Morgunblaðið - 21.01.1931, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.01.1931, Blaðsíða 3
MOKGUNBLAÐIÐ t .|IIIIUIllll!IIllll!!lil!!ll!lllllllllllllllllllll!llllllllllllllllllllllllju ^ Öttfef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk íiitjitjórar: Jön KJartansaon. VaitJ'r Stefé.nBson. Ritatjórn og afsrelCala. Aust.urstræti 8. — Slini AUKlýsinsastJóri: E. Hafberg. Ausflýpi ngafk rif stof a: Aueturstrflfti 17 — íalmi 7^0 Heimaslmar: Jón Kjartansson nr. 742. Vaitýr Steíánsson nr. 1220. <82. Haíberg nr. 770. 4skriftagjaid: £nnanlan<ift kr. 2.00 á mánuSi UtanlanA* kr. 2.50 á cnánnOi. f lauftasölu 10 aura eintakitJ, 20 aura meO l.esbók JIHlllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllillllllliiillliiinilif II I Aprír'-slysið. Mikið rekald úr skipum hefdr kom- á land eystra, en alt ómerkt, nema bátsflakið í Hrútey. Ut af fregnunum um björgunar- bátinn frá ,,Apríl“, sem brot hafa fundist úr anstur á Breiðdalsvík, símaði Morgunblaðið sýslumannin- pm í Eskifirði og bað liann um nánari upplýsingar. Skeyti frá sýslumanni barst svo blaðinu í gær, og er það á þessa leið: — Samkvæmt skýrslu lirepps- stjórans í Breiðdalshreppi fanst rjett fyrir áramótin rekinn á Krossfjöru í Strætislandi í Breið- <lal, skipsbátur allmjög brotinn, ■einkum ' að ofan, og sást ekki á fronum nafn nje neitt merki.. —- Nokkuru seinna hafði Sigurður ■Jónsson bóndi á Ósi fundið öldu- stokk af báti rekinn í Hrútey á Breiðdalsvík. Segir Sigurður að l^etta flak sje merkt „Apríl“, og byggur að það sje af sama bátnum og rak á Krossfjöru. Rekið hefir í Fáskrúðsfirði í seinni tíð ýmislegt brak úr skipum, sem engin merki nje auðkenni «ru á. : Indlandsmálin. London, 20. jan. United Press. FB. A síðasta fundi Indlandsráð- stefnunnar sagði McDonald for- sætisráðherra, að breska stjórnin teldi að ábyrgð á stjórn Indlands setti að fela þingstjórn indversku fylkjanna, þó með þeim skilmál- nm, sem nauðsynlegir eru, á með- an verið er að breyta stjórnarfar- “iti, tjl þess að tryggja ákveðnar skuldbindingar af hálfu Indverja. Slíkar skuldbindingar eru nauð- synlegar, bæði vegna þess hvemig kagar til á Indlandi og til þess að ffyggja frelsi og rjettindi minni- hluta flokka. Viðskiftabandalag Evrópu- þjóða. Islandi boðin þátttaka. Genf, 20. jan. United Press. FB. Undirbúningsnefnd Þjóðabanda- lagsins, sem liefir til athugunar hugmynd Briands um viðskifta- handalag meðal Evrópuþjóða, á- kvað í lok þriggja klukkustunda leynifundar á mánudagskvöld að hjóða íslandi, Rússlandi og Tyrk- landi þátttöku, í undirbúningi og væntanlega stofnun viðskiftabanda lagsins. — Henderson utanríkismálaráð- herra Breta, hefir lagt það til, að tunræður um nefndartillöguna fari fram opinberlega, og var það sam- þykt. Umræður fóru fram í dag. Varslonareimokiiiilii oí Jóaas Þorbergssou. Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri hefir tekið sjer fyrir hendur að verja útvarpseinokunina. — Vörn hans er ekkert annað en þessi venjulegi sónn sósíalista og annara einokunarpostula, að ríkiseinka- sala tryggi neytendum ódýrari og betri vöru. Þessi sami sónn hefir oft heyrst hjer áður. Hann kvað við, þegar verið var a*ð einoka steinolíuna um árið. Hann kvað við þegar tóbakið var einokað. Hann kvað við þegar einoka átti kornvöruna. Og hann kveður við enn, þegar litvarpstæk- in hafa verið einokuð. Sumir menn eru einkennilega fastheldnir við einokunarstefnuna. Þeir neita staðreyndum. Einokun- arsóttin liefir gert þá sturlaða. Reynslan hefir hvað eftir annað skorið úr í þessu efni. Hún skar úr um steinolíuna. Hún skar úr í tó- bakinu. Varan varð miklu ódýrari og betri, eftir að einokuninni var af ljétt. Þetta vita einokunarpost- ularnir, en samt neyta þeir stað- reyndum. í raun og veru er ekki hægt að ræða alvarlega þessi mál við þá menn, setti einokunarsóttin hefir leikið svona grátt. Það var fyrir atbeina Jónásar Þorbergssonar og annara einokun- arpostula, að stjórnarliðið ákvað á síðasta þingi, að einoka útvarps- tæki. Þetta mál var lagt fyrir landssímastjóra og sendi liann Al- þingi álit. I því áliti kemst lands- símastjóri m. a. þannig að orði: „Jeg tel ríkiseinkasöluna ekki keppilegustu leiðina, eins og stend ur, til að tryggja notendum góð og ódýr tæki, og álít það mjög' vafasamit,. livort ríkið hefði nokk- urn ágóða af einkasölu á þeim, nema með því að selja þau dýrara en nú er, en þá væru umsvifa- og áhættuminna að láta sölumenn greiða ákveðið gjald af hverjn seldu tæki“. Tillaga landssímastjóra er svo sú, að ríkisstjórnin ákveði hvaða tæki megi nota, til þess að tryggja notendum góð tæki. Um söluverð tækjanna hjer seg- ir svo í álitsskjali landssímastjóra: „Jeg vil getg, þess, að jeg hefi athugað verð á 10 útvarpstækjum af mismunandi gerð frá þeim versl unum hjer, er mest hafa selt, og borið verðið saman við verð sömu tækja í Danmörku, eftir að búið var að draga tollinn þar frá verð- inu, og vorn tækin þó að meðal- tali 30% dýrari þar en hjer. Þetta stafar bæði af því, að hjer er yfir- leitt, einum millilið færra en í Dan mörku við sölu útvarpstækja, og menn hafa látið sjer nægja minni álagning; mjer hefir ennfremnr verið skýrt frá, að sum útlendu tækjafirmun hafi fallist á að lækka innkaupsverðið hvað fsland snerti sem svaraði gengismun á íslenskri og danskri krónu“. — Einoknnarpost.ularnir hafa ekki treyst sjer til að hrekja þetta á- litsskjal landssímastjóra, enda er það ekki hægt, því að það byggist á ítarlegri rannsókn. Nú er rjett að athuga, hvað ein- okunarpostulinn Jónas Þorbergs- son ber á borð fýrir leséndnr Tím- ans. Hann segir: „Það er vitanlegt öllum, sem til þekkja, að fyrir að- gerðir verslunarinnar (þ. e. ein- okunarinnar) og hagkvæma samn- inga, hefir verð viðtækjanna lækk- að til muna og að þau eru seld hjer á landi við 20—30% lægra verði en í Danmörku til dæmis að taka“. A iðtækin liafa lækkað til muna, segir einokunarpostulinn Jónas Þorbergsson. Ilann nefnir ekki hve miklu verðlækkunin nemur. Því síðnr minnist hann á það, sem þó mestu máli skiftir, að stórfeld verðlækkun hefir orðið á ýmsum tækjum á heimsmarkaðinum, eftir að einkasalan tók til starfa. Jónas Þorbergsson'segir, að við- tæki sjeu seld hjá einkasölunni við „20—30% lægra verði en í Dan- mörku“. í skýrslu þeirri, sem landssímastjóri sendi Alþingi segir hanri, að tækin hafi meðan versl- unin var fi-jáls verið seld að meðal tali 30% lægra verði en í Dan- mörku. Sjer nú ekki jafnvel ein- okunarpostulinn blindi, Jónas Þor- bergsson, að hann játar hjer ber- um orðum, að verðið er mun óhag- stæðara nú en það var meðan versl unin var frjáls. Taki maður pró- sent tölu J. Þorb. rjetta, þá verð- ur meðaltal hennar 25%, sem verð viðtækjanna er nii lægra hjer en í Danmörku. En meðan verslunin var frjáls, var verðið að meðaltali 30% lægra en í Danmörku. Hjer liefir Jónas Þorbergsson því óaf- vitandi orðið að játa mistök síns óskabarns. Þess má einnig geta, að meðan verslunin var frjáls, voru Telefunken tæki seld við 35—40% lægra verði en í Danmörku. Nú játar J. Þorb. að verðmunurinn sje aðeins 20—30%. En svo er annað. f álitsskjali landsímastjóra segir ennfremur, að sum erlendn tækjafirmun hafi fallist á, að lækka innkaupsverðið livað fsland snerti, sem svaraði gengismnn á íslenskri og danskri krónu. Hver hefir orðið var þess- arar lækkunar, eftir að einokunin komst á? Vafalaust enginn. Einokunarpostulinn Jónas Þor- bergsson er svona af gömlum vana, að senda þeim mönnum, kveðju sína, er versla með vörur í frjálsri samkeppni. Þeir heita á hans máli „þekkingarlausir braskarar“, sem hugsa um það eitt, að „bera sjálfir frá borði sem mestan hagnað“. Þessi sónn er alþektur; einoknnar postularnir hafa kyrjað hann lát- laust. undanfarin ár, og Jónas Þor- bergsson hefir þar galað hæst. En slík stóryrði í garð kaup- manna og kaUpfjelaga geta í eng- an hátt hrakið þá staðreynd, að verslunarvara verður ódýrari og betri í frjálsri samkepni en í einkasölu. Einokunarpostulinn Jónas Þor- bergsson hefir óafvitandi játað þessa staðreynd, að því er ver við tækja snertir. Um annað sleifarlag á þessari einokun þarf ekki að f jöl yrða. Dæmin eru ótal mörg sem sanna, að allir gallar slíkrar einok- unar hafa komið í ljós og það í mjög ríkum mæli. Vorslunin er stirð í vöfum, varan er dýr og verður lakari, og öll vinna gengur stirðlega. En hvað 'er við þessu að segja, hugsa einokunarpostularnir, þegar liægt er að nota stofnunina sem eins konar mjólkurkú fyrir pólitíska sendla. Sfldarmjölíð oii stió nin. Hvað segja bændur? Merkur bóndi á Austurlandi skrifar nýlega Isafold á þessa leið: „Þetta nýliðna ár hefir yfirleitt verið mikið fremur erfitt, bæði í sveit og við sjó. Er það vegna ó- þurkanna í sumar og verðfalls á af urðunum. Horfurnar eru því yfir- leitt slæmar, sjerstaklega er hætt við, að óáran verði í skepnnm vegna lítils og ljelegs fóðurs, ef forsjónin sjer ekki betur við og gefur góðan vetur, svo að ekki þurfi að treysta mikið á heyin. Er það mikið fyrirhyggjuleysi og óaf- sakanlegt af „bænda“-óstjórnmni, að láta selja alt síldarmjöl úr landi, svo eltki er kostur á öðru en útlendum fóðurbæti, ef á þarf að halda, til að bjarga skepnunum. Mjer dettur í hug Rússasíldin í þessu sambandi, og hvað bændum hefði gétað orðið það mikil hjálp, ef þeim hefði verið gefin í við síldarmjölskaUp álíka fúlga og Rússum í síldinni, en Rússar látnir eiga sig. — En það er svona á öllum sviðum hjá þessum stjórnarvöldum. Jeg sje ekki betur en verið sje að sigla öllum okkar bjargráðnm í strand, með fjársukki, braski og brauðgjöfum. En — skyldu bænd- ur þakka? — Þakka fyrir dráps- klyfjarnar, sem lagðar eru á þjóð- ina í sköttum? Þakka fyrir blekk- ingarnar, róginn, ósannindin og framar öllu mann-níðið og ofsókn- irnar? Yarla trúi jeg því, að þann- ig sje komið fyrir bændamenn- ingu okltar. — Valdhafarnir lát- ast afneita kommúnismanum og öllu hans athæfi, en þó hlaða þeir undir hann á allan hátt. Reynslan er orðin bændum dýr. En verst er, éf þeir skyldu ekkert hafa af henni lært“. — fitgerl I fioflavfk. Keflavík, FB. 20. jan. Tuttugu og þrír vjelbátar verða gerðir út hjeðan á vertíð- inni. Eru þeir frá 14 og upp í lið- ugar 20 smál. að stærð hver bátur. Menn fóru að útbúa bát- ana um nýár og hafa átta bát- ar farið í róðra. Sá, sem oftast hefir róið, hefir farið fimm sinn- um. Bátarnir hafa fengið frá tveimur og upp í fimm-sex smá- lestir í róðri, en aðalveiðitíminn er ekki byrjaður enn. Bátaflot- inn hefir aukist að undanförnu. Þannig bættust við tveir bátar, sem smíðaðir voru í Noregi, og einn, sem smíðaður var í Dan- mörku. Óvenju margt aðkomu- manna er hjer, aðallega sjó- menn, en nú hefir verið ráðið á alla bátana. Hafa vafalaust kom íið fleiri en fá ráðningu, og aldr- þi komið jafn margt sjómanna hingað og nú. — Auk þess eru gerðir út fimm vjelbátar í Ytri- Njarðvíkum. Eru það alt stórir vjelbátar, yfir 20 smál. Bátar fóru á sjó á föstudags- kvöld, en að afliðnu hádegi á 3 iaugardag skall á óveður hjer, sem hjelst fram á sunnudag. Bátarnir fóru að koma að á laug ardagskvöld, en eigi komust bátshafnirnar í land fyr en á sunnudagskvöld. 1 veðri þessu rak vjelbátinn Ólaf Magnússon til á höfninni og rakst á vjelbát- inn Öðling. Brotnuðu þeir báðir nokkuð en eigi svo, að stór- skemdir yrðu af. Heilsufar er hjer gott. Manna iát engin að undanförnu. I des- ember byrjun ljetst hjer frú ingibjörg Einarsdóttir, kona Elí- asar Þorsteinssonar kaupmanns. Manntal í Noregi. Osló, 20. jan. United Press. FB. Samkvæmt nýbirtum skýrslum var íbimtala Noregs 1929 3.809.078, aukning 159.303 frá því 1920. Oi|I.L > ““ Véðrið (þriðjud. kl. 7). Á vest- fjörðum og úti fyrir V-landi er allhvass A og NA-átt og nokkur snjókoma en frostlítið, sumstaðar alt að 2 st. hiti. Á A-landi er kyrt veður, dálítil úrkoma (regn eða slydda) og 0—2 st. hiti Á S- ogV- landi er áttin breytileg og sumst. segnskúrir. Á N-Grænlandi er loftþrýsting há og köld og hvöss NA-átt á milli Vestfjarða og aust- urstrandar Grænlands. Eftir skeyti frá togaranum Skallagrími er A-rok út af Vestfjörðum með snjókomu og 0 st. hita. Yfir S- og A-landi er grunn lægð, sem færist lítið úr stað og fer mink- andi. Vestan við Bretlandseyjar er ný lægð á hreyfingu NA-eftir. Á morgun mun áttin verða NA-læg eða V-læg um alt land, allhvass víða, snjókoma um norðurhelming landsins en hægari sunnanlánds og þurt veður. Veðurútlit í Rvík miðvikudag: NA- eða N-kaldi Úrkoínulaust. Apríl samskotin frá N. N. 10 kr. sjúkling 2 kr., G. P. E. 10 kr., Þ. M. E. 10 kr. Jarðarför Páls H. Gíslasonar kaupmanns fór fram í gær, að við- stöddu fjölmenni. Húskveðju og ræðu í kirkjunni hjelt síra Bjarni Jónsson. Frá heimili Pjetnrs Sig- urðssonar háskólaritara, þar sein húskveðjan fór fram, báru kistuna út í kirkju frændur hins fram- liðna, Matthías Einarsson læknir, Páll Einarsson hæstarjettardómari, Árni Pálsson verkfræðingur, Ein- ar Baldvin Guðmundsson, cand. jnr., bræðurnir Ottó og Snorri Amar, og feðgarnir Þorláknr Jónsson frá Kirkjuferju og Páll sonur hans. — í kirkju báru kaupmenn kistmia, en út úr kirkj- unni embættismenn úr stúkunni „Einingin“, í kirkjunni söng Óskar Norðmann einsöng: „Nú legg jeg augun aftur“, eftir Björg vm Guðmundsson. Inn í kirkju- garðinn báru nokkrir vinir hins framliðna kistuna. Tjörnin var eins og hálagler í gær og því ágætt skautasvell þar. Haldist óbreytt veður, verður gaman á tjörninni í kvöld. Hjeraðsskólinn á Núpi. Skýrsla um hann um skólaárið 1929—30 hefir Morgunblaðinu borist. Skól- inn var í tveimnr deildum;' voru 9 nemendur í eldri deild, en 20 í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.