Morgunblaðið - 31.07.1930, Síða 2

Morgunblaðið - 31.07.1930, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ )) teimiHi & Olseini (( Með e.s. Gullfoss og e.s. Goðafoss höfum við fengið m. a.: Viktoríubaunir. Holl. smjörlíkið „Prima“. Grænsápuna góðfrægu. Ennfr. Maggisteninga og Maggiskjötkraft o. fl. Lifrarkæfu Vs kg. og lA kg. Bætiduft. Laudssýningia 1930. Mikið af ágætum hessianstriga, hentugur innan í hús eða í umbúðir, til sölu mjög ódýrt. Einnig mikið af trjáviðarrimlum »g nokkur íslensk flögg. Afgreitt í Mentaskólanum. Reiðhjólasmiðjan „Þór“ Hafnarstræti 4 (beint á móti Steindóri). Allar viðgerðir fljótt og vel afgreiddar. Alt tilhejrrandi reiðhjól- um. Ábyggileg viðskifti. Nýslátrað dilkakjöt er komið á markaðinn. Olatarbnðiu, Langavey 42. Sími 812. natarbnðiu, Hafnarstræti. Sími 211. Til Vestnr-islendlnga. Laugardaginn 2. ágúst heldur Alþingi kveðjuveislu fyrir Vestur-Islendinga á Hótel Borg kl. 6V2 e. h. Allir Vestur-lslend- ingar, sem hjer eru staddir, eru boðnir til veislunnar og beðnir að vitja boðskorta sinna í Landsspítalann. Útsalan i flarnasKálanua er að hætta. Viljum selja nokkra sekki kartöflur, sjerlega ódýrt, ennfremur stór borð (8 manna) á 5.75 stykkið, ásamt ýmsum öðrum varningi sem enn er óseldur. Jðn & Signrðnr í Barnaskðlannm. * f fjarveru mlnnl gegnir hr. Hjörtur Hansson störfum mínum við Slysavamafjelag fslands og er hann að hitta á skrifstofu fjelagsins kl. 3—4 dag- lega. Símar 1497 og 1361. Jðn E. Bergsveinsson. Brjefbera vantar Pósthúsið nú þegar. Þarf að vera kunnugur í Vesturbæn- um. — Umsækjendur snúi sjer til forstöðumanns póststofunnar <H? sýni vottorð um dugnað og ráðvendni. Kappreíðarnar f Flóanum. Á sunnudaginn fóru fram kappreiðar á nýjum skeiðvelli, sem Flóamenn hafa gert á Hestaþingflöt í Hróarsholtsklett um. Skeiðvöllurinn er að vísu ekki alveg fullgerður enn (er ekki nema 280 metra langur), en honum er ágætlega fyrir komið. Er hann í laut 0g grasi- grónar brekkur báðum megin við hann, þar sem áhorfendur eru, og getur hver maður glögg- lega sjeð hvert hlaup frá upp- hafi til enda. 24 hestar voru reyndir þarna: 11 fullorðnir stökkhestar, 7 fol- ar og 6 skeiðhestar. Dómnefnd skipuðu Eggert Benediktsson í Laugardælum, Tómas Guðbrandsson fiá Skálm holti og Sigurður Gíslason lög- regluþjónn í Reykjavík. Úrslitin urðu þau, að af full- orðnu stökkhestunum sigraði „Lýsingur“ Bjarna Guðbrands- sonar að Læk í Flóa og fekk 1. verðlaun. 2. verðlaun fekk „Bleikur" Gísla á Haugi (sá sem fekk 5. verðlaun á kappreiðunum Bolabási) og 3. verðlaun fekk „Sleipnir“ Jóns Gíslasonar í Brandshúsum. 1 folahlaupinu sigraði „Óspak ur“ Jóns í Hraunsgerði á 19.1 sek., önnur verðlaun fekk ,ögn‘ Árna Tómassonar í Bræðra- tungu (19.9 sek.) og þriðju verðlaun fekk ,Mósi‘ Andrjesar í Syðri-Gróf (20.1 sek.). Hlaupvöllurinn var 250 metr- ar, og er þetta ágætur tími hjá folunum. Skeiðið fór þannig að þrír hestar lágu, en hinir hlupu upp. Enginn hestur náði bó þeim tíma að hann fengi 1. verðiaun. en 2. verðlaun fekk ,,Hringur“ Bjarna Eggertssonar í Laugar- dælum (25.1 sek.). Hvorugur hinna náði því að fá 3. verð- laun. Um 300 manns kom til þess að horfa á kappreiðarnar og skemtu menn sjer hið besta, enda var veður hið ákjósanleg- asta og staðurinn sem sagt hinn skemtilegasti. Fóru kappreið- arnar og vel fram. Orænmetistorg. Á morgun gerist sú nýjung, að tilraun verður gerð með sölu á grænmeti á torgi, svo sem aug- lýst er hjer í blaðinu. Seld verða rauðaWin, gúrkur, næpur, hreðkur, blómkál o. fl., alt glænýtt frá Reykjum í Mos- fellssveit. — Eins og mörgum er kunnugt, hefir Bjarni Ásgeirsson alþm. aukið mjög grænmetisrækt sína, sett upp tvö ný geisistór vermi- hús fyrir rauðaldin og gúrkur, og er nú þegar allmikið af þess- um ávöxtum fullþroskað. Menn munu undrast hvað verð ið á þessum ágætu ávöxtum er lágt, 0g að sjálfsögðu munu menn fjölmenna niður að Iðnó á morgun til þess að gera þar góð kaup. Oilreiðaferðif um helgina: Að enllfossi um Þrastalund iaugardag og sunnudag kl. 8 árd. I ÞJórsárdal / laugardag og sunnudag kl. 8 árd. ( Borgarnes um Þingvöll, Kaldadal, Reykholtsdal o. fl. staði, sem vert er að sjá ,kl. 8 síðd. á föstudagskvöld. Fargjald verður kr. 20.00 fyrir sætið alla ferðina, fram og aftur. Vðiubílastöð Reyklavíkur slmi 971. Vörubdastöð ísiands, sfmi 970. Engin vandræði með eftirmatinn ýLády” Niðursoðnir ávextir handa vandfýsnu fólki. Þeíssir ávextir eru lesnir af trjánum þegar þeir standa í fullum blóma og soðnir niður í tæru syk- ur sýrópi. Aðeins gómsætustu úrvals ávextir eru seldir undir nafninu „My Lady“, „My Lady“ á- vextir eru alla daga ágætir og einmitt hinn rjetti hlutur á rjettum tíma £ gesta boðum og á glað- værum fundum góðra vina. 22 ljúffengar tegundir: Aldinsalat, Loganber, Brómber. Ferskjur. Per- ur, Apríkósur, Stikilber, Dverg- nlómur, Jarðarber, Victoríuplómur, Purpuraplómur, Gullplómur, Him- ber, Drottningarber, Kirsiber, An- anasteningar, Sneiddar Ferskjur, Ananas i neilu lagi, Grape Fruit, Sneitt Havia Ananas, Ribsber o. fl. AN’OUS WATSON H CO.. UMITHD. I.O.NT>'-N ANl) X’AVCASTLK UPON TVNK, ItN’GLAND X. 4128. Alvmnnley sisskýr slnr. Samkvæmt lögum um atvinnuleysisskýrslur fer fram skrán- ing atvinnulausra sjómanna, verkamanna, verkakv^nna, iðnað- armanna og kvenna í Reykjavík 1. dag ágústmánaðar. Fer skráningin fram í Verkamannaskýlinu við Tryggvagötu frá kl. 9 árdegis þann dag til kl. 19 að kvöldi. Þeir, sem láta skrásetja sig, eru beðnir að vera viðbúnir að svara því, hve marga daga þeir hafi verið óvinnufærir á sama tímabili vegna sjúkdóms, hvar þeir hafi haft síðast vinnu, hvenær þeir hafi hætt vinnu og af hvaða ástæðum. Ennfremur verður spurt um aldur, hjúskaparstjett, ómagafjölda og um það í hvaða verkalýðsfjelagi menn sjeu. Borgarstjórinn í Reykjavík, 30. júlí 1930. Gnðm. Ásbjörnsson settur. gS ~~ I 'I. Fasieign tn sfiio. Fasteignin nr. 19 við Laufásveg í Reykjavík er til sölu. Er það ágætis byggingarlóð, 892 fermetrar að stærð, og á lóð- inni er reistur steinsteyptur kjallari, 20,15x10,65 metrar að stærð og 3,1 mtr. að hæð. Teikningar að fyrirhugaðri stórbygg- ingu á lóð þessari geta fylgt með í kaupunum. Um kaup á eign þessari ber að semja við Stefán lóh. Stefðnsson s Asgelr Ouímundsson hæstarjettarmála-fl.mann. cand. jur. Austurstræti 1. Sími 1277.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.