Morgunblaðið - 16.07.1930, Side 4

Morgunblaðið - 16.07.1930, Side 4
4 MORGITNBLAÐIÐ Huglýslngadagbðk Vi&SdHt. Ýmislegt til útplöntunar í Hellu- »undi 6. Einnig plöntur í pottum. Glæný medisterpylsa, reykt- ar fiskpylsur og glænýtt fars. Fljótt sent heim. Fiskmetisgerð- in, Hverfisgötu 57, sími 2212. Glænýr smálax fæst í Kjöt og fiskmetisgerðinni, \ Grettis- götu 64, símil467. Viima. Stofustúlka. Þrifin og dugleg stúlka óskast strax til að ganga um beina og annara innanhús- starfa. Pensionatet i Ingólfshv. H ú s n æ 8 i Lítið herbergi með húsgögn- um óskast strax. Tilboð merkt ,,T. S.“ sendist A. S. I. Gerdnft frá Magnús Th. S. Blöndahl h. f. er viðurkent um alt land fyrir gæði. Reynið eitt brjef í dag. Maps 1 S. Biði lij. Vonarstræti 4 b. Sími 2358. í sandauðnum og heftir yfirvof- andi sandfok og landspjöll. Auðsjeð var á þessari litlu sýningu Gunnlaugs, að hann bar mikla umönnun í brjósti og álMjga fyrir starfi sínu. Það sá jeg þó enn betur síðar. Fyrir einum 25 árum sigldi Gunnlaugur til Danmerkur, og kyntist þar hefting sandfoks á vesturströnd Jótlands. Eitthvað lærjii hann víst — m. a. að hjer var um erfitt verk að ræða, úfin og mikil náttúruöfl að etja. En þegar heim kom sá hann, að til þess að viss von yrði um árangur af starfinu, þurftu menn fyrst að læra undirstöðu- atriðin í hinni stóru bók ís- lenskrar náttúru. Hann settist því á skólabekk í íslensku gróð- urríki, og hafði íslenska veðr- áttu sem sinn skólameistara. Og eigi leið á löngu uns Gunnlaugur hafði fundið sína aðferð til þess að hefta yfirvof- andi sandfok, að græða upp sandauðnir, sem voru uppblásn- ar í auðn. Menn töluðu um kraftaverk á því sviði, og bentu á sand- græðslu hans á Reykjum á Skeiðum, þar sem hann greip í taumana, er vaxandi sandgári beindist á þessa blómlegu bygð. Gunnlaugur kom þar „sá 04 sigraði“. Og margir aðrir komu að Reykjum, og fengu trú á verkum Gunnlaugs og dugnaði, og á því, sem hann hafði unnið. Skeiðasveitinni var bjargað. Eitt sinn kom jeg með Gunn- laugi austur að Gunnarsholti. Þá var nýafstaðinn norðaustan- stormur yfir Rangárvelli, er breytt hafði mörgum gróðurreit í sandauðn. Þetta var í byrjun túnasláttar. Sandkaflar voru umhverfis og í túninu í Gunn- arsholti. Bóndinn benti okkur á brekku skamt frá bænum, sem var upprifið flag. „Þetta var best sprottni bletturinn í túninu núna fyrir helgina“, sagði hann. Hann átti ekki von á, að þar kæmi nokkru sinni stingandi strá. — Jörðin var að leggjast í eyði. — Nú er Gunn- arsholt orðln einskonar miðstöð sandgræðslunnar. — Þar ríkir Gunnlaugur. Þar er nú hey- skapur svo mikill, að jörðin ber stórbú. Máltækið segir: „Alt grær, sem girt er.“ En þó það sje orðum aukið, þá er eitt víst, að alt grær, sem Gunnlaugur frið- ar, og heldur verndarhendi sinni yfir. Það verður vitnisburð- ur hans. Að því hefir hann keppt. Og þess vegna er hann meðal forystumanna í ræktun- arsögu landsins. V. St. Er Ainuödsen grafinn á Grænlandi? Um þessar mundir hefir mikið verið rætt í kanadiskum blöðum um hið hörmulega fráfall pól- farans mikla Roald Amundsen. Hafa í seinni tíð gengið miklar sögur meðal selveiðamanna og fiskimanna í Grænlandi um það að Amundsen hafi ekki farist strax eftir að flugvjelin bilaði, er hann notaði í leitina að flokki Nobile. Margir þessara veiðimanna, sem sumir voru persónulega vel kunnugir Amundsen hafa frá því fyrsta ekki kvikað frá þeirri skoðun sinni að Amundsen hafi bjargast á land á Grænlands- ^tröndu á flaki af flugvjelinni. Halda þeir því fram, að enda þótt hann hafi meiðst mikið í hörmungum þeim er hann þurfti að þola eftir að slysið henti hann, þá hafi hann þó lifað þær og ekki dáið fyr en um vorið 1929. Samkvæmt því ætti lík hans að vera grafið á norður- ströndu Grænlands. Orðrómur þessi barst til Nome í Alaska og varð þá uppi fótur og fit. Þar voru fjöldi að- dáenda Amundsens, sem strax og þeir heyrðu þetta, ákváðu að gera sitt ítrasta til þess að sanna eða afsanna þenna grun. Hafa verið sendir út margir leiðangrar til þess að leita að þessari ímynduðu gröf Amund- sen. Dagbók. Veðrið (þriðjudagskv. kl. 5) : Háþrýstisvæðið yfir Grænlandi hefir farið vaxandi í dag enda er allhvöss NA-átt úti fyrir Vest fjörðum og Norðurlandi. Yfir- leitt er N-læg átt um alt land nema um miðbik Suðurlandsins, þar sem slær fyrir hægri SA- átt. Hafa verið skúrir í dag á svæðinu frá Vestmannaeyjum og austur á Síðu, en annars þurt og bjart veður á Vestur- og SA landi. Fyrir norðan og austan er þokuloft og sumst. súld með ströndum fram, en þurt í inn- sveitum. Veðurútlit í' Rvík í dag: N- kaldi. Sennil. ljettskýjað. Útlit fyrir áframhaldandi N-átt næstu daga. — Polonia kom hingað snemma í gærmorgun. Fóru farþegarnir strax og þeir komu í land aust- ur að Þingvöllum. Var Matthías Þórðarson í för með þeim og sýndi þeim sögulegustu staðina þar. Hjelt hann stutta ræðu um sögu Alþingis og þjóðarinnar. — Ferðamennirnir komu aftur seinnipartinn í gær. I dag skoða þeir bæinn og ef veður leyfir munu Ármenningar glíma fyrir þá á Austurvelli kl. 3. Skipið fer í kvöld. Skemtun Slysavarnafjelags Is lands á Hótel Island í fyrra- kvöld varfjölsótt, enda var hún hin fjörugasta og fjölbreyttasta Ræður hjeldu Sveinn Björnsson, sendiherra og Guðm. Björnson Iandlæknir. Einsöng sungu Pjet ur Á Jónsson óperusöngvari, María Markan og Einar Mark- an; harmonikumennirnir Gellin og Borgström spiluðu og frú Brock Nielsen dansaði. Að lok- um var dans stiginn og dansað fram til kl. 2. — Var fólk á- gætlega ánægt með skemtunina. Atkvæðatölurnar við lands- kjörið verða birtar jafnóðum og kunnar verða milli þátta í leik- húsinu fimtudagskvöldið, en þá verður Fjalla-Eyvindur sýndur 1 15. og næstsíðasta sinn. Peder Möller spilar á föstu- dag í Gamla Bíó með aðstoð Emil Thoroddsen. Að sjálfsögðu lætur söngelskt fólk sig ekki vanta. Peder Möller er án efa einhver allra besti fiðluleikari sem hjer hefir komið, og að heyra hann spila Mendelssohns fiðlukonsert — sem mun vera á efnisskránni — er viðburður, sem seint gleymist. Peder Möll- er er sjerstæður listamaður, — hann þræðir ekki götur annara, og áreiðanlega mun engum leið- ast, sem á hann hlustar. Jafnvel þeir sem „ómúsíkalskir“ eru nefndir, geta orðið hrifnir af slíkri leikni og slíkum leik. P. Trúlofun sína opinberuðu ný- lega ungfrú Þóra Kolbeinsdótt- ir (Þorsteinssonar skipstjóra) og Magnús I. Gíslason; einnig ungfrú Vera Örholm frá Khöfn og Henry Eglin kökugerðarmað ur hjá Björnsbakaríi. Bjarnfríður Einarsdóttir ljós- móðir hefir símanúmer 93 (er rangt í símaskránni). Páll E. Ólason bankastjóri er nýkominn heim úr ferð um Vest ur-Skaftafellssýslu. Gunnar Guðmundsson frá Veðramóti lauk í fyrra mánuði Hominn heim Quðmundur Thóroddsen prófi í „Skiensfjordens mekan- iske Fagskole“ eftir tveggja ára nám í rafiðnfræði með góðri einkunn. Harfti kom hingað með Lyru ásamt frú sinni. L. P. Christensen, ritstjóri „Flensborg Avis“ í Suður-Jót- landi, var meðal farþega hing- að á „Polonia“ í gær. Fór hann til Þingvalla með ferðamanna- hópnum í gær og ljet hið besta af för sinni þangað. Hann hefir í hyggju að skrifa um landið og ferðina, þegar heim kemur. Um prófessorsembættið í sögu við háskólann hafa þessir sótt: Árni Pálsson bókavörður, Barði Guðmundsson, Guðbrandur Jóns son, Guðni Jónsson, Hallgrímur Hallgrimsson, Jón Dúason, Sig- urður Skúlason og Þorkell Jó- hannesson. Ákveðið er að hafa samkepnispróf um embættið. Morgunblaðið. Dagana sem hátíðin stóð á Þingvöllum, hafði Morgunblaðið þar tvö tjöld til afgreiðslu. Seldist svo mikið af blaðinu þar, að einn daginn varð að senda þrjár stórar sendingar af því frá Reykjavík og þangað austur. Og þótt prentað væri nær helmingi meira af blaðinu, heldur en vant er, seldist hvert einasta eintak. Síðan hátíðinni sleit hefir verið sífeld eftirspurn að blöðunum, sem komu út dag ana 25.—30. júnr. Menn vilja endilega eiga blöðin með frá- sögninni um hátíðina. Nú geta þeir eignast frásögnina því að hún er prentuð öll í „Isafold“ (4 blöð og Lesbók með mynd- unum frá hátíðinni) og fæst á afgreiðslunni. Jón Þorsteinsson íþróttakenn- ari frá Hofstöðum ætlar að taka sjer far með íslandi í kvöld. Er ferðinni heitið til Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs. Ætlar Jón að kynna sjer þar allar nýung- ar, sem þessar þjóðir hafa til- einkað sjer á sviði' íþrótta sein- ustu árin, og býst hann við að verða 2—3 mánuði í förinni. — Mullersskólinn verður því lokað ur í sumar, eins og undanfarin sumur. Flugið. I lendingu á Ólafs- firði í fyrrakvöld skemdist flot- holtið á Veiðibjöllunni og tekur nokkra daga að gera við það; viðgerðin fer fram á Akureyri. Að viðgerðinni lokinni verða sett loftskeytatæki á Veiðibjöll- una, og er Ottó B. Arnar ráð- inn loftskeytamaður yfir síldar- tímann. Meðan á viðgerð stend- ur mun Súlan leita að síld eftir því sem við verður komið. 80 ára varð 11. þ. m. Svein- björn Sveinsson í Sveinskoti á Álftanesi. Hann er enn hinn ern asti, heyjar tún sitt og rær á sjó þrátt fyrir hinn háa aldur sinn. Hann hefir alla tíð verið mikill sjómaður. Formensku byrjaði hann um tvítugt. Svein- björn er ennþá ungur í anda og kvikur á fæti og óskar marg ur kunnugur honum þess að hann megi svo lengi lifa. Látið Dr. Scholl’s sjerfræðing athuga fætur yðar ef þær eru ekki hraustar. Hann gerir það ókeypis. Hjnkrnnardeildiu Áusturstræti 16. Sími 60 og 1060. Nýir ávextir: Epli, Delicious Glóaldin, stór og sæt Grape fruit Gulaldin og Bjúgaldin — Soussa •ra bestu egypsku Oigsrsttaruur. 20 st. pakki á kr. 1.25. Vielareimar 09 Verkfæri nýkomið. Verslnn Vald. Poulsen Klapparstíg 29. Sími 24. Nýslátrað dilkakjöt. KLEIN, Baldursgötu 14. — Sími 73. BOIflenDÍ. Mjög smekklegt úrval tekið npp i gær. Sanngjarnt verð. Vöruhðsið. ■BHHgBHmmHmmmHm »í-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.