Morgunblaðið - 31.05.1930, Blaðsíða 2
2
Höfnm fyrirliggjandi:
Járngirðingastólpa 6’
Verðið er sjerstaklega lágt, ef keypt er yfir 100 stykki
í einu. Öllum, sem reynt hafa, þykja okkar stólpar þeir
hestu sem fáanlegir eru hjer á landi.
Hinir marg eftirspurðu
fegn- og rykfrakkar
eru komnir aftur í mjög miklu úrvali.
VERÐIÐ MJÖG LÁGT!
SPORTBUXUR í miklu úrvali.
Andrjes Andrjesson,
Laugaveg3. — Sími 169.
4—5 vana línnmenn
vantar strax á línuveiðara. Upplýsingar hjá
Hikelsen.
Nýlendugötn 22.
LandssVnlngln 1930.
Þeir sem kviuij. að vilja taka að sjer veitingar í sainbandi við
.-ýninguna í Mentaskðlanum í sumar, ættu að tala við framkvæmda-
stjóra sýningarinnar, Freymóð Jóhannsson málara, Laufásveg 6 fyrir
4. júní. Sími 1696 og 2349.
Síml
894.
Veillð athvglil
Laugav.
40.
Komið fyrst eða síðast til okkar áður en þjer
festiði kaup á vefnaðarvöru eða fatnaði og þjer
munuð eigi verða fyrir vonbrigðum.
Nýkomnar vörur:
Rykfrakkar. Oxfordbuxur
fjöldi teg.
Verð við allra hæfi.
Jakkaföt á drengi
2 teg. allar stærðir.
Manchetskyrtur
Hv. og misl. marg. te'g.
brúnar, allar stærðir.
Hattar
Moores
Húfur
mikið úrval.
Nærföt Treflar
á böm og lullorðna. hv. og misl.
Tricotinenærfatnaður á börn kominn aftur
í öllum stærðum.
Verslið við
anchester.
HKjög góðnr
snmarbnstaðnr
í Skólahúsi Fljótshlíðinga, hentugur fyrir 2—3 fjölskyldur, er til
leigu í sumar. Upplýsingar hjá Guðmundi hreppstjóra Erlendssyni,
Núpi, eða síra Sveinbirni Högnasyni, BreiðabólStað, sem báðir hafa
síma heim til sín.
M 0 R G UNBLAÐIÐ
Rikisskuldirnar.
Eftir Magnús GuDmundsson.
4. Síldarverksmiðjan.
Lánið til síldarbræðslustöðva má
vera alt að 1 milj. kr. og verk-
smiðjunni er ætlað að horga það
lán með vöxtum af arði sínum.
Hvort hún getur það veit enginn
um, en reynslan verður að skera
úr því. Það má ef til vill deila um,
hvort lán þetta sknli te'kið upp í
LB., en þar sem verksmiðjan á að
vera rekim af ríkinu, er rjettast að
taka þetta lán upp í LR. alveg
eins og t. d. símalán, sem síminn í
raun og veru borgar. með te'kjum
sínum.
5—6. Símastöðin og útvarpsstöðin.
Lánið til símastöðvarinnar er
1,2 milj. kr. og lánið til útvarps-
stöðvarimnar er tæp 600.000 kr.
Talsvert hlýtur að vera búið að
taka af þessum lánum, því að bj-rj-
að er á báðum byggingunum.
Bæði þessi lán á að sjálfsögðu
að taka upp í LR., því að vaxta-
og afborganagreiðsla hvílir á rík-
issjóði. Áður hafa oft verið tekin
lán til símalagninga og þan jafn-
an verið færð á LR. og vitanldga
er enginn eðlismunur á þessum
lánum og símalánunum. í fjárl.
1931 eru vextir og afborganir
af símastövar- og útvarpsláninu
tilfært í 13. gr., en það er vitan-
lega rangt, þar sem sjerstök gr.
(7. gr.) er í fjárl. fyrir vexti og
afborganir. Allar slíkar greiðslur
á að tilfæra í 7. gr. og það er
aðeins til þess að fela hækkun
vaxta- og afborganagreiðslna að
tilfæra þessar greiðslur í 13. gr.
Stjórnin hefir ennfremur útveg-
ao sjer heimild til að taka lán til
að reisa hús í Reykjavík fyrir
skrifstofur (225000 kr.), til að
kaupa jarðir í Ölfusi ‘(100.000
kr.) og til að leggja mýjan Þing-
vallaveg (ca. 200.000 kr.), en ekki
e'r mjer kunnugt um, hvort þær
heiinildir verða notaðar. Hitt er
víst, að húsið er reist, jarðirnar
keyptar og vegurinn lagður.
Á þinginu í vetur upplýsti fjár-
málaráðhérra, að hann hefði tekið
um 400.000 kr. lán handa Viðlaga-
sjóði til að greiða skuld hans við
ríkissjóð. Hvar hann hefði tekið
það lán, vildi hann ekki skýra
þingheimi frá. Viðlagasjóður er í
raun rjettri hluti af ríkissjóði og
þessi lántaka mun hafa farið fram
vegna þess, að Viðlagasjóður á að
afhendast Búnaðarhankanum til
•
tryggingar sumum deildum hans.
I
Itíkisskuldirnar.
Með því, sem að framan er sagt,
þykist jeg hafa sýnt: i,
1. Að ríkissjóður verður að
standa straum af afborgunum og
fyrst um sinn einnig vöxtum af
þeim 4y2 milj. kr., sem lagðar
hafa verið fram vegna lokunar
fslandsbanka.
2. Að hið sama er um afborgun
og ef til vill einnig um vöxtu af
3 milj. kr. innstæðufje í Lands-
bankanum.
3. Að ve'xtir og afborganirr og
þeim nærri 2 milj. kr., sem teknar
hafa verið að láni til síma- og út-
varpsstöðvar verður beinlínis
greitt úr ríkissjóði, enda fjárveit-
ingar teknar upp í fjárlög 1931 í
þessu skyni, að upph. kr. 319000.00
en sú fjárhæð tilfærð í 13. gr. í
stað 7. gr.
4. Að rjettast er að taka ve*xti
og afborganir af 1 milj. kr. til
síldarverksmiðju upp í fjárlög og
LÍR. og áætla tekjur á móti, þar
sem ríkið á að reka verksmiðjuna
og ekki sjáanlegur eðlismunur í
þessu tilliti á rekstri hennar og t.
d. símans. Hitt er annað mál, að
re'kstur verksmiðjunnar er miklu
áhættusamari en rekstur símans,
en því fremur þarf að taka tillit
til mögulegs rekstrarhalla í fjár-
lögum og LR.
ö. Að það er sennilegast, að af-
borganir af þeim 5 milj. kr., sem
taka á til Byggingar- og landnáms-
sjóðsins verði intar af hendi úr
ríkissjóði, því annars er sjóður-
inn tiltölulega gagnslítill, nema
nýjar lántökur sjeu fyrirhugaðar
handa sjóðnum í framtíðinni.
Þetta alt sýnir, að það er al-
gerlega rangt, er H. J. heldur því
fram, að ekkert lán hafi verið
te'kið í tíð miverandi stjórnar nje
verði tekið í fyrirsjáanlegri fram-
tíð, sem ríkissjóður sjálfur þarf
að standa straum af. H. J. ef
ófróðari um þessa hluti en for-
svaranlegt er, ef hann heldur þessu
fram í alvöru.
Niðurl.
Frú Guðrún S. Jónsdóttir, Ing-
ólfsstræti 18, ekkja sjera Jónasar
prófasts Hallgrimssonar á Kol-
freyjustað, varð 80 ára í gær.
Hún er ein af þeim sæmdarkonum
þessa lands, er í kyrþei hefir
unnið að því, að efla frið og bæta
mein. Á unga aldri kendi hún
börnum og unglingum og var það
á orði haft, hve vel henni ljet þa6
starf, „því hög var hönd og hagur
andi, hógvær lund og reglubund-
in“. í þeim sveitum, sem sje*ra
J. H. var prestur var litið upp til
frú Guðrúnar, sakir kosta hennar,
hógværðar, prúðmensku, alúðar og
regluse'mi, er voru samfaia ein-
Urð og skapfestu. Yoru hjónin
bæði mjög vinsæl, sjerstaklega
gestrisin og hjálpfús.
Hinir mörgu vinir hennar munu
áma henni allra heilla og óska
þess í hreinni einlægni að æfikvöld
hennar verði hlýtt og bjart, í skjóli
ástríkra ættingja. B. S.
Frk. Torfhildur Helgadóttir, sem
auglýsir nuddlækningar lijer í
blaðinu í dag, hefir tekið próf við
Guy’s Hospital í London, og verið
viðurkend sem fjelági í „Chartered
Socie4y of Massage and Medical
Gymnastics.“ Þar með hefir hún
öðlast hin fylstu rjettindi nudd-
lækna á Englandi, • og að afloknu
prófi buðu forstöðumenn spítalans
að sjá henni fyrir stöðu ef hún
kysi að dvelja áfram í Englandi.
Foreldrar hennar óskuðu hinsveg-
ar að hún kæmi heim, og fyrir
það sest hún nú hjer að.
Sjálfstæðisf jelög stofnuð. Einar
Ásmundsson járnsmíðameistari fór
nýlega vestur á Snæfellsnes og
Hnappadalssýslu og Dali í þeim
erindum, að stofna fjelög Sjálf-
stæðismanna, aðallega me'ðal yngri
manna. Á þriðjudag stofnaði hann
fjelag á Fáskrúðarbakka og voru
stofnendur 60; á fimtudag stofn-
aði hann fjelag í Ólafsvík og voru
stofnendur 50.
Dreng
Um fe'rmingaraldur, röskan og sið-
prúðan, vantar okkur til sendi-
ferða og innheimtu.
Raf tækj averslunin
Jón Sigurðsson.
Til helgarinnar
verður best að kaupa afbragðs
saltkjöt, hangikjöt, nýtt nauta-
kjöt, soðinn og súran hval og
vestfirskan steinhítsrikling. Vörur
sendar heim.
Versl. Björninn.
Ðifreiðastöð
Steindórs
heldur uppi stöðugum ferðum á
J ónsmessuhátíðina
í Hafnarfirði
á morgun. Alt Buick-bifreiðar.
Látið fara vel um yður, og ferð-
ist frá
Steindóri,
Símar 580, 581 og 582.
30 lll (D leoondir
af kexi og kaffibrauði í heil-
um kössum og lausri vigt.
Ódýrt.
TlRiFMNDI
Laugaveg 63 Sími 2393
KjötbAðin
Herðnbreið.
Nýkomið:
Rabarbari
Hvítkál
Gulrætur
Kartöflur nýjar
Kartöflur íslenskar
Laugaveg 12. Sími 2031.