Morgunblaðið - 11.01.1931, Page 7
MORGUN BLAÐIÐ
7
STRAUJÁRN og
RAFMAGNSBAKSTRAR
eru ómissandi á
hverju heimili.
Raf tæk j averslimin
Norðnrljósið
Laugaveg 41.
í vexti og afborganir, verðnr á-
nauðugur skuldaþræll erlendra
auðmamw), og á þar á ofan á liættu
að glata efnalegu sjálfstæði, en
án þess er rjettarlegt sjálfstæði
nafnið eitt. Sem stendur greiðir
íslenska ríkið árlega á aðra miljón
króna af erlendum lánum. Þá ligg-
ur það í augum uppi, að skuld-
laust ríki er miklu betur sett en
skuldugt ef árferði spillist og
tekur ríkissjóðs þverra.
Aðeins einn af stjórnmálamönn-
um vorum hefir lýst yfir því að
vjer ættum að stefna að því að
búa skuldlaust: Jón Þorláksson.
Meðan hann fór með fjármálin
minkuðu og ríkisskuldirnar drjúg-
um. Jeg býst við að flestir búmenn
landsins sjeu honum sammála.
Nú munu fæstir telja það nauð-
syn að ríkið noti ekkert lánsfje,
en hvar eru þá takmörkin?
Jeg hygg, að þau sjeu hin sömu
og hjá góðum, varfærnum búmanni
og þó að vísu nokkuð þrengri. —
Helst vill liann vera skuldlaus og
■eiga þar á ofan hæfilega upphæð
að grípa til ef á þarf að halda, en
sjái liann liinsvegar leik á borði
með áreiðanlega arðsamt fyrirtæki,
þá hikar hann ekki við að taka
lán til þess, ef nauðsyn gerist.
Hafi honum missýnst og fyrirtæk-
ið bregðist, þá hefir hann teflt,
sínu fje en ekki annara í tvísýnu.
Eíkisstjórn fer aftur með rjett-
nefnt, ómyndugra fje o|>' hefir alls
ekkert leyfi til þess að tefla því
i neina tvísýnu. Henni er leyfilegt
•að nota lánsfje til nauðsynlegra
-og ótvírætit arðsamra fyrirtækja,
sem hljóta að koma næstu kynslóð
að góðum notum, en hún hefir
;annars ekkert leyfi til þess að
leggja „dauða' hendi“. og skulda-
•súpu á herðar barnanna, sem eru
;að alast upp. Þau eru viss með að
ráða betur fram úr vandamálum
sinnar tíðar en gainla kynslóðin,
sem gengin er undir græna torfu.
Vilji samtíðin .hafa eitthvað að
hrósa sjer af, þá þarf hún að búa
vel í haginn fyrir börnin sín og
borga sjálf kostnaðinn.
Búhnykkurinn og svikamyllan.
Hálfhikandi tókum vjer fyrsta
ríkislánið og vörðum vjer því þó
á gætinn tryggilegan hátt, en hik-
ið fór fljótlega af og hvert lánið
-var tekið eftir annað, enda ekki
við öðru að búast með þingræði og
flokkastjórn.
Þrátt fyrir veltiár og eindæma
tekjur ríldssjóðs síðustu árin, var
síðasta þing sammála um það að
taka stærsta lánið, sem vjer höf-
um nokkru sinni tekið, 12 miljóna
lánið, -sem mest hefir verið rifist
um.
Jeg bað reikningsfróðan mann,
að segja mjer, livað við fengjum
í aðra hönd við þessa lántöku, og
hvað vjer þyrftum hinsvegar að
horga, er öll kurl kænm til grafar.
Honum reiknaðist þannig:
Lánið er (£ 540.000) 11934000 kr.
Afföll (7i/2%) 895050 kr.
Kostnaður
(%%) 38950 —
-----------934000 kr.
Til afnota koma 11000000 kr.
Vextir og afborganir
í 40 ár >26374137. kr.
Vjer fáum þá alls 11 miljónir
kr., en borgum þær með 26 miljón-
um 374139 kr.
Lannig lítur hann þá xit þessi
mikli bvihnykkur, sem þingið gerði
eins og í minningu 1000 ára af-
mælis Alþingis!
Og þó kemur í raun og veru
miklu minna fje til afnota en hjer
er talið, því mikið gengur í ýmsan
kostnað, stjórn Búnaðarbankans
o. fl.
Að vísu gengur minstur hlutinn
af láni þessu til bænda, en eigi
þeir að græða á þeim miljónum,
sem falla í þeirra hlut, þarf bú-
skapurinn að ganga betur en nú
gerist.
v En þó það sje næsta tvísýnt, að
lán þetta verði oss gróðavegur, þá
er eitt vist: að vjer verðum að
bcrga það. f 40 ár verðum vjer að
greiða útlendingunum yfir % mil-
jón króna á hverju ári í vexti og
afborganir hvort sem árferði er ilt
eða gott.
Þennan myllustein höfum vjer
hengt um hálsinn á börnum vo.rum.
Það er sagt, að nokkrir hlutir
hjer á landi sjeu óteljandi: Vatns-
dalshólar, vötnin á Tvídægru, eyj-
arnar á Breiðafirði 0. fl. Nú hefir
nýr hlutur bætst við þá gömlu:
Krónurnar, sem íslenska ríkið
skuldar. Lærðustu menn hnakkríf-
ast um það hve margar þær sjeu,
og deilir jafnvel á um miljóna-
töluna.
Ef gert er ráð fyrir, að ríkis-
skuldimar sjeu um 26^2 miljón
króna, þá koma um 253 kr. á hvort
mannsbarn í landinu, en um 1400
k<r. á hvert meðalheimili (5—6
menn). —
Vitaskuld getum vjer borgað
þetta, en það munar um minna!
Og verst er að öll líkindi eru
til þess, að skuldirnar fari vaxandi
— þangað til alt lájistraust lands-
ins er uppurið.
Sumir halda, að nýjar kosningar
og sparsöm stjórn geti kippt öllu
þessu í lag, grynnt á skuldunum
og borgað þær jafnvel að fullu áð-
ur mjög langir tímar líða.
Jcg hefi enga von um þetta. Þó
harðhentir búmenn stjórnuðu land
inu, spöruðu og grynntu á skuld-
unum, þá myndu þeir fljótt verða
ásakaðir fyrir íhald, kyrstöðu og
nirfilshátt og velt-ust bráðlega úr
völdum. Við þeim tækju svo eyðslu
menn, sem hefðu lofað kjósendum
gulli og grænum skógum. Á einu
ári myndu þeir svo eyða því, sem
safnað liefði verið með erfiðismun-
um á mörgum.
Stjórnarfar vort er hrein og bein
svikamylla. Hún malar skuldir og
skatta.
Ef nokkur von á að vera til þess
að breyta þessu fargani, þarf
tvennt til:
Fyrst og fremst breytingu á
st j órnskipulaginu.
í öðru lagi góða búmenn við
stjórnartaumana.
Það er engin önnur leið til út
úr ógöngunum!
Guðm. Hannesson.
rf
py-V"-
Eftirmæli.
,,Þá eik í stormi hrynur liáa,
j*ví hamrabeltin skýra frá.
En þegar fjólan fellur bláa
fallið ]iað enginn lieyra má;
en ilmur horfinn innir fyrst,
urtabygðin' hvers hefir mist“.
Margir minnast þessara orða
Bjarna Thorarensens við fráfall
látinna vina, — einkum þeirra, er
unnu verk sín í kyrþey, voru sem
„fjólan bláa“, er ekki liafði liátt
nm sig meðan hún naut gróður-
magns síns, nje Ijet fjöllin berg-
mála brottför sína, er hún hnje
til moldar.
Ein hinna liorfnu vina úr urta-
bygð þessa kauptims er: Kristjana
Kristjánsdóttir.
Kristjana Kristjánsdóttir.
Kristjana sál. var fædd í Al-
viðru 12. jan. 1873. Foreldrar henn
ar voru Kristján Jónssðn bóndi
þar og kona hans Vigdís Teits-
dóttir, frá Ingaldssandi í Mýra-
lireppi.
Föðurfaðir Kristjönu var Jón
Magnússon, bóndi í Alviðru; merk
ismaður á sinni tíð, bóndi góður
og smiður ágætur.
Kristjana heitin var í foreldra-
húsum fram á fullorðins ár. Þá
flutti hún til Þingeyrar í Dýra-
firði. Nokkrum árum síðar fór
hún til ísafjarðar, en dvaldist þar
skamman tíma.
Árið 3 909 var hún ráðin for-
stöðukona fyrir sjúkraskýli Vest-
ur-ísafjarðarsýslu á Þingeyri, sem
þá var nýbyggt. Því starfi hjelt
hún samfleytt í 11 ár. Aflaði hún
sjer mikilla vinsælda í hjúkrunar-
starfinu, og minnast margir sjúk-
lingar enn umönnunar kennar og
nærgætni. Forstaða spítalans var
þá erfið. Fjárframlög til hans
næsta takmörkuð og naum, enda
lítið fje fyrir hendi, þar sem ein-
ungis eitt sýslufjelag átti að
sLimla straum af kostnaðinum.
Hjúkrun, hússtjórn, vistir og að-
drættir allir voru forstöðukonunni
ætlaðir eins og enn er, gegn á-
kveðnum árslaunum, legukostnað-
ur sjúklinga rann og til forstöðu-
konunnar, að allmestu leyti. En á
hinn veginn var hörgull á nauð-
synlegum útbúnaði og tækjum, er
til hjúkrunar þurfti, svo að sjer-
staka ósjerplægni, hagsýni og
dugnað þurfti til þess að komast
fram úr vandkvæðum fyrstu
starfsáranna. Alla þessa örðug-
leika sigraði Kristjana heitin með
mestu prýði og lagði undirstöðuna
að þeirri nytsemdar stofnun, sem
skýlið nú er.
Eftir að hnn Ijét. af forstöðu-
rjúkraskýlisins á Þingeyri, varð
hún ráðskona við heimavist Flens-
borgarskólans í Hafnarfirði, stntt-
an tíma, en vann sjer þó traust
og álits skólástjóra og nemenda
ij’rir ráðdeild sína.
I kvenfjelaginu „Von“ á Þing-
eyri var hún frá 1910 til dauða-
dags. Sat í stjórn þess í tvö ár.
Vann að því ásamt öðrum kven-
fjelagskonum að komið væri upp
gistiskýli á Þingeyri. Var livata-
maður að stofnun fjelagsblaðs og
ritaði í það nokkrar greinir. Mint-
ust fjelagskonur starfsemi hennar
með sjerstakri minningargrein, er
ritari fjelagsins samdi og flutti á
fjelagsfundi, eftir fráfall liennar.
Seinustu æfiárin var hún mjög
farin að heilsu. Hafði hún þá ofan
af fyrir sjer með smáverslun á
Þingeyri. Eftir ítrekaðar tilraunir
að fá bót meina sinna, ljetst tnin
í Eeykjavík 31. október 1929.
Enga afkomendur ljet hún eftir
sig. Hún var ógift alla æfi.
Kristjana sáluga er minnisstæð
öllum er þektu hana vel. Fram-
koman aðlaðandi, hispurslaus, en
látprúð, tilkomumikil að vallar-
sýn. Hjálpsemi við bágstadda og
sjúka einkar einlæg og hlý. 'Ósín
gjörn í bestu merkingu þess orðs.
Margir reikningar eru enn ósendir
og ógreiddir, fyrir hjálp í sjúk-
dómum, er hún veitti heimilum á
Þingeyri.
Sálarlíf hennar var þróttmikið
og athyggju þrungið. Trúkona
mikij. Ekki fyrir viðurkendar
kennisetningar, heldur fyrir at-
hyggjugáfu. Hallaðist him mjög að
sálrænum vísindum síðari árin og
las talsvert um þau efni.
Hún var gædd næmu og hreinu
tilfinningalífi, og íhygli og gætni
einkendi orð hennar öll.
f erfiljóðum eftir hana, komst
einn sjúklingur hennar svo að
orði:
„Marta bjó ytra, María í hjarta.
Merkin þú barst í gleði, sorg og
þrautum.
Ljúft var þjer öðrum, leið að gera
bjarta,
líknarhönd rjetta, hvar sem stóðst
á brautum.
:,: Sjúkum að hjúkra, hreldum
færa gleði,
lmggun þú varst, hjá mörgum dán-
arbeði :,:
Undir það munu fleiri með ein-
lægni taka.
Þingeyringur.
Úl. Heltji Guimundsson
stýrimaður.
Fæddur 3. ág-úst 1903.
Drukknaði 1. desember 1930.
Einn hinna mörgu, sem fórust á
,,Apríl“ þann 1. des. síðastl. var
Ólafur Helgi Guðmundsson, sonur
Guðmundar Guðnasönar skipstjóra
og frú Mattínu Helgadóttur á
Bergstaðastræti 26.
Æfisaga þessa unga manns er
ekki löng, en liugljúfar minningar
geymast í hjörtum ástvinanna og
allra þeirra, sem kynni höfðu af
Helga sál. Framkoma hans öll var
á þann veg, að hún vakti .elsku,
virðingu og traust þeirra, er kynt-
ust honum. Sá, sem þessar línur
skrifar, þekkti Helga sál. frá því
hann var tólf ára drengur, og var
talsvert kunnugur á heimili hans.
Þar var hann sannkölluð fyrir-
mynd systkinanna mörgu, sem öll
voru yngri en liann. Hann var
Lúðuriklingur og
Steinbítsriklingur
í pökkum.
TIRíMNDI
T
Skéhlífar
eru bestar.
HTannbergsferæðnr.
fyrirmynd þeirra í elskulegri um-
gengni, ást til foreldra og hlýðni
við vilja þeirra. Þess vegna eru nú
endurminningarnar svo huggunar-
ríkar á heimilinu, þar sem vinar-
ins kæra og heimilisprýðinnar er
svo sárt saknað.
. Utan heimilis var Helgi fáskift-
inn, en vinfastúr og tryggur í
lund, en það eru gömul og góð ís-
lensk aðalseinkenni. — Hann var
snemma starfsamur og áliugamik-
ill. Á sjómannastjettin þar á bak
að sjá efnismikhim manni og ís-
land góðum syíiL
Hvern hug nágrannar Helga sál
bera til hans og hverjar endur-
minningar þeirra eru, koma vel í
Ijós í nokkrum erindum, sem for-
eldrum hans bárust.
Jeg sakna þin — þú varst mér nngur
yndi,
því œsknleiksvið þitt var kringnm mig;
þú brostir einatt við mjer ljnfn lyndi
og ljúft var mjer að sjá og heyra þig.
Jeg sá þig titt með öðrum nngum sveinnm.
en aldrei sá nje heyröi eg ljótt til þín;
með prúðnm svip og barnsins hnga
hreinum
þá hljópst þú einatt hrosandi til min.
Jeg sakna þin. Hjá solli þú þig SDeiddir,
jeg sá, að heima var þjer dvölin kær;
i fáoýtt hjal þú aldrei tima eyddir,
þvi annað hetra stóð þjer hjarta nær.
Það fanst í þjer, þú vildir eitthvað vinna,
sem verða mætti þjóð til blessunar,
og 8tarfið gafst þjer færi á að finna
og fram þig snemma allan lagðir þar.
En löngn fyr en lokið væri iðjnm
frá ljúfnm vinnm tók þig sá, er gaf;
að falla þykir sárt í sigri miðjnm,
en — sigur er vís á hak við dauðans haf,
Vertu nú sæll, jeg veit við sjáumst aftur,
jeg veit, að til er annað föðnrland ;
til hafnar þar þig hnlinn leiddi kraftur,
sem hnýtir aftnr slitið kærleikshand.
.
Það mun ætíð reynast svo, að
besta eignin, sem syrgjandi ást-
vinir eiga, eru góðar endurminn-
ingar um heimfarna ástvini. Og
bjart er yfir minningu þessa burt-
kallaða unga vinar.
J. H.