Morgunblaðið - 06.09.1930, Síða 3
Utsalan
W
Bútar
seldir í dag.
Skrifstofuherberol.
2-3 ásamt geymsln, úskast 1. eða 15.
oktúber. Tilboð merkt „15“ sendistA.S.(.
t
nillllilllllllUilllllllllHIHIIIIIilllllllllllHlllllllllllllllllllltlllllL
i Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk =
1 Ritatjörar: Jön Kjartansson.
Valtýr Stefánsson.
E Ritstjórn og afgreiSsla:
Austurstræti 8. — Slmi 600.
= Auglýsingastjóri: B. Hafberg.
= Auglýsingaskrifstofa:
Austurstræti 17. — Slmi 700.
B Heimaslmar:
Jðn Kjartansson nr. 742.
Valtýr Stefánsson nr. 1220.
E. Hafberg nr. 770.
| Áskriftagjald:
Innanlands kr. 2.00 á mánuCl. =
= Utanlands kr. 2.60 á mánubi. =
= 1 lausasölu 10 aura elntaklö,
20 aura meS Lesbök. =
lllillllllllIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIÍÍÍi
„Járnbrant
smátaainanna ‘.
Mörg fögur loforð voru gefin í
Tímanum, þegar talað var um hið
væntanlega strandferðaskip. Var
hið tilvonandi skip m. a. nefnt
hinu aðlaðandi nafni: „Járnbraut
smáhafnanna." Þá var rent upp
þeirri mynd fyrir liugskotssjón-
tm lesendanna, að með „járn-
braut“(!) þessari gætu bændur
sent allar afurðir sínar á hinn
hesta markað.
Svo kom „járnbrautin" ; 35 ára
gamall ryðkláfur frá Svíþjóð. Þá
hætti Esja að koma á margar smá-
hafnir, en hið aldraða skip með
miðalda nafninu kom stöku sinn-
um í staðinn. Kvartað er undan
þeim skiftum. Aldrei verri sam-
göngur en nfi. Það er viðkvæðið
jþegar rætt er við fólk frá „smá-
höfnunum“ og hjeruðum er að
þeim liggja. Hafi Esja ekki mint
á járnbrautarsambönd, þá gerir
Súðin það síður.
Það er algild venja í öllum skipa
fjelögum að afskrifa skipin á 20
árum. Menn líta svo á, að eftir 20
ára notkun, þá jeti viðhaldskostnað
Urinn upp notagildið, skipin sjálf
sjeu ekki meira virði en það, að
viðhaldið nemi a. m. k. vöxtum af
því fje. Því sje ekjti hægt að
reikna fjelaginu skiþið sem eign
er nokkru nemi.
Árið 1915 hafði hin nýkeypta
»,Súð“ þann aldur, að verð henn-
ar átti að vera nálægt núllpúnkt-
inum. 35 ára gömul var hún keypt
fyrir fje hins íslenska ríkissjóðs,
og'kostaði þá hingað komin hátt á
2. hundrað þús. kr. Að þessu sinni
skal eigi gerð áætlun um það, hvað
það muni kosta ríkissjóðinn að
gera Súðina ferðafæra milli smá-
hafna landsins næstu árin.
Heyrst hefir sú ótríilega saga, að
þegar útgerðarstjóri ríkisútgerðar-
innar kom heim úr Svíþjóðarför
sinni hafi hann sagt frá því, að
hann hefði ekki getað fengið hið
„lítið notaða“ skip nema með því
nióti, að hann skrifaði undir vott-
•orð um það, að skipið yrði ekki
notað til þess að keppa við hina
fyrri eigendur í Svíþjóð, og
hjð nýja skip, sem þeir sennilega
hafa keypt í staðinn. Eftir því að
dæma á að búa svo mikil sakleys-
isins einfeldni í útgerðarstjóran-
um, að liann getur ekki skilið
nieinlaust grín hinna fyrri eigenda,
sem sprottið er af því, að þeir fá
stórar fjárhæðir í hendur, fyrir
hlut, sem í þeirra augum fyrir
löngu er * óseljanlegur hvítum
'Jnönnum.
Þjóðleikhnsið ean.
Greinar þær, sem nú birtast svo
að segja daglega um stað þann,
sem Þjóðleikhúsinu tilvonandi hef-
ir verið valinn, sýna, að almenn ó-
ánægja er með þessa ráðstöfun,
og má ekki fyrir koma, að skelt
sje skolleyrum við því.
Einar H. Kvaran og Jakob Möll-
er hafa nú svarað fyrir hönd nefnd
ar þeirrar, sem staðinm hefir valið,
og er óhætt að treysta því, að þeir
muni hafa haldið á því máli eins
vel og ástæður leyfa. Og sýna þá
greinar þessar, að málstaðurinn er
alveg óverjandi. Það er að vísu
alveg dagsanna, að seint mun fást
samkomulag um mál eins og þetta.
En auðvitað er það jafn víst, að
þessháttar rökum má ekki "beita.
Með þeim mætti eins vel verja þá
ráðstöfun að reisa Þjóðleikhúsið
vestur í Kaplaskjóli eða fyrir inn-
an Klepp. Altaf má svara: Það er
ekki til neins að reisa það annars-
staðar, því að menn verða samt
óánægðir og rífast um það. Það er
líka lítil huggun fyrir almenning,
þó að það sannaðist að Guðm.
Hannesson hefði verið með í að
velja staðinn við Hverfisgötu. —
Staðurinn breytist ekkert við það.
Sannleikurinn er sá, að staður-
inn við Hverfisgötu er afleitur, og
undarlegt, að um þann stað skuli
vera deilt. Leikhúsið nýtur sín illa
þar, staðinn þarf að nota til ann-
ars, og bærinn fer að mestu leyti
á mis við þá prýði, sem honum
má verða af svona stórhýsi. Það er
ekkert við að kaupa dýrt málverk
og hengja það svo upp í baðher-
bergi eða frammi í eldhúsi. Sjálf-
sagt að láta stofuna njóta þess.
Það sem er til prýði á rjettum
stað verður líka oft, beinlínis til
óprýði á röngum stað, og svo
myndi verða um Þjóðleikhúsið við
lilið safnahússins. Þau mundu
verka á fegurðartilfinning manna
líkt og ósamstætt bollapar eða ó-
samstæðir skór á fótum, og getur
þó hvor hluturinn í sínu lagi verið
fallegur.
Mál þetta virðist nú vera í
bráðri hættu, þar sem byrjað er að
steypa kjallarann, en það má
ekki koma fyrir að þessi óhæfa
verði framin. Það má rífast um
ýmsa staði, en þessi staður má ekki
koma til mála.
Hvers vegna má ekki Þjóðleik-
húsið vera á Skólavörðuhæðinni ?
Jeg nefni það rjett til dæmis. Nú
mun afráðið að háskólinn verði
reistur annarsstaðar. Ætti þá fyrir
huguð kirkja að koma ein við
austurhlið „torgsins“ með breiðum
götum báðu megin. En Þjóðleikhús
ið væri ágætlega til þess fallið að
sitja í höfðingjasæti við einhverja
hlið torgsins. Ef það er óhætt að
setja kirkju á hæðina, þó að hana
sæki eingöngu gangandi fólk og
það margt roskið og lasburða, ætti
ekki að vera frágangssök fyrir
unga fólkið og bílana, að komast
þangað upp. — Þarna verður mið-
depill bæjarins eftir nokkurn tíma,
þegar hiisabreiðan flæðir yfir
Vatnsgeymisholtið, Eskihlíðina og
dældina þar á milli.
Þá er annar staðurinn fyrir
sunnan hús Tlior Jensens. Það er
einhver fallegasti staður, sem hugs
ast getur. Einhver sagði við mig
að sá staður væri óhentugur vegna
hallans. En ef svo er, þá bendir
það á, að húsameistarinn er úr-
ræðalaus. Hann á altaf að geta
snúið þess háttar erfiðleikum upp
í hag. Ef lægst þarf að vera undir
leiksviðinu, þá er að snúa því nið-
ur eftir. Hvers vegna skyldi það
ekki vera liægt? Ef liúsið verður
eitthvað svipað þeirri teikning,
sem gerð hefir verið, ætti að vera
sjerstaklega hentugt að láta hið
liáa „senu“-hús vera fram að götu,
og þar má koma fyrir súlnagöng-
um, svölum eða hverju sem vill
handa leikhúsgestum milli þátta.
Niðri við höfnina finst mjer ekki
gott pláss, og ekki sniðið eftir
framtíðarhorfum. I skemtigarðinn
við tjarnarendann ætti ekki að
setja neitt hús, hvorki Þjóðleik-
hús nje annað. Það ætti að taka
hljómskálann, og einmitt láta
skemtigarðinn friða útsýnið til suð
urfjallanna. En stórhúsi hefði farið
ágætlega vestan við skemtigarðinn,
þar sem nú er verið að fylla alt af
luiskofum, sínitm með hverju snið-
inu. Hvers vegna í ósköpunum var
ekki slíkt frábært pláss geymt fyr-
ir stórhýsi?
En svona er bestu plássunum hent
út í veður og vind og svo á að
troða sjálfu Þjóðleikhúsinu við
Hverfisgötu! Ætli það þætti ekki
tignarlegt núna ef konunglega leik
húsið í Kaupmannahöfn hefði ver-
ið reist einliversstaðar í húsaröð-
inni við Silfurgötu eða Gautagötu?
Mjer finst kenna einhvers tauga-
óstyrks í öllum háttum þjóðleik-
liúsnefndarinnar. Það er alveg eins
og hún hafi ekki vél góða sam-
visku og finnist hún geta mist sjóð
inn á hverri stundu á líkan hátt
og hún fjekk hann. Þess vegna
þaut hún í það að grafa nokkrar
þúsundir af sjóðnum þarna við
Hvorfisgötu. Og þetta sýnist enn
vera helsta ástæðan, — undir niðri
— fyrir því að ætla að henda hverj
um eyri í kjallararústir.
En þetta er mesta heimska. Pen-
ingarnir eru ekkert öruggari í
kjallararústunum en í banka. —
Gryfjan hlífir ekkert. Og Reyk-
holtsfjósið, sem „rann inn í“ skól-
ann þar, sýnir að það er ekki nema
fánýt von, að það þýði nokkuð að
byrja á húsinu, ef menn vilja á
annað borð breyta.
En það sem mest er undir kom-
ið er það, að velja vel staðinn.
Velja einhvern af góðu stöðunum.
Og lofa peningunum að vera í
friði á meðan. Þá velta þeir upp á
sig á fáum árum því, sem al-best.i
staðurinn kann að kosta meira en
lakasta holan.
Það eru svo vitrir menn í Þjóð-
leikhúsnefndinni, að það er óhugs-
andi annað en þeir átti sig í tæka
tíð á þessu máli.
M: J.
Leikbnsið enn.
Átti jeg ekki á því von, að
Jakob Möller myndi spila því
trompi út, að jeg hefði skrifað
undir skipulagsuppdrátt Reykja-
víkur.
Á þessu stendur þannig, að þeg-
ar samvinnunefndin hafði eftir
langan tíma lokið skipulagsupp-
drætti yfir svæðið innan liring-
brautar, þá taldi jeg sjálfsagt, að
uppdrátturinn yrði lagður fram
fyrir almenning, að bæjarstjórn
gæfist kostur á að segja álit sitt
um hann og koma fram með at-
liugasemdir og breytingartillögur.
Að því búnu átti að senda skipu-
lagsnefndinni uppdráttinn og
myndi hún þá hafa farið yfir hann
allan að nýju og eflaust komið
fram með ýmsar breytingar, áður
en uppdrátturinn hefði verið stað-
festur.
Að mínu áliti var það ekki nauð-
synlegt. að aðrir undirskrifuðu
uppdráttinn en samvinnunefndin,
en meðnefndarmenn mínir í skipu-
lagsnefnd og borgarstjóri töldu
það rjettara að jeg undirritaði
éinnig, eins og verið hafði um
aðra skipulagsuppdrætti. — Jeg
vildi ekki gera þetta að deiluefni
en lýsti því þá yfir, að undirskrift
mín þýddi það eitt, að jeg væri
samþykkur að uppdrátturinn yrði
afgreiddur til bæjarstjórnar, en
annars gæti jeg enga ábyrgð bor-
ið á honum vegna þess að jeg hefði
ekki að honum unnið.
Jeg býst við, að J. M. hafi ekki
verið kunnugt um þetta.
Flestar aðrar bæjarstjórnir hafa
afgreitt skipulagsuppdrættina með
athugasemdum sínum, skömmu
eftir að þeir höfðu verið lagðir
fram fyrir almenning, en bæjar-
stjórn Reykjavíkur hefir haldið
uppdrættinum, án þess að afgreiða
hann, í full tvö ár að mig minnir,
svo enn hefir hann ekki verið
lagður fyrir skipulagsnefnd. Jeg
Bjarni Jensson
fyrverandi hjeraðslæknir andaðist
að heimili sínu hjer í bænum í
gærmorgun. Hann var 73 ára gam-
all. Æfiatriða hans yerður getið
hjer í blaðinu síðar.
tel þetta illa farið, því alt verður
í nokkurri óvissu meðan skipulagið
ei ekki fullgert og staðfest.
Guðm. Hannesson.
800 manns hafa farist af
völdum fellibylsins.
London (UP) 5. sept. FB.
San Juan: Landstjórinn á Porto
Rico, Roosevelt, hefir fengið upp-
lýsingar um, að 800 menn hafi far-
ist, en búist er við að sú tala hækki
að mun, því talningu líkanna er
ekki lokið. — Mikill skortur á
læknum, matvælum og peningum.
Erfiðleikar þýska ríkisins.
Kosningarnar í haust.
Berlin: Yaxandi óvissa um
stjórnmálahorfurnar í Þýskalandi.
Hefir þetta leitt af sjer, að menn
hafa flutt fje sitt úr landi í svo
stórum stíl, að ískyggilegt þykir.
Sjerstaklega hafa menn flutt pen-
inga sína í banka í Svisslandi.
Blaðið Frankfurter Zeitung giskar
á að fimm miljarðar og 300 milj.
marka hafi verið flutt úr landi
seinustu sex árin, þar af einn mil-
jarður og eitt hundrað miljónir
fyrstu sjö mánuði ársins 1930. —
Afleiðingin af þessu að lánstraust
Þjóðverja erlendis hefir rýrnað
og veldur þetta forráðamönnum
þjóðarbúsins hinum mestu áhyggj-
um. —
Sjómannakveðjur.
Via Hammerfest Radio FB. 4. sept.
Komum til Bjarnareyjar á
þriðjudagskvöld. Vellíðan allra.
Kærar kveðjur.
Skipverjar á GarðaTri.