Morgunblaðið - 07.09.1930, Blaðsíða 5
Sunnud. 7. sept. 1930.
Vegagerðir ríkissjóðs,
Frðsöyn Geir G. Zoeya, veyamálastjóra.
Geir G. Zoega vegamálastjóri er
nýkominn heim úr mánaðarferða-
lagi um Norðurland. Hefir Mgbl.
haft tal af honum og fengið eftir-
farandi frásögn um vegagerðir rík
issjóðs á þessu ári.
Á ferð minni norður, segir vega-
málastjóri, fór jeg alla leið austur
á Langanes. í öllum þeim sýslum
sem jeg fór um á þeirri leið er
mikið unnið að vega- og brúargerð
um í ár.
Norðurlandsvegurinn.
Yið Norðurlandsveginn er í sum
ar unnið á þessum stöðum:
I Norðurárdal sunnan Holta-
vörðuheiðar. Þar var skilinn eftir
í fyrra alllangur kafli milli Sveina-
tungu og Fornahvamms. Á þeim
kafla á vegurinn að liggja sunnan
við Norðurá, og verða settar tvær
brýr á þá á, önnur nokkru neðan
við Kattarhrygg, en hin hjá Forna
hvammi skamt ofan við Hvassá.
Er nú verið að gera aðra af brúm
þessum. En fullgerður verður þessi
kafli ekki í sumar.
. í Húnavatnssýslunni liefir verið
unnið að því að endurbæta veginn
á Hrútafjarðarhálsi. Má nú heita
að þjóðvegurinn um Húnavatns-
sýsluna sje orðinn eins góður eins
ög um Borgarfjörðinn. Brú hefir
verið gerð á Dalsá í Víðidal, en
sú á var hin síðasta óbrúuð á leið-
inni milli Borgarness og Skaga-
fjarðar. Brú er og verið að gera á
Dalsá í Blönduhlíð. Að henni lok-
inni má heita að hver spræna sje
brúuð á Norðurlandsveginum alla
Ieið austur fyrir Skjálfandafljót.
1 Skagafirði hefir verið unnið að
veginum inn Blönduhlíðina. Er
vegurinn lagður fyrir neðan bæina
alla leið frá Hjeraðsvatnabrúnni
og inn að Úlfsstöðum. Er búist
við að vegurinn verði fullgerður
næsta sumar inn að Úlfsstöðum.
Yegurinn inn Norðurárdal í
Skagafirði og eins á Oxnadals-
heiði hefir mikið verið lagfærður
í sumar og þykir vel fær bifreiðum.
í Giljareitnum og Klifinu á Öxna-
dalslieiði, hefir vegurinn verið
breikkaður að mun.
í Öxnadalnum hefir verið unnið
að vegarkafli nálægt Sveinsstöðum
Þar var Öxnadalsáin að brjóta
gamla veginn á nokkrum stöðum.
En næsta sumar verður byrjað að
vinna í veginum út við Bægisá, og
haldið áfram samfeldri vegargerð
inn dalinn. *
Vegurinn yfir Vaðlalieiði verður
fullgerður að áliðnu næsta sumri.
1 sumar hafa bílar orðið að fara
gamla veginn á fimm kílómetra
svæði. En í haust verður þar full-
gerður kafli sem nvi er unnið að
og bniað eitt gil, og verð ur þá
ekki nema 2 ltm. sem fara þarf
eftir gamla veginum.
í Ljósavatnsskarði' liefir verið
slæm bílfærð í sumar, sökum ó-
venjulégra rigninga. Er nú unnið
þar að umbótum og má vænta að
á næsta sumri verði þar sæmilegur
vegur. Djúpá liefir verið brúuð í
sumar, og eins lokið við Skjálf-
andafljótsbrúna nýju. Hún er á
sama stað og hin gamla, en mikið
liærri og lengri.
í Norður-Þingeyjarsýslu fór jeg
í bíl, segir vegamálastjóri frá
Blikalóni á Sljettu inn hjá Leir-
liöfn og Kópaskeri inn á Jökulsár-
brú, og síðan vestur í Kelduhverfi.
En milli Kelduhverfis og Húsavík-
ur fór jeg fekki í bíl. Reykjaheiði
hefir þó verið farin í bíl, og býst
jeg við að leita á næsta ári fjár-
veitingar til þess að gera veginn
yfir heiðina sumarbílfæran, enda
verður það ekki kostnaðarsamt.
Um Norður-Þingeyjarsýslu er nú
orðið svo bílfært, að þar eru bílar
allmikið notaðir, enda eru nú 11
b'lar þar í sýslunni. Er verið að
rvðja þar bílfæran veg fram á
Ilólsfjöll, en sú bygð liefir til
þessa verið mjög afskekt.
í Þistilfirði er verið að gera brú
á Hafralónsá. Hefir byggingarefni
í hana verið flutt á bíl frá Þórs-
höfn. Er það í fyrsta sinn sem
bíll-er notaður í því lijeraði. Bíl-
fært ætti að geta orðið frá Þórs-
liöfn að Svalbarði eftir svo sem 2
ár. —
1 Vopnafirði hefir verið gerð brú
á Hofsá, 100 metra löng. Þangað
var og líka flutt brúarefni úr kaup
staðnum á fyrsta bílnum er til hjer
aðsins kom.
Hjá Fossvöllum í Jökulsárhlíð
er verið að vinna við þjóðveginn.
Og brú á að gera þar á Jökulsá í
haust, ef tími vinnst til og tíð
leyfir.
1 Vesturlandsvegi er verið að
vinna, og er nýi vegurinn lagður
um þrönga dalskoru, Miðdal, sem
liggur nokkru vestar en Bratta
brekka. Nýlega er þar fullgerð
brúin á Bjarnadalsá. Leiðin frá
Dalsmynni í Norðurárdal og vest-
ur yfir fjallið eftir Miðdal er ör-
stutt, aðeins rúmir 11 ltm. En brú-
in yfir Bjarnadalsá er allmikið
mannvirki, steinsteyptur bogi járn
bentur yfir 16 metra djúpt gil.
f Dölum hafa vegabætur verið
gerðar undanfarin ár, svo nú er
hægt að komast í bíl alla leið úr
Suður-Dölum vestur í Hvammsveit,
eða jafnvel vestur í Saurbæ þegar
færð er góð.
í Barðastrandarsýslu hafa verið
gerðar brýr á Vatnsdalsá og Vatt-
ardalsá, en þær ár eru sín hvoru
megin við Þingmannaheiði. Enn-
fremur hafa verið gerðar talsverð-
ar vegabætur í austurhluta sýsl-
unnar.
í Önundarfirði er verið að gera
7 brýr, flestar í stað gamalla timb-
urbrúa sem voru úr sjer gengnar,
en allar eru þær smáar.
Fullgerð er stór járnbrú á Hvítá
á Brúarhlöðum, stendur hún miklu
hærra en gamla brúin svo henni
sje óhætt í flóðum, en mikla flóð-
ið í vetur sópaði burt gömlu bninni.
Vegur hefir verið gerður bílfær
alla leið að Gullfossi. Hefir sú leið
verið mjög fjölfarin síðan.
Farið hefir verið í bíl irpp með
Hvítá, eftir Kjalvegsslóðum alla
leið upp með Bláfelli — upp undir
Sultarkrika.
Segir vegamálastj. að lítill til-
kostnaður muni verða við að gera
færan sumar bílveg alla leið upp
að ferjustað Hvítár, við Hvítár-
vatn. Vill hann að það verk drag-
ist ekki lengi.
En úr því vegamálastjóri lítur
svo á, ætti næsta sporið að
vera að setja bílferju á Hvítá.
— Þá er að gera Kjöl bíl-
færan, brúa nokkrar ár, og áður
en langt um líður ætti að vera
hægt að komast á bíl þá leið milli
bygða.
Kjalarnesvegurinn er kominn
inn að Kiðafellsá, og ný ferja og
kentug á Hvalfjörð, eins og al-
kunnugt er, og lendingarbætur
gerðar svo hægt er að leggja ferj-
junni að hvernig sem stendur á
sjávarflóði.
Var nýlega farið á 3þ2 klsL frá
Bvík um Hvalfjörð upp að Grímsá
í Borgarfirði.
1 Árnessýslu er unnið að fram-
haldi Biskupstungnabrautar áleið-
is að Geysi. Liggur brautin upp
vestan Tungufljóts frá nýju
brúnni, og mun væntanlega full-
gerð að Múla næsta sumar. — í
Skaftafellssýslu hefir verið gerð
brú á Tungufljót nálægt Flögu og
unnið talsvert að vegi þvert yfir
Skaftártunguna. f fyrra var sett
bráðabirgðabrú á aðra aðalkvísl
Hafursár í Mýrdal, en nú hefir
einnig hin kvísliir verið brúuð á
sama hátt.
í flestum sýslum hefir' verið
unnið mikið að endurbótum sýslu-
veganna, og hafa verið gerðar þar
margar smábrýr.
Með sama framhaldi á vega-
gerð og verið hefir undanfarin ár,
má gera sjer von um, segir vega-
málastjóri, að innan fárra ára
verði bílfært að sumarlagi alla leið
til Áustfjarða. Og hver veit nema
nýju snjóbílarnir geri leiðir þess-
ar einnig færar á vetrum. Úr því
sker reynslan næstu árin.
Frk. Ingeserd Lillequlst,
sem er mörgum bæjarbúum að
góðu kunn, hefir undanfarna daga
haft. útsölu á ýmsum handmáluð-
úm hlutum, er hún liefir gert. Má
þar m. a. nefna allskonar dúka.
bæði borðdúka og veggdúka, sjöl,
slifsi, dömuveski, kraga og upp-
slög.
Eru þetta alt liinir bestu gripir,
því að frk. Liliequist hefir frábær-
an listasmekk ög lætur ekki neitt
frá sjer fara, nema það sje sjer-
lega vandað. Sumir veggdúkarnir
hennar eru sjerkennilega fallegir.
Frk. Liliequist fer nú alfarið
hjeðan í lok næsta mánaðar til ætt-
jarðar sinnar, Svíþjóðar, þar sem
hún heldur áfram skrautvefnaði
sínum og handmálningu, og er
hún vel kunn þar í landi fyrir list
sína.
Á morgun og þriðjudaginn hefir
lnin útsölu á þeim gripum, sem
enn eru óseldir og gefur hún 30%
afslátt af þeim.
Kvenþjóðin lijer í Reykjavík
ætti ekki að sleppa hinu góða
tækifæri með að líta á og kaupa
þessa fallegu og vönduðu dúka,
meðan enn er eitthvað til af þeim.
Rjett er að taka það fram, að
dúkarnir þola þvott.
Frk. Ingegerd Liliequist býr á
Sóleyjargötu 5 (niðri), í húsi
Gunnlaugs Einarssonar læknis, og
eru dúkarnir þar til sýnis.
lO SHtiiier
hefst Edinborgar
banst útsalan
1Q Septemher
A
o
TIRK .* liUBBBR BXPORT OO..
Akran, Ghlo, U. S. A.
Nú tekur að liausta og vegir að versna. Þurfa
bíleigendur því að byrgja sig upp með ný dekk
Kemur þá til greina hvaða tegundir kaupa eigi.
Goodyear dekk eru tvímælalaust þau bestu og
liggja að því margar orsakir. Goodyear er leið-
andi firma í gúmmí-iðnaðinum, allar aðrar gúmmí-
verksmiðjur verða að keppa við Goodyear.
Höfuðkostir Goodyear dekka eru þessir: Þau
eru gerð eftir nútímans nákvæmustu vísindaþekk-
ingu og úr því besta efni, sem fáanlegt er. Þau
\eru þar, af leiðandi mjög sterk, gerð þeirra og
lag þannig, að notagildi þeirra er 100%. Slitflöt-
urinn er breiðari en annara tegunda og liggja þau
því fastara á veginum, en það kemur í veg fyrir
liið óþægilega hliðarskrið og eyltur mjög öryggi keyrslunnar. Þau
hafa alla þekta kosti en enga óþekta ókosti.
Ný sending kemur með liverri ferð og eru dekkin ávalt fyrir-
liggjandi í heildsölu og smásÖlu hjá
P. STEFÁNSSON,
aðalumboðsmaður Goodyear á íslandi.
KartSflur.
«j
Fengum með e. s. íslandi nýjar þýskar kartöflur prima
tegund .
Eggert EjristfáBsson & Co.
Símar 1317 — 1400 og 1413.
Nvkomiö:
KÁPUEFNI — margir litir.
FÓÐURSILKI.
SILKIFLAUEL — mislit.
KJÓLABLÚNDUR í
— Simi 540, —