Morgunblaðið - 03.08.1930, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.08.1930, Blaðsíða 8
8 MORGl' N BLAOIR m^nn Hakkila. Hann var þá á leiþ til sumarbústaðar síns ná- íægt Tammerfors. Hakkila 6k þaiigað í vagni með hesti fyrir. Á íeiðinni mætti hann bíl, bíll- inn nam staðar, nokkrir menn stigu út úr bílnum og skipuðu Hakkila að setjast í bílinn. — Menn þessir voru Lappómenn. Hakkila hlýddi skipun þeirra, og þ^r óku burt með hann. — öiýimaður Hakkila flýtti sjer nu heim til sumarbústaðarins og skýrði konu Hakkila frá því, se*n gerst hafði. Hún reyndi stryc að síma til lögreglunnar, en^jað kom þá í ljós, að síminn hafðí verið kliptur í sundur. Ránið vakti feikna mikla eft- irtejct alstaðar í Finnlandi. Var strax haldinn ráðherrafundur út aT ráninu. — Hakkila talaði fyrif hönd sósíalista á móti vórifdarfrv., }>egar það var ný- leg» til umr. í þinginu. Er það aennilega orsökin til þess. að Lappómenn rændu honum. En Lappómenn ljetu Hakkila lausan strax daginn eftir að hon- um yar rænt. Hakkila er nú kom ifin heim til Tammerfors og hef- ir géfið blaðamönnum eftirfar- andi upplýsingar: Lappómenn óku með Hakkila til Lappó. Þeir staðnæmdust þar viö byggingu, þar sem Lappó- méífn hafa aðsetur sitt. Hakkila vaijð að bíða þar í 3 stundar- fjÖÖSunga. Hann álítur að þar hafa verið ákveðið, hvað gera ekyldi við hann. — Lappó- menn óku svo aftur af stað með ha?En. Þeir voru mjög hrottaleg- ár f allri framkomu og börðu Hakkila með bareflum. Þeir óku meíj hann inn í stóran skóg, stigti þar út úr bílnum og til- kyfftu Hakkila, að búið væri að dæigá hann til dauða, og nú ætti að %ka hann þarna af lífi. Blaðamenn spurðu Hakkila, hvoft ekki væri hugsanlegt, að Lappómenn hefðu gert þetta til þes^ að hræða hann. En Hakkila áleit að Lappómönnum hafi ver- ið ijull alvara. Hann kvaðst hafa mófcnælt þessu atferli og talað lengi við þá, bæði í gamni og alvöjru. Að lokum sögðu Lappó- menn, að þeir hefðu ef til vill fenglð rangar upplýsingar um Hakkila og ljetu hann lausan. En hann varð að lofa Lappó- mörinum, að segja engum frá því, er gerst hafði. Hakkila fór til læknis, strax þeg^j* hann kom heim til Tamm- erföjfs, og fjekk hann læknis- votíprð þess efnis, að hann hafi verið illa leikinn, bólginn í and- liti, stór sár á mjöðmum og hanTHeggjum. — Þannig er frá- sögn Hakkila. En Lappómenn hafa ekkert látið frá sjer heyra. Lögfeglan leitar nú að þeim Lapþómönnum, er rændu Hak- kila. Foringjar Lappómanna virð- aat ekki hafa vitáð neitt um ránijj, fyr en eftir á. Þeir halda fund á næstu dögum, til þess að ræða um það, hvernig verði kom ið í veg fyrir svipaðar athafnir frarþvegis. Mönnum dylst það ekki, að slíkar athafnir geta valcÚð alvarlegum æsingum og stofpað friðnum í landinu í hiná mestu hættu. Rússneska stjórnin hefir sent finsku stjórninni harðorð mót- mæli út af því að Lappómenn hafa flutt finska kommúnista til Rússlands. Rússneska stjórn- in heimtar, að hlutaðeigandi mönnum verði refsað. Kröfur Rússa gera ástandið í Finnlandi ennþá alvarlegra en áður. Khöfn, í júlí 1930. P. ——------------- Saltfiskverslnniii. í Morgunblaðinu í gær er grein með þessari yfirskrift, sem er svar við grein minni 4. júní frá forseta Fiskifjelagsins Kr. Bergssyni, sem jeg finn mig knúðan til að svara nokkrum orðum. Skýrslugerðin. Mjer þykir leitt, að svo virð- ist sem forsetanum hafi fundist jeg vera að gera árás á skýrslu- söfnun Fiskifjelagsins, og jafn- vel „vekja tortryggni gagnvart þessari skýrslugerð", en það er mesti misskilningur; er alls ekki hægt að Iesa það út úr grein minni, og mjer er Ijúft að viður kenna að Fiskifjelagið hefir lagt mikið í sölumar til að koma skýrslugerðinni í sem best lag, enda á síðustu árum orðið mjög mikíð ágengt, og það ótrú- lega mikið, þegar athugað er, að þetta verk er hjer af ýmsum orsökum mjög erfitt, sjer í lagi þegar athugað er, að skýrslu- gerð þessi er hjer svo að segja nýtt mál svo sem margt annað og erfitt að koma mönnum í skilning um að skýrslur skapi verðmæti. Ef því, út úr grein minni er hægt að draga nokkra árás, nema þá á okkar eigin áhuga- og samtakaleysi, þá var þeirri árás stefnt til þeirra einstak- Iinga sem gefa upp aflann til Fiskifjelagsins, og skýrslugerð- in þannig grundvallast á; en ekki til Fiskifjelagsins, sem eins og jeg hefi tekið fram, hefir Ieyst sitt hlutVerk betur af hendi en búast mátti við. iJeg var því að leggja Fiski- fjelaginu lið, gagnvart skýrslu- gerðinni, en ekki hið gagnstæða með því að brýna fyrir mönnum að gefa þessar skýrslur sem hugsandi menn, um efni sem komi þeim mjög við, og geti, að minsta kosti ef kastað er til þess höndunum, jafnvel bein- línis gert skaða í verðlagi afurð anna. Dæmið sem jeg tók er al- veg rjett, þar var auglýst of mikið (um 25%) en ekki of lítið, en benti á að hvorttveggja gæti gert skaða. Jeg held því, að þetta sje ekki nema rjett- mæt árás, stefnt í rjetta átt, ef árás má kallast. Upplýsingastöð. Jeg veit vel, að Fiskifjelagið vill eftir mætti vera upplýsinga- stöð ;en eins og forsetinn drepur á síðar í greininni, skortir það enn eitt og annað til að geta verið það fullkomlega, enda finst mjer, að á meðan Fiski- fjelagið getur ekki veitt al- hliða upplýsingar um flest snert andi fiskveiðar, frá því farið er á mið og þar til fiskurinn er seldur sem markaðshæf vara, ef svo djúpt mætti taka í ár- inni, þá býst jeg við, að for- setinn sje mjer sammála um, að upplýsingar um verð og sölu- horfur á hverjum tíma og magn í neytslulöndunum, eigi mikið frekar heima hjá því allsherjar sölusamlagi, sem við erum báðir ásáttir um, að þurfi að koma á sem fyrst með framleiðendum. Af líkum má ráða, að slíkar upplýsingar væru nákvæmari, og hægara að veita þær, og koma þeim út til allra hlutað- eigenda í gegnum slíkan hags- munafjelagsskap, heldur en frá Fiskifjelaginu sem hefir of lí't- inn blaðakost, oflítið fje, eða gegnum hálfdauðar deildir, sem í fáu sjá eða skilja sitt hlut- verk. Hinsvegar er forsetanum kunnugt um, að jeg hefi í mörgu falli skoðað Fiskifjelagið upplýsingastöð, þó menn geri það ekki nógu alment, sem marka má, af því er hann sagði við mig einhvemtíma. Að jeg væri einri af þeim fáu, sem oft spyrðist fyrir um ýmsar skýrsl- ur, t. d. um magn og verð á lýsi í Noregi. Og jeg á enga heit- ari ósk til handa Fiskifjelaginu, en að það geti orðið sem fyrst, allíliða upplýsingástöð um alt sem varðar vöxt og viðgang fiskveiða vorra. Og einmitt með það fyrir augum, taldi jeg á fiskiþingi í vetur, stórt spor stigið í þessa átt, með ráðningu vjelfræðings og fiskifræðings í þjónustu fjelagsins. Nauðsyn samlagsins. Fyrir utan nauðsyn samlags- ins sem sölusamlags, lagði jeg engu minni áherslu á nauðsyn þess, til að koma á á næstunni í tilraunum með sölu á ferskum fiski, sem fiskverslun vor, í langri framtíð hlýtur að byggj- ast á, að mestu leyti. En af tveim orsökum lagði jeg áherslu á þetta atriði. 1. Af því, að hjer er slíkt í fyrstu byrjun, og því mikið og erfitt verkefni fyrir höndum, sem best var að allir ynnu þannig sameiginlega að. 2. Að jeg ótta^ist, að oflítið yrði gert í þessu þýðingarmikla máli, þangað til að öll sund væru lokuð — eða um of Iokuð — með sölu á saltfiski, því ef hugsunarlaust væri sofið þang- að til, kveið jeg byltingu, sem altaf er til bölvunar, í það minsta í bráð ef ekki í lengd. Þess vegna vildi jeg óska, að við værum hinir hyggnu rnenn og notuðum tímann vel, til að komast að raun um, kosti og galla sölu nýs fiskjar, og nota þá möguleika sem á því sviði kunna a ð skapast, jöfnum höndum við saltfiskssöluna sem smátt og smátt hlýtur að þrengjast, með aukinni framleiðslu, en þó engu síður með sívaxandi kröfum fólksins um að eta nýjan mat. Síðan jeg skrifaði grein mí'na hefir h.f. Kveldúlfur gert til- raun með sölu á freðnum fiski, sem eftir því ,sem jeg best veit hefir tekist vonum framar, þrátt fyrir mikla örðugleika eins og mig grunaði. Síðan hefir og Ricli. Thors skrifað grein um' þetta efni. Hann er málinu manna kunnugastur, enda dreg- ur hann ekki dul á, að þetta verði að vera framtíðarúrlausn- in. Og þar sem þetta er svo stórt og mikilsvert mál, snert- andi alla fiskframleiðendur þessa lands, þá fanst mjer ó- maksins vert að benda mönnum á, að fleiri þyrftu að vera vak- andi en „Kveldúlfur“ einn, þó vjer ef til vill hugsum sem svo, að hann sje ekki ofgóður að ganga í vatnið fyrir okkur. Með skírskotun til niðurlags forsetans, um að halda máli þessu vakandi; þá skal jeg reyna það svo lengi sem jeg hefi einhvern að „jagast“ við, það er að segja, svo lengi sem jeg heyri bergmál, sem aftur gæfi mjer til kynna, að enn þá sjeu ekki allir klæ.ddir þeirri brynju sem ekkert vopn bítur á: „Hvað kemur það mjer við?“ Akranesi 10. júlí 1930. Ól. B. Björnsson. EfUrllt með raforknTeitnm. FB., 29. júlí. Atvinnumálaráðherra hefir þv 18. júní sett bráðabirgðareglu- gerð um eftirlit með raforku- virkjun og er samkvæmt henni skylt að tilkynna atvinnumála- ráðuneytinu öll raforkuver og raforkuveitur, sem framleiða og flytja raforku með hærri spennu en 20 voltum til heimil- isþarfa, iðnaðar og annarar notkunar. — Um tilkynningar- skyldu segir nánar í 4., 6. og 7. grein: 4. grein. (Um samveitur). Sá, sem hefir forstöðu eða fram- kvæmdarstjórn raforkuvers og rafveitu skal tilkynna þau sam- kv. 1. gr., en eigandi eða eig- endur bera ábyrgð á, að tilkynt sje. 6. grein. (Um einkastöðvar). Nú kemur einstakur maður eða einstakir menn sjer upp raf- orkuveri og raforkuvirkjum og nota innan takmarka húseigna sinna og jarðeigna, og skal þá ’þeim raforkuvirkjara, sem á- byrgð hefir og yfirumsjón með uppsetningu þeirra, skylt að til- kynna þau samkvæmt 1. grein jafnskjótt og þau eru fullgerð eða tekin í notkun. " 7. grein. Raforkuver og raf- orkuvirki, sem ræðir um í 6. gr. og til eru þegar reglugerð þessi gengur í gildi, skal eig- andi eða eigendur þeirra til- kynna samkv. 1. grein. Sektir alt að þúsund krónum liggja við broti á reglugerðinni. Samkvæmt aug.l. í Lögbirt- ingablaðinu hefir atvinnumála- ráðuneytið jafnframt falið Ja- kobi Gíslasyni verkfræðing, Þingholtsstræti 28, eftirlit með raforkuvirkjum um land alt. — Tilkynningar um raforkuver og veitur ber að senda til hans, og fást hjá honum eyðublöð undir þær. ----------------- EGGERT CLAESSEN hatstarj ettarmálaflutningsmaðux. Skrifstofa: Hafnarstræti 5. Sími 871. Viðtalstími 10—12 t 1L Sportföt. Sportpeysur. Sportsokkar. Nýkomið mikið og gott úrvaL- Verslnninni Vík. Laugav. 52. — Sími 1485 ÓdDrar vOrufí Matskeiðar, alpakka 0.75 Gafflar, alpakka 0.75 Teskeiðar, alpakka 0.35 Hnífapör, parið 0.75 Matardiskar dj og gr. 0.50 Bollapör, postulíns 0.65 Barnadiskar með mynd. 0.65 Vatnsglös frá 0.75 Blómavasar frá 0.75 Öskubakkar frá 0.35 Pottar, alum., in. litir 1.00 Pönnur, alum. 1.00' Skaftpottar, alum. 1.00' Katlar 3 1., alum. 3.75 H. Elnarsson i Biörnsson Bankastræti 11. Nú eru hinar marg eftlr- spurðu 7 Hk: vjelar Ioks komnar. C. PROPPE. Hinn hransti nær £ Tiðskiitin. ff- Besta ráðlft til viðhalds heilsnnni er dagleg notk- nn af „Helloggs" Hll Bian. Reynið einn pakka strax í dag„ ALL-BRAN Ready-to-eat AImo makort of KELLOGG’S CORN FLAKES Soldby míl Grocars—(r» ibo Rod and Green Packe£» Hnnið A, S. I.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.