Morgunblaðið - 28.08.1930, Síða 3
T-
MORGUN BLAÐIÐ
1
3florgttttHaí>*2>
Ötjjaf.; H.Í. Árvakur, Reykjavtk
Kltatjðrar: Jðn Kjartanason.
Valtýr Stef&naaon.
Rltatjðrn og afgr alBala:
Auaturatrœtl 8. — Slaal 500.
▲uclýalngaatjörl: H. Hafberg.
▲.UKlýalnKaakrlf atof a:
Auaturatrntl 17. — Slml 700.
Hel laalmar:
Jön ^Cjartanaaon nr. 742.
Valtýr Stef&naaon nr. 1210.
H. Hafberr nr. 770.
ÁakrlftaKjald:
Innanlanda kr. 2.00 & aa&nuBl.
Utanlanda kr. 2.50 & aa&nuBl.
f lauaaaölu 10 uara elntaklB,
20 aura meB Leabðk.
5§
Árið 1920 tóku frændur vorir
Noiðmenn 100 miljón króna lán
með 6% ársvöxtum. Nú þykir þeim
þeir vextir af liáir. Þeir ákváðu
því nýlega að taka nýtt lán, til
að greiða 6% lánið. Þeir fengu
hiklaust 5% lán, og fengu færri en
vildu að lána norska ríkinu með
þeim kjörum.
í Noregi er banki tiltölulega ný-
stofnaður er heitir „Norges Kom-
munalbank“. Br tilgangur hans að
útvaga norskum sveitarfjelögum
lán. Síðastliðið ár tók banki þessi
tvö stór lán í Svíþjóð. Voru árs-
vextir á báðum þessum lánum
514%. Þó vextirnir sjeu ekki hærri
"«n þetta, ganga skuldabrjefin kaup
nm og sölum í Stokkhólmj fyrir
103 hvert hundrað.
Nýlega bauð þessi banki út 40
milj. kr. lán, með 5% ársvöxtum.
Það lán fjekkst enri hjá sænskum
bönkum, svo og hjá nokkrum bönk
um í Ameríku. Lögðu Svíar til
helminginn, en Ameríkumenn hinn
helminginn. Var lánið borgað út
með 981/2%- Pengu færri en vildu
j?au skuldabrjef.
Bæði í fyrra og í ár var liæsta-
Tjettarmálafærslumaður, 01uf Aal,
milligöngumaður með lántökur fyr
ir hinn norska banka. Hann hefir
um langt skeið haft kunnleika
á íslenskum fjármálum, sem kunn-
ugt er.
Nú þegar rætt er um lántökur
fyrir hönd okkar íslendinga, er
vert að gefa því gaum, hvaða kjör
nágrannar vorir Norðmenn fá. At-
vinnuvegir vorir eru á margan
hátt með svipuðum hætti og
þeirra, verslunarjöfnuður íslands
síðari árin síst lakari en þar.
Kepst er um að veita þeim lán
Tneð 5% ársvöxtum. Hjer bíður ó-
ræktað land eftir ódýru lánsfje.
Ef alt væri með feldu um stjórnar-
hagi vora, ættum við að geta orðið
aðnjótandi sömu kjara og Norð-
anenn — eða betri.
Mannslát.
Látinn er í Minneota, Minn.,
uldungurinn Joseph Johnson, 87
ára að aldri. Joseph var fæddur
að Hólum í Vopnafirði, sonur Jóns
Sigurðssonar og Arnbjargar Arn-
grímsdóttur, er þar bjuggu. Vestan
hafs gekk hann að eiga Stef-
aníu Sigurðardóttur, en eigi varð
þeim barna auðið. Póstursonur
þeirra fjell í heimsstyrjöldinni. —
Joseph hafði verið dugnaðarmaður
ug vinsæll.
—■—«m>------------
v. Gronau
kominn til Hew York
og er tekið þar með virktum.
London (UP) 26. ágúst PB.
Meðt. 27. ágúst.
New York City: Gronau lenti
hjer kl. 3.45. Hann flaug nokkra
hringa yfir höfninni og tvær lög-
regluflugvjelar, sem flogið höfðu
til móts við hann. Gronau lenti
tæplega 300 yards frá Frelsis-
styttunni. Honum var fagnað af
móttökunefnd, sem fór til móts við
hann í borgarsnekkjunni Macom.
St. Kilda.
Fólk flýr eyjuna.
London (UP) 27. ágúst PB.
Glasgow: herskipið Harebell
kom í dag til Oban (Pirth of
Lorne. Argyllshire, Skotland). Er
herskipið á leiðinni til St. Kilda,
til þess að sækja eyjarskeggja,
sem ætla að flytjast þaðan. Hverri
fjölskyldu á eyjunni verður gefin
peningaupphæð og fólkinu verður
sjeð fyrir húsnæði og húsgögnum
og atvinnu. Búist er við, að Hare-
bell verði komið aftur til Oban
á laugardag.
í Lesbók Morgunblaðsins 1928,
bls. 406—407, er grein um eyna
St. Kilda og íbúa hennar. Eyjan er
vestur af Suðureyjum, úti í regin-
hafi. í greininni í Lesbókinni er
lýst hinni hörðu lífsbaráttu eyjar-
skeggja, og við hvaða kjör þeir
hafa átt að búa að undanförnu.
3 Lík Andrée
verður flutt til Svíþjóðar.
NRP. 27. ágúst PB.
Sænska stjórnin liefir ákveðið að
senda fallbyssubátinn Svensksund
til þess að sækja lík Andrée og
fjelaga hans og flytja þau til Sví-
þjóðar. Adolf Hoel docent hefir
látið í ljós þá slroðun, að alt sem
fundist hefir á Hvíteyju og snertir
Andrée-leiðangurinn, ætti að af-
hendast sænsku stjórninni. Telur
hann hjer vera um einhvern hinn
merkilegasta fund að ræða, sem
sögur fara af. (Adolf Hoel er
norskur jarðfræðingur, f. 1879,
varð 1919 dbcent í jarðfræði við
háskólann, hefir tekið þátt í mörg-
um vísindaleiðangrum til Spitz-
bergen).
Raunaleg blindni.
Síra Gunnar í Saurbæ í Eyja-
firði hefir nýlega ritað bók, sem
hann kallar Æfisögu Jesú Krists.
Reynir hann þar að færa líkur að
því að Kristur hafi ekki' verði ann-
að en byltingamaður og alþýðu-
leiðtogi á stjórnmálasviðinu.
Það er svo sem engin nýung, og
ekkert merkilegt við bókina nema
að prestur í kristinni kirkju skuli
rita allan þann vantrúarváðal, en
er eðlilegt um síra Gunnar úr því
sem komið er.
Annað er eftirtektarverðara: —
titsalan heldur ðfram.
í dag verðnr selt: Barnaskðfatnaðnr, skðr og stígvjel nr. 20*33.
Telpnskór nr. 34—38.
Kvengötnskðr, svartir og brnnir, verð frá kr. 4,00
til kr. 12,00.
Grípið tækifærið.
Ekkert lánað heim meðan á ntsölnnni stendnr.
Lárns 0. Lúðvígsson, Skóverslun.
Blaðið „Yerkamaðurinn“ á Akur-
eyri flytur 5. júlí s.l. grein eftir
einhvern „alþýðumann“, þar sem
þetta rit er talið „vafalaust besta
og þarfasta bókin, sem út hefir
komið á íslenska tungu um langt
skeið“, og jafnframt er helt sjer
yfir kristna kirkju og trúarbrögð
yfirleitt með ókvæðisorðum.
Greinin byrjar svo:
„Trúarstörf mannanna eða hug-
myndir þær, sem þeir skapa sjer
um eitthvert æðra stjórnandi vald
í heiminum, er þeir nefna Guð,
er hreint og beint sprottin af fá-
fræði þeirra og vanþekkingu á
lögmálum þeim, sem náttúran
lýtur.“
Þessi fullyrðing sýnir óskaplega
fáfræði eða ósannsögli. Veit höf.
ekki að ótal margir fræðimenn og
vísindamenn hafa verið — og eru
lieitt/trúaðir menn!
Trúarþörf er svo samgróin eðli
manna, að þótt hún sje „lamin
með lurkum“ hæðni og lasta, leit-
ar hún út heim um síðir í einhverri
mynd. Vilji menn ekki lúta skap-
aranum, þá falla þeir að fótum
skepnunnar. Guðsdýrkun snýst í
mannadýrkun (sbr. Lenindýrkun-
ina rússnesku). Saga mannkynsins
er altaf að staðfesta orð Páls í
Rómverjabr jefinu:
„Þeir kváðust vera vitrir, en
urðu heimskingjar, og breyttu
vegsemd hins ódauðlega Guðs í
mynd, sem líktist dauðlegum
manni, fuglum, ferfætlingum og
skriðkvikindum“ (Rómv. 1.22).
Ennfremur stendur í þessari
„V erkamanns1 * -grein:
„Allar skýringar hinna kristnu
fræða eru miðaðar við það að
deyfa, blinda, villa og glepja ung-
lingum sýn á kjarna þeirra. Pá
ungviðið til að trúa á guðlegar,
forlagakendar ráðstafanir, huld-
ai og vafðar í helgiblæjum hræsn-
innar. Pá lýðinn til að lúta bæði
andlega og líkamlega. Gera sig
að þrælum æðri máttarvalda, sem
þeir nefna Guð, en er ekki annað
en kúgunarvald morðvarganna,
fjárgróðaseggjanna og sjergæð-
inganna í heiminum, sem þeir
beita í gegnum fáfræði fólksins
með Guð fyrir lepp.“
Blöskrar ekki lesendunum svona
skraff Forsjónartrú hefir verið
styrkur athafnamanna og athvarf
bágstaddra öld eftir öld á voru
landi, en hjer er reynt að telja
fólki trú um að hún sje blekking
c:n, og stafi að nokkru lcyti frá
„kiigunarvaldi morðingjanna“ ! —
Minna má það ekki vera! Bn mjer
er spurn: Ætli lesendur „Verka-
mannsins“ á Akureyri kannist við
marga „morðvarga“, sem hafi
reynt að kúga þá? Skyldu Akur-
eyringar hafa þær minningar um
þá síra Matthías Jochumsson, síra
Geir Sæmundsson og síra Friðrik
Rafnar að þeir fáist til að trúa
því, að skýringar þessara kenni-
manna á kristnum fræðum hafi
miðað að því að „deyfa, blinda,
villa og glepja unglingum sýn á
kjarna þeirra?“
Mjer virðist Akureyrarbúar hafi
neitað því greinlega með fómfús-
um gjöfum til nýrrar kirkju þar
í bæ. Ef fólk legði nokkurn trún-
að á þessar og aðrar svipaðar full-
yrðingar, þá færi það ekki að
byggja nýja kirkju til stuðnings
„fáfræði“ og „kúgunarvaldi.“
Svona stóryrði og sleggjudómar
eru ekki annað en bergmál af
trúarbragðahatri rússneskra vald-
hafa, og það stórspillir fyrir jafn-
aðarstefnunni hjerlendis að blöð
hennar skuli flytja aðrar eins
öfgar athugasemdalaust.
Greinarhöfundur skorar á al-
þýðumenn að lesa bók síra Gunn-
ars, og er ekki vonlaus um að
lnin geti þá „orsakað nýjan, hress-
andi storm, sem þeytti burtu
gjörninga þoku þeirri“, er legst
yfir hugarfar manna á trúmála-
sviðum „og flagaraflokkar ræn-
ingja og okrara, kvalara og kúg-
ara fela sig í.“
Stóryrðin eru ekki skorin við
nögl sjer, en hitta hvergi mark.
Greindir alþýðumenn, sem bókina
kunna að lesa, munu fljótt sjá að
vissast sje að bera liana saman við
guðspjöllin, ög geri þeir það, eru
lítil líkindi til að þeir leggi mik-
inn trúnað á „niðurstöður“ síra
Gunnars í Saurbæ.
Þrátt fyrir alla trúmáladeyfð
og trúarleg hindurvitni, sem víða
má benda á með rökum, er íslensk
alþýða frásneydd trúarbragða-
hatri, og rækir kirkjugöngur bet-
ur en margt af hinu svo nefnda
heldra fólki. Er því óhyggilegt
mjög, ef fáeinir guðleysingjar
ætla sjer að koma guðstrúarhatri
inn á stefnuskrá jafnaðarmanna.
Það er ekki unt að bera saman
minningarnar, sem íslensk alþýða
og rússnesk hefir um klerka sína
og kirkjuvald — og hvað þó
ganga fullerfiðlega að útbreiða
trxiarhatrið hjá rússneskri alþýðu.
„En fátt er svo með öllu illt, að
ekki boði nokkuð gott“. Svona
skrif eiris og þessi „Verkamanns“-
grein er hæfilegur vöndur á alla
þá trúmálahræsni, sem flaggar með
kristindómsvináttu sinni fyrir kosn
ingar eða við önnur „hátíðleg
tækifæri“, en hreyfir þess utan
aldrei hönd nje fót til stuðnings
kristilegu málefni.
Sömuleiðis ættu þessi skrif að
vera sómasamleg svipa á sinnu-
leysið, sem trúir eða hafnar af
hugsunarsnauðum vana.
Opinskátt trúarhatur ýtir við
hálfsofandi fólki, svo að það fer
að íhuga hvora leiðina á að velja:
með eða móti ákveðnum kristin-
dómi. Þær íhuganir eru hollar.
Um það er jeg sammála „Verka-
manninum.“ j
Trúmálahræsni og sinnttleysi er
engu vinsælla lijá ákveðnum trú-
jmönnum en ákveðnum trúarand-
stæðingum. Hitt rekur öll reynsla
heim aftur, að allir trúmenn sjeu
annað hvort hræsnarar eða fáráðl-
ingar.
Þeir, sem láta sjer annað eins
um munn eða penna fara, eru
hart leiknir af öfgafullu vantrúar
ofstæki.
S. Á. Gíslason.
Erlendar sfmtregnir.
London (UP) 26. ágúst PB.
Meðt. 27. ágúst.
Frá Peru.
Lima: Junta hefir gefið út til-
kynningu þess efnis, að feld verði
úr gildi þau lög, sem þjóðin hefir
heimtað afnumin, svo og hinar ó-
rjettlátu einkasölur, t. d. eldspýtna
einkasalan.
— Herskipið Grau, sem flutti
Leguia fyrverandi forseta, er hann
lagði á flótta, hefir snúið aftur að
boði Junta og skipshöfnin gefið
sig undir stjórn hans.
NR.P. 27. ágúst PB.
Vínsmyglunarskip í Noregi.
Lögreglan í Rörvík setti löghald
á enska skonnortu, sem kom þang-
að seinni hluta dags á sunnudag,
vegna vjelbilunar. Hafði lögreglan
komist á snoðir um, að um smygl-
skip væri að ræða. Kom í ljós við
lögregluskoðunina, að skipið hafði
meðferðis 25.000 lítra af spritti.
Lögregluvörður er nú í skipinu. Á
skipinu eru átta menn. Þjóðverji
nokkur er talinn aðalmaðurinn, en
hinir eru enskir.
Skógarbruni.
Miklir skógareldar hafa lierjað
í Hopenhjeraði' í Smölen undan-
farna átta daga. Skógareldasvæðið
er á annan kílómeter á lengd. Alls
hafa brunnið 1000 mál (maal) skóg
lendis. Talið er víst, að hægt verði
að hindra frekari íitbreiðslu skóg-
areldanna.
Hávarður ísfirðingur er hættur
síldveiðum. Hann lagði afla sinn á
land á Sólbakka í Önundarfirði í
sumar, 11.790 mál síldar í bræðslu
og 450 tunnur saltsíldar.