Morgunblaðið - 16.12.1930, Qupperneq 9
Þriðjudaginn 16. desember.
Lannakjör starfsnaanna
bæjarins.
RUGBY
er besti vörubíllinn.
Bílar fyririiggjandi.
Umboösmaður
IfillDS Guðiundsson.
Sími 1039.
Eimskipafjelaqshúsinu,
“ # þarf að vera snotur og sígild, helst svo að hún
sje æ því verðmeiri er lengur líður fram.
Þessa kosti hefir bókin Icelandic Lyrics. Hún
er einhver snotrasta bókin, sem út hefir komið
á islandi og í henni eru mörg af okkar ágæt-
ustu og sígildu kvæðum — á íslensku önnur
síðan, en í enskri þýðingu liin — og markaður
fyrir hana er svo víðtækur, en upplag lítið, að
liún mun áreiðanlega stíga í verði er stundir
líða fram. Bngin tækifærisgjöf er betur valin
til framandi vina, því með ljóðlistinni er
kyntur einhver allra markverðasti þáttur í
þjóðernislegri menningu íslendinga að fornu
og nýju. Fæst hjá bóksölum í Reykjavík og
hjá útgefandanum og kostar í skrautbandi
kr. 15.00, í egta rúskinnsbandi 25 kr. —
Þórhallur Bjarnarson, Sólvallargötu 31.
Reykjavík. Pósthólf 1001.
TOLTO
sænsku vörubílarnir eru nú af öllum, sem til
þekkja, taldir lang-traustustu bílarnir, sem völ
er á, enda mun nú enginn vörubíll verða í öðru
eins áliti á Norðurlöndum.
Sænsk vjelaiðja, járn- og stáliðnaður, er löngu
heimsfrægt, og að YOLVO-bílunum standa sum
þektustu firmu Svíþjóðar í þeim greinum, svo sem
Penta-mótorverksmiðjan, S. K. F.-kúlulegufirm-
að og ýms fleiri.
Allar frekari upplýsingar hjá
Hálldóri Eiríhssyni,
Reykjavík. Sími 175.
SCOTT’s heimslfæga
ívaxtasultal
jafnan fyrirliggjanði.
I. Brynjólisson & Kvnran
Starfsmannafjelag Reykjavík
urbæjar hefir sent fjárhags-
nefnd bæjarins og bæjarfull-
trúum eftirfarandi
Tillögur
um launabætur starfsmanna
Reykjavíkurkaupstaðar og til-
lögur um skipun launaflokka.
I. —3. flokkur. Borgarstjóri,
rafmagnsstjóri, hafnarstjóri,
bæjarverkfræðingur, gasstöðv-
arstjóri.
4. flokkur. Skrifstofustjóri
borgarstjóra, bæj argj aldkeri,
gjaldkeri rafmagnsveitu, hafn-
argjaldkeri, umsjónarmaður
rafmagnsmæla, yf irv j elstj óri
rafmagnsstöðvar. — Byrjunar-
laun 7500 kr. á ári, hækkandi
á 6 árum upp í 9000 kr. á ári.
— Bæjargjaldkeri, gjaldkeri
rafmagnsveitu og hafnargjald-
keri hafa, auk föstu launanna,
i/5°/oo af öllum greiddum pen-
ingum í og úr bæjarsjóði, raf-
magnsveitusjóði og hafnarsjóði,
alt að 1000 kr. á ári hver um
sig. .
5. flokkur. Byggingarfulltrúi,
nðstoðarverkfræðingur, yfirbók-
ari. — Byrjunarlaun 7000 kr.
á ári, hækkandi á 6 árum í 8300
kr. á ári.
6. flokkur. Yfirlögregiuþjónn,
slökkviliðsstjóri, yfirhafnsögu-
maður. — Byrjunarlaun 6400
kr. á ári, hækkandi á 6 árum
upp í 7600 kr. á ári.
7. flokkur. Varaslökkviliðs-
stjóri, heilbrigðisfulltrúi, gjald-
keri gasstöðvar, bókavörður,
hafnsögumenn, stöðvarverðir
við rafmagnsstöðina. — Byrj-
unarlaun 5900 kr. á ári, hækk-
andi á 6 árum upp í 7000 kr.
á ári.
8. flokkur. Línuverkstjóri, eft
irlitsmaður spennistöðva, dyra-
vörður barnaskóla, bókarar,
mælaprófari. — Byrjunarlaun
5300 kr. á ári, hækkandi á 6
árum upp í 6300 kr. á ári.
9. flokkur. Lögregluþjónar,
brunaverðir, fátækrafulltrúar,
montörar, mælaviðgerðarmenn,
yfirkyndari við gasstöð, bað-
vörður, álestrarmenn mæla. —
Byrjunarlaun 4700 kr. á ári,
hækkandi á 4 árum upp í 5600
kr. á ári.
10. flokkur. Rörleggjarar við
gasstöðina, innheimtumenn, sót-
arar, kyndarar við gasstöðina,
bifreiðastjórar, verkstjórar við
sorp- og salernahreinsun. Byrj-
unarlaun 4200 kr. á ári, hækk-
andi á 4 árum upp í 5000 kr.
á ári.
II. flokkur. Fastir verka-
menn við sorp- og salernahreins
un. Byrjunarlaun 3600 kr. á
mánuði, hækkandi á 4 árum
upp í 4300 kr. á ári.
12. flokkur. Vjelritunarstúlk-
ur og skrifarar. — Byrjunar-
laun 3000 kr. á ári, hækkandi
á 4 árum upp í 3600 kr. á ári.
Ef verðlag framfærsluþarfa
hækkar eða lækkar svo að nemi
10% eða meiru, miðað við vísi-
tölu- 221, hækka eða lækka
laun starfsmanna að rjettri til-
tölu.
Tillögunum fylgdi svohljóð-
andi
Greinargerð:
Laun starfsmanna Reykjavík-
urbæjar hafa um langfc skeið
verið reiknuð eftir grundvelli
þeim, sem lagður var með ,,Sam
þykt um laun starfsmanna
Reykjavíkurkaupstaðar" frá 13.
des. 1919.
Það mun öllum Ijóst, að þessi
grundvöllur er nú orðinn al-
gerlega ónógur og óhafandi,
enda hefir um langt skeið verið
frá honum vikið í mörgum
greinum. Aðalbreytingin hefir
verið dýrtíðaruppbót, sem þó
hefir aðeins verið reiknuð af %
hlutum launanna. En sú launa-
bót er aftur bygð á grundvelli
sem flestir munu telja mjög ó-
hentugan, þar sem fáaf lífs-
nauðsynjar eru teknar til
greina, og jafnvel miðað við
tegundir nauðsynja, sem lítil
eða engin áhrif hafa á afkomu
manna hjer í bæ, en aftur öðr-
um slept, svo sem húsaleigu,
gem er stórmikill liður í árs-
útgjöldunum. Þá má ennfrem-
ur benda á, að sumir starfs-
menn hafa fengið sjerstakar
launabætur, vegna ómegðar o.
fl., eða eingöngu vegna þess,
að bærinn gat ekki haldið þeim
í þjónustu sinni nema launin
væru aukin. Hefir kveðið mest
að þessum launabótum hjá
mönnum, sem voru í hæstu
launaflokkum eftir samþykt-i
inni frá 13. des. 1919.
Það segir sig sjálft, að þessi
ringulreið er óviðunandi og full
þörf þess, að launaskipuninni
sje komið í fastar skorður.
Hitt er þó meira um vert, að
laun starfsmanna í lægri launa-
flokkum eru alment of lág,
hvort sem miðað er við fram-
færsluþarfir, eða miðað við
kjör sambærilegra starfsmanna
utan lands og innan. Og þar
sem bæjarstjórn hefir hækkað
mjög laun sumra stai;fsmanna
bæjarins, sem eru í hæstu launa
flokkum, og síst þurftu launa-
bætur til framfærsluþarfa, hef-
ir hún viðurkent með því, að
laun þeirra hafi verið of lág,
og þar með skapað sjer skyldu
til'-að bæta kjör starfsmanna í
lægri launaflokkum, sem þurfa
launabóta með sjerstaklega
vegna framfærsluþarfa. Enda j
efumst við ekki um, að bæjar-)
stjórn _sje ljúft að fullnægja',
þeirri skyldu með því, að verða
við þeim kröfum um launabæt-
ur, sem hjer er farið fram á.
Launakerfi það, sem við leggj-
um til að tekið verði upp hjer,
höfum við borijð saman við kunn
laun ýmsra sambærilegra starfs-
manna hjer og í öðrum löndum
og einnig við nokkrar stofnanir
hjer á landi, og bendir hann á
mun hærri laun annarsstaðar.
Hjer skulu aðeins nefnd nokkur
dæmi:
Eftir tillögunum hafa starfs-
menn í 4. flokki 9000 kr. sem
hámarkslaun. Sambærilegur mað
ur við rafmagnsstöðina í Björg-
vin hefir 11070 kr. (ísl.) og ann-
ar 10088 kr. (ísl.). Sambærilégur
maður við banka hjer í bænu-
hefir um 12000 kr. árslaun. Ef
tekið er meðaltal af hámarks-
laununum í 4., 5., 6. og 7. fL
hjer í tillögunum verður árs-
kaupið 8000 kr. Sje tekið meðaL
tal af launum 8 starfsmanna við
banka einn hjer í bænum síð-
astliðið ár, verður það 9000 kr„
á ári, og eru þó bankastjórar
ekki taldir þar með. Yfirvjelstj..
við Rafmagnsst. (4. fl.) fær sem
hámarkslaun 9000 kr. Yfirvjel-
stj. í Danmörku hafa að há-
markslaunum 10300 kr. (reiknað
í ísl. kr.).
Það kemur ekki til mála, að
rjett sje að miða laun starfs-
manna bæjarins við laun starfs-
manna ríkisins yfirleitt, því að
flestir munu viðurkenna, að
starfsmenn ríkisins sjeu alment
of lágt launaðir. Enda hafa kom-
ið fram sterkar, rökstuddar og
almennar kröfur um hækkanir
á launum þeirra, kröfur, sem
ríkið getur ekki til lengdar kom-
ist hjá að taka til greina. Ætti
að vera óþarft að finna þessum
orðum stað. Þó skal hjer minst
á nokkrar niðurstöð.ur af rann-
sóknum, sem gerðar hafa verið
um þetta efni og birtur almenn-
ingi.
í Árbók Háskóla Islands 1917
—1918 er sundurliðuð rannsókn
á ársútgjöldum embættismanna-
fjölskyldu, og verður niðurstað-
an sú, að ársútgjöldin nemi kr.
1803.07 á mann. — I A-deild Al-
þingistíðinda 1929 (bls. 321) er
svipuð skýrsla, sem sýnir 2000
kr. árseyðslu á mann, og önnur
skýrsla, sem sýnir 2120 kr. árs-
eyðslu á mann, báðar raunveru-
legar og allur kostnaður sundur-
liðaður.
Allar þessar skýrslur, og marg
ar fleiri, sýna og sanna, að föst
starfslaun hrökkva ekki fyrir
gjöldum, og alstaðar er fullyrt,
að mismuninn verði menn að fa
fyrir aukastörf. Það er vitan-
legt, að því er einnig svo farið
um marga starfsmenn Reykja-
víkurbæjar, að þeir verða að
drýgja laun sín með tekjum fyr-
ir hjáverk, til þess að halda bú-
reikningi sínum í horfinu. En
aðrir, sem engar slíkar tekjur
geta fengið, verða að neita sjer
um margt og mikið, sem viðun-
anleg afkoma manna útheimtir.
Það er tvímælalaust óhagur fyr-
ir bæjarfjelagið, að viðhalda
slíku ástandi lengur.
Með þessu frumvarpi til launa-
skipunar er ætlast til að öll dýr-
tíðaruppbót falli niður, og per-
sónulegar launabætur til þeirra
manna, sem það tekur til. En þar
sem svo stendur á, að starfs-
menn hafa húsnæði hjá bænum,
eða húsnæði, ljós og hita, er ætl-
ast til, að þessi fríðindi komi tiF
frádráttar almennu laununum,.
og sje húsnæði reiknað Ve hluti
launanna, en húsnæði, ljós og
hiti l/5 hluti þeirra.
Launahækkanir eftir starfs-
aldri (mismunur á byrjunarlaun-
um og hámarkslaunum) fari
fram í þrennu lagi á 6 árum, i
4—8. flokki. Einfaldast er að
skifta launahækkuninni í 3 hluta.
Fyrsti hlutinn bætist við launin
í upphafi 3. starfsárs, annar
hlutinn bætist við í upphafi 5.
starfsárs. Þriðji hlutinn bætist
við í upphafi 7. starfsárs. í 9.—