Morgunblaðið - 11.07.1930, Page 3
MORGUNFLAÐlf)
S
Jft orgtmWaí^ií>
Úteef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk
Rltstjórar: Jón KJartansaon.
Valtýr Stefánsson.
Rltstjórn og afgrUBsla
Austuratrœtl 8. — Sl«nl 500. :
▲uelÝslngastjórl: B. Hafberg.
Augrlýalng-askrlf atof a:
Austurstrœtl 17. — Slml 700.
TTel jaslmar:
Jðn Kjartansaon nr. 742.
Valtýr Stefánsson nr. 1220.
H. Hafberg nr. 770.
Aakrlftagjald:
Innanlands kr. 2.00 & mánutfl.
Utanlands kr. 2.50 á mánuBl.
f lauaasölu 10 aura elntaklB,
20 aura meB Lesbók.
Etlendar sfmfregnir.
London (UP) 9. júlí’ FB.
Deilur Tyrkja og Kurda.
Angora: Stjórnin í Tyrklandi
símaði á þriðjudagskvöld úrslita
kosti (ultimatum) til stjórnar-
innar í Teheran, útaf því, að
Persneskir Kurdar hafa vaðið
inn í Tyrkland. Krefst Tyrkja-
stjórn þess, að gerðar verði ráð-
Stafanir til þess að slíkar árásir
endurtaki sig ekki, ella verði
Tyrkir að grípa til sinna ráða.
*— Tyrkir halda því fram, að
&rás Kurda hafi verið ráðgerð
ng undirbúin fyfirfram.
Þjóðnýting í Englandi.
London: Neðrimálstofan hefir
Pieð 251:136 atkvæðum leyft
%rverandi námumálaráðh. Ben
Turner að leggja fyrir þingið
^rumvarp til laga um að gera
^Har landeignir, námur, fljót og
á* að þjóðareign. Turner kvað
Pieðal annars svo að orði í ræðu
sinni: Tilgangurinn með frum-
varpinu er sá, að koma landinu,
sem er eign þjóðarinnar, í hend
hennar. Fyrsta umræða frum
vnrpsins fór fram við mikinn
ÍÖgnuð þingmanna verkalýðs-
^okksins.
Andstæðingar stjórnarinnar á
tingi lýstu yfír því áliti sínu, að
samþykt frumvarpsins leiddi
^ignarnám og þjóðnýtingu lands
án skaðabóta.
Frá enska þinginu.
Neðrimálstofan hefir með 278
^tkvæðum gegn 156 felt tillögu
frá frjálslynda þingmanninum
^nthan um að bæta nýrri
^iausu inn í fjárlögin, þess efn-
að tekjuskattur hlutafjelaga
því fje, sem lagt er í sjóði
*il endurbóta á verksmiðjum,
i^kki um 6 pence á £. Tilgang-
^Unn með lækkuninni að stuðla
framkvæmd endurbóta á
Verksmiðjum. Nathan lagði upp
r,Jnalega til að hlutafjelögin
v^ri algerlega undanþegin
^kjuskattsgreiðslum af slíku
■tje 0g hjer um ræðir, en tók
tillögu aftur eftir að hafa
ráðgast við leiðtoga flokks síns.
Stjórnin hefir þannig unnið
si&ur í fyrri atkvæðagreiðslu af
^Veimur, sem fram fara í dag og
etast var um, að stjórnin mundi
^ra sigri hrósandi úr. Seinni
^kvæðagreiðslan stendur í sam
bandi við breytingar lávarða-
^ildarinnar á kolafrumvarpinu
^ommúnistar á undanhaldi.
. Helsingfors: Fimtíu kommún-
lstar fóru í dag yfir landamærin
1 kuleá og báðust leyfis sænsku
^tirvaldanna að halda fund Sví
uloðarmegin landamæranna.
6iðnin er til athugunar hjá
S8ehsku yfirvöldunum.
Þrjátíu kommúnistar hafa
verið handteknir í Gamle Karle
by. Er'þeim gefið að sök, að
þeir hafl ætlað að fremja hermd
arverk þar.
London (UP) 9. júlí FB.
Deila á þingi Breta.
Neðrimálstofan hefir felt þá
breytingu, sem lávarðadeildin
gerði á kolafrumvarpinu, þ. e.
að vinnutíminn í kolanámunum
skuli vera 90 klst. á hálfum
mánuði í stað 45 klst. á viku,
eins og upprunalega var gert
ráð fyrir í frumvarpinu. Eru
þannig komnar upp alvarlegar
ýfingar milli neðrimálstofunn-
ar og lávarðadeildarinnar, sém
nú fær kolafrumvarpið enn á
ný til frekari athugunar.
Hörmulegt námaslys.
Neurode í Efri-Slesíu: Gas-
sprenging varð hjer í kolanámu,
69 menn biðu bana, 83 eru
inniluktir í námunni, en 60 hafa
verið fluttnr í sjúkrajjús.
Síðar: búist er við, að flestir
þeirra, sem fluttir hafa verið á
sjúkrahús, nái sjer aftur. Menn
óttast mjög um afdrif þeirra,
sem eru inniluktir í námunni.
Björgunartilraunir hafa reynst
árangurslausar til þessa. 67 lík;
hafa náðst úr námunni. — Ætt-
ingjar námamanna, sem vantar,
hafa safnast saman við náma-
munnann og bíða þar milli von-
ar og ótta.
London (UP) 10. júlí.
Neurode: Menn ætla, að 162
menn hafi beðið bana, er
sprengingin varð hjer í kola-
námunni. 81 lík hefir náðst úr
námunni. Engin von talin til
þess, að þeir, sem inniluktir
eru í námunni, komist lífs af.
London (UP) 10. júlí FB
Aukakosning í Englandi.
Cremer: Aukakosning hefir
farið fram í North Norfolk. —
Fyrverandi þingmaður kjör-
dæmisins var Noel Buxton, sem
nýlega var aðlaður. Frambjóð-
jandi verkalýðsflokksins var
lafði Noel Buxton og hlaut hún
14.821 atkvæði, en frambjóð-
andi íhaldsflokksins var Th.
Cook og hlaut hann 14.642 at-
kvæði.
Landskjðrið.
Alls hafa verið greidd um
24.000 atkvæði á öllu landinu.
Atkvæði verða talin fimtudag-
daginn 17. þ. m.
Ákveðið hefir verið, að taln-
ing atkvæða frá landskjörinu
il5. júní skuli fram fara fimtu-
daginn 17. þ. m.
' Síðustu heddartölur sem Mbl.
hafði, voru nál. 23300 af öllu
landinu. Síðan hefir blaðið feng
;ið fregnir úr þeir kjördæmum,
jSem ekki var frjett um þá og
telst oss svo til að heildartalan
af ölllu landinu sje rúmlega
24000 atkvæði. Tala þessi er þó
ekki nákvæm, því allvíða bygg-
ist hún ekki á tölum frá sýslu-
mönnum.
Deilan! Krossanesi
Ekkert nýtt gerðist í þeirri
deilu í gær. Verkfallið hjelt
áfram og höfðu forsprakkarnir
vörð um verksmiðjuna. Hefir
verksmiðjustjórinn óskað eftir,
að óvilhallir menn verði látnir
meta kaup Norðmannanna (og
hlunnindi) og kvaðst hann fús
til að hækka kaupið, ef svo
reyndist eftir mati, að þeirra
kaup væri lægra en kaup ís-
lendinganna. Aftur á móti neit-
ar verksmiðjustjórinn að greiða
nokkurt kaup fyrir þann tíma,
er verkfallið hefir staðið yfir;
en forsprakkar verkafólksins
hafa krafist þessa. Alt var í
óvissu um úrslit þessarar deilu
í gærkvöldi.
Nokkur síldveiðiskip komu til
Siglufjarðar í gærkvöldi með
fullfermi af síld.
„Columbia“
hið stóra grammófónahlutafje-
lag sendir hingað tvo úrvals-
menn til þess að taka hjer upp
söng og hljóðfæraslátt á
grammófónplötur um
Alþingishátíðina.
Öflugasta grammófónahluta-
fjelagið, sem nú er til er enska
fjelagið „Columbia", sem er vel
þekt hjer á landi. Framleiðir
það ósköpin öll af grammófón-
um og grammófónplötum og
hefir verksmiðjur í 17 löndum.
Á síðustu árum hefir fjelagið
selt um 80 miljón grammófón-
plötur á ári að meðaltali.
Umboð hjer á landi fyrir
þetta fjelag hafa þeir feðgarnir
Ólafur Magnússon og Haraldur
Ólafsson, sem reka verslunina
Fálkinn hjer í bænum.
Þegar Haraldur var úti í
Lundúnum í vetur leitaði hann
upplýsinga hjá forstöðumönn-
um Columbia hvort tiltækilegt
mundi að senda hingað sjerfræð
inga til þess að taka upp íslensk
lög og kvæði á plötur. Tóku þeir
vel í það og sendu hingað tvo
þaulvana menn rjett fyrir Al-
þingishátíðina. Ekki varð úr að
þeir rækju upp nein lög á Þing-
völlum, en síðan um hátíð hafa
þeir verið önnum kafnir og tek-
ið 90 síður eða 45 plötur alls.
Síðast tóku þeir upp brot úr
kantötu Páls ísólfssonar í fyrra
kvöld.
Af einsöngvurum hafa þessir
sungið til upptöku: Sigurður
Skagfield, Hreinn Pálsson, syst-
kinin Markan, María, Einar og
Sigurður, Dóra Sigurðsson og
Guðmundur Kristjánsson. Hafa
þau öll eingöngu sungið íslensk
lög.
Píanómúsík: Emil Thorodd-
sen og Haraldur Sigurðsson.
Af kórsöngvurum má nefna
K. F. U. M., Landskórið og
Geysir.
Cellosóló: Axel Vold og Þór-
hallur Árnason.
Ennfrémur voru teknar nokkr
ar kvæðaplötur eftir þeim Jóni
Lárussyni og Páli Stefánssyni.
Við upptöku platanna nutu
Columbiumennimir ágætrar að-
stoðar þeirra dr. Mixa, Emils
Thoroddsen og Páls Isólfssonar.
Söngurinn, hljómlistin og
^kveðskapurinn fór fram í í-
þróttahúsi K. R. (áður Báran).
Höfðu Columbiumennirnir skoð-
að öll skemtihús bæjarins áður
en þeir hófu starf sitt og var
K. R. húsið að þeirra dómi lang-
best fallið til þess að taka upp
plötur í því.
Hjer er um stórmerkan við-
burð að ræða þegar litið er á
það að þetta er í fyrsta sinni,
sem íslenskum kórum og kvæða
mönnum gefst tækifæri til að
syngja í plötur, og auk þess
befir sumum íslensku einsöngv-
urunum ekki gefist kostur á
þessu fyr.
Hjer verður um nýtt landnám
íslensks listalífs erlendis að
ræða.
Og án efa verður mörgum
Islendingi plötur þessar kær-
komnar. Það er gert ráð fyrir
að þær komi hingað heim um
miðjan ágúst.
Haraldur Ólafsson á mesta
heiður skilið fyrir framkvæmdir
í þessu mikilvæga máli.
Merkileaur útsaumur.
Frú Unnur Ólafsdóttir, Hverf
isgötu 84 hjer í bæ, hefir ný-
lega lokið við útsaum á dúk,
sem hún hefir unnið að í fjögur
ár. Dúkur þessi er í mjög vönd-
uðum ramma með höfðaletri,
sem frúin sjálf hefir skorið út.
Dúkurinn er 4 metrar á lengd,
en 2,10 á breidd.
1 dúk þennan eru saumaðar
þrjár myndir og hefir Tryggvi
Magnússon listmálari gert teikn
ingu að þeim eftir myndum sem
standa á Valþjófsstaðahurðinni
frægu, sem nú er loksins heim
komin.
En eftir teikningum Tryggva
hefir frúin svo saumað. — Á
efri útsaumsskildinum er mynd
af konungi og ljóni. Utan um
skjöldinn er rammi með höfða-
letri, sem frúin sjálf hefir skorið
út. Er þar lýst innihaldi mynd-
arinnar í stuttu máli, sem er
eitthvað á þessa leið:
Konungur einn er á veiðum
úti í skógi og kemur þar að sem
dreki einn hefir vafið sig utan
um ljón. Konungur drepur drek
ann og frelsar þannig ljónið.
Upp frá því fylgir ljónið kon-
ungi og þegar hann deyr sest
það á leiði hans.
Á neðri skildinum er mynd af
fjórum drekum, sem hringa sig
hver um annan og bíta í sporða
sína. Utan um hann er sömu-
leiðis rammi með höfðaletri.
Neðst á dúknum eru einnig
drekamyndir.
fljer er um mikið verk og
vandað að ræða, enda kostað
frúna erfiði mikið og fyrirhöfn.
Frú Unnur gerir ráð fyrir þvl
að senda dúkinn á sýningu, sem
haldin verður í Kaupmanna-
höfn í næsta mánuði. — í haust
gerir hún ráð fyrir að hafa
hann til sýnis hjer í Reykjavík,
þ. e. a. s. ef honum verður aftur
komu auðið, því farið getur svo
að dúkurinn verði seldur í Höfn.
Verk þetta lýsir frábærum
listasmekk, vandvirkni og elju.
Þísk bök um ísland.
Thule das Land von Feuer
i
und Eis, nefnir Gustav Buck-
heim blaðam. í Berlín bók, er
hann hefir nýlega gefið út og
á dr. Hellmuth Lotz, er hjer
er einnig kunnur, nokkurn þátt
í samningu bókarinnar. Buek-
heim hefir dvalið hjer tvívegie
áður og var hjer um Alþingte-
hátíðina, en er nú horfinn norð-
ur á Svalbarða. Hann hefir rít-
að fjölmargar greinir um Is-
land í þýsk blöð, einkum í sam-
bandi við Alþingishátíðina, Og
bera þær allar vott um vinsemd
og skilning á eðli Islendinga.
Nokkrar af greinum þessum eru
í bók þessari, sem prýdd er
fjölda mynda. Bókin hefst él
snotru kvæði til íslands á þýsku
og hefir Magnús Ásgeirsson snú
ið kvæði þessu á íslensku og er
íslenski textinn einnig í bók
þessari.
Buckheim ritar einkum um
það er ferðamönnum verður tíð-
ræddast um, ferðalög á hest-
baki, miðnætursól, fjöll og firn-
indi, um ísl. glímu, um flugr
ferðir á Islandi, viðtal við for-
sætisráðherra o. fl. Margar lýs-
ingar eru mjög fjörlega ritaðar
og skemtilega, einkum lýsingar
hans á laxveiðum og fuglaveið-
um, einnig er Buckheim alkunn-
ur fuglafræðingur og hefir ný-
lega haldið fyrirlestra um líf
fugla í Osló, Finnlandi og víðar.
Sumt í bók þessari er ekki
allskostar nákvæmt og íslensk
nöfn ekki allstaðar rjett rituð,
en velvild höfundar í garð Is-
lendinga skín út úr hverri blað-
siðu. Bók þessi er ætluð þýsk-
um ferðamönnum, er til Islands
fara, og mun vafalaust verða
getið í ýmsum þýskum blöðum
mjög lofsamlega. Hún kemur
hjer í bókaverslanir eftir
nokkra daga.
A. J.
Á vetrarvertíðinni 1930 hafa
drukknað hjer (við land 29!
manns. Þar af eru 18 íslending-
ar, en 11 útlendingar.