Morgunblaðið - 11.01.1931, Page 6

Morgunblaðið - 11.01.1931, Page 6
M 0 R G ir'N B L A Ð I Ð Skuldir og húskapur. Skuldirna.r og gamli búskapurinn. Fyrir nokkrum árum fjekk jeg brjef frá góðum sveitabónda, fram fara og framkvæmdamanni, sem hafði byrjað með tvær hendur tóm- ar, unnið mikið og efnast talsvert. Hann vjek þar að skuldum bænda, sem nú eru kallaðar lán og þykja prýða hvern mann, og sagði að sín lífsreynsla væri sú, að skuld- vörustu mönnunum búnaðist best. Mig minnir jafnvel að hann bætti því við, að hann hefði aldrei þekt bónda, sem grætt hefði á lánsfje svo nokkru næmi. Hvað mig sjálfan snertir, þá hefi jeg sömu sögu að segja. Faðir minn byrjaði með lítil. efni, gerði miklar jarðabætur, bygði upp öll hús á jörðinni og — tók aldrei lán. Svo var þetta þá um flesta bændur í mínum hreppi. Og enn eru þar menn, sem búa skuldlaus- ir og veðsetja ekki jarðir sínar. Jeg þekki tvo af þessum gömlu bændum náið. Báðir hafa þeir búið skuldlaust svo heita megi, bætt jarðir sínar stórum, efnast flestum framar og þó lifað höfðinglegar en flestir aðrir. Báðir búa þeir á erfiðum jörðum, svo ekki standa þeir betur að vígi en aðrir. En hverju er það að þakka, að þessir bændur bera höfuðið hátt á þessari barlóms- og baslöld? Það ber sjálfsagt margt til þess, en fyrst og fremst dugnaður og hyggindi sjálfra þeiria og kvenna þeirra. En mjer er nær að halda, að skuldleysið eigi og drjúgan þátt í því. Jeg hefi að minsta kosti sjeð mannvænlega menn, sem að öllu leyti sýndust standa fult svo vel ,að vígi og hinir, hefja búskap með aihniklu lánsfje og þó ekki óhóf- lega. Þeim hefir géngið erfitt, hafa vart getað risið undir vöxtum og afborgunum, því oft er arðurinn -smár, sem búin gefa. Flestir bænd- ur verða því að fara mjög varlega í því að nota iánsfje. Einstök dæmi sanna auðvitað lítið, en nú vill svo til að vjer höfum fengið nokkra reynslu fyrir því, hversu skuldafje hefir gefist bændum. Hversu hefir bankaútibúið á Sel- fossi gefist? Það hefir haft.all- mikið fje til umráða og lánað það bændum. Hefir þetta orðið til þess að ný uppgangsöld hafi runnið upp í sveitunum austanfjalls og hagur bænda batnað? Kunnugir menn hafa sagt mjer að helsta breytingin hafi verið sú, að bænd- ur hafi sokkið í skuldir og veiti erfitt að standa í skilum. Ekki mun bankinn heldur hafa grætt á þessu útibúi. Hvernig hefir svo gengið með útibúin á Eskifirði og Seyðisfirði? Nokkuð af fje þeirra mun hafa gengið til bænda, en ekki hefi jeg heyrt þess getið að það hafi valdið neinum fjörkipp í búskapnum ■austanlands. En það eru ekki eingöngu bank- arnir sem lána. Kaupfjelög og kaupmenn reka nú víðast víðtæka skuldaverslun. Þess munu vera dæmi, að bændur sjeu rígbundnir á skuldaklafa við kaupmanninn «ða kaupfjelagið, og það svo að peningar eru horfnir úr umferð og öll viðskifti ganga gegnum verslunarreikningana. Eru nú skuldugu sveitirnar bet- ur settar en hinar og framfarir þar meiri? Mjer er sagt um sumar “þeirra, að hvergi sje fátæktin moiri en þar, og að sumir telji það einu viðreisnárvonina, að skuldirn- ar verði gefnar eftir. Hvað er svo orðið af gróðanum af lánsfjenu? Ef trúin á skuldirnar væri að öllu heilbrigð hugmynd, ættu skuldug- ustu sveitirnar að vera best settar. Oðru vísi víkur þessu við við sjóinn og verslunina. Þar er gróða- vonin -meiri og vill þó bregðast. Jeg sleppi því í þetta sinn að tala um þessa hlið málsins. Skuldimar og nýi búskapurinn. Að undanförnu hefir það verið notað sem besta kosningabeita, að „veita fjárstraumnum upp í sveit- irnar“, til þess að hefja þar nýja blómaöld fyrir sveitabúskapinn með mikilli landrækt, stofnun ný- býla, hverskonar vinnuvjelum og nýjum búskaparháttum. Nokkrum miljónum króna verður að minsta kosti varið til þessa. Enginn efar það, að sjálfsagt sje að nota þær vjelar, áburð og önn- ur nýtísku tæki, sem oss mega að gagni koma, en hvað vita menn svo um þennan fyrirhugaða ný- tísku búskap? Ber hann sig svo vel, að gróðavegur sje að nota all- dýrt lánsfje? Geta menn til dæmis notað það til þess að kaupa land, byggja sjer nýbýli, þurka og rækta landið, kaupa sjer bústofn og geta þeir lifað síðan sæmilegu lífi á kotinu og greitt þar á ofan vexti og afborganir af skuldun- um? Það er því miður sá galli á þess- um framtíðardraumum, að enn er lítil sem engin rejmsla fengin fyrir þessum nýja búskap, nema lítið eitt í nærsveitum Reykjavíkur og stærstu kauptúnanna, sem standa miltlu betur að vígi en aðrir lands- hlutar. Þess væri óskandi, að hin stórfenglega tilraun Thor Jensens á Korpúlfsstöðum yrði gróðaveg- ur, en að svo stöddu verður tæp- lega mikið um það sagt. Meðan alt eir enn á huldu um nýja búskapinn, hlýtur það að vera varhugavert fyrir bændur að hleypa sjer í skuldir fyrdr hann. Það bendir því miður margt til þess, að málið sje ekki svo einfalt sem af er látið. Mjer er til dæmis kunnugt um það, að fyrir nokkru voru gerðir uppdrættir af nýbýli í Flóanum: einföldu íbúðarhúsi, fjósi fyrir 10 kýr, hlöðu og hesthúskofa úr steypu. Með því vinnu og vöru- veiði, sem þá var, kostuðu húsin yfir 25 þúsund krónur, ef alt var unnið af daglaunamönnum. Þá var eftir landverðið, þurkun, rækt- un og bústofn, svo dýr hefði sá Hafliði orðið allur. Mun fáum komp. til hugar, að þessi búskapur hefði borið sig með bankaláni. Norðmenn hafa ræktað stóreflis mýraflæmi og breytt þeim í rækt- uð nýbýli. Ríkið og ráðunautar þess sáu um framkvæmdir: bygðu liúsin úr timbiú, því skógur óx á nokkrum hluta landsins, ])urkuðu ];að og ræktuðu. Þó alt þetta væri unnið í stórum stýl og landið afar- ódýrt, varð mikið tap á hverju býli 15—20 þús., ef jeg rjett man. Eins og mörgum er kunnugt gengur nú hin argasta óáran yfir flest lönd, austanhafs og vestan, og afurðir bænda hafa fallið stór- um í verði eða orðið lítt seljan- legar. I Ameríku liggja feikn af hveiti óselt, ull í Astralíu, kaffi í Brasilíu og í sumum sykurlönd- unum er blátt áfram hallæri. Þau undur hafa skeð, að meira er framleitt af hverskonar mat- vöru en heimsmarkaðurinn torgar, þrátt fyrir alla fólksfjölgun. Hvað anæfa heyrist sama sagan, að bii- skapurinn beri sig ekki og að fólkið streymi úr sveitunum inn í borgirnar, þó’ margir standi þar síðan húsnæðislausir og atvinnu- litlir. Og hvernig eru ástæðurnar og aðstaðan í erlendu sveitunum? Húsin eru þar víðast traust stein hús. Það þarf ekki að kosta miklu til þeirra. Landið er þurkað og alt í góðri rækt frá fornu fari, meðferð á- burðar góð. Allskonar vjelar eru notaðar til vinnusparnaðar. Samgöngur eru ágætar, ýmist vegir eðá járnbrautir. Ýmisleg samvinnufyrirtæki eru víða til hagnýtingar á mjólk o. fl. Þessir menn hafa þá alt, sem hjer er talið nauðsynlegt, til þess að búskapur blómgist. — Og þó gengur þeim svo erfiðlega að þeir flýja burtu! En þeir hafa miklu meira. Þeir hafa langt sumar og stuttan vetur, geta ræktað hvað sem þeir vilja, stundað kornrækt eða hús- dýrarækt eftir því sem best borg- ar sig. Það er ekki ástæðulaust, þó spurt sje: Eru nú nokkur líkindi til þess að oss farnist betur, sem búum í miklu ófrjórra landi og við hærra kaupgjald en þar er víðast hvar? Hvað útflutningsvörur snert ir verðum við þó að keppa við frjósömu löndin, sem standa að flestu leyti betur að vígi. Bjarga bæirnir sveitunum? Fyrir eitthvað 25 árum átti jeg tal við bónda um framtíðarhorfr" sveitabúskaparins og spáði því a’5 ný framfaraöld í búskap myndi renna upp — og koma frá kaup- túnunum, en ekki sveitum. Þótti bóndanum þetta ólíklega til getið. Þessi spá hefir rætst að miklu leyti. Það voru einmitt kaupstaða- búar, sem rjeðust fyrst í stórfelda jarðrækt, eins og sjá má á Akur- eyri, Húsavík, Vestmannaeyjum, Reykjavík og víðar. Það eru ein- mitt þessar framkvæmdir, sem kveiktu trúna á nýtísku-jarðrækt og breytta búskaparhætti. Erlendis hafa menn fylgt þessu máli lengra. Þar hafa menn rekið sig á það að búskapur þrífst hvergi betur en í umhverfi borga, því þar er markaðurinn miklu betri fyrir ýmsar nýjar sveítavörur, sem þola illa geymslu, nýja mjólk, nýtt kjöt, garðávexti o. fl. Þetta hefir leitt til þess, að margir gera sjer von um, að bæirnir sjeu helsta ráðið til viðreisnar sveitabúskapn- um, ef til vill eina ráðið til'þess að fá betri markað. Það hafa jafn- vel verið gerð skipulög yfir heil hjeruð, borgum hefir verið mark- að pláss á hentugustu stöðum með hæfilegum sveitum umhverfis, sem gætu fengið nægan markað í bæj- unum. íslensku bæirnir eru að vísu smávaxnir og að ýmsu leyti í bernsku. Þó er nú komið svó, að mikill hluti sunnlenskra bænda hafa sinn besta markað í Reykja- vík, og sumir svo að segja fyrir allar sínar vörur. Og það eru allar horfur á að bæirnir haldi áfram að vaxa, ef ekki skellur á óáran við sjóinn. Undanfarin ár hefir öll fólksfjölg- unin, um 1500 manns á ári, lent í bæjunum og að mestu í Reykjavík. Þessi handahófsvöxtur er ekki að öllu heppilegur, og það gæti komið til tals að stýra honum á hentugri hátt. Bæirnir við Faxaflóa: Reykja- vík, Hafnarfjörður, Keflavík og Akranes, geta eflaust keypt flest- ar sveitavörur, sem Faxaflóasveit- irnar geta framleitt, og jafnvel þó ræktun aukist til mikilla muna. Sveitirnar austanfjalls gætu fengið hentugan markað, ef mynd- arlegur útvegsbær risi upp í Þor- lákshöfn, og arðsama vetrarvinnu í tilbót við fiskiveiðar á vertíðinni. Ef straumurinn af unga fólkinu beindist þangað, væri þar risinn upp bær með 15 þúsund íbúum eft- ir 10 ár! Væri komin góð höfn í Þorlákshöfn myndu flestir úr aust ursveitunum leita þangað, en ekki til Reykjavíkur og Vestmannaeyja eins og nú gerist. Sennilega mætti koma svipuðu skipulagi á hina landsfjórðungana áður langir tímar liðu. Ef bæirnir geta blómgast og út- vegurinn ber sig vel, þá fer naum ast hjá því að sveitabúskapurinn blómgist líka. Hvorugt getur án annars verið. Það þarf ekki annað en að líta á Mosfellssveitina hjerna, sem öll er að breytast í tún, þar sem kot- býli verða að höfuðbólum, eða stórhýsin, sem Mjólkurfjelagið hef ir bygt hjer í bænum. Grundvöllur allra þessara framfara er ekkert annað en Reykjavíkurbær ög mjólkurmarkaðurinn þar. Skuldirnar og landsbúskapurinn. Þó flestum muni koma saman uin það að land, sem hefir í eins mörg horn að líta og svo mörg verk að vinna eins og Island, geti ekki komist af án alls lánsfjár, þá má óhætt fullyrða það, að ætíð verður það tvíeggjað sverð, sem nota þarf með mestu varúð. Ríkið er að þessu leyti engu betur sett en einstaklingurinn. Hvar hyggi- legustu takmörkin liggi fyrir notk un á lánsfj^, sjerstaklega erlendu, er að vísu álitamál og fer að nokkru eftir ástæðum, en jeg er sannfærður um, að þau eiga að vera tiltölulega þröng. Það er ekki fátt, sem glepur þingmenn til þess, að gína lánsfje. Þingstjórnarskipulagið hef ir þann mikla ágalla, að flokkarn- ir eru neyddir til þess að múta kjósendum og bjóða sífeld yfirboð, styrki og stuðning til allra stjetta, sem mildu ráða um kosningar, sem eru svo teknir aftur úr vasa almennings. Aðrir þykjast til þess neyddir að koma miklu í verk og láta „vefkin tala“, en beinasta leiðin til þess er að taka lán, eyða meiru en aflast, og láta síðan and- stæðingana liafa það vanþakkláta verk að borga brúsann. Þá þurfa og flestir þingmenn á einhverjum bitling að halda handa kjósendum sínum, til þess að hafa þá góða við næstu kosningar. Það er eins og þetta stjórnskipulag hafi verið fundið upp til þess að auka eyðslu, hækka skatta og freista til skulda.1) Skuldlaus ríkisbúskapur. Ef einhver kynni að halda, að öll ríki þurfi á lánsfje að halda, þá er það auðvitað heimska ein. Frá 1874 til 1903 höfum vjer sjálf- ir búið skuldlaust og miðaði þó drjúgum áfram í framfaraáttina. Illu heilli yfirgáfum vjer þessa stefnu og tókum upp skuldabrask- ið, er þingstjórnin tók við taumun- um og gerði landið að mjólkurkú fyrir útlenda auðmenn. Það var látið í veðri vaka, er stofnað var til ríkisskulda, að framfarirnár gengju svo seint, að eini vegurinn til þess að flýta fyrir þeim væru ríkislán. trúin á þetta var svo rík, að merkur maður sagði á fundi í Rvík, að „ef vjer gætum fengið 10 miljónir að láni, ])á munaði það hvorki meira nje minna en því að vjer yrðum allir ríkir“. — Vjer höfum nú fengið þetta og meira til, en höfum vjer allir orðið ríkir?" Þeim, sem halda að eini vegur- inn til fljótra framfara sjeu ríkis- skuldir, vil jeg benda á Rússland. Stjórn þess mun hafa verið fús til þess að taka lán, en fjekk það hvergi, því enginn treysti henni. Hinsvegar var svo knýjandi þörf fyrir fljótar framfarir sem mest mátti verða. En rússneska harð- stjórnin dó ekki ráðalaus. Hún kom á fót skyldusparnaði í öllu ríkinu í 5 ár og tók svo að segja alt af öllum, nema einföldustu lífsnauðsynjar auk nokkurra skemt ana. Á þennan hátt hefir henni tekist að safna nægilegu fje til stórfeklra framkvæmda. Nú ætti ætla, að almenningur hefði alls ekki sætt sig við slíka afarkosti, en raunin hefir orðið sú, að flest- alliir gera sjer þetta að góðu, bæði af því að þeir eru tilneyddir og ekki síður vegna þess, að þeir hafa fasta trú á því, að þetta sje þjóðráð til þess, að reisa landið úr rústum. Sem stendur eru nokkrar horfur á því, að Rússland taki fijótari efnalegum framförum en nokkurt annað land og standi þó skuldlaust á eftir! Þessi leið stendur öllum opin og er ekkert bundin við sameignar- stefnuna, þó fæstir myndu hvetja til þess að beita henni með slíkri harðneskju, sem gert hefir verið í Rússlandi. Það má heldur ekki ein blína á framkvæmdir ríkisins, því eftir því sem þær vaxa og meira er tekið af almenningi þverra framkvæmdir einstakra manna. 1 Rússlandi eru þær að mestu horfn- ar. — Á því er enginn vafi, að auðvelt ei að hafa skuldlausan ríkisbú- skap, hvort heldur sem ríkisfram- kvæmdir eru miklar eða litlar. Skuldlausa ríkið getur þá varið árstekjum sínum óskertum til hverskonar nauðsynja og fram- kvæmda. Skulduga ríkið verður að greiða meira eða minna af þeim J) Öllu þessu er nánar lýst í kveri mínu „Út úr ógöngunum“. Fæst hjá bóksölum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.