Morgunblaðið - 29.01.1931, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.01.1931, Blaðsíða 2
2 M O T? n TT K R T A r* > m Fengum meö Gulifoss: L fl. Danskar Kartðflnr Lítiö óselt. ..... III ........ I lllin— Skóhiifar fyrir karimenn. Besta tegund nýkomin. Stefán Gunnarssnn. Austurstr. 12. Skóverslun. HvBnogbajja Hlífarstigvf -1 Mikið úrval. Nýjar teg. Stefán Bunnanson. Skóverslun. Austurstr. 12. Útvarpaðax í gærkvöldi: • ’V. ’vindur. Vorsins Pimpinella V: ður. Jeg lít í anda. Lhear you calling. :i 3 Maria. Leiðsla. (Caruso - Mc. Cormack). :. -'gert Stefánsson). HljjéðfnraliÉslð. Símar 656 & 15. Hrísgrjón, 3 tegundir, selur enginn ódýrar en við. H. Benediktsson 1 Go. Sími 8 (3 línur). Peníngsiðn. Eitt þúsund óg timm hu- druð krónur óskast, lánstími eftir wmkomulagi, tilboð sendist lil A. S í. íyrir 31. þ. m. merkt 15.00 Drffanda kafftð er drýgst. Best að auglýsa í Morgunblaðinu. Hfmælisfagnsður Verslunafmannifjelags Reykjavfkur að Hótel Borg. — um stund. þakkaði Jes Zimsen, fyr- ir hönd hinna nýkjörnu lieiðurs- fjelaga, síra Friðrik Hallgrímsson talaði fyrir minni Reykjavíkur og Gísli Signrbjörnsson flntti kveðju frá verslunarmannafjelaginu Merk úr. — 40 ára afmælisfagnaður Versl- unarmannafjelags Reykjavíkur að að Hótel Borg á þriðjudaginn, var mjög fjölsóttur. Þar sátu á þriðja hundrað manns undir borðum. — Ræður voru þar margar fluttar. Skemtu menn sjer hið besta meðan á borðhaldi stóð — frá kl. 714—U. 1 veislubyrjun afhjúpaði formað- nr fjelagsins, Erlendur Pjetursson, nýjan fjelagsfána. Næstur talaði Jón Þorláksson, og mælti fyrir minni fjelagsins, og verslunarstjettarinnar yfirleitt. — Mintist hann margra góðra og glaðværra stunda á samkomum fje lagsins á fyrri árum, og benti á ýms nytjamál, sem fjalgið hefir haft með höndum, svo sem stofnun Verslunarskóla Islands 0. fl. En er hann talaði um verslunar- stjettina alment, og hlutverk henn- ar, komst hann m. a. að orði á þessa leið: Þegar litið er yfir sögu vora, þá verður það deginum ljósara, að eymdartímabil hennar var þá er hana vantaði verslunarstjett. Er verslunin hvarf úr höndum lands- manna sjálfra, hefst vor hörmunga saga. Og þegar verslunarstjettin komst aftur á legg; byrjar fram- faratímabilið. Jeg hefi athugað liagi þjóðarinn ar nokkuð á undanförnum árum, til þess að gera mjer grein fyrir hvað það er, sem mestu veldur um misjafmj, afkomu áranna. Þó mis- jafn sje lieyfengur og sjávarafli, þá er það ekki þessar tilbreytingar sem mestu valda um afkomu þjóð- arinnar, heldur hitt, hvemig versl- nnin tekst. Þá talaði Sig. Eggerz fyrir minni Islands, um varndargrip þjóðarinn ar frelsið, sem ekki síst er verndar gripur verslunarinnar; um ímynd- þjóðarinnar, Fjallkonuna, og ást- ina til hennar, ættjarðarástina, er ætti að vera svo rík og sterk, að allir gætu tekið höndum saman og unnið samhuga á erfiðum tímum — svo sem nú væri framundan. Því næst tilkynti formaðnr, að nefnd sú, sem til þess hafði verið kosin ásamt fjelagsstjórninni, að útnefna heiðursfjelaga í fjelagi þessn, hefði ákveðið að útnefna fimm li.eiðursfjelaga þá: Árna Einarsson kaupm., Ásgeir Rigurðs- son ræðismann, Einar Björnsson verslunarstjóra, Jes Zimsen kaup- mann og Jón Eyvindsson verslun- arstjóra. Allir liafa þessir menn verið í fjelaginu síðan fyrir alda- mót, starfað í stjórn þess og við ýmsar f jelagsframkvæmdir. For- maður mintist og annara heiðurs- fjelaga, sem á lífi eru; þeirra, Björns Kristjánssonar, Borgþórs Jósefssonar, J. G. Halbergs og Ditlevs Thomsens. Ennfremur Jóns Ámsonar, sem var meðal elstu fje- lagsmanna er sátu veisluna. Þá h jelt Egill Guttormsson ræðu, þar sem hann mintist sjerstaklega þæirra tveggja Björns Jónssonar ritstjóra og Th. Thorsteinsson kaupmanns, er voru aðalfrum- kvöðiar að stofnun Verslunar- mannafjelagsins. Óskar Norðmann skemti veislu- gestum nú með ágætum söng sín- um. Síðan hófust frjáls ræðnhöld —• Mælt var og fyrir minni Merkúrs, minni kvenna og minni formannsins Erlendar Pjetursson- ar. — Þá vorn borð iipp tekin, kaffi drukkið í öðrum salarkynnum og dans stiginn til kl. um nóttina. Brod á Bor ?yri. Hús Verslunarfjelags Hrútfirðinga brennur. Tekst með naumindum að bjarga næstu húsum. Kl. 9% að morgni miðvikudag- inn 28. þ. m. varð elds vart í íbúð Kristmundar Jónssonar verslunar- stjóra við Verslunarfjelag Hrút- firðinga að Borðeju’i. Verslunarstjórinn hafði íbúð á fyrstu hæð í húsi Verslunarfjelags ins, en niðri var búð og vöru- geymsla. Húsið var úr steini, en með timhurgólfum. Kona verslunarstjórans, Sigríð- ur Olafsdóttir, hafði fyrir skammri stundu gengið út úr svefnherbergi þeirra hjóna. Þar svaf 4 ára gam- all sonur þeirra. Ljós brann á nátt- lampa er stóð þar á borði. Átta ára gamall sonur þeirra varð fyrst var við eld í svefnher- berginu. Gerði hann móður sinni aðvart. Hún vissi ekki annað en barn hennar væri í svefnherberg- inu. Hún liljóp því inn í hé'rbergið í dauðans ofboði. Herbergið var þá svo til alelda og brendist konan því nokkuð. En fjögra ára gamli drengurinn liafði flúið úr eldinum inn í aðra stofu, og stóð þar grátandi, er móðir hans kom að honum — og sakaði hann ekki. Nánar um eldsupþtökin er óvíst hvort nokkurn tíma vitnast, eftir því sem hleimildarmaður Morgun- blaðsins skýrði frá í gærkvöldi. Veður var hið besta, blæjalogn og þíðviðri. Hafði kvöldið áður verið ofsarok þar af suðri. Goða- foss lá þar á höfninni. Var rokið svo mikið, að menn voru orðnir smeykir um að hann myndi reka á höfninni. Ef sama veður hefði hald ist daginn eftir, myndi hjer hafa orðið voðalegt bál, því að þá hefðu engin tiltök verið að bjarga næstu líúsum undan eldinum. En nú tókst það, fyrir vasklega framgöngu Borðeyringa og lijálparliðs er þeir fengu tii aðstoðar frá Goðafossi. PIús Verslunarfjelagsins hrann að svo miklu leyti sem brunnið gat, og stóð bálið til kl. 11 Því nær cngu varð bjargað af innan- stokksmunnm úr íbúð Kristmund- ar verslunarstjóra. En miklu var hjargað af vörum úr söluhúð og vörugeymslu er var í stofuhæð hússins. Næsta hús við verslunarhús þetta, er hús sýslumannsins á Borð eyri. Var tvísýnt um stund hvort hægt yrði að verja þáð, en það tókst með stöðugum austri. Skámt er þarna til sjávar og þaðan ansið. En ef kviknað hefði í sýslu- mannshilsinu, og það brunnið, þá hefðu fleiri hús farið sömu leiðina. c/itus' eimskipafjelag ÍSLANDS „Gnllfoss(( fer hjeðan í kvöld kl 10 beint til Kaupmannahafnar. Farseðlar óskast sóttir fyr ir hádegi. Keiðruðu frúr ug u gfrúr ef þjer viljið fá hárgreiðsludömu heim, þá hringið í síma 2242 og pantið í tíma. aiilettebiöö ávalt fyrirliggjandi í heildsötu. VUIl Fr. Frsmanns&oa. Sími 557. Þakiar^ré. Jeg undirrituð vil hjer með votta þeim merkishjónum, hena Magnúsi Th. S. Blöndahl og frú hans, innilegustu þakkir fyrir all- ar gjafir, sem jeg hefi þegið af þeim, og fyrir alla þá mannúð, er hau jafnan hafa auðsýnt mjer og börnum mínum um mörg undan- farin ár. Þessum sannjföfugu og Sein- þreyttu velgerðamönnum mínnm, bið jeg almáttugan guð að launa góðverk þeirra. Reykjavík, Framnesveg 25, 26. janúar 1931. Margrjet Jónsdóttir, ekkja. ■ ■■———— — iii —WBmiwi'iii i m —... nniii— Næst er gamalt verslunarhús Riis- verslunar — timburhjallur, sem fuðrað hefði upp, og síðan fleiri. Það hús á nú Verslunarfjelag Hrút firðinga og getur flutt sölubúð sína þangað í hili. Hús það sem brann mun hafa verið vátrygt fyrir 40 þús. En inn- anstokksmunir verslunarstjórans voru óvátrygðir, eftir því sem heimildarmaður blaðsins vissi best. \ — Barnavinafjelagið Snmargjöf heldur aðalfund sinn í kvöld kl. 8 í Kaupþingssalnnm í Eimskipafje- lagshúsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.