Morgunblaðið - 16.07.1930, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Kaupmenn: Kaupið eftirtaldar vörur hjá okkur:
Ávextir bl. í heilum og hálfum dósum.
Ananas í heilum og hálfum dósum.
Perur í heilum og hálfum dósum.
Ferskjur í heilum og hálfum dósum.
Asparges í heilum dósum.
Laukur, egyptskur.
Vörugæðin eru alþekt.
Fyrirliggjandi:
Sardínur, margar teg.
Fiskabollur í heiluni og hálfum dósum.
Kavíav Ansjósur.
Gaffalbitar. Lifrarkæfa.
Eggert Kristjánsson & Co.
Sími 1317 (3 línur).
og margskonar Vefnaðarvörur svo sem Sængur-
ver, Lök, Handklæði, Serviettur, Koddaver, Dúka-
efni. Ennfremur Fiðurkoddar, 2 stærðir.
Listsýningin
Kirkjustræti 12,
opin daglega kl. 10—8.
ÚTBOÐ.
Þeir, sem gera vilja tilboð í að rífa niður ýms mann-
virki, vegna Alþingishátíðarinnar á Þingvöllum eða þá
kaupa þau til niðurrifs, vitji upplýsinga á teiknistofu
húsameistara ríkisins.
Reykjavík, 15. júlí 1930.
* Gnðjón Samúelsson.
Mnnið A. S. 1.
t
Hans Malthías Fenger
Dr. theol.
prófastur og hirðprestur.
Með Fenger prófasti, sem nú
er nýlátinn, er til moldar hnig-
inn einn hinn merkasti kenni-
maður hinnar dönsku kirkju.
Veit jeg, að hjá mörgum hjer
heima vakna fagrar endurminn
ingar um hinn mikla ræðusnill-
ing, minningar um hátíðlegar,
heilagar stundir í kirkjunni hjá
Fenger. Fögur prestsæfi er á
enda, og starfsdagurinn hefir
verið langur, því að Fenger pró
fastur hefir starfað meir en
ihálfa öld og aldrei hlíft sjer,
var hann starfandi prestur, er
hann andaðist á 80. aldursári,
fæddur 9. ágúst 1850.
Öll sín 53 prestsskaparár hef
ir hann verið í Kaupmannahöfn,
fyrst við Stefánskirkju, þvínæst
við Frelsarans kirkju, allmörg
ár við Garnisonskirkju og í síð-
astliðin 30 ár við Hólmsins
kirkju, skiftafaðir konungs varð
hann árið 1915, hefir hann
fermt báða sonu konungsins, og
ávalt verið mikill vinur konungs
fjölskyldunnar. En það má um
Fenger segja, að hann hefir get
að starfað meðal allra, og áreið-
anlega er minning hans blessuð
af fjöldamörgum fátækum og
bágstöddum, og margar fagrar
sögur geymast um hjálpfýsi
hans og líknarlund.
Fenger var hvortveggja, karl
menni og viðkvæmur í anda,
jötunn var hann að starfsþreki
og mörg prestsverk hefir hann
verið búinn að vinna um æfina.
Kirkjan var altaf troðfull og
prjedikaði 'hann af miklum
krafti og eldmóði sannfæring-
arinnar, og var djarfur, óhrædd
ur boðberi sannleikans, bæði í
ræðu og í riti.
Eins og nærri má geta var
hann kjörinn í stjórn ýmsra
kristilegra fjelaga og mannúð-
arfyrirtækja. Árum saman var
hann formaður hins kristilega
starfs meðal sjómanna, en það
starf hefir náð útbreiðslu um
allan heim. Var Fenger prófast
ur aðalhvatamaður þess, að Sjó
mannastofan hjer í bæ tók til
starfa fyrir 7 árum; benti hann
mörgum dönskum sjómönnum á
þann stað, og þegar hann frjetti,
að vel hafði verið tekið á móti
dönskum skipshöfnum, skrifaði
hann þegar þakkarbrjef og
sýndi það á ýmsan hátt í verk-
inu, að honum var ant um starf-
ið. —
Þegar jeg í dag frjetti lát
þessa merkismanns fanst mjer
jeg sjá sterka eik falla og autt
svæði verða í skóginum. Jeg er
í þakkarskuld við hinn merka
prest, því að á námsárum mín-
um varð jeg hjá honum fyrir
áhrifum hinnar starfandi, brenn
andi trúar. Mjer þykir vænt
um að hafa kynst honum, og
jeg veit, að þeir eru margir,
einnig hjer á landi, sem blessa
minningu hans.
Bj. J.
Saga Snæbjarnar
í Hergilsey.
Rituð af honum sjálfum.
Útg. Þorsteinn M.
Jónsson, Akureyri
MCMXXX.
Það er nú nokkuð síðan, að
fyrra heftið af sögu Snæbjarnar
í Hergilsey kom út, en það ætl-
um vjer, að enn sje eigi of seint
að geta stuttlega um þá bók og
vekja athygli á henni. Er því
þó eigi svo mjög til að dreifa, að
vjer berum sjerstaklega hag út-
gefandans fyrir brjósti, — og er
sá maður þó góðs maklegur, —
heldur hitt að benda íslenskum
lesendum á góða bók, sem er
fyrir margra hluta sakir hvort-
tveggja í senn fræðandi og
skemtileg. Er það óhætt að
segja, að sagan ber á sjer flest
einkenni þau, er best eru í al-
þýðlegri söguritun íslendinga.
Mál og stíll er í besta lagi og
minnir ekki óvíða á fornsögur
vorar og fer því þó fjarri, að um
neina tilgerð sje að ræða; setn-
ingarnar eru að jafnaði stuttar
og kjarnyrtar, svo sem málið
heyrist oft talað af gáfuðum al-
þýðumönnum úti um byggðir
landsins. Og allur er ritháttur
Snæbjarnar hófsamlegur, yfir-
lætislaus og karlmannlegur,
eins og slíkum manni sæmir.
1 sögu Snæbjarnar er mikið
saman komið af fróðleik um lifn
aðarhætti mann$ og daglegt líf
á uppvaxtarárum hans og þá
ekki síður af margskonar per-
sónulegum fróðleik og sögnum
um ýmsa menn, er við sögu
koma um Breiðafjörð og nálæg-
ar bygðir. Alt er þetta ómetan-
legur fróðleikur, sem innan
skamms verður hvergi að finna
nema í þessari bók. Er því meira
virði að hafa þetta skrásett, þar
sem það er gert af manni, sem
er alkunnur að drengskap og
áreiðanleik til orðs og æðis, og
auk þess afburða skýr maður
og minnugur .Má því treysta frá
sögn hans í hvívetna.
Auk þess, sem nú hefir verið
talið, ber að gæta þess sem eins
af bestu einkennum bókarinnar,
hvað þar er mikið af gaman-
sögum um ýmsa karla og kerl-
ingar, aflraunasögum o. fl. af
því tagi. Sjerstaka ánægju virð-
ist Snæbjörn hafa af því að
segja frá kraftamönnum og af-
rekum þeirra, enda mun hann
sjálfur hafa átt fáa sína líka
að líkamlegu atgerfi, er hann
stóð upp á sitt besta. öllum
þessum sögum fljettar hann
mjög haglega inn í frásögn sína
og gerir hana þannig marg-
breytilega og fjöruga.
Sem dæmi þess, hve Snæ-
bjöm er góður rithöfundur og
snjal.1 1 því að halda eftirtekt
manna vakandi vil jeg sjerstak-
lega benda á hina átakanlegu
frásögn af skipstapanum á
Hjallasandi, er allir hásetar
hans drukknuðu, en hann sjálf-
ur komst með naumindum lífs
af. Draumar þeir og fyrirboðar,
sem gerðust á undan þessum at-
burði verka svo á lesandann, að
hann er aldrei óviðbúinn því,
sem á eftir kemur. Minnir þetta
mjög á sumar bestu fornsögur
vorar, þar sem draumur f upp-
Anstnr að ðlfnsi
— — Eyrarbakka
— — Stokkseyri
— í Þrastaskðg
kl. 101/* árd. alla daga
frá
Bifreiðastöð Steindórs.
Sími 581 (3 línur).
hafi sögunnar boðar efni hennar
í stórum dráttum (sbr. draum
Þorsteins Egilssonar í Gunn-
laugssögu og drauma Guðrúnar
Ósyífursdóttur í Laxdælu). —
Draumur Snæbjarnar og annara
á undan manntjóninu og fyrir-
burðir, sem enginn mun treyst-
ast til að neita, að átt hafi sjer
stað, styrkja oss einmitt í þeirri
trú, að svipaðar frásagnir í forn-
sögum vorum sjeu sannar en
ekki skáldskapur.
Síðara hefti sögunnar mun
koma út innan skamms, og er
þar m. a. frásögnin um hina
nafnfrægu Englandsferð Snæ-
bjarnar og Guðmundar sýslu-
manns, er þeir voru hernumdir.
Munu allir bókavinir bíða þessa
heftis með eftirvæntingu.
G. J.
Ueðrðttan í janúar.
Veðurstofan hefir sent út yfir
lit yfir veðráttuna í janúar-
mánuði.
Úrkoma var þennan mánuð
18% yfir meðallag á öllu land-
inu. Tiltölulega varð hún mest
á Akureyri, 270% yfir meðallag
(3% sinnum meðalúrkoma). —
jMesta mánaðarúrkoman var á
Fagurhólsmýri 303.7 mm. en,
mesta sólarhringsúrkoma á
Teigarhorni 60.4 mm. Loftvægi
var mjög lágt, 9.0 mm. fyrir
neðan meðallag á öllu landinu.
Aftur á móti var hiti 0.5° fyrir
ofan meðallag á öllu landinu og
var þó storma og vindasamt,
aðallega af norðri og norðaustri
og ollu þeir ýmsu tjóni, bæði
á sjó og landi. Snjólag var
talið 90% á öllu landinu. 5 ára
meðaltal 11 stöðva er 61% í
þessum mánuði, en var nú 88%.
Má á þvf sjá að snjóasamt hef-
ir verið, enda töldu 15 stöðv-
ar alhvítt allan mánuðinn. Var
mest snjódýpt mæld 127 cm.
á Hraunum í Fljótum. Fjellu
snjóflóð víða vestanlands, norð-
anlands og austanlands, og
gerðu sum þeirra talsvert tjón.
Þrumur voru tíðar á Suður-
landi, einkum seinni hluta mán-
aðarins og rosaljós sáust víða.
Sólskin í Reykjavik var að-
eins 9.2 klst. allan mánuðinn,
en með'altal 6 undanfarinna
ára er 14.8 klst. Sá til sólar 8
daga og lengst 2.4 klst. þann
9. janúar.
Sjávarhiti var nokkuð fyrir
ofan meðallag frá Austfjörðum
til Vestmannaeyja, en fyrir
Vesturlandi var hann 0.9° und-
ir meðallagi.
—■——■—
fr