Morgunblaðið - 21.01.1931, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.01.1931, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ORMOti „ORHON BISAND" Uesta og ódýrasta snltatanið á markaðiimm. Fyrirliggjandi í 1 lbs. & 2 lbs. gl. og 7 lbs. dunkum. Baynið þ 8. fiaiilraOukill Beykvikiaga var stofnaður þann 1. október 1928. Tilefni þessarar skólastofn linar var það, að landsstjórnin hafði synjað 16 nemendum um skólavist í hinum alm. Menta- -skóla, er þó höfðu staðist inn- tökupróf til 1. bekkjar gagn- fræðadeildar þá um vorið, en enginn sambærilegur skóli var þá til hjer í Reykjavík, er hefði sömu inntökuskilyrði, kendi sömu greinar og stæði jafnlengi árlega og Menntaskólinn. Ung- mennaskóla þeim, er þá var stofnaður hjer í Reyjavík af hálfu ríkisstjórnar, var ekki ætl að að vera gagnfræðaskóli, enda hafði hann engin önnur inntökn- skilyrði en almenna barnaskóla- mentun, var ekki ætlað að starfa iengur en liðuga 7 mánuði á ári -og vpita 2 ára tilsögn, en með því skipulagi var ekki unt að ná -sarna árangri og með nemendur með betri undirbúningsmentun, er hefðu 3 ára skólavist í alt að 9 mánuði árlega. Aðstandendur og foreldrar barna þeirra, er meinuð hafði verið skólavist í hinum almenna Mentaskóla, tóku því það ráð að stofna upp á eigin býti gagn- fræðaskóla, er væri hliðstæður gagnfræðadeild Mentaskólans og veitti unglingum sambæri- lega mentun. Sneið skólanefnd sú, sem kosin hafði verið til þess að annast framkvæmd þessa, skipulag hins nýja skóla alveg -eftir skipulagi gagnfræðadeild- ar Mentaskólans, með sömu inn- tökuskilyrðum, sömu námsgreii um og sama kenslutíma, nema hvað hún heldur jók við náms- greinarnar. Skólanefnd gerði sjer og far um að vanda sem best til kenslu- krafta. Forstöðu skólans fól hún prófessor, dr. Ágústi H. Bjarna- son og fór mjög eftir tillögum hans í vali á kennurum. hins nýstofnaða skóla sjálfs. — Voru þar gerðar sömu kröfur og við inntökupróf Mentaskólans. Skólagjald er 150 kr. fyrir hvern nemanda á ári. Skólanefndinni er ljúft að i geta þess með þakklæti, að A1 þingi hefir veitt skólanum árleg- I an styrk úr ríkissjóði, svo sem j reikningur skólans ber með sjer, ! en fyrst og fremst á skólinn til- i veru sína að þakka bæjarstjórn Reykjavíkur, sem lagt hefir skól j anum fje úr bæjarsjóði samkv. : þörfum hans. Skólinn hefir húsnæði í Iðn- | skólanum, við Vonarstræti, og hefir notið góðvildar skólastjóra og skólanefndar þess skóla um margt, er skólahaldið snertir. i Á undirbúningsfundi hinn 10. ágúst 1928 voru kosnir í skóla i nefnd : Jón Ólafsson framkvstj., : Páll Steingrímsson ritstj., Pjet- ur Halldórsson bóksali og Jón ; Björnsson kaupm. Er hinn síð- I astnefndi gjaldkeri skólans, en : Pjetur Halldórsson form. skóla- ! nefndar. ! I skólanum eru í vetur 129 i nemendur. Kenslustundir eru samt. 200 á viku í öllum bekkj- um, eða að meðaltali 33V3 hverjum bekk. Kennarar eru: Ágúst H. Bjarnason skólastjóri, Guðni Jónsson mag. art., Gústav A. Sveinsson cand. jur., frú Jako- bína Thoroddsen cand. phii.. Bogi Ólafsson adjunkt, Páll Skúlason cand. phil., dr. Ólafur Daníelsson yfirkennari, Sigais Sigurhjartarson cand. thecl., Bjarni Jósefsson cand. polyt., Konráð Kristjánss. cand. theol., Kristinn Stefánsson stud. med., síra Friðrik Friðriksson, ungfrú Sigríður Björnsdóttir. Leikfimi kenna þau Aðalsteinn Hallsscn og Ólöf Árnadóttir cand. phil. Fiskiflelag fslands. Skólinn tók til starfa 2. októ- ber 1928, en með því að skóla- nefnd þekti þörfina fyrir slík- an skóla og vissi, að marga fleiri myndi fýsa að ná þar skólavist en þá, sem staðist höfðu inn- tökupróf við Mentaskólann, hafði hún hlutast til um, að hald ið yrði námsskeið allan septem- bermánuð, til undirbúnings und- ir inntökupróf í skólann í byrj- un október. Gat skólinn því byrjað með 1. bekk í tveim deildum ,A og B. í A-deiId var skipað öllum þeim, er staðist höfðu inntökupróf í gagnfræðadeild Mentaskólans og nokkrum að auk, en í B-deild hinum, er stóðust inntökupróf Ætlar núverandi forseti að eyði- leggja Fiskifjelagáð? í septemberhefti Ægis er grein, sem heitir „Framtíðarfyrirkomulag fiskimálanna og Fiskifjelagið", eftir Kristján Bergsson. Gengur þessi grein forsetans út á það, að leggja niður Fiskifjelag íslands, en stofnuð sje í þess stað Fiskimálaskrifstofa, og í stað for- seta komi fiskimálastjóri, og til- heyri þetta hvort tveggja undir atvinnumálaskrifstofu stjórnar- ráðsins, og verði þar „örugg ráð- gefandi stofnun þings og stjórn- ar“ í sjávarútvegsmálum. Virðist þessi hugxnynd K. B. aðallega ganga ilt á það, að eyði- leggja Fiskifjelag íslands, og að fá lífstíðarábúð hjá stjórnarráð- inu fyrir sig og fylgilið sitt, og hvergi sjest það á grein K. B., að breyting þessi geti gert gagn, heldur ógagn og óþægindi, með því t. d. að verra virðist vera að losna við fiskimálastjóra stjórn- arráðsins heldur en forseta Fiski- fjelagsins, sem altaf verður undir högg að sækja, hvort hann nær kosningu eða ekki, og hvergi sjest það á grein K. B., að þessi lífs- tíðarráðni fiskimálastjóri þurfi nokkurt vit nje reynslu að hafa á sjávarútvegsmálum. Hjer er verið að læða að mönn- um mjög athugaverðri hugmynd og virðist hún talsvert undirbúin frá hendi K. B., því að í haust koma samþyktir frá fiskideildum Vestfirðingafjórðungs, að stofnuð verði Fiskimálaskrifstofa, en Fiski- fjelag íslands lagt niður. Mun Kristján Jónsson, fyrv. ritstjóri, hafa barist fyrir þessari hugmynd fyrir vestan, og fengið samþykt þar til stuðnings vini sínum K. B. hjer. Á nýafstöðnu fjórðungsþingi Fiskifjelagsins fyrir Sunnlend- ingafjórðung, voru menn ekki eins hrifnir af tillögu K. B. og Vest- firðingar. Var þar samþykt: „Fjórðungsþing Sunnlendinga- fjórðungs mótmælir eindregið þeirri tillögu að breyta Fiskifje- lagi íslands í Fiskimálaskrif- stofu.“ En seinna í sömu tillögu kemur eftirfarandi samþykt: „Fjórðungsþing Sunnlendinga- fjórðungs skorar á stjórn Fiski- fjelags Islands að vinna að því, að Fiskifjelag íslands og stjórn þess sje viðurkend opinber ráðunautur Alþingis og ríkisstjórnar í öllum þeim málum, er fiskimál snerta.“ Hjer er aftur farið of langt eins og nú standa sakir, og alt of nærri hugmynd K. B., því að hvort fjelagið heitir Fiskifjelag eða Fiskimálaskrifstofa skiftir ekki svo miklu, en það sem aðal- lega skiftir máli er það, að sá, sem á að hafa þetta mikla vit og vald, þarf að vera starfinu vaxinn. Þetta vona jeg að allir sanngjarnir og athugulir menn sjái, og er aðal- kjarni málsins. Eins og nú standa sakir, er það aðállega forseti Fiskifjelagsins, er ber fjelagið uppi, og það hafa fyr- verandi forsetar líka gert, en jeg verð því miður að lýsa því yfir, að, að mínu áliti hafa forsetar Fiskifjelagsins ekki jafnan haft sjerþekkingu á útgerð fram yfir aðra, sem sjávarútveg og verslun hafa stundað. Vil jeg mótmæla því, eins og nú standa sakir sje nokkur ástæða til að fá einum nje neinum umboð sem ráðunautur þings og stjórnar í útgerðarmál- um, og það allra síst með því að láta stofnunina og fiskimálastjór- ann verða fastan starfsmann rík- isstjórnarinnar, eins og K. B. vill vera láta. K. B. veit að því miður virðast fiskideildirnar og áhuginn í Fiski- fjelaginu vera að fjara út víða — enda er það ekkert óeðlilegþ því að forsetinn hefir oft sjálfur verið móti mörgum nauðsynjamál-1 um sjávarútvegarins, og hann þótt lítið upplífgandi fyrir fjelagsskap- inn. Óskar Halldórsson. | - Lanuaiiðr sjémanna á línuveiðaskipum. Um áramótin voru útrunnir samningar milli útgerðarmanna línuveiðaskipa og sjómanna á þess- um skipum. Útgerð línuveiðaskip- anna hafði borið sig afar illa árið sem leið, vegna hins mikla verð- falls, sem á fiski og síld varð. Fyrir 1. október sögðu sjómanna fjelögin hjer og í Hafnarfirði upp samningunum fyrir liönd sjó- manna, og er á samningafund kom, lögðu fulltrúar sjómanna fram kröfur um stórlega hækkað kaup, frá því sem var. Útgerðarmenn sáu sjer ekki fært að ganga að þeim kröfum, enda munu fulltrúar sjómanna hafa búist við því, og að þeir yrðu að slá af þeim. Hafa nú samningaumleitanir staðið síð- an, alt til þessa, en ekkert sam- komulag orðið og mun nú slitnað upp úr samningum, og mun málið koma til aðgerða sáttasemjara. Þau hæstu tilboð, sem útgerðar- menn sáu sjer fært að bjóða, voru þessi, og til þess að reyna hið ítr- asta til samkomulags, gáfu þeir til boðin á þremur grundvöllum: 1. Hlutaskifti: Helmingur afla- verðmætis skips skiftist í jafn- marga staði og menn eru á hverju skipi, og fái hver maður sinn hlut. Frá óskiftum afla dragist: Kol, keypt beitusíld, salt, ís, og vinna við uppskipun fiskjar. Verðlag afla og nauðsynja skips sje ákveð- ið af verðlagsnefnd á sama hátt og síðastliðið ár. — Hverjum háseta verða tryggðar kr. 7.00 pr. dag að ineðaltali meðan sltip stuncla veið- ar, án tillit-s til aflamagns, enda fæði þeir sig sjálfir. Síldveiðasamn ingar standi óbreyttir frá fyrra ári og samningar að öðru leyti. 2. Þriðjungur afla skiftist í jafna hluti inilli allra þeirra manna sem eru á skipi á hverjum tíma, gildir um þetta línu- og síld- veiðar. Á línuveiðum dragist keypt beitusíld frá óskiftum afla, á- kveðst verð hennar fast fyrir næstu vertíð 0.50 pr. kíló. Fyrra árs samningur að öðru leyti ó- breyttur. 3. Samningur um línu- og síld- arveiðar frá fyrra ári óbreyttur að öðru en því, að lágmarlt á premíu af stórfiski færist niður í kr. 5.00 af smálest. Verðlágsnefnd ráði í öllum til- fellum verðlagi fiskjar og lýsis. Áftur á móti voru seinustu til- boð fulltrúa sjómanna þessi: — Grundvöllur samninganna sje fyrra árs samningur með þessum aðalbreytingum: 1. Lágmark aflaverðlauna af smálest stórfiskjar sje kr. 6.50 (áð ur kr. 6.00). 2. Netjafiskur falli undir línu- veiddan stórfisk um aflaverðlaun (var áður talinn með smáfiski og engin lágmarks „premía“ ákveð- in). — 3. Lágmarks-aflaverðlaun af öðr- um fiski sje kr. 5.50 af smálest (áður ekkert lágmark, en gilti verðlagsnefndarverð, sem ákveðið var á 10 daga fresti). 4. Aflaverðlaun af lýsi, sje kr. 1.50 af 105 kg. tunnu, miðað við kg. verð 0.70 kr. (var áður kr. 1.50 miðað við kr. 0.90 kílóverð). 5. Af beitusíld sem skip veiðir til eigin nota, greiðist skipverjum y3 gangverðs (ný krafa). Steinhús óskast keypt nálægt migbænum. Öll nýtísku þægindi. Útborgun 20 þús. krónur. Svar merkt „14. maí“ sendist A. S. í. Ritvjelapappir, RitVjeaböud. Ritvjelaoli . • Pappír oy ritlöag • fjölbreytt urval. I Bökaversi. Isafo'dar. • 6. Fæðispeningar matsveins hækki úr 65 kr. á mánuði í kr. 85.00. Ef um fast mánaðarkaup er að ræða, sje það nú kr. 450.00 (áður kr. 390.00). 7. Kaup aðstoðarmanns í vjela- rúmi (kyndara) sje kr. 450.00 á mánuði og frítt fæði (var áður 410.00 og fæddu sig sjálfir). 8. í eldri samningunum er svo fyrir mælt að lágmarkstala skip- verja á tímabilinu 15. mars til 1. sept. skuli vera á skipum undir 100 smál. 17 menn og yfir 100 smál. 18 menn. Nú er þess krafist af fulltrxium sjómanna, að sigli skip til veiða með færri menn, skuli hlutur þeirra sem vantar, greiddr af útgerðarmanni og skift- ist milli þéirra, sem á skipi eru. 9. Þess er krafist að skipverjar hafi algert frí meðan skip liggur í höfn, alt að tveimur sólarhringum í hverri veiðiför (áður skyldi tveir menn vera um borð í hverju skipi til nauðsynlegra starfa fyrir það). 10. Sigli línuveiðaskip á ísfisk- veiðar og selji afla sinn erlendis, skal hásetum greitt sama kaup og sami lífrarhlutur og togaraháset- um og ault þess y%% af brúttó- sölu aflans handa hverjum háseta. (Ný krafa). Á undanförnum árum hefir línu- skipaútgerð aukist hjer stórkost- lega, og í fyrra munu 6—700 sjó menn hafa haft aðalatvinnu sína á þeim skipum. Verður nú svipur hjá sjón, ef þessi útgerð, sem er tiltölulega ný hjer í landx, & $0 fara í kaldakol. Mun þá mörgu heimili hjer í Reykjavík þykja þröngt fyrir dyrum, því að vitan- legt er, að sjómenn á línuveiður- úm hafa borið meira úr býtum, en margir aðrir stjettarbræður þeinra að undanförnu. Eins og áður er sagt, mun deilu- mál þetta nú komið til aðgerða sáttasemjara. Er vonandi að hon- um takist að draga til sáíta, svo að þessi bjargráðavegur íslensku þjóðarinnar verði ekki kveðinn niður með framhleypni og ofstopa einstakra manna, sem ekki hafa heill þjóðarheildarinnar fyrir aug- um. Hvarvetna um allan heim blasir við oss kreppa á öllum svið- um. Hún er að færast hjer að, en þá er fyrir bæði útgerðarmenn og sjómenn að minnast hins forn- kveðna: „Sameinaðir stöndum vjer; sundraðir föllum vjer!“ Og að þeir taki höndum samam til viðreisnar þjóðinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.