Morgunblaðið - 03.08.1930, Page 6

Morgunblaðið - 03.08.1930, Page 6
6 MORGUNBLAÖIÐ Þá er að minnast á það, sem jeg er ekki sammála L. G. um. Jeg lít svo á, að hann geri fjelagsmönnum Guðspekifjel. alt of mikinn heiður með þvf, að þakka þeim heimsfrægð Krishnamurti. Hann hefir sjálf- ur unnið sjer heimsfrægð. Fyrst með bókinni „Við fótskör meist- arans“, sem hann skrifaði 12 ára gamall, seinna með ræðum sínum, kvæðum og ritum. En nú má segja, að Krm. hefði ekki komið þessu á fram- færi, nema með aðstoð þeirra manna, sem með honum hafa •starfað. Þar til er því að svara, að það hafa Stjörnufjelagsmenn gert — ekki guðspekifjelagar, sem slíkir. Guðspekifjelagið hef ir ekkert verið riðið við undir- búning undir komu heimsfræð- ara, þó þeim tveim fjelögum hafi verið blandað saman í hug- um almennings. Ludvig Guðmundsson segir í fymefndri grein, að „guðspek- ingarnir“ hafi fullyrt, „að þeim væri kunn sú kenning, sem Krishnamurti mundi flytja, þeg- ar heimsfræðarinn tæki sjer bú- stað í honum eða talaði „fyrir munn hans“ — að honum hafi verið „fyrirhi^gað" að flytja vissar kenningar — að þeir hafi átt að búast við, að mannkynið mundi með „auðveldu móti og fyrirhafnarlítið“ öðlast andlega leiðsögu og — að kenning lians væri fyrirfram á margra vitorði. Jeg lít svo á, sð hjer sje ekki farið meo fjeit mál og iriun j -g irí skýra þáð nánar. Fyrst er að athuga hva-5 L. G. meinar með „guðspekifjelag- ainir“ — eru það einstakii fje- Ligsmenn. oða fjelaganienn í lieild sinni — eða á hann við, •að guðspeKin kenni þétta? Vil jeg þá benda á, að guð- speki er eitt og guðspekifje- lagið annað. — Og ennfremur kemur það til greina, að ein- stakir fjelagsmenn eru menn og konur, sem eru alfrjáls að því, hvaða skoðanir þeir hafa á öllum málum, hvaða mál þeir styðja, fyrir hvað þeir starfa. Alment mun litið svo á, utan guðspe^íifjelagsins, að þeir sem ! það ganga þurfi að játa ein- hverja trú, sem nefnd er guð- speki. En svo er ekki. Einn af hyrningarsteinum fjelagsins er hugsanafrelsi. í fjelaginu eru menn með ýmsar lífsskoðanir og af flestum trúarbrögðum heims. Þetta er svo nýstárlegt um fje- lag, sem fæst við andleg mál, að menn skilja það ekki. Menn koma því ekki í höfuðið um slíkt fjelag, að það geti sam- einað menn um annað en trúar- játningu. Þess vegna þurfa for- ingjar þess sí og æ að vera að berjast við þá grýlu, sem rang- ar hugmyndir almennings hafa búið til úr fjelaginu — að það sje trúarfjelag. Guðspeki er í senn heimspeki og' lífsspeki. Þ. e. tilgáta — teoría — um fyrirkomulag al- heimsins og siðfræðikenningar, sem leiða af þeirri heimsskoðun. Menn eru hvattir til að stunda guðspekinám — eins og menn Á háskóla studera heimspeki. Það sem menn læra af guð- spekináminu er mjög mismun- andi. Sumir sannfærast um, at til sje líf eftir dauðann og látr þar við sitja. Einkum erguðspeki lykill að öllum trúarbrögðum — þeir sjá í þeim sömu upp- sprettuna, sem gefur þeim öll- um líf, þó form þeirra sje ólíkt, eftir þörfum kynslóðanna, ólík- um aldarhætti og aðstöðu. — öðrum kennir hún, að allir við- burðir sje háðir vissum lögmál- um, að fullkomið rjettlæti stjórni í veröldinni. Til eru og þeir guðspekingar, sem hafa lært að sjá opinberun á lífi guðs í allri náttúrunni. Svo mætti lengi telja. Það sem menn fá út úr guðspekináminu er al- gerlega undir því komið, að hverju þeir leita — hvað menn þrá. Þó hugsa jeg, að það sje einna algengast, að þegar menn hafa áttað sig á heimsmynd- inni, sem gu,ðspekin bregður upp, fari þeir að þrá það eitt, að taka framförum — þá fara þeir að hagnýta sjer lífsspek- ina. Fjelagið er samtök þeirra manna, sem vilja leita víðtækari þekkingar um andleg mál, en alment stendur til boða, og sem vilja stuðla að því, að sú þekk- ing fái breiðst «betur út. Margir guðspekinemendur hafa tekið þá stefnu í leit sinni að meiri þekkingu, að leggja stund á æfiforna vísindagrein, austur- lenska, sem nefnd er Yoga-fræði. Er það erfitt nám öllum þorra manna, því það útheimtir, að allir kraftar mannsins, andlegir og líkamlegir, sjeu þjálfaðir með vissum hætti. En árangur þess er glæsilegur — aukið svið skynj ana og krafta, sem í daglegu tali er nefnt dularreynsla. — Margir líta svo á, að guðspeki og þessar iðkanir, sem leiða af sjer dularreynslu, sje eitt og hið sama, því þær hafa borist til Vesturlanda með guðspekinem- endum. Það er auðvitað langt frá, að svo sje. En þeir, sem stundað hafa þessi vísindi árum og áratugum saman, hafa fært út svið skynjana sinna, og geta því veitt af fróðleik sínum þeim, sem lítið hafa stundað námið. Dr. Annie Besant er þar fremst í flokki. Ef hún hefði verið uppi á dögum gamla-testa- mentisins, hefði hún verið nefnd ein af stærri spámönnunum. — Öllum þorra manna er nú orð- ið kunnugt um spádóm hennar um komu heimsfræðara. Eru margir nú orðnir alsannfærðir um, að sá spádómur hafi ræst. Samkvæmt skoðanafrelsi ein- stakra manna í Guðspekifjelag- inu og þeim rjetti, sem þeir hafa til að láta þær í ljós, bæði inn- an fjelags og utan þess, gat Dr. A. Besant látið þessa vitneskju sína uppi, án þess að það vær, á nokkurn hátt bindandi fyrir aðra fjelagsmenn. Enda gjörði hún það með þeim fyrirvara, að hún ein bæri ábyrgð á þeim orð- um sínum. Fjelaginu, sem slíku, kom þessi spádómur ekkert við. Árið 1911 stofnaði hún og nokkrir meðstarfendur hennar Stjörnufjelagið. og var það frá upphafi vega sinna algjörlega aðskilið frá Guðspekifjelaginu, þó margir guðspekingar hafi gengið í það, bæði fyr og síðar. En því er nú svo varið, að mönnum hættir til að rugla sam- an mönnum og málefnum, fje- lögum og einstaklingum, stefn- um og persónulegum skoðunum, og því fór það svo, að Dr. B. varð fyrir árásum af hálfu fje- lagsmanna, sem óttuðust, að hún vildi bendla. fjelagið við þennan spádóm sinn. Varð það til ]æss, að ein deild fjelagsins — sú þýska, undir forstöðu Dr. Ru- dolf Steiner — klofnaði frá að- alfjelaginu, og enn í dag eru þeir allmargir innan fjelagsins, víða í löndum, sem ekki vilja veita viðtöku þessum boðskap Dr. Besant. Varð hún t. d. fyrir árásum á ársfundi ensku deild- arinnar, út af þessu máli, árið 1926, þar sem jeg var viðstödd. Varði hún sig með því, að sjer væri jafn heimilt, að láta uppi sannfæringu sína og öðrum fje- lagsmönnum, þó hún væri for- seti fjelagsins — enda væru sín- ar skoðanir ekki bindandi fyrir neinn annan. Það er því Dr. Annie Besant, sem ber ábyrgð á spádómum við- víkjandi komu heimsfræðara, en hvorki Guðspekifjelagið nje fje- lagsmenn í heild sinni. Það er því síður ástæða til að bendla heimsfræðarann við Guðspeki- fjelagið nú, sem hann hefir sjálf ur beiðst undan að svo væri gjört Hvað það snertir, að búist hafi verið við ákveðnum kenn- ingum er heimsfræðarinn mundi flytja, af fjelagsmönnum yfir- leitt,, hlýtur að liggja einhver misskilningur þar til grundvall- ar. Öll þau ár, sem jeg var með- limur Stjömufjelagsins, heyrði jeg iðulega varað við, að mynda sjer ákveðnar skoðanir um það, livaða kenningar hann mundi flytja, þegar hann kæmi. Aðal- starf fjelagsmanna átti að vera að undirbúa hug og hjörtu — halda hugunum opnum og for- dómalausum, svo þeir yrðu fær- ir um að sjá og viðurkenna mik- illeika hjá öðrum mönnum. í ræðu, sem Dr. Besant hjelt á fundi Stjörnufjelagsins í Om- men sumarið 1925, kemst hún ef til vill næst því, af því sem jeg hefi eftir hana sjeð, að gefa í skyn hverskonar boðskap fræð- arinn muni flytja, og þó öllu heldur, hverjar afleiðingar hans verði. Af öllum merkilegum ræð- um, sem sú merka kona hefir flutt, er sú ræða að líkindum sú merkilegasta, og hefir hún nú í meira en 50 ár unnið að heill mannkynsins á ýmsum sviðum og fyrir löngu hlotið viðurkenn- ingu bestu manna og heims- frægð að launum. Ræða sú er prentuð í septemberhefti tímarits ins „Herold of the Star“ — og vildi jeg ráðleggja mönnum að lesa þá grein með eftirtekt og íhygli — ekki hlaupa yfir hana á hundavaði. Þar segir hún m. a., að afleið- ing af komu heimsfræðarans muni verða sú, að ný trúarbrögð muni myndast — .en það eru venjulega fylgjendur trúarleið- toganna sem mynda þau, að þeim látnum. Kjarníi þeirrar trúar verði sá, að öll trúarbrögð sjeu af sömu rót runnin, því einn sje faðir allra. „Þetta verð- ur alþjóð ljóst og ólíkar þjóðir munu dýrka Guð sinn hlið við hlið og finna til þess, að þeir til- biðja ekki einungis sinn Guð, heldur eru þær einnig þjónar hins eina frelsara mannkynsins. Þegar menn reyna að gjöra sjer þetta í hugarlund, þá er það dýrðleg hugsun. Það fer í gegn- um hverja taug og fyllir sálina hrifningu. En vera má, að það snerti mig meira en aðra, vegna þess, að jeg hefi árum saman leitast við að fá menn til að skilja, að sömu megin kenning- arnar eru í öllum trúarbrögðum — það er aðeins formið, sem er ólíkt, vegna þess, að þjóðirnar eru ólíkar sem njóta þeirra“. Þá sagði hún einnig frá því, að hún væri vitni að því, að þrjár stofnanir, sem þá höfðu starfað um nokkur ár, hefðu „hlotið blessun Meistarans". — Var það í fyrsta lagi: Ný endur- bætt kristin kirkja, sem tekin var til starfa þá fyrir nálægt því tíu árum, að tilhlutan merkra guðspekifjelaga — án þess að hún væri í nokkru sambandi við fjelagið. Annað var grein af hinni fornu frímúrarareglu, sem leyfir konum aðgang. Hið þriðja var uppeldisstarf guðspekifje- laga. Guðspekifjelagar hafa frá upphafi vega sinna gefið sig mikið að uppeldismálum og um- bótum á þeim, eins og sjá má af skólastarfsemi þeirra vísveg- ar um heim. Dr. B. boðaði nú, að hún sæi í framtíðinni mikinn háskóla rísa upp fyrir starf guð- spekifjelaga, með deildum í ýms- um álfum heims. Þjóðverjar hafa kepst um að sýna þjóð vorri á þessu merkis- ári allan þann sóma, ér þeim hefir verið unt. Auk hinnar mjög kærkomnu gjafar, er full- trúar Þjóðverja færðu stjórn- inni á alþingishátíðinni (full- komin tæki til vísindalegra rannsókna í þágu atvinnuveg- anna), hafa þýskir rithöfundar og blaðamenn víðfrægt íslenska menning. Þýskir vísindamenn hafa nýlega gefið út stórmerkt rit Deutsche Islandforschung 1930 í tveim bindum og er rit þetta gefið út af Slésvík-Hol- steinska háskólafjelaginu, en í því eru ritgerðir eftir 24 vís- inda- og fræðimenn, um íslenska og germanska menning og um náttúru Islands. Verður nánar sagt frá riti þessu síðar. 'Þá hefir norrænudeild háskólans í Greifswald gefið út sjer^takt hefti af Nordische Rundschau. Afleiðingin af þessum boð- skap hennar var sá, að margir af þeim, sem þarna voru viðstadd- ir, og seinna fleiri, fóru að starfa af meiri áhuga en áður fyrir þessar stofnanir, og varð um tíma mikið aðstreymi að þeim, að sínu Ieyti eins og menn höfðu áður gengið í Stjörnufje- lagið fyrir hennar áhrif. Þó margítrekaði Dr. Besant við menn, að taka ekki orð sín trú- anleg að vanhugsuðu máli. „Þið verðið að skilja, að engin nauð- ung knýr ykkur til að taka þátt í því starfi, sem við vinnum. — Það er ykkar eigin að dæma um hvort þið finnið hjá ykkur köll- un til þess. —Bendingar mínar geta orðið ykkur til hjálpar, ef þið takið þær í rjettum anda, en ekki sem valdboð. Síst af öllu vildum vjer gjöra oss seka í slíku“. Dr. Besant hamrar sí og æ á því, að menn eigi að vera sjálfstæðir í hugsun — ekki lúta andlegum yfirráðum. — Hvergi hefir það, mjer vitan- lega, verið sagt, að heimsfræðar- inn mundi gjöra þessar stofnan- ir að vígi fyrir kenningar sín- ar, eins og ýmsir virðast hafa skilið það. Um þennan spádóm frú Besant gildir hið sama og hinn fyrri um komu heimsfræð- ara: Hún ein ber ábyrgð á orð- um sínum. Hún hefir fult skoð- ana- og athafnafrelsi, þrátt fyrir fjelagið, sem hún veitir forstöðu. Og fjelagmenn eru sjálfir — hver einstakur — einu dómar- arnir um það, hvers þeir meta orð hennar. Sá dómur fellur vitanlega eft- ir því, hvort menn viðurkenna tilveru ósýnilegs heims. Dr. Be- sant er fyrst og fremst „Mysti- ker“, líkt og dultrúarmenn mið- aldanna eða spámenn fornaldar- innar. En hún er líka hetja, sem tekið hefir á sig aðkast, aðhlát- ur og lítilsvirðingu fjöldans, til þess að verja Meistarann — til þess að örfarnar sem að drífa, megi lenda á henni, en hann ganga ósár úr bardaganum. 30. júní 1930. Kristín Matthíasson. sem er tileinkað íslcnding- um og afhenti prófessor Magon, forstöðumaður norrænudeildar- innnar í Greifswald, forsætis- ráðherra rit þetta fyrir nokkr- um dögum. Islandsvinafjelagið gaf út þykt hefti af „Mitteilung- en der Islandfreunde" í tilefni af hátíðinni. Buchheim blaða- maður í Berlín samdi sjerstaka ferðabók með myndum og loks hefir urmull birst af blaðagrein- um í Þýskalandi og í Austur- ríki um Alþingishátíðina og ís- lenska menning. Islandshátíð hefir einnig verið haldin bæði í Liibeck og Hamborg. Loks hefir verið komið á tveim myndar- legum sýningum í Hamborg, og Vín#, og skal hjer sagt nokkru gjör frá þeim. * Háskólabókasafnið í Köln mun einnig hafa haft sýningu á íslenskum ritum. ---—-— Islenskar sýningar í Hambnrg og Vin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.