Morgunblaðið - 16.05.1930, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
)) teimiNi & Qlseini ((
o m ið:
Vanillebætingsduft „Br. Oetkers'
Möndlubætingsduft do.
Ci tr onbætingsduft do.
Súkkulaðibætingsduft do.
Gerduft „Backin“ do.
Citronudropar do.
Vanilledropar do.
Möndludropar do.
Þeir sem einu sinni kaupa ofangreindar tegundir frá
„Dr. Oetkers“ biðja aldrei um annað merki þaðan í frá
KynÖara
vantar á togara.
Upplýsingar í sima 1509.
Borðstofuhúsgögn
mjðg vönduð nr eik (uýjasta módell) til söln
mjög ódýr. Til sýnis i
Hljóðfærasðlnnni, Langv. 19.
Leikhúsið.
4 doglego flotningsmenn
og
6 menn á trillubáta,
vantar nú þegar að Drangsnesi i Steingrímsiirði.
Upplýsingar í síma 7 og 107 í Hainarfirðl.
Fræðslnfjelagið:
í landi Lenins.
Stórfengleg rússnesk kvikmynd í 9 þáttum, sem gerist á 10
ára afmæli rússnesku byltingarinnar, verður sýnd í Nýja Bíó,
lauga.rd. 17. maí kl. 7 e. h. — Mynd þessi, sem er talin ein hinna
frægustu rússne'sku kvikmynda, hefir farið sigurför um heim
allan. Hljómsveit Þór. Guðmundssonar spilar valin lög undir
sýningunni. Á undan sýningunni verður flutt stutt erindi um
rússneska kvikmyndaiis.t. Aðgöngumiðar á kr. 1.00, 1.50, 2,00 og
2.50 verða seldir í ísafold, hjá Eymundsen og í Hljóðfærahús-
inu og við innganginn.
MORGENAVISEN
BERGEN
iiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiit
IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIMIIIIIIII
er et af Norges mest læste Blade og er serlig i
Bergen og paa den norske Vestkyst udbredt i
alJe Samfundslag.
MORGENAVISEN er derfor det bec/ste Annonceblad for alle soie
önsker Forbindelse med den norske Fiskeribe
drifts Firmaer og det övrige norske Forretnings
liv samt med Norge overh'ovedet.
MORGENAVISEN bör derfor lœses af alle paa Island.
Annoncer til Morgenavisen modtages í Morgunbladid’s Expedition
Hlnnfð A. S. I.
Kinnarhvolssystur.
Alstaðar þar sem leikhús eru og
leikstarfsemi, vill það við breuna,
að almenningur fær sjerstakt dá-
læti á einhverjum sjerstökum leik-
ritum, annað hvort vegna þess, að
leikrit þau eru á einhvern hátt al-
veg sjerstaklega við almennings
hæfi — ellegar hitt, að einhver
vinsæll leikandi hefir þar fundið
hlutverk, sem hann hefir sje'rstak-
lega gott vald á. Þeir sem leikhús-
um stjórna hafa því iðuglega þá
freistingu við að stríða, að taka
upp þessi vinsælu leikrit, sem þeir
af reynslunni hafa lært að falla
almenningi í geð, þó minna sje um
það hirt, hvert erindi endurte'kn-
ingarnar hafa fyrir almenningS;
sjónir. Kinnarhvolssystur, hið ró-
mantíska þjóðsagnaleikrit Hauchs,
er eitt af leikritum þeim, sem
Reykvíkingar hafa tekið ástfóstri
við á sínum tíma, vegna þess
fyrst og fre'mst, að hin vinsæla
leikkona, frú Stefanía Guðmunds-
dóttir, átti þar eitt sitt besta hlut-
verk. Það mun vera einróma álit
reykvíkskra leikhúsgesta, að frd
Stefanía heitin hafi að miklu leyti
borið uppi sýningu Kinnarhvols-
systra hjer á árunum, með ágæt-
um leik sínum í hlutverki Úlrikku.
Þegar nú Leikf jelagið tekur upp
leikrit þetta, spyrja menn ósjálf-
rátt: Hvers vegnaí Er það til þess
að fá samanburð á starfskröftum
Leikfjelagsins þá og nú? Eða er
það til þess að sigla í kjölfar
fornra vinsælda, og fá eitthvað „í
kassann“ 1
Því það getur varla verið álit
Leikfjelagsins, að leikrit þetta sje
að efni til og efnismeðfe'rð það
listaverk, að það eigi rjett á því
að vera endurtekið hvað eftir
annað.
Frú Soffía Guðlaugsdóttir hef-
ir nú undanfarið bakað leik-
húsge'stum nokkurra vonbrigða.
og má vera að orsakimar hafi ver-
ið vöntun á hæfilegum hlutverkum.
Þarna fjekk hún hlutverk, sem á
margan hátt er við hennar hæfi.
Hún sýndi það með sprettum, þar
sem hlutverkið gefur hehni ráðrúm
til þess að sýna skapofsa og
sköruleg tilþrif, eins og t. d. er
hún særir bergandann. En henni
tókst ekki að gera úr leikpefrsón-
unni samfelda skapgerðarheild,
se'm menn trúðu og fundu til með.
Frú Kristín Guðlaugsdóttir leik-
ur systurina glaðlyndu. Þó hún
hafi haft minni æfingu en hitt
fólkið var leikur hennar engu lak-
ari en hinna. Hún sýndi þó fjör,
og tilraun til þess að setja líf í
hlutverk sitt.
Um elskhugana Indriða "Waage
og Brynjólf er ekki ástæða að fjöl-
yrða. Þeir voru hvorki betri eða
lakari en oft áður. Og Valur
Gíslason reyndi að gera gamla
ióndann eins vafrandi og poka-
legan eins og frekast var unt.
Friðfinnur naut sín ekki í berg-
konungsgerfinu, og er afleitt að
hann skuli þurfa að taka að sjer
hlutverk sem svo fjarlægt er leik-
hæfileikum hans.
Frk. Ásta Norðmann dansaði í
iergþættinum og gerði það vel
og skemtilega.
Stjórn leiksÍHS er bágborin, og
sáust þess ótal merki, • eftirminni-
legust þá er „statistar" komu til
sögunnar, sem voru svo hengil-
mænule'gir að út yfir tók.
En gamlir Reykvíkingar fara að
sjá leiksýningu þessa, af trygð við
leikritið og fornar endurminning-
ar. Og þó efnismeðfe'rð þess sje
sundurlaus og í molum, bæði frá
hendi höfundar og leikenda, þá má
vera að margir kæri sig ekki um
kjarnmeiri andlega fæðu en „mór-
alinn“ í leik þessum, um hina
auraelsku Úlrikku. Á frumsýning-
unni voru sumir svo gagnteknir,
í leikslokin, að þeíir komu ekki til
sjálfs sín fyrri en í kvöldgolunni
í Vonarstræti.
Rjettlætið í landiDH.
Ólafur Sveinsson rekinn frá vita-
varðarstöðunni á Reykjanesi
„vegna óreglu“.
Dæmdur áfengisbruggari tek-
iínn í staðinn.
Það er komið á daginn, eins og
alla grunaði, þá, er þekkja rjett-
læti landstjórnarinnar í embætta-
veitingum, að Ólafur Sveinsson
vitavörður á Reykjanesi var rek
inn frá vitanum vegna þess að
stjórnin þurfti að hola einum af
gæðingum sínum einhverstaðar nið
ur. Það var fyrirfram ákveðið —
eins og altaf er hjá stjórninni —
hver skyldi fá vitavarðarstöðuna,
og var það því ekki til annars en
slá ryki í augu manna, að staðan
var auglýst til umsóknar.
Þetta er sannað með því, að
gengið er fram hjá umsækjendum,
sem hafa skipstjórapróf, og gengið
er fram hjá þeim manninum, sem
vitamálastjórí lagði til að fengi
stöðuna, eta það var fyrverandi
vitavörður á Siglunesi.
Stjórnin rekur Ólaf Sveinsson
frá vitavarðarstöðunni „vegna
óreglu“. Að þetta hefir aðeins ver-
ið yfirskinsástæða, sem ekki átti
við nein rök að styðjast, sjest best
á því, að stjórnin bauð Ólafi tvær
aðrar vitavarðarstöður. Öllum, sem
Ólaf þe'kkja, er kunnugt um það,
að hann neytti aldrei víns heima
hjá sjer. Um það hefir hann vott-
orð allra sveitunga sinna.
Það er því í alla staði hróplegt
ranglæti, sem stjórnin hefir hjer
framið. En svo kórónar hún það
með því, að veita stöðuna dæmd-
um áfengisbruggara.
Jón A. Guðmundsson, sem nú efr
orðinn vitavörður á Reykjanesi,
fyrir stjórnarinnar náð og um-
hyggju, var dæmdur í desember-
mánuði 1926 fyrir áfengisbruggun.
Það mun lengi í minnum haft,
þá er stjórn íslands barði sjer á
brjóst að Farisea sið, og kvaðst
'ekki geta þolað Ólaf Sveinsson á
Reykjane'si, vegna óreglu hans
(drykkjuskapar) og veittj svo
stöðuna dæmdum áfengisbruggara!
Nýkomnir
ítalskir
hattar
og margar atírar
tegnudir.
Barnavagnateppin
fallegu komin aftur.
Brauns-Verslun
KJölár
mikið nrval. Eldri kjðlar
með 15% atslætti.
Höimfríður Hristjðnsdöttir
Þiugholtstræti 2.
HýKomjð!
Kvenkjólar, nýjasti móður, verða
seldir með afar lágu verði. Notið
tækifærið meðan úrvalið er til.
Nú koma nýjar vörur á hverj-
um degi.
Klðpp.
Laugaveg 28.
Verður bæjarvixma stöðvuð? Á
fuudi bæjarstjómar í gærkvöldi
gerðust þau tíðindi, að sósíalistar
börðust gegn því, að fjárhagsnefnd
semdi við nefnd verkamanna, sem
eru í bæjarvinnunni nm kaupgjald
þeirra. Vegna þess að mdrihluti
•bæjarstjórnar vildi ekki breyta
kaupinu án samninga, var því hót-
að, að bæjarvinnan yrðí stöðvuð.
Nánar í blaðinu á morgun.
Orginal
Borsalino
Hinir fallegn
sumarhattar
nýkomnir
vmcMon''