Morgunblaðið - 27.05.1930, Side 3

Morgunblaðið - 27.05.1930, Side 3
6 MORGUNBLAÐIÐ Erlendar símfregnir. i — London 24. maí FB. Baráttan í Indlandi. Arásimar magnast. Leiðtogar Múhameðstrúar- xnanna hafa samþykt áskorun til trúbræðra sinna um að taka Mtt í baráttunni fyrir sjálfstæði Indlands, m. a. með útbreiðslu Lannaðra blaða og tímarita, — kaupa ekki eða selja bretskar TÖrur, aðallega vefnaðarvörur o. í*. frv. Samkunda þjóðernissinna í Bombay undirbýr árás með þátttöku mikils mannfjölda á Wadalastöðina snemma á sunnu dag. Verður það stærsta árásin af mörgum, sem gerð hefir ver- Ið á þessa stöð, en í árásunum á hana hafa hingað til 600 menn verið handteknir. London 26. maí FB, — Árásatilraunirnar hjeldust allan sunnudag, en árásarmönn um varð ekki ágengt. 80 menn meiddust, þar á meðal 10 und- irforingjar í lögregluliðinu. 150 árásarmanna voru handteknir. Bögreglunni tókst loks að dreifa múgnum seint um kvöldið. Skákþingið. Hannes Hafstein skákmeistarí. 'Kosin stjórn Skáksambandsins. (Einkaskeyti frá Siglufirði). Á föstudaginn gerðu þeir Sveinn Hjartarson og Þráinn Sigurðsson jafntefli. t úrslita skákum tapaði Hlöndal fyrir Sveini Þorvalds- syni og Hannes Hafstein vann Blöndal á drotningarpeðsbyrj- un. Áttu þeir Hannes Hafstein ■og Sveinn Þorvaldsson þá að k' Dpa um skákmeistaratignina, Póru svo leikar, á milli þeirra að Hannes vann, og er nú skákmeistari Islands. í öðrum flokki bar Stefán LCristjánsson sigur út býtum. Vann hann allar skákirnar. — Næstur varð Páll Einarsson og þriðji Skarphjeðinn Pálsson. í stjórn Skáksambandsins voru kosnir fyrir næsta ár: Pjetur Zophoníasson forseti, Jón Guðmundsson skrifari og Brynjólfur Stefánsson gjald- keri. Á sunnudagskvöld var sam- jsæti fyrir keppendurna á skák- fnnginu. Sá veit best sem reynir. Undanfarna daga hefir staðið styr mikill um hinn nýja Klepp, dr. Helga Tómasson og dómsmála- ráðherrann. Mjer ofbýður sá papp- ír, sverta og vinna, sem lagt er í þetta mál. Það mun vart fegra sögu nútímans síðarmeir. Jeg ætla eigi að dæma einn eður annan, það mrxn sagan gera á sínum tíma. En stutta sögu vil jeg segja. Hún hljóðar svo: Síðari part sumars 1928 veiktist dóttir mín hættulega. Hún lá rúm- föst það sumar og mikinn hluta næsta vetrar. I 3 mánuði var hún að berjast við dauðann. Það var leitað allra bestu lækna borgarinu- ar. Þeir rannsökuðu sjúklinginn, en árangurinn var: Það e'r von- laust um að þessi sjúkdómur verði læknaður, sögðu tveir þeirra, sem hafa getið sjer best orð. Þá kom dr. Helgi Tómasson til sögunnar. Hann stundaði sjúklinginn með sjerstakri athugun og nákvæmni. Gaf litlar vonir en sagði mögu- leika til bata. Dr. He'lgi ljet sjer mjög umhugað um sjúklinginn, rannsakaði alt mjög kostgæfilega er að sjúkdómnum laut og kom ætíð til staðar hvenær sem kallað var, hvort heldur var á nótt eða degi. Jeg hefi aldrei þekt að lækn- ir hafi með meiri alúð og ná- kvæmni stundað sjúkling. Um ve't- urinn veiktist kona mín einnig. Það var heilablóðfall. Dr. Helgi stundaði hana einnig, með sinni at- hugun og nákvæmni. Árangurinn af lækningum dr. Helga er sá, að báðar þær mæðgur hafa fengið fulla lieilsu. Annars hygg jeg að þær væru báðar komn ar undir græna torfu, ef hans hefði eigi notið við. Yjer eigum fáa starfsmenn, sem með slíkri alúð, kostgæfni og ó- sjerplægni stunda sitt .starf, sem dr. Helgi Tómasson. Að þessum mönnum þurfum vjer að hlynna, svo að vjer getum notið starfs- krafta þeirra. Þjóðfjelag vort verð ur eigi bygt upp eða nær þroska, með sundrung, bakmælgi eða ó- sanngjörnum dómum. Ef því fer fram er í aðsigi önnur Sturlunga- öld, og afleiðingarnar auðsæar. Reykjavík, 16. maí 1930. S. Sigurðsson búnaðarmálastjóri. Að uorðan. Siglufirði FB 26. maí. Þrjú skip fengu 20—30 tunnur af hafsíld í rekne't í nótt út af Siglufirði. Síldin var mögur. Óðinn kom áðan með dómsmála- ráðherra og fjármálaráðherra, setn lialda lijer landsmálafund í kvöld. í fylgd með þeim voru þeir Har- aldur Guðmundsson alþm., Erling- ur Friðjónsson alþm. og Einar Olgeirsson. Fundurinn var boðaður með hraðskeyti og hefst kl. 7. Hljójnleikar þeirra Þórhalls Árnasonar og Otto Stöterau í gær- kvöldi voru vel sóttir, og voru undirtektir áheyrenda hinar best.u. Gellin og Borgström lje'ku nokkur lög að lokinni skemtiskrá þeirra fjelaga. Árni Pálsson bókavörður kominn heim úr fyrirlestraferð sinni um Vesturheim. Árni Pálsson bókavörður kom hingað hejm með Botníu á sunnudaginn var. Mbl. hefir hitt hann snöggvast að máli og spurt hann um fyrirlestraferð hans.' En eins og gefur að skilja er ógerningur í stuttri blaðagrein að gefa nokkurt yfirlit yfir hið langa ferðalag Árna, því' hann hefir verið að heiman síðan í nóvember og farið m. a. um þvera Ameríku. Það, sem fyrst barst 1 tal var þetta. Fyrirlestrarnir sem hann hjelt voru yfir 70; af þeim flutti hann um 40 meðal Vest- ur-íslendinga. En meginið af ensku fyrirlestrunum flutti hann við ýmsa háskóla og í fjelögum. Hvarvetna var hon- um vel tekið. Þegar hann flutti fyrirlestur fyrir enskumælendur talað:' hann um íslenska sögu og eink- um þó bókmentir, og mintist nokkuð á hinar verklegu fram- farir hjer á landi hin síðustu ár. Aragrúi af'blöðum birtu frá- sagnir og útdrætti úr fyrir- lestrum hans, ásamt ýmiskon- ar hlýlegum ummælum um fyrirlesarann og þjóð hans. 1 Islendingabygðunum talaði hann mest um Alþingi, einkum hið forna. Lýsti hann ennfrem ur nokkuð nákvæmlega fram- förum þeim, sem orðið hafa hjer á síðustu árum. Sú lýsing hans var mörgum Vestur-ls- lending kærkomin. Enda þótt íslensku blöðin vestra birti frjettir hjeðan að heiman, hafa margir landar vestra eigi haf' tækifæri til að halda yfirlit yfir verklegar framkvæmdir hjer síðustu árin. — Mikið Ijet Árni yfir því: hve Islendingar væru í miklu áliti meðal Vesturheimsmanna Þó hann hefði talsvert um það heyrt áður, kvaðst hann eigi hafa gert sjer rjetta grein fyr- ir því fyrri en þangað kom. Áfengissalan M »B sljðrnin. “S---- Eftirfarandi klausa er tekin úr lofgrein nm ríkisstjórnina,. sera birt er í síðasta tölublaði ,Timans‘ „. .. . Mest mun þó muna um endurbsetumar á áfengisverslun- inni. Nú gefur hún 1 milj. kr. á ári í tekjur, auk tolls, en áður gaf hún í tekjur á fnaldstímum 2—300 þús. auk tolls“.*) Hje'r er beinlínis verið að gorta yfir því, að Guðbrandur Magniis son framdi það óhappaverk, ný tekinn við forstöðu Vínverslunar- innar, að blanda saman vínum og selja undir fölsku merki. Með þeim aðgerðum hófst það drykkjuskapar tímabil, sem Reykvíkingum mun í fersku minni og ekki er afljett eún að fullu. Þessari „góðu“ stjórn á Vínversluninni er „Tíminn“ að lofsyngja, þó að hún hafi ýtt undir áfengisbölið, sem annað veifið er verið að fordæma, og stjórnin veit- árlega fje til þess að stemma stigu fyrir. Loddaraháttur stjórn- ariniiar í þessu máli ríður ekki við einteyming og ekki velgir þeim við óheilindunum í þessu efni frekar en sumum- öðrum. Það þarf víst að ganga langt, svo að bitlingalið stjórnarinnar ofbjóði. En þeir menn ætti þó enn að finnast, sem liafa stærri sjóndeildarhring, en nánustu vandamenn stjórnarinnar og þeim hlýtur að bjóða við hve hje'r er leikið tveim skjöldum. Það mun engum blandast hugur um, að gróðavænlegra var fyrir þjóðina meðan ágóðinn af sölu vína var „aðeins“ 2—300 þús. kr. ank tolls, heldur en þegar hann er orðinn 1 miljón krónur auk tolls. ha. Landsmálafnndlr í Gullbringusýslu. *) Leturbr. hjer. Alþýðuflokkurinn boðaði landsmálafundi í Gullbr.-sýslu á sunnudaginn var. Mættir voru þessir fulltrúar flokk- anna: 1 Sandgerði: Jakob Möller af hálfu Sjálfstæðisflokksins Hermann Jónasson og Guð- brandur Magnússon frá Fram- sókn og Sigurður Jónasson og Nikulás Friðriksson frá sósíal- istum. 1 Keflavík: Ólafur Thórs frá Sjálfstæðismönnum, Ásgeir Ás geirsson og Hannes dýralæknir frá Framsókn og Jón Bald. og Ágúst Jósefsson frá sósíalist- um. 1 Grindavík: Sigurður Eggerz og Steinn Steindórsson frá Sjálfstæðisflokknum, Gísli Guð mundsson og Eysteinn skatt stjóri frá Framsókn og Felix Guðmundsson og Davíð Krist jánsson frá sósíalistum. 1 Höfnum: Thór Thórs frá Sjálfstæðisflokknum, Metúsa em Stefánsson og Skúli Guð mundsson frá Framsókn og Pjetur G. Guðmundsson frá sósíalistum. í Garðinum: Magnús Guð mundsson og Jón Ólafsson frá Sjálfstæðisflokknum, Jónas í Gufunesi og Bjarni Bjarnason frá Framsókn og Stefán Jóh Stefánsson og Emil Jónsson frá sósíalistum. Allir voru fundirnir vel sótt ir og fóru vel fram. Sjálfstæðis menn gerðu hvervetna harða á- rás á stjórnina og stjórnar- flokkana, og fylgið á fundun um var h. u. b. óskift með Sjálfstæðisfiokknum, nema í Grindavík mun nál. tveir fimtu fundarmanna hafa tilheyrt st jórnarf lokkunum. Fjölmennasti fundurinn varí Keflavík. Þar var mættur þing maður kjördæmisins, Ólafur Thórs, formaður Alþýðuflokks ins Jón Bald. og einn af fremstu mönnum Framsóknar, Ásgeir Ásgeirsson. — Var lítt um deilur milli ólafs og Ás geirs, enda ekki að skapi Ás geirs, að fara að verja ódæði Jónasar dómsmálaráðherra. Aðaldeilan varð á milli ólafs cg sósíalista og er g*m»n fyrir Dessar plfitur verða teknar upp í dag. Nýjar plötur sungnar af Sig. Skagfield. birkilaut 4f fögrum dal >ú sæla heimsins Til austurheims Áuldi við brestur Ó, dýrð sje þjer dagstjarnan bjarta Nú blikar við sólarlag Sjáiði hvar sólin hún hnígur Þú nafnkunna landið !ítís þús unga Ivað syngur litli fuglinn Ó, þú milda aftanstund dag skein sól (Nýtt lag eftir Pál ísólfsson). Vögguvísa Hátt jeg kalla Hærra minn guð til þín Sofðu vært mín væna Dagur í austri Kvöldblíðan lognværa Kossavísur Úrvalsplötur spilaðar af Gellin og Borgström. Einnig mjög mikið af fall- egum nýjum dansplötum m. a: Du schönste Frau von Madrid San Francisko Love Dich habe ich geliebt Ich habe kein Auto Schwarze Augen Tango o. m. fL KitrinViðH? Hljóðfærav. Lækjarg. 2. Sími 1815. HIÉlatau. Fjölbreyttast úrval í borginni hjá Verslunin Biörn Hristjðnsson. iön Biörnsson 8 Go. Bátar óskast til Ieign 1 vjelbátur, ca. 10 tons, í góðu standi, óskast til fiskveiða yfir sumartímann; ennfremur 1, trillubátur. Tilboð með lýsingum og leigB upphæð leggist inn á A. S. 1 fyrir 28. þ. m. merkt „BÁTAR“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.