Morgunblaðið - 17.04.1930, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.04.1930, Blaðsíða 5
ft Fimtudag 17. ápríl 1930. Stjúruarskiitin í Þýskalamdi. Stjórn Hermann Miillers beidd- ist lausnar þ. 27. f. m. vegna á- greinings milli stjórnarflokkanna ujn umbætur á fjárhag Þýskalands. Hermann Múller myndaði stjórn £ júní 1928 með þátttöku sósíal- ist-a, „demokrata“, miðflokksins (centrum) og þýska þjóðflokksins (flokks Strese'manns). Þjóðflokk- urinn er aðallega flokkur vinnu- veitenda. Þjóðflokkurinn og sósí- alistar fylgja því gagnólíkum stefnum í innanríkismálum, enda var ekki við því búist, að þeir mundu vinna vel saman. En allir stjórnarflokkarnir fylgdu stefnu Stresemanns í utanrikismálum, og Stresemann þurfti á stuðningi þe'irra að halda, til þess að . eta leit skaðabótamálið til lykta og fengið því framgengt, að setulið bandamanna yrði flutt úr Rínar- bygðum. Stresemann reyndi því áð miðla málum milli þjóðflokks- ins og sósíalista, og tókst það, með- an óútgert var um skaðabæturnar og setuliðið í Bínarbygðum. En nú eru þessi tvö þýðingarmiklu utanríkismál lgidd til lykta, þýska ríkisþingið er búið að samþykkja Youngsamþyktina og innanríkis- málin eru nú komin efst á dagskrá i Þýskalandi. Það mátti því búast við, að samvinna milli þjóðflokks- ins og sósíalista gætti ekki hald- ist lengi úr þessu, og það fór líka svo. Þingnefnd hefir undanfarið rætt tillögur þýsku stjórnarinnar um fjárhagsumbætur í Þýskalandi. — Pjármálin _eru eitt stærsta vanda- mál Þjóðverja. Hernaðarskaðabæt- urnar eru þeim þungar byrðar. — Youngsamþyktin ljettir að vísu skaðabótabyrðar Þjóðverja um 700 miljónir marka fyrsta árið; seinna verður ljettirinn minni. En atvinnurekendur heimta að ljett verði af atvinnurekendum nokkru áf hinurn þungu sköttum. Þjóð- flokkurinn heimtar, að skattarnir verði lækkaðir um 700 miljónir marka.. Og sósíalistar heimta mikil fjárframlög til atvinnuleysisstyrkj- ar. Um 3 miljónir manna í Þýska- landi eru atvinnulausir, og ríkið hefir orðið að greiða um 500 miljónir marka í atvinnuleysis- styrk. Tekjuhalli ríkisins nemur rúmlega 500 miljónum marka, að- alle'ga vegna fjárframlaga ríkis- ins til atvinnulausra. Mikill ágreiningur hefir verið miili flokkanna um fjárhagsum- bæturnar, en þó aðallega milli þjóðflokksins og sósíalista nm skattalækkun og atvinnuleysis- styrk. Einkum hefir þá greint á um það, hvernig ætti að afla fjár til atvinnuleysisstyrkja. Nefndar- menn miðflokksins og ,demokrata‘ báru fram miðlunartillögu. Þjóð- flokkurinn og ríkisstjórnin fjellust á tillöguna, en sósíalistar neituðu að fallast á hana, Yar þá aðalle'ga ágre'iningur um fjárframlög at- yinnurekenda til atvinnulausra. — Sósíalista og þjóðflokkinn greindi á um Í4 prósent. Ríkisstjórnin bhiddist svo lausnar og Hinden- búrg fól dr. Briining að mynda stjóra. Bruning tókst fljótlega að mynda stjórn. Hún er skipuð mönnum úr somu borgaralegum flokkum sem þátt töku í stjórn Hermánn Múllers. En sósíalistar eru ekki í stjórn Brúnings. í þeirra stáð eru þrír menn úr hægriflokknum i stjórninni, þ. á. m. dr. Schiele úr þjóðernissinna flokknum (flokki Hugenbergs). En þjóðernissinnar hafa þó ekki lofað stjórninni fylgi. Stjórn Brúmngs er minni liluta stjórn. Sósíalistar eru andvígir stjórninni, og hún getur því e'kki fengið meiri hluta í þinginu, nema allmargir þingmenn þjóðernissinna styðji hana. Fjárhagsmálin eru fyrsta og vandasamasta viðfangsefni stjórn- arinnar. Hindenburg mun hafa heimilað Brúning að gefa út bráða- birgðafjárlög og rjúfa þing, ef stjórnin ve'rður í minni hluta í þinginu. Höfn 31. mars 1930.. P. dremlæiið I bæni Svokölluð „Hreinlætisnefnd“ er sest á rökstóla hjer í bænum, samkv. tilmælum Hins. isl. kvenfje- iags, til þess að vinna að þvi að bærinn verði þrifaður i vor. Hefir IVlgbl. fengið eftirfarandi grein frá nefnd þessari til birtingar. Vorið og hreinlætið í bænum. „Vorið er komið og grundirnar gióa“. — Allír blessa og dásama •góða veðrið, enda er ekki ofsögum ai því sagt, góð er tiðin. Vonandi að bæjarbúar láti nú til sín taka og þrifi ye'l til við hús sín fyrir hátíðina, svo að þar sje ekkert ó- þarfa dót, kassarusl, járna- og spýtnarusl til óþrifa. — Það var altaf siður í sveitinni, fyr á tíð- um, að sópa hlaðið fyrir helgar og taka til í kringum bæinn; þetta var góður siður, sem ætti að takast upp alment. Flestir Reykvíkingar ru meira eða minna sveitamenn, hald- ið góða, gamla siðnum að þrífa hlaðið og í kringum húsin fyrir helgar. Við borgarar bæjarins, borgum í sköttum og skyldum, sem við gre'iðum, viðhald gatna og hreinsun, en kringum húsin verða eigendur að hreinsa sjálfir, og þeir þurfa að leggja áherslu á að gera þetta vel og ekki láta safnast fyr- ir óþverrann. Þá yerður mun holl- ara að búa í húsunum að maður tali nú ekki um fegurðina. Ef lóðarblettirnir við húsin væru vel no'taðir og hreinsaðir til, og gras fengi að gróa þar í friði, þá yrði öðruvísi um að lítast í húsa- görðum bæjarins en nú er. Börnin gætu verið þar við dót sitt, tíi þyrftu ekki að hafa götuna eina ■fyrir leikvöll. Fegurðar og heil- næmis nytu þau þar í ríkasta mæli, og þar ríkir víðast kyrð og ró, en skarkali og hávaði á götunni. — Athugið þetta, gcðir hálsar. — Sje'rstaklega beinum vjer þe^su til kvennanna, þær eru altaf að snyrta til inni, og þegar þær fara fyrir alvöru að skifta sjer af, hvernig umhorfs er úti, þurfum við ekki að kvíða fyrir, að bærinn verði sjer til skammar í því efni. Konumar ráða því sem þær vilja. Hefir það ekki lengi verið viðkvæð ið, að konurnar stjórnuðu heimin- um„ og það löngu áður en þær 'OH'u koáningarriet+ Fjmtarðómurinn. Álit lagadeildar Háskólans. Allsherjarnefnd Efri deildar he'f ir borist umsögn prófessora laga- deildar háskólans um fimtardóms- frumvarp dómsmálaráðlierrans. Þ;ir sem þetta fruinv. er svo mik- ils varðandi, þykir sjálfsagt að þjóðin fái að kynnast umsögn þeirra manna, sem dómbærastir eru um málið. Álit Hæstarjettar hefir áður verið birt hjer í blaðinu. En hje'r birtist álit lagadeildar Háskóla íslands: Samkvæmt beiðni allsherjar- nefndar efri deildar í brjefi 12 febr. lætur lagadeild háskólans hjer með uppi álit sitt um „Frum- varp til laga um fimtardóm", og er álitið á þessa leið: 1. Nafnið á hinum fyrirhugaða æðsta dómstól teljum vjer eigi rjettnefni. ,Fimtardómurinn‘ gamli á Alþingi hjet, að því er oss virð- ist, svo af því, að 4 voru dómar fyr ir á Alþingi, fjórðungsdómarnir. Hjer á landi eru nú engir slíkir dómar, og eigi hinar allra minstu líkur til þess, að'þeir verði nokk- urn tíma settir, enda mundu þeir vera þarflitlir, dýrir, og falla illa inn í rjettar- og dómaskipun nú- tíðarinnar. Núverandi nafn dóm- stólsins er nú fast orðið, og virðist vera ve'l við það unandi. 1 1. gr. frv. er dóminum gefið heiti á út- lendum málum. Er þar heiti hans núverandi, sem þó á að leggja nið- ur, beinlínis lögleitt 4V útlendum málum, því að á ensku á hann að heita „Supreme Court“, á dönsku og norsku mundi hann eftir 1. gr. e'iga að heita ■ „Höjesteret“, á sænsku „Högsta Domstolen“, á þýsku „Höchstes Gericht“, o. s. frv. Eftir þessu á dómstóllinn að mega halda hinu gamla heiti sínu erlendis, en eigi á íslandi. 2. Breytingar þær á æðsta dóm- stóli landsins, sem ráðgerðar eru í frv., eru svo litlar, að vel hefði mátt koma þe'im að í frv. um breyting á hæstarjettarlögunum. Ákvæði 2. gr. frv. um, að hæsti- rjettur skuli lagður niður, er því þarflaust. Raunhæfa þýðing mun það aðallega hafa að því ldyti sem te-kur til núverandi hæstarjettar- dómara. í frv. er ekkert sagt um það af eða á, hvort þeir skuli taka sæti sem aðaldómarar í fimtar- dómi. Þó e'r lítilsháttar ráðagerð í þ9 átt i 3. lið. 8. gr. Af því, sem síðar er fram komið í máli þessu, virðist þó nú vera full ástæða til að kveða skýrar á um þetta og ákveða í lögunum, að núverandi dómarar í hæstarjetti skuli skipað- ir aðaldómarar í fimtardómi, ef þeir óska þess. 3. Skipun dómsins. Vjer teljum rjettast, að dómendur þe'ir, sem hverju sinni skipa dóminn, ákveði menn í laus dómarasæti og velji sjer því einnig forseta, helst til nokkurra ára í senn. Þar með er fengið skipunarvald svo ópólitískt sem framast er kostur. Og það teljum vje'r öllu toiáli skifta, að dómstóllinn sje sem allra lqusastur við pólitík og dægurþras. Teljum vjer skipunarvaldið sje í betri höndum hjá dómstólnum sjálfum 'eto hjá pólitískri stjórn. Um dóm- araskilyrðin almennu (8. gr. frv.) athugast það, að 3. tölul. má eigi vera eins og hann er. Aldurshá- riiark dómara 60 ár er alt of lágt. Fjöldi mam.a heldur fullúm kröft- um miklum mun lengur. Ef ófrá- víkjanlegt aldurstakmark skyldi se'tja, þá væri 70 ár sýnu nær þvi rjetta, enda er það mjög títt, að æðstu dómarar annarsstaðar hafi gegnt' og gegni embætti sínu svo aldraðir og þaðan af eldri. Það er því eigi heldur nokkur ástæða til þess, að núverandi hæstarjettar- dómarar megi alls eigi gegna em- bætti i hinum fyrirhugaða dómi letogur en til 65 ára aldurs. Það teljum við algerlega ótækt að af- nema dómararaunina, sem ákveðin er í 4. tölul. 6. gr. hæstarjettarlag- anna. Prófraunin á að varna því, að ódómhæfir menn vegna þekking arskorts öðlist sæti í dóminum, og þeirrar varnar getur hæglega orðið þörf, og svo þykir oss engin ástæða til að víkjá nokkru sinni frá kröf unnj um 1. prófseinkunn dómara- efna. Meðan sú einkunn er bæði dómaraskilyrði og málflutnings- manns, rækja menn miklu betur laganám en ella, og virðing rjett- arins og traust eykst að öðru jöfnu við það, að einungis færustu menn- irnir geti starfað við hann. Einn af oss (Ó. L.) telur það til bóta, að málflutningsmönnum við hæsta- rjett e'ða fimtardóm er skipað franiar en áður, þar sem taldir eru upp þeir menn, sem gengir eru í dóminn. ■ Þess skal loks getið, að einn af oss (E. A.) telur áðurnefnd aldurs fyrirmæli 3. töluliðs 8. gr. brjóta bág við 57. gr. stjórnarskrárinnar. Vjer te'ljum mjög æskilegt að breyta tölu dómenda þannig, að þeir verði 5 eins og í upphafi var ákveðið, því að fækkun þeirra í 3 úr 5 var mjög misráðin. Því er bót að ákvæði 5. gr. um aukadómara, en hinsvegar er erfitt að finna not- andi reglur um það, hvenær kalla slial til dóme'ndur meðal kennara lagadeildar, eins og það er nú haft, og þvi rjettara að breyta ákvæð- um 6. og 7. gr. í samræmi við það. 4. Launa-ákvæðin teljum vjer til bóta (14. gr. i frv.), því að hæsta rjettardómarar eru nú of lágt laun- aðir. 5. Miklu teljum vjer rjettara, að eigi sjeu dómleyfi lögákve'ðin, held ur sje sama lag haft á því atriði sem nú er. 6. MálflutniiBigsmenn. Samkvæmt skoðun vorri um það, hver sje heppilegasta aðferðin við skipun dómara, sbr. 3. að framan, teljum vjer rjett, að dómurinn veiti mÖnn um málflutningsleyfi og svifti þá því og hafi yfirleitt það vald yfir þeim, sem dómsmálaráðherra er ætlað í frv. Vjej* leggjum mjög mikla áherslu á það, að skilyrðinu í 1. tl. 13. gr. hæstarjettarlaganna um 1. prófseinkunn sje haldið, af sömu ástæðum sem um dómar- ana segir, Einnig þykir oss einsætt, að veita skuli eigi að eins málflutn ingsmönnum, heldúr líka. dómurum æðsta dómstólsins og kennurum lagadeilda-r, sem líka eru varadóm- arar þar, heimild til málflutnings fyrir hæstarjett, ef þeir slepbu em- bættum sínúm. Eigi teljum sjer á- stæðu til að meina aðilja að láta nákomna venslamenn sína, þá er 18. gr. hæstarjettarlaganna segir (fore'ldri, börn o. s. frv.), flytja mál sitt í hæstarjetti og teljum því rjett að bæta ákvæði í þessa átt £ 22. gr. frv. Einn af oss (Ó. L.) sjer þó enga þörf á því ákvæði. 7. í 10. kafla frv. (um dómsupp- kvaðning o.fl.) eru nokkur ákvæði sem athuga þarf: a) í atlis. frv. segir, að .ráðagerð dómara og atkvæðagreiðslur í munnlega fluttum málum skuli vera opinberar. Slíkt segir hvergi í frv. Þar segir, að þe'ss- ar athafnir sltuli vera munn- legar, en munnlegur og opin- ber þarf ekki að fara saman. Vjer teljum ráðagerðir dómar- anna og atkvæðagreiðslur eiga að fara fram innan luktra dyra. Hitt virðist oss rjett, að ágrein- ingsatkv. sje birt í dómasafni rjettarins. Þar á móti er þá ó- þarft að geta þess í dómi, hvort dómarar sjeu sammála eða ekki (1. málsgr. 56. gr. frv.). b) 3. málsgr. 53. gr„ sbr. 2. máls- gr. 54. gr. niðurl. má eigi svo vera. Með því lagi getur dóms- niðurstaða orðið fjarri öllum sanni. Tökum dæmi: Aðili hefir krafist 100000 kr. skaðabóta. Dómarar eru 3. Einn vill dæma honum 100000 kr„ annar 50000 kr„ en hinn þriðji 30000 kr. Eftir meðaltalsreglu 3. málsgr. 53. gr. ættiiaðili að fá (100000 & 50000 & 30000) :3—kr. 60000 Með þeirri upphæð hefir enginn dómara. greitt atkvæði, og 2 eru fyrir neðan það. 1 dæminu á aðili að fá kr. 50000,00. — Atkv. tveggja dómara eru fyrir því, að minna skuli hann eigi fá. Og er þetta sú regla, sem nú mun talin e'iga að gilda. Þótt vjer teljum nokkur ákvæði frv. horfa til bóta frá því sem nú er, þá verðum vjer þó að láta það álit vort í ljós, að ef eigi eru bættir þeir gallar, sem vjer teljum vera ú frv„ og þá sjerstaklega um aldur, prófseinkunn og raun dómendanna, prófseinkunn málflutningsmanna o fl þá teljum vjer eigi rjett að gera frv. að lögum. Vjer teljum og, að dómstóllinn eigi að halda nafni sínu, því er hann nú hefir, ög nið- urlagsákvæðið og fyrirsögn frv. o. fl. verði því breytt í samræmi við það, ef frv. á að ganga fram. Ann- ars skulum vjer gefa þess að lok- um, að oss er eigi kunnugt, að liæstarjettarlögin hafi reynst öðru- vísi en vel. Vjer þorum beinlínis að fullyrða, að bæði dómarar o.g málaflutningsmenn hafi unað og uni þeim prýðilega. Enda er engin breyting fyrirhuguð í frv. á máls- meðferð í hæstarje'tti, sem nokkru máli skifti. Fyrirmæli hæstarjettár laganna eru að því leyti tekin upp i frv. Ef Alþingi vildi hverfa að fjölgun fastra dómenda í hæsta- rjetti og láta veiting þeirra em- bætta vera með þeim hætti, sem vjer te'ljum heppilegasta, eða að minsta kosti eigi með ótryggara hætt-i en segir í 6. gr. hæstarjettai*- laganna, einkum 4. tölulið, þá teld- um vjer vel farið, enda væri nm skipun dómsins 6g málsmeðferð áð engu spilt. Ólafur Lárusson. Einar AtonðrSsðto. Magnús Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.