Morgunblaðið - 13.04.1930, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.04.1930, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ======== 'i JHorðunblattð Útgef.: H.f. Árvakúr, Reykjavlk Ritstjörar: J6n Kjartansson. Valtýr Stefánsson. Ritstjórn og afgrsIBsla: Austurstræti 8. — Simi 500. Auglýslngastjóri: E. Hafberg. Auglýsingaskrif stof a: Austurstræti 17. — Sími 700. Heimasimar: Jón Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuBi. Utanlands kr. 2.50 á mánuöi. í lausasölu 10 aura eintaklB, 20 aura meB Lesbók. irlendar sfmfregnir. t! i ' Sprenging í Bombay. London (UP). 12. aprfl. FB. Frá Bombay er símað: Vítis- vjel sprengdi í loft upp mjólkur- vagna-lest, nálægt Victoria járn- brautarstöðinni. Önnur vítisvjel sprakk síðar í biðstofunni á Byculla járnbrautarstöðinni. — Tveir menn meiddust. Haji Sirajurd. Múhamjeðistrú- srmaður, hefir verið handtekinn í sambandi við þetta mál. Barátta Gandhi. Frá Calcutta er símað: Sen-, gupta, borgarstjóri í Calcutta! hefir verið handtekinn fyrir að lesa úr bók, sem stjórnin hafði „bannfært“, vegna þess að kafl- ar í henni vörðuðu við lagaá- kvæði um landráð. Borgarstjór- inn hafði lesið upp þessa kafla JÉ'. stúdentafundi. Nokkrir stúdent nr voru einnig handteknir. Slys í Mexico. Slys varð með þeim hætti í New Mexico, að farþegabifreið rakst á járnbrautarlest. Átján menn biðu bana, en tólf meiddust og er fjórum þeirra ekki líf hugað. Frá Noregi. Oslo. FB. 11. apríl. Allar horfur eru á, að þátt- taka Norðmanna í fiskiveiðum við ísland verði óvenjumiklar ,í ár. Norsk rafmagnsstöð hefir lokað' fyrir strauminn til nokk- urra sveita í norðurhluta Nor- egs, vegna deilu um rafmagns- verðið. Tólf þúsun-d manns vant- ar þess vegna Ijós ðg sextán iðnaðarfyrirtæki hafa orðið að hætta rekstri. Lokunin hefir þó orðið tilfinnanlegust stóru berkla hæli norður þar. Arðsöm verslunarvelta. Stokkhólmi. FB. 12. apríl. Aðalhlutafjel. eldspýtnakórjgs- ins Kriigers græddi eitt hundrað og nfu miljónir króna sfðasta. :ár. Hluthafarnir fá þrjátíu þús- und í hlutagróða. Franska stjórnin brður ósígur í atkveeðagreiðslu. London. (UP.) 12. apríl. FB. Frá París er símað: Stjórnin beið ósigur í dag, þegar rætt var um samningsgerðir stjórn- arinnar. 388 atkv. voru greidd í .andstöðu við stjórnina út aí isamningunum, en 260 atkv. voru greidd með stjórninni. Hoover og flotamálaráðstefnan. Frá Washington er símað: — Eftir áreiðanlegum heimildum er talið, að eftir atvikum sje Hoover ánægður með árangur- inn af flotamálaráðstefnunni, því Jjótt það sje nú komið í Ijós, að margar þær vonir, sem menn í upphafi gerðu sjer wm ráðstefnu þessa, hafi brugðist, þá hafi verkin, sem á ráðstefnunni voru unnin ekki verið unnin fyrir gýg- Talið er, að Bretland fái 339.- 000 smálestir beitiskipa, en það er mikil minkun, en Bandarík- in fái nokkuð yfir 300.000 beiti- 1 skipasmálestir. Talið er, að Bandaríkin muni komast hjá 52 dollara miljóna ut gjöldum til orustuskipasmíða næstu fimm árin, vegna sam- komulags um frestun á smíði orustuskipa til ársins 1936. Skúli V. Ouðiónsson ver doktorsritgerð sína. Khöfn, FB. 12. aprfl. Skúli V. Guðjónsson varði í gær doktorsritgerð sína og hlaut doktorstitilinn með miklum heiðri. Samkr. flflkynningu frá sendi- herra Da»a í gær, fór „dispú- tatían“ mjög skemtilega og vel fram. Viðstaddir voru prófess- orarnir Finnur Jónsson, Bloch, Ege, Faber, Gammeltoft, Hauch, Monrad og Sonne, ásamt fjölda doktora. Prófessor Bloch var fyrsti andmælandi og lauk hann langri og lofsamlegri ræðu um rifgerð Skúla læknis þannig; — Jeg vil gjfernan þakka yður og óska tfl hamingju með hið vel unna og <l>gga starf, sem krafist hefir nákvæmrar at- hygli og vísindalegrar varfærni. Þjer eruð án efa sá maður, sem nú hefir mesta þekkingu á þessu sviði, og væri bæði þarft og nauðsyntegt, ef þjer vilduð fínna bestu og hagkvæmustu vitamin- fæðu fyrir almennirtg. Það er mikið v&rkefni, en þjer hafið sýnt, að þjer eruð því vel vax- inn. — Þegar doktorsefni hafði þakk- að ræðu próf. Blochs, hjelt dr. Freudesthal langa ræðu „ex au- ditorio“. Ávarpaði síðan annar andmælan.di, próf. Fredericia, doktorsefni. Sag3I hann, að sjer væri sjerstök ánægja að því að vita, að íslenskur líeknir hlyti doktorsgráðu í Danmörku. Kvað hann það góðan grundvöll að samstarfi þjóðanna í þágu vís- indanna. Um bókina fór hann mörgum lofsamlegum orðum. — Kvað hann verk Skúla mikið og vandað , bygt á afarríkri athug- Pískaskófalnaðir. Þeir sem ætla að fá sjer skó fyrir páskana, ættu að líta á hið feikna úrval af vor og sumarskófatnaði okkar, alt nýjasta tíska. T. d. Kvenskór úr allavega litu Chevreaux og rúskinni að ógleymdum lakkskónum fallegu og ódýru. Karlmannaskór, svart- ir, brúnir og tvílitir. Bamaskófatnaður allskonar. Sandalar með hrágúmmísólum, margar tegundir nýkomnar. Yerðið mikið lægra en í fyrra, en varan þó enn betri en þá var. Kvenstcrigaskór, með hælum, gráir og hvítir. Fimmtín ára reynsla hefir sýnt að okkar skófatnaður er og verður bestur, borið saman við gæðin. Lárns 6. Lnðvigsson, Skóverslun, un og miklum sjerrannsóknum. Aðfinnslur, sem gera mætti, væri' ekki sjerstaklega veigamiklar, aðj aílega um form bókarinnar, er, væri nokkuð þungt. Að aðfinnsl-! um loknum, sagði hann: — Jeg| segi eins og Brandes, að þjer. takið málefni til meðferðar, og þjer hafið víða 1 bók yðar leyst úr vandamálum. Bók yðar verð- ur því til gagns. Jeg þakka ýður j góða samvinnu, sem-. jeg óska,' að geti haldið áfram á einhvern hátt, og jeg óska yður. til ham- ingju með væntanlegt samstarf yðar við norræna háskóla. — Að lokum hjelt doktorsefnið ræðu, þakkaði dönskum vísinda-j mönnum góða samvinnu. Henri Martean hinn frægi fiðlumeistarþ kemur hingað í dag með e.s. íslandi. — Hljómleikar hans, sem auglýstir höfðu verið á þriðjudag, verða á morgnn í Gamla Bíó. Er Kurt Haeser, hinn góðkunni klaver- leikari, kominn hingað fyrir skömmu, og mun hann aðstoða. Marteau er hiklaust fremsti tón- listarmaður, sem kemlð hefir hjer til lands, enda í tölu allra l-ektustu fiðlumeistara. — Hefir hann nú í nokkur ár veitt for- fctöðu hljómlistaháskólanum í Prag, en ætíð gefið sjer fíma til að ferðast og halda hljómleika. Geta Reykvíkingar sýnt þakkir fyrir viðurkenningu þessa manns með því að fjölmenna á hljóm- leika hans. Sigurður Skagfield söng ný- lega í íslendingafjelaginu í Kaup mannahöfn við góðan orðstír. Karlakór Iðnskólans. Æfing í kvöld kl. 81/2. paskabbb mlklð og fallegt Arval. Fðgæt bók. Nokkur eintök hafa koöið í leitirnar af Ljóðmæl- um Gríms Thomsens, fyrstu útgáfunni, sem prentuð var í ísafoldarprentsmiðju árið 1880. Bókin er prent- uð á alveg sjeá’staklega góðan pappír. Kostar kr. 2.50 eintakið. Seld á skrifstofu prentsmiðjunnar. ísafoldarpreatsmiðja h.f. Kvenskór Ný setading af hinum fram- úrska<rand fallegu kvenskóm var tekin upp i gær. Ýmsar eldri tegundir seldar með gjafverði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.