Morgunblaðið - 11.07.1930, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ
Kaupmenn: Kaupið eftirtaldar vörur hjá okkur:
Ávextir bl. í heilum og hálfum dósum.
Ananas í heilum og hálfum dósum.
Perur í heiham og hálfum dósum.
Ferskjur í heilum og hálfum dósum.
Asparges í heilum dósum.
Laukur, egyptskur.
Vörugæðin eru alþekt.
Fyririrligg jandi:
Rúðugler margar stærðir — Þakpappi 6 tegundir.
Eggert Kristjánsson & Co.
Úrvalsflokkur Ármanns, sem sýndi á Þingvöllum
Merkileg iþróltasýning.
Sími 1317 (3 línur).
Hæstkomandi snnnudag
verður farið til Akureyrar í nýjum Buickbíl. Fjögur sæti laus.
Einnig er hægt að fá bílinn ,,privat“ báðar leiðir.
Upplýsingar í síma 1647.
Ný|ar bæknr.
Matthías Þórðarson: Síldarsaga íslands með myndum, kr. 10.00
Vestan um haf. Ljóð, leikrit, sögur o. fl. Valið hafa
E. Kvaran og Guðm. Finnbogason ........ — 15.00
Iceland. Ed. by Th. Thorsteinsson. Útgefið af Lands-
banka fslands, 2. útg............... ib. — 10.00
Stefán Stefánsson: Iceland. Handbook for Tourists, ib. — 5.00
Icelandic Lyrics. Selected by R. Beck... ib. — 25.00
Buchheim: Thule. Das Land von Feuer und Eis . . ib. — 7.00
Finnur Jónsson: Island fra Sagatid til Nutid .... ób. — 6.35
Vaslev, A. B.: Tusindaarsriget Island ..... — 3.75
Lindroth:, Island ......................... — 11.00
Einar Fors Bergström: Island .............. — 6.65
Fru Gytha Thorlacius: Erindringer fra Island .... — 6.65
Islandica, Vol. XX. The Book of the Icelanders edited
by Halldór Hermannsson ................ — 9.00
Bókaversl. Sigfnsar Eymnndasonar.
Engin vandræði með eftirmatinn
MyLady
Niðursoðnir ávextir
handa vandfýsnu fólki.
Þe'ssir ávextir eru lesnir af trjánum þegar beir
standa í fullum bloma og soðnir niður í tseru syk-
ur sýrópi. Aðeins gómsætustu úrvals ávextir eru
seldir undir nafninu „My Lady“, „My Lady“ á-
vextir eru alla daga ágætir og einmitt hinn rjetti
hlutur á rjettum tíma í gesta boðum og á glað-
værum fundum góðra vina.
|
22 Ijúffengar tegundir: Aldinsalat,
Loganber, Brómber, Ferskjur, Per- |
ur, Apríkósur, Stikilber, Ðverg-
plómur, Jarðarber, Vietoríuplómur,
Purpuraplómur, Gullplómur, Him- j
ber, Drottningarber, Kirsiber, An- j
anasteningar, Sneiddar Ferskjur,
Ananas í heilu lagi, Grape Fruit,
Sneitt Havia Ananas, Ribsber o. fl.
ANGUS WATSON & CO„ I.IMITED,
London and Newcasti.e upon Tyne, England.
X. MLF. 86-168.
í kvöld fer fram merki-
leg íþróttasýning á íþróttavellin
um, og stendur Glímufjelagið
Ármann fyrir henni. Sýningin
hefst kl. 9, en nokkru áður
jhefst þornaþytur á Austurvelli,
safnast menn þar saman og
ganga svo í skrúðfylkingu undir
hornablæstri suður á völl.
Þar hefst sýningin með því
að 50—60 ungar fimleikastúlkur,
sem ekki hafa látið sjá listir
sínar fyr, koma þarna fram í
einum hóp. Að því loknu koma
fram fimleikamenn þeir, sem
tóku þátt í hópsýningunni á
Þingvöllum. — Sendi Ármann
þangað um 70 menn, en nú
munu um 60 þeirra sýna. Hóp-
sýningin vakti almenna áðdáun
á Þingvöllum og átti Ármann
eigi minstan þátt í því, þar
sem hann hafði lagt stærstan
skerf manna til sýningarinnar.
Á eftir þessari sýningu fer
fram glíma, og taka þátt í
henni allir frægustu glímumenn
Ármanns, þar á meðal glímu-
kóngurinn og aðrir verðlauna-
bienn og tilvonandi verðlauna-
menn.
Að glímunni lokinni sýnir úr-
valsflokkur karlmanna úr Ár-
manni, sá er fenginn var til
þess að sýna á Þingvöllum. Var
það allra manna rómur að sú
sýning hefði orðið þjóðinni til
mikils sóma og íþróttalífi
hennar.
Með þessari sýningu á íþrótta
vellinum hygst Ármann að sýna
tvent: fyrst og fremst það, hve
mikinn þátt hann átti í íþrótta-
sýningunni þar, og í öðru lagi að
sýna það, (að ffjelagið hefijr
miklu fleira af góðu íþrótta-
ifólki á að skipa en þar kom
fram. Eru íþróttaiðkanir og
íþróttakensla hjá fjelagi þessu
nú orðið miklu margbrotnari en
menn gera sjer yfirleitt í hug-
arlund.
Það er sýnt af þeim árangri,
sem fjelagið hefir þegar náð,
og sjást mun enn betur á í-
þróttasýningunni í kvöld, að þar
hafa menn ekki legið á liði
sínu — að það er öllum fje-
lagsmönnum fullkomin alvara
að verða góðir íþróttamenn. —
Þeir hafa átt því láni að fagna
að eiga afbragðsíþróttakennara,
Jón Þorsteinsson frá Hofsstöð-
um, þann mann, sem með lífi
og sál rækir starf sitt (að öðr-
tfm íþróttakennurum ólöstuð-
um). En eitt hefir háð fjelag-
inu mjög, og þrengir nú að
meir og meir:
Fjelagið á ekkert íþróttahús
þar sem það geti kent fjelög-
um sínum íþróttir og fimleika,
svo að fullu gagni komi. Það
hefir verið á bónbjörgum með
húsnæði hingað og þangað að
undanförnu, og er það skiljan-
leigt þar sem í fjelaginu eru
um 1200 meðlimir, karlar, kon-
ur og börn, sem æfa allskonar
íþróttir.
Þess vegna ætlar fjelagið nú
að reyna að koma sjer upp
fyrirmyndar íþróttahúsi. Hefir
það þegar safnað nokkru í hús-
byggingarsjóð. En húsið verður
dýrt og þarf því á miklu fje að
halda.
Allur ágóði af sýningu þessari
á að renna í húsbyggingarsjóð-
i.nn.
Væntir Ármann þess, að þeir,
sem fengu að sjá sýningarnar
á Þingvöllum og dáðust að þeim,
vilji koma suður á völl í
kvöld og sjá hvað fjel. lagði til
þeirra sýninga. Ennfr. væntir
það þess, að sem flestir ættingj-
ar og vinir íþróttafólksins, sem
sýnir á vellinum, komi þangað,
sjer til ánægju og til þess að
styðja að því að íþróttafólkið
fái betri aðstöðu til íþróttaiðk-
ana framvegis en verið hefir.
íþróttafólkið á það skilið, og
ekki mun það sýna minni ósjer-
plægni en áður ef ættingjar
þess og vinir vilja sýna því þá
viðurkenningu að hjálpa til að
koma upp hinu nauðsynlega
íþróttahúsi, sem bygt verður
fyrir framtíðina — framtíð í-
þróttamanna íslands.
Einn af fimleikamönnum
„Ármanns.".
G.s. Islanfl
fer til Kaupmannahafnar
(um Vestmannaeyjar og
Thorshavn) miðvikudaginn
16. þ. m. kl. 8 síðd.
Þeir sem trygt hafa sjer
farseðla sæki þá á morgun
(laugardag). Annars seldir
öðlrum.
C. Zimsen.
Dðkkröndóltar
tanbnsnr,
stórt nrval irá
6.50 til 18.00.
*
Vörnbúðin.
Laugaveg 53.
Anstnr f
Þrastalnnd
og Grímsues ern daglega
ferðir irá
Hristlnn S Gunnari.
Símar 1214 og 847.
Dnglegnr
drengnr
getnr iengið atvinnn við að
bera át Morgnnblaðið
til kaupenda.
Olanicnre-áhöld
naglalakk, naglavatn
°g naglasmyrsii
best í
Hjákrnnardeildinni
Austurstræti 16.
Sími 60 og 1060.
Nýkomið:
Blómkál.
Tomatar.
Rabarbari.
Hvítkál.
Púrrur.
Selleri.
Gulrætur.
Rauðbeður.
Vaðnes.
Sími 228.