst, 23, 10 — Matt. Kjartansson, Brbst. 8 a, 15 —- Giiöm. og Pjetur, Brbst. 1, 3 — 'Glsli Kristjánss., Brbst. 1, .. 2 — Guðm. Guðjónsson, Brbst. 18, 10 — Pjetur Bunólfss., Brbst, 24, 10 — Jón Bened.son, Brbts. 19 .. 50 — Nikulás Ilalldórss., Brbst. 17, 5 — Framh. Dagbók. Veðrið (mánudagskvöld kl. 5): Lægðin sem var suður af Græn- landi á sunnudagskvöldið et nú að færast norðaustur yfir Grænland og veldur S-hvassviðri með rign- ingu um alt V-land og sumst. á N-landi. Hiti er víðast 6—7 st. hjer á landi, þo aðeins 3 st. í Grímsey og á Raufarhöfn. Um Bretlands- eyjar er ennþá stilt veður og há- þrýstisvæði. Virðist það flytjast suðvestur eftir til Azoreyja og gæti það bent til þess að SV-átt og umhleypingar hjeldust hjer á landi fyrst um sinn. Veðurútlit í Rvík í dag: SV-átt með snörpum vindbyljum og regn- eða krapa-skúrum. St. Verðandi nr. 9. Enginn fund- ur í kvöld. Sjá augl. í blaðinu. Jarðarför litla drengsins, Ingólfs Veturliða Magnússonar, sem varð fyrir bifreið fyrir nokkru, fer fram í dag kl. 1 frá heimili for- eklra hans, Rauðarárstíg 13. Þ. Sch. Thorsteinsson, lyfsali, á fertugsafmæli í dag. Guðmundur Kamban var meðal faiþega hingað á íslandi í fyrra- dag. Hann ætlar að vera hjér^ um kyrt um hríð, og Ijúka hjer við skáldsögu sína, er hann hefir í smíðum, og fjallar um Brynjólf biskup Sveinsson og samtíðarmenn hans. Kvikmyndahús. Mgbl. fjekk í gær fyrirspurn frá Svíþjóð um það, hve mörg kvikmyndahús væru hjer í Reýkjavík, svo og x öðrum borgum á íslandi, svo sem Skál- holti(!) og Borgarnesi. Sig. Skagfield söng í fríkirkj- unni í fyrrakvöld við ágæta að- sókn. Áheyrendum ber saman um, að söngurinn hafi ve'rið hinn að- dáanlegasti, og vildu án efa heyra meira, ef tækifæri hefði verið. Skyndisalan heldur enn áfram í Haraldarbúð. Er þar sem fyr margt um manninn, því að allir vilja gera sem best kaup. Skólahlaupið fer fram fyrsta sunnudag aprílmánaðar (6. apríl). Verður þetta í þriðjw skifti sem keppt er. Tvö undanfarin ár hafa nem. Kennarastólans borið sigur úr býtum, og hefir skólinn þannig verið handhafi hins fagra bikars, sem K.R. gaf. Ef sami skóli vinnur bikarinn í þriðja skifti, vinnur hann hann til eignar, en vafasamt má það teljast, því að töluverður hugur mun vera í nem. annara skóla, svo sem Mentaskólans og Iðnskólans, að vinna bikarinn af þeim. Má því búast við skæðri keppni. Nýja Bíó sýnir í kvöld í fyrsta sinni merka mynd, „Sidney Snow- leiðangurinn“. Fjallar myndin um hinn alkunna leiðangur Sidney Snow, sem farinn var til norður- heimskautsfandanna til að leita að týndum rannsóknaleiðangri. Mynd in var tekin í þessum leiðangri, og cr hún eitt hið merkilegasta minnis rnerki um hina týndu landkönnuði. Leiðangur sá, sem xim er að ræða, var farinn 1913, og undirbúinn af Vilhjálmi Ste'fánssyni. Vilhjálmxir var sjálfur með í förinni, en skip- stjóri a forystuskipinu var R. A. Bartlett, sem verið hafði með Peary 1909. Aðaldansleikur K.R. verður hald inn á laugardoginn í húsi fjelags- ins. Þeir fjelagar, sem ætla sjer að sækja dansleikinn, eTu ámintir um að hafa sótt miða sína fyrir fimtudagskvöld. Að öðrum kosti geta þeir átt það á hættu að verða af skemtuninni, því að ekki verður hægt að ábyrgjast miðana, þar eð aðsóknin er gífurleg. Kristileg samkoma á Njálsgötu 1 í kvöld kl. 8. Allir velkomnir. Verslunin Hamborg hefir feng- ið ýmsar japanskar skrautvörur milliliðalaust, alla leið frá fram- le'iðanda. Það mun vera í fyrsta sinn að slík viðskifti hafa orðið án milliliða í næstu löndum. Dansskemtun ætlar Heimdallur, fjelag ungra Sjálfstæðismanna, að halda í Hótel Borg á föstudaginn kemur. Er þetta i fyrsta s'kifti sem fjelagið gengst fyrir skemtun. Góðir stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins eru velkomnir, meðan húsrúm leyfir. Er því æskilegt að menn tilkynni þátttöku sína ekki síðar en á fimtu dag i Varðarhús- inu uppi, sími 2380. Aðgöngumiðar fást bæði fyrir pör og einstak- linga, og eT verðið lágt. Nánari uppí. gefa Pjetur Hafstein, Ól. Pálsson, Kristján Skagfjörð, Sig. Sigurðsson og Björn Blöndal. Leikkvöld Mentaskólaaxs er í kvÖld. Hafa nemendur skólans æft sjónleiltinn „Jakob von Thyboe“ eftir Holberg. Það er orðin föst venja að nemendur sýni sjónleik einu sinni á vetri, og hefir því ver- ið vel fagnað bæði af skólafólki og vinum skólans. Þessi sýning eT ætluð skólafólki, en ef eitthvað verður óselt af miðum, verða þeir seldir x Iðnó í dag. Seixtugsafmæli á í dag frú Mar- grjet Magnúsdóttir frá Dýrafirði. Hún býr nú í Vonarstræti 12. Alþingishátíðarfrímeirkm. „Der Sammlerfreund' ‘, þýsk-austurríkst tímarit frímerkjasafnenda, birtir x janúar-blaði sínu grein um ísl. bá- tíðafrímerkin. Er þar allnákvæm frásögn um þau, hverir teiknað hafi o. s. frv. Loks er þar bent á nokkrar villur, sem þó smávægileg ar sje'u, hafa nokkurt gildi fyrir safnendur. Timbupvftpslun P.W.Jacobsen ék Sðn. Stofnud 1824 Simnefnli Granfuru - Carl-l undsgade, Kdbenhavn C. Selur timbur í stærri og nnærri sendingum frá Kaupm.höfn, « ikipásmiCa. — Binnif hella skipsf&ma fri Sríþjóð. H«f vereiai vSA ísland 80 ái>. iHcyclöDffidia Briianflfca. 14. útgáfa, er nýkomin út. Merkasta alfræðiorðabók heimsins. Til sýnis í Skemmuglugga Haraldar þessa dagana. Aðaiamboð á íslandi Bókaverslxm Sigfúsar Eymuudssonar. ísfisksala. Hafstein hefir selt fyr ir 852 stp. og Maí fyrir 670 stp. Trúlofun sína opinberuðu nýlega ungfrú Margrjet Erlingsdóttir og Bótólfur Sveinsson bifreiðastjóri, Re'ykjavíkurveg 30, Hafnarfirði. Til Strandarfrirkju. Frá N. N. C. 22 kr., konu 5 kr., P. Á. 5. kr., I. G. 5 kr., C. S. ónefndum 2 kr., G. H. 10 kr., gamalt áheit 2 kr., ó- nefndri konu í Keflavík 2 kr., ó- nefndri 1 kr., útvegsbónda 20 kr., íslending í Hull 22 kr., Ó. P. L. 50 kr. Togararnir. Hilmir og Hannes ráðherra komu í gærkvöldi frá Englandi. Kári Sölmundarson kom frá Englandi á sunnudag. Frá höfninni. Allmargir línuveið arar fóru á veiðar á sunnudag. Höfðu þeir flestir legið hjer nokkra daga. Þýskur togari kom til að taka vatn og vistir. Annar þýskur togari fór á veiðar. Enskur togari, sem komið hafði til við- gerða, fór í fyrrakvöld. Botnía kom á sunnudagskvöld frá Englandi. Esja átti að fara í gær austur og norður um land, e*n vegna við- gerða tafðist hún, og fer því í kvöld. Aðalfundur frikirkjusafnaðairius verður haldinn í kirkjunni á sunnu daginn kemur. fsiand kom í fyrradag hingað frá Kaupmannahöfn. Meðal far- þega voru frú de Fontenay, Þor- valdur Pálsson læknir, Hans Peter ^ sen kaupm., Jón Sveinbjörnsson, konungsritari,o. m. fl. Skipið fer í kvöld kl. 6 til Akureyrar um Isa- fjörð og Siglufjörð. Fjelag ungra Tímamaxma(!). Gísli Guðmundsson ritstjóri Tím- ans, Þorkell Jóhannesson forstöðu- maður Samvinnuskólans og fleiri af eldheitum áhugamönnum æsk- unnar hjer í bæ hafa verið að bögglast við að stofna f je'lag ungra Tímamanna. Á stofnfundi mættu auk þcirra nokkrir samvinnuskólá- piltar í embætti og embættíslaúsir. Gísli mun vera formaður, en gjald- keri fjelagsins og varðskipa rikis- ins er Eysteinn Jónsson. Króinn er illa feðraður og óskírður enn. Alliance frangaise hjelt aðalfund sinn fyrir árið 1929, siðastliðinn föstudag á Hótel Heklu. í stjórn fyrir yfirstandandi ár voru kosnir: Forseti Björn Björnsson kgl. hirð- bakaram., varaforseti Karl Þor- stéins ræðismaður, sein áður var ritari, bókavörður Þórarinn Arn- órsson fulltrúi (endurk.), gjald- Iceri ungfrú Sigríður Bjarnadóttir og ritari ungfrú Svanhildur Þor- steinsdóttir. Fjelagið hefir undan- farna vetur haldið uppi kenslu í frakknesku, sem mun framvegis verða haldið áfram. Aðalstarfsemi fjblagsins hefir vérið að koma upp frakknesku bókasafni, sem það ár- lega eykur, svo það er nú um 600 bindi, auk ýmsra tímarita, blaða o. s. frv. Sömuleiðis vinnur fjelag- ið nú að útgáfu kenslubókar í frakknesku, sem samin er af Páli skólakennara Sveinssyni. ísfisksala. Hávarður fsfirðingur seldi afla sinn í Englandi í gær, 1249 kitti fyrir 985 steriingspund. Þingstörf ganga seint þessa daga, því alt snýst um lokun Is- landsbanlta. 1 gærdag voru stuttir deildarfundir. Felt var frá 2. umr. í Nd. frv., um fjölgun þingmanna fyrir Reykjavík. Dansskóli R. Hanson. í dag verð ur æfing í Good-Templarahúsinu á venjul. tíma, én ekki í Iðnó. Stærsta gistihús i Evrópu er nú í smíðum í London. Þar verða 2000 gestaherbeTgi og hverju þeírra fylgir sjerstakt baðherbergi. — Hvernig stendur á því, að injólkin eT svona vatnsblönduð 1 — Kýrnar voru úti í rigning- unni í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.