Morgunblaðið - 11.06.1930, Blaðsíða 7
M O R G U N B L A « I fl
7
i
Hinn hransti nær i
viðskiftin.
Besta ráðið
til viðhalds
heilsnnni er
dagleg notk-
nn af
„Kelloggs" Hll Bran.
Reynið einn pakka strax í dag.
y ALLBRAfi
i „UOCCCO-2S
ALL-BRAN
Ready-to-eat
Alao makera of
KELLOGG’S
VORN FLAKES
Sold by *// Orocp.r?—ín thm
Red and Green Package
921
Þakkarávarp.
Fyrir mína hönd og barna minna
vil jeg þakka þeim Sigurjóni Pjet-
urssyni verksmiðjustjóra á Álafossi
og kouu hans, svo og öllu starfs-
fólki þar, fyrir þá innilegu samúð,
er það Ijet í ljósi við fráfall Lilju
dóttur minnar í vetur og hina
miklu vinse'md við okkur nú í vor,
að reisa fagran legstein á leiði
hennar. Giuð launi þeim öllum.
Ingibjörg Jónsdóttir
frá Helgadal.
Ferrosan
er bragðgott og styrkjandi
járnmeðal
og ágætt meðal við blóðleysi
og taugaveiklun.
Fæst í öllum lyfjabúðiun.
Verð 2 50 glasið.
Tefies te
allar tegundir nýkomnar í
Gjöri uppdrætti
að járnbentri steinsteypu
og miðstöðvarhitunum.
Til viðtals kl. 6—8.
Sigurður Flygenring,
verkfr. Ljósvallag. 16.
Sími 2192.
Vielareimar 03 Verkfæri
nýkomið.
Verslnn
efri árunum, og þau horfa að-
ge'rðalaus á, meðan armar vantrúar
og spillingar naga sundur rót þess
og jeta hana í hel.
Sje þetta ekki næg sönnun þess,
að kristindóminum er hætta búin
hjer á landi, ef ekki er annað haf-
ist að, væri ekki langt frá að
minnast þess, hveTnig farið er þar
að nú, sem prestar falla frá og
prestsembættin losna. Því auðsjeð
er, að ekkert er um það hugsað,
að láta fólk fá nokkurn prest í
staðinn.
Getum vjer konur þagað yfir
slíku? Er kristindómurinn ekki
vort fyrsta og æðsta mál ? Ge'tum
vjer þolað, að alt sje gert til, að
draga frá oss og börnum vorum?
Kristindómurinn er grundvöllur
barnauppeldisins, hann er sterk-
asti þátturiim í starfi móðurixm-
ar. Sá Guð, sem verndað hefir þjóð
vora um aldaraðir hefir notið hjá
oss trausts. Vjer trnðum honum
fyrir börnum vorum þegar í vöggu
þeirra, — trúðum honum fyrir
framtíð þeirra á lífsbrautinni, —-
trúðum honum fyrir þeim, þótt
við sætum á sóttasæng þeirra og
trúðum þeirn sama Guði fyrir þeim,
þótt vjer fylgdum til hins hinsta
legstaðar.
Þess vegna segi jeg, þótt full-
trúi vor til þings gæti ekkert gert,
annað en verndað krostindóminn
og veitt lionum öflugt lið þegar til
þings kæmi, þá kysi jeg hann
samt.
En — nú vill svo vel til, að vjer
konur höfum fram að bjóða til
landkjörs konu, frú Guðrúnu Lár-
usdóttur, sem er ein hæfasta kona
til að gegna þeim starfa, sem völ
ev á. Margra ára reynsla sannar
oss mikið og' ósjerplægt starf
hennar í þágu kristindómsins og
annara áhngamála vorra, honum
Vald. Ponlsen
Klapparstíg 29. Sími 24.
„Sirins"
Súkkulaði og Kakaoduft er
tekið fram vfir annað af
öllum sem reynt hafa.
samfara, svo sem bindindismálsins
og fátækramálanna. Auk þess sem
hún er vel kunnug öllum landsmál-
um og vel fær að ráða úrslitum
þeirra. Hiin hefir öðrum orðum
ge'fið oss traust á sjer, og góð-
um verkum og sýnt oss með því,
að hún hefði löngu fyr átt að eiga
sæti á Alþingi íslendinga. Vjer
sjáum því, að frú Guðrún Lárus-
dóttir þarf að komast á þing, að
hún á að komast og kemst á þing,
ef >vjer allir kvenkjósendur íslands,
mætum á: kjördegi og kjósum
C-listann!
Hafnarfirði 5. júní 1930.
Guðriin Eiitarsdóttir.
Fundurinn ð Brllarlandi.
Síðastl. laugardag var fundur
haldinn að Brúarlandi í Mosfells-
sveit. Hefir sá staður hlotið sögu-
lega frægð fyrir það, að „Tíminn“
hefir nú í nær tvö ár stagast á því,
að haustið 1928 hafi Ó. Th. orðið
þar undir í viðureign við Jónas
Jónsson. Þykja þetta mikil tíðindi
með þeim eV 'kynst hafa baráttu
þessara tveggja manna á mörgum
fundum um nærfelt alt land og svo
ótrúleg, að þeir stjórnarliðar sem
trúnað á festa, hafa tekið Brúar-
land í tölu helgra staða, líkt og
Hriflu og Laufás, hin fornu höf-
uðból „bændaforingjanna.“
Þegar á fundinn kom mátti
glögt sjá að Jónas ráðherra hugði
á stórræði. Hafði hánn flutt með
sje'r fjögur bílhlöss fylgifiska. Má
]>ar til meðal annara nefna: Her-
mann lögreglustjóra, rannsóknar-
dómarann Þórð Eyjólfsson, Ey-
stein skattstjóra, Gísla ritstjóra
(þann sem úr ríkissjóði fekk 2500
kr. til að skoða kvikmyndir er-
lendís), Hannes dýralækni og
sparnaðarnefndarmann, Guðbrand
áfe'ngisverslunarstjóra og endur-
skoðanda Landsbankans, Halldór
brunabótafjelagsforstjóra og end-
urskoðanda Utvegshankans, Giss-
ur og Friðgeir fulltrúa iir Stjórn-
arráðinu o. fl. 0. fl., alls 27. Lið
þetta sem er lífvörðnr úr mála-
liði Jónasar, átti að annast klappið
á fundinum. Gerðu þeir það með
nokkrum seimingi, nema Guð-
brandur, en munu þó hafa þóst
vinna fyrir mat sínnm þann dag-
inn.
Af hálfu Sjálfstæðismanna mættu
á fundinum Pjetur Magnússon,
Ólafur Thors og Jalrob MölleV, en
þeir Haraldur Guðm., Hjeðinn og
Stefán Jóhann fyrir sósíalista. —
Tóku þeir allir til máls tvisvar
hver, en Ólafur fjórum sinnum.
Jónas hóf máls og fóv all-geyst,
en þó sínu geystara í næstu ræðu
sinni. Talaði hann þá í 20 mín.
af ofsa reiði um syndir annara.
Var hann lengi ósjálfráður orða
sinna og málaliðið sýnilega milli
vonar og ótta að hann yrði „ósjálf-
ráður gerða sinna“ og grýtti stól-
um og borðiun í haus andstæðing-
anna. Er ekki um að villast, að
mjög eVu þeir áþekkir ræðumenn
Jónas frá Hriflu og Oddur sterki
af Skaganum. Báðir á köflum
dræmir og hundleiðinlegir, en
mælskir ef ilskan hleypur í þá,
svo að ókunnugir verða jafnvel
óttaslegnir við ofsa þeirra, handa-
slátt, reigingar, heygingar og fer-
legt framfeVði. Er Oddur þó fyrir
það áhrifameiri, að hann er allur
knálegri en Jónas. Ættu Reykvík-
ingar ekki að setja sig úr færi að
hlýða á þá Jónas næstkomandi
föstudag, því mælt er að Oddur
muni einnig tala á þeim fundi.
En af Jónasi er það að segja
á Brúarlandsfundinum, að eftir
æsinginn færðist máttleýsi yfir
hann. Var liann svo lamaður að
hann gat ekki haft sig í frammi,
og Ijet þá Hannes, Guðbrand og
Gísla flytja mál Framsóknar síð-
ari hluta fundarins og útfyltu þeir
3 síðustu ræðutíma Framsóknar,
en Odd-Jónas þagði.
Af liði sósíalista þótti Stefán
Jóhann segjast hest. og höfðu menn
vænst meir af Haraldi, svo mjög
sem sósíalistar hafa gumað af
mælsku hans. Virðist Haraldur
leggja höfuðáherslu á að fá fólkið
tii að brosa, eu tókst misjafnlega,
eirda er fyndnin ekki hans sterk-
asta hlið. Virðist helst sem fund-
armenn hlæju fremur að Haraldi
sjálfum, en því sem hann sagði,
enda hló hann altaf fyrstur og
mest að því, sem honum þótti gott
hjá sjeV sjálfum. Reyndi Haraldur
að stæla Guðbrand sem sprelli-
karl, en eV ekki nærri eins fimur
— og bjánalegur.
Flestir höfðu fundarmenn áður
heyrt Jakob Möller tala, innan-
hjeraðsmenn þekkja náttúrle'ga all-
ir Ólaf. Töluðu þeir Jakob og Ól-
aftur líkt og þeir eiga vanda til
og sögðu margt vel, en Pjetur
Magnússon höfðu fæstir heyrt og
var því flestum mest forvitni á
að heyra hann. Er Pjetuv stiltur
r eðumaður, rökfastur og greindar-
legur og gast mönnum mjög vel
að honum.
Engin tök eru að rekja hjer
ræður manna, euda munu þær
svipaðar og víða annarstaðar. Sagt
var þó, að Jónas væri með æstara
móti, svona líkt og á Siglufjarð-
arfundinum, þegar Haraldur var
að dylgja um bilun Jónasar.
Bjarni á Reykjum mælti nokkur
orð, og hefði eins vel látið ógert.
Ekki svaraði hann þó fyrirspurn
Ólafs um það hvern ve'g „sam-
vinnu frömuðurinn“ Jónas Jóns-
son liefði reynst samvinnnfjelagi
bænda í Gullbringu 0g Kjósar-
sýslu — Mjólkurfjelagi Reykja-
víkur.
Nokkra eftirtekt vakti það, að
Haraldur fjargviðraðist yfir, að
aðrir hefðu ekki talað um stóru-
málin, en varði síðan mestum ræðu
tíma sínum til að tala um smámuni
og komst aldrei að stefnu sósíal-
ista.
TalsveVt gaman hentu menn af
J. J. í sambandi við frv. það er
J. J. hefir kallað „litla ljóta frum-
varpið/ ‘ en frv. þetta flutti Ólafúr
Thors á þinginu 1927. Hafði Jónas
ráðist með grimd á Ólaf á Brúar-
landsfundinum 1928 út af frv.
þessu. Taldi ákvæði þess stórkost-
leg og til þess eins, að ljetta skatti
af „luxus“-bílum Kveldúlfs.
Nú uppýsti Ólafur, að sjálf rík-
isstjórnin hefði flutt sama frv.,
með þeirri einni breytingu að það
væri „minna“ og „verra“, því
sjálfur kvaðst. hann liafa lagt til,
að skatturinn yrði 5 aurar á kíló
af bensíni, en nú hefði Jónasi
þóknast að ákveða hann 7 aura.
Bað Olafur fundarmenn að marka
önnur illmæli J. J. um sig af
þessu, er hann fyrst níddi Ólaf
fyrir flutning málsins, en tæki það
síðan upp sjálfur. Þótti fundar-
mönnum Jónas „dökkur“ ásýndum
undir ræðu Ólafs.
Jónas hóf máls á geðbilun sinni.
Virðist nú svo komið, að hann
sýnist. helst byggja kjörfylgi sitt
á því, að sjerfræðingur í sálsýki
telur að sterkur grunur leiki á
að ráðherrann sje ekki sjálfráður
gerða sinna. Taldi Jónas að Sjálf-
stæðismenn stæðu að heimför dr.
ITelga. Hrakti Jakob Möller þess-
ar fullyrðingar Jónasar og sýndi
ZEBO
ofnlögur
hefir nýlega fengið mikla, end-
rbót og er nú óviðjafnanle)g-
ur. Gefur fagran hrafnsvart-
an gljáa.
Hegnfrakkar
Fallegt og ijðibreytt
árral fæst ávalt 1
ManGhesfer.
Simi 894.
„Ornmii11
Kaxla-, Kven. og Barna
reionjól.
„MaU lor“ k ý ama-
reiðhjól.
V. 0. kveín-reiðhjól.
Þessar tegundir eru íslands
bestu og ódýi stu rciðhjól
eftir gæðum.
Allir varahlutir til rei la.
Reiðhjðlaverkstæðið
„Örninn”
Sími 1161.
Bananar
Eplí,
Appelsínur, margar teg.
Citrónur.
Laugaveg 12. Sími 2031.
Stafesmao
er stóra orðifl
kr. 1.25
á korðiff.