Morgunblaðið - 12.08.1930, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.08.1930, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ Útcof.: H.f. Árvakur, Reykjavlk Kltatjðrar: Jón Kjartanaaon. Valtýr Stefánaaon. Rítttjðrn og afgrslOBla: Auaturatrætl 8. — Sfaal B00. ▲uglýBlngaatJðrl: EL Hafber*. Augiyatngaakrtfatofa: Auaturatræti 17. — Sfmt 700. Hei laalmar: Jðn -CJartanaaon nr. 74*. Valtýr Stefánaaon nr. 1110. B. Hafberg nr. 770. AakrtftastJald: Innanlanda kr. 2.00 á aaánutli. Utanlanda kr. Z.60 á aaánuOl. 1 lauaaaölu 10 aura elntakiO, 20 aura meti Leabðk. Erlendar símfregnir. London (UP) 10. ág. PB. "Verður þýska þingið leyst upp. Berlin: Samkvæmt. ummælum í Tæðu, sent Terviranus, vildarvinur Hindenburgs forseta, hjelt nýlega, kvað forsetinn vera ákveðinn í því að leysa upp nýja ríkisþingið í laust, ef nægilegur meirililuti fá- ast ekki með fjármálaformum stjórnarinnar. Deila Norðmanna og Rússa út af Franz Jósefs landi. Oslo: Norska stjórnin hefir falið -sendiherra Norðmanna í Moskva, .að mótmæla hinum ólögmætu brott rekstrum norskra selveiðimanna frá Pranz Jósefs, landi. — Krefst stjórnin skaðabóta, að því er veiði- skap snertir, vegna þess að skipin nrðu að hætta veiðum. London (UP) 11. ágúst PB. Plóð í Kína. Peking: Blöðin lierma, að mikil flóð hafi komið á svæðinu milli Peking og Mukden. Tíu járnbraut nrbrýr hafa eyðilagst og allir flutn ingar tepst, Mikið vatnsflóð í tutt- ugu borgum. — Miklar úrkomur gengu á undan flóðunum. Ur- komur áframhaldandi. — Bin af- leiðingin af flóðunum er sú, að kerirnir, sem biðu vígbúnir í Sant unghjeraði, liafa ekki getað lagt til orustu. Nýr stjórnmálaflokkur í Tyrklandi Istambul: Pethi Bey, tyrkneski -sendiherrann í París, hefir sagt af ■sjer, til þess að geta gefið sig að stofnun nýs stjórnmálaflokks, sem verður kallaður ,,Óháði lýðveldis- flokkurinn' ‘. Á stefnuskrá flokks- ins er afnám á einkasölum, lækk- un skatta og fullkomið prentfrelsi. Uppreisn í Indlandi. Peshawar: Afridar hafa gert á- rás á Peshawer-borg. Voru þeir fjölmennir. Barist var í nánd við dómhúsið, járnbrautarstöðina o. fl. bygging- íir. Pallbyssur flugvjelar og bryn- varðar bifreiðir voru not.aðar í vörninni. (Þess er getið, að skeytið ■sje eitthvað brjálað og komi degi •síðar en búast mátti við og hafi rskeytið verið „censurerað". — Afridar eru herskáir fjallabúar í uorðvestur-Indlandi). Meðal farþega á Lyru hingað í gær voru dr. Jón Helgason biskup •og Ásmundur Guðmundsson dó- ■cent. Þeir voru báðir fulltrúar ís- lensku kirkjunnar við hátíðahöld- ín miklu í Niðarósi, sem fram fóru dagana 28.—30. júlí. Vinnuörðgðin við rógburðinn Altaf er það gaman að liorfa á góða verkamenn vinna og sjá hve alt leikur í höndum þeirra. Auð- vitað eykur það ánægjuna að flest verk eru jafnframt til ýmislegs gagns, en vinnubrögðin geta líka verið eftirtektarverð, þó skað- semdarverk sjeu unnin. Svo er þetta um rógburðinn lijá Tíman- um. Hann er iðinn í því starfi og afkastamikill. Má nefna sem dæmi greinina „Verður er verka- maðurinn launanna11, sem birtist nýlega í blaðinu. Er hún síðan lá.tin endurtaka sig í ýmsum mynd um. Hún er ein af þessum alræmdu róggreinum um dr. Helga Tómas- son. — Greinin hefst' á því að telja mönnum trú um að Helgi hafi fengið 100 þúsund krónur fyrir að lýsa því yfir að hann teldi J. J. geðveikan. Yarasamt var þó að fullyrða þetta, ef til málssóknar kæmi, og er því orðalagið á þessa leið: -----„ef það er rjett, sem haft er eftir sumum af heitustu and- stæðingum Framsóknarmanna, að þeir hafi heitið Helga Tómassyni 100.000 krónur fyrir vottorð“ — Þá er reynt að gera dylgjurnar sennilegar með þessum orðum: „Það væri í alla staði mjög sómasamlegt, ef þeir menn, sem höfðu H. T. fyrir verkfæri, hefðu sjeð sóma sinn í því að borga honum heiðarlega/ ‘ Þá segir í greinarlokin, „Af því, sem að framan er skráð, sjest að H. T. hefir fulla þörf og á líka mikinn rjett á því, að þeir, sem sendu hann af stað, borgi hon- um rausnarlega.----------Virðist ekkert fráleitt að trúa þeirri frá- sögn um laun hans, sem berst út frá þeim mönnum, sem bar sið- ferðisleg skylda til að leggja fram þennan herkostnað." Hjer er þá fullyrt, að því sjeð verður, að Sjálfstæðisflokkurinn eða foringjar hans liafi notað H. T. sem verkfæri, með öðrum orð- um, að hjer sje að ræða um póli- tíska stigamensku. — Þar næst er bent. á, að það sje mjög sennilegt, að honum hafi verið rausnarlega borgað og þess vegna sje mjög eðlilegt að trúa því, að hann hafi fengið 100.000 krónur fyrir vikið! Heimska liyggur Tíminn lesend- ur sína, er hann ber slíkt á borð fyrir þá, en þó eru vinnubrögðin klókindaleg, ef gert er ráð fyrir að þeir sjeu bæði heimskir og trú- gjarnir. Aðrir sjá það strax, að hjer er verið að lauma að þeim ólíklegum eða uppspunnum kvik- sögum og fá þá til að trúa þeim sannanalaust. Nú skera dómstólarnir sjálf- sagt bráðlega úr því livað hæft sje í þessum svívirðilegu dylgjum, og hafi Pramsóknarmenn það til marks, að lýgin og rógburðurinn er þeirra megin, sem fara með rangt í þessu máli. Hafi nú Framsóknarmenn augun opin þegar dómur fellur! Greinarhöfundur finnur dr. H. T. það til foráttu, að hann hafi verið „allra manna dýrseldastur hjer á landi, þeirra, sem lækn- ingar hafa stundað. Þótti fátæk- lingum hvert samtal nokkuð dýrt á 10 krónur.“ Svo mörg eru þau orð, og svo oft hefir Tíminn verið að ala á þessu að rjett er að atliuga það nánar. Dr. H. T. hefir starfað í Dan- mörku alt til þess að liann flutt- ist hingað, og hafði ekki af öðru að segja en danska læknataxtanum. Og hvað kostar „samtal“ við geðveikralækni í Danmörku, sem oftast er samfara langri og vanda- samri rannsólm? Það kostar 40 krónur (danskar) og er ekki talið neitt okur. Þegar dr. H. T. flytur hingað ■ekur hann ekki fjórða hlutann af því, sem íslenskir sjúklingar greiða, er þeir vitja danskra lækna. Það er því stórgróði fyrir Is- lendinga að geta leitað til góðs sjerfræðings lijer á landi, þó skoðunin kosti 10 eða jafnvel 50 kr„ í stað þess að verja mörgum liundruðum króna til utanfarar, eins og fjöldi manna hefir gert. Þó þetta sje augljóst, kann mörgum að þykja það dýrt, að borga geðveikralækni 10 krónur fyrir skoðun og ráðleggingar. Þeir hugsa þá ekki út í það, að áður en læknirinn getur unnið sjer þetta inn, verður hann að sitja um 20 ár við dýrt nám, og ókunn- ugt mun þeim flestum um það, að með þessum taxta verða árs- tekjur læknisins ekki öllu meiri en svo, að hann geti lifað sóma- samlega og borgað námsskuldir sínar — eftir mörg ár. — Þá er það og upplýsing í þessu máli, að dr. H. T. hefir gefið fullum helming sjúklinga læknishjálpina með öllu. Taxti dr. H. T. er gott. sýnis- horn af því hver munur er á ís- lensku og útlensku læknatöxtun- um, þó ekki sje tekið tillit. til hinnar úreltu gjaldskrár hjeraðs- lækna. Læknishjálp er hjer yfir- leitt ódýrari en í nokkru öðrn af nágrannalöndunum. Eins og Reykvíkingum er ltunn- ugt l'eigði dr. H. T. nokkur her- bergi á Skjaldbreið um tveggja mánaðatíma handa sjiiklingum, er þurftu að vera undir hans hendi, en voru í húsnæðisvandræðum. — Tók hann á sig sjálfur allan kostn að við þetta, þó ganga mætti að því vísu, að liann yrði fyrir til- finnanlegu tapi, um eða yfir 1000 kr. Hvorki honum nje öðrum ltom til hugar, að hafa sjúklinga til frambúðar á Skjaldbreið. Prá þessu gustukaverki segir Tíminn á þessa leið: Dr. Helgi leigði part af Skjald- breið og ætlaði að reka þar einka- fyrirtæki. Mátti búast við að Morgunblaðsmenn hefðu fylt þá klinik, — — en aðsóknin varð lítil.“ Hjer er þá reynt til þess að gera hjálpsemi Helga við sjúklinga sína að mislukkuðu spítalarekstrar braski, sem fallið hafi um koll af því fáir vildu leita hans. Sjaldan vantar óþrifna konu á- hald — nje Tímann efni í róginn! Þegar dr. H. T. fór frá Kleppi vildu ýmsir knnningjar hans koma upp d’álitlum spítala handa honum, til þess að missa liann ekki af landi burt. Engin tilraun var þó gerð til þessa, af þeirri einföldu ástæðu að H. T. vildi ekki þyggja það, meðal annars af því að er- lendis gæti hann betur gefið sig við vísindalegum rannsóknum. Tíminn segir þannig frá þessu eínfalda máli: „Þá reyndu nánustu fjelagar hans að láta íhaldsmenn aura sam- an í lítinn spítala handa honum, Morgunbl. játar að þetta sje rjett. — En hví gat hann ekki stundað „vísindi“ í stofnun, sem íhalds- menn gáfu, eins og á Kleppi og sem lágt launuð undirtylla, með litlum tíma til frjálsra afnota í dönskum útkjálkaspítala* ‘. Ósatt er það, að reynt hafi verið að aura saman í lítinn spítala Jianda dr. H„ og ósatt er það einn- ið að Mbl. hafi játað það. Um vís- indastarfsemina er það að segja. að þau atriði, sem dr. H. gefur sig mest við, verða alls ekki rannsök- úð til hlítar nema á allstórum spítala, að minsta kosti eins stór- um og Kleppi. En „útkjálkaspít- alinn“ í Vordingborg er eitt af stærstu geðveikrahælum Danmerk- ur og áttfalt stærri en Nýi Klepp- nr (800 rúm). Það sem hjer er sagt nægir til þess að sýna vinnubrögð Tímans við rógburð hans. Byrjað er á dylgjum einum, síðan reynt að gera þær sennilegar og endað á fullyrðingum. Og svo má heita að ekki sje eitt orð satt. Reynslan liefir sýnt, að þetta gengur um tíma í fólkið, en áreiðanlega rekur það sig á og hættir að trúa. Það ei ekki eins heimskt og Tíminn heldur. Og það má mikið vera, ef þolin- mæði fólksins við Tímann og alt hans liyski er ekki þegar á þrotum. Þjóðverjar þakka viðtökurnar á Alþingishátíðinni. Frá forseta þýska ríkisþingsins, Paul Löbe, hefir Magnúsi Kjaran borist eftirfarandi brjef, dagsett í Berlín 14. júlí: Háttvirti herra! Þjer tókuð svo vel á móti þýsku fulltriiunum á Alþingishátíðinni, að jeg tel það skyldu mína að færa yður hjartanlegustu þakkir mínar og þýska ríkisþingsins fyrir alt, sem þjer liafið gert. Jeg full- vissa yður um það, að vjer erum stórhrifnir af þeirri lýsingu, sem fulltrúar vorir, Hildenbrand, Hof- mann og Berndt hafa gefið oss af liinum vingjarnlegu viðtökum. Jeg leyfi mjer hjer með að senda yður í viðurkenningarskyni bók, sem sýnir fegurð þýskrar byggingarlistar, og jeg vona að yður gefist einhvern tíma kostur á að sjá liana með eigin augum hjer í landi. Með innilegri þökk og vináttu kveðju frá mjer og hátíðargest- unum. fllþingishðKðarmút I. S. I. Það hófst eins og kunnugt er 17. júní s.l. og stóð yfir næstu daga og endaði með sundkeppni við sundskálann í Örfirisey. — Á föstudagskvöld var öllum kepp- * v endum mótsins haldinn fagnaðnr, í hinu myndarlega íþróttahúsi K. R. Jafnframt var sigurvegurum mótsins afhent verðlaun þau, sem þeir höfðu unnið á mótinu. Tvö met voru sett á mótinu: í kúlu- varpi, betri hendi-. 11,55 st. (Mar- ino Kristinsson) (Á) og í 100 stiku baksundi á 1 mín. 40,3 sek. Jónas Halldórsson (Ægir), aðeins 16 ára að aldri. Auk þess voru tvö önnnr met sett á undirbúnings- mótinu. Var það liástökk með at- rennu: 1,75% st. Helgi Eiríksson (ÍR.) og kúluvarp 11,27 st. Þorst. Binarsson (Á). Að mörgu lejdi hefir þetta Al- þingishStíðarmót verið merkilegt, eins og forseti Í.S.Í. gat um i ræðu sinni. Og óefað liefir það véríð einna best undirbúna mótið hvað iþróttamennina sjálfa snertir, með því að hinn ágæti sænski íþrótta- kennari Ewert Nilsson var fenginn hingað, til að leiðbeina íþrótta- mönnunum. Hefði tíðarfarið eigi verið jafn óhagstætt og var, þá hefðu afrekin ótvírætt orðið betri. Og er þess að vænta að íþrótta- menn vorir temji sig vel framvegis og notfæri sjer hinar góðu heið- beiningar Nilssons. Þá var landsflokki knattspyrnu- manna þökkuð hin ágæta frammi- staða þeirra í Pærejrjum, og þeim t.ilkynt að þeir fengju minnispén- inga fyrir Pæi’eyjaförina, frá K. R. R. og knattspyrnufjel. hjer. Þegar búið var að afhenda verðlaunin, en það tók röska 1% klstund, liófst dansleikurinn. — Skemtu menn sjev vel, og allir fóru glaðir heim. 1000 ára minningarhátíð Gísla Súrssonar. Þingej’ri, PB. 10. ágúst. Þúsund ára minuingarhátíð um Gísla Súrsson og Auði konu hans, fór fram í gær, laugardag. Kl. 1% var hátíðin sett af síra Helga -Kon- ráðssyni við Einhamar í Geirþjófs- firði, þar sem Gísli Súrsson fjelh Afhjúpaði því næst minnismerJki Gísla og Auðar, er það höggvið í Einhamar, þannig: Dreki bítur í sporð sjer og myndar sporöskju- lagaðan hring, sem innan í er út- höggvinn skjöldur, sverð og öxi. Hringinn í kring á drekantu* standa orðin Minning Gísla Súrs- sonar og Auðar konn hans. Táknár drekinn hin döpru örlög útlagpnB Gísla. Teikningar gerði TryggVi Magnússon, en verkið framkvæmdi Ársæll Magnvisson Að þessu loknu flutti Jóhannes Glafsson hreppstjóri á Þingeyti ræðu fyrir minni Gísla, Jens Her- mannsson skólastjóri flutti frúm- ort, kvæði um Gísla og Auði. Matt- hías Jónasson stúdent frá Reykjar firði mælti fyrir minni Auðar með framúrskarandi snjallri ræðu. — Þessu næst fluttust hátíðarhöldín niður á eyrarnar, þar sem reistúr liafði verið danspallur. Eftir nokk- urt kaffihlje sýndu nokkrar stúlk- ur frá Þingeyri leikfimi undir stjórn Viggo Nathanaelssonar. Minni Arnarfjarðar flutti Haga- lín rithöfundur, minni fslands síra Helgi. Karlakór fsafjarðar söng nokkur lög. Súlan flutti háttðar- gesti frá og til Patreksfjarðar og frá ísafirði. Veitingar nægar. Veð- ur ágætt. Alment álitið. að hátíðin hafi tekist ágætlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.