Morgunblaðið - 15.03.1931, Page 6

Morgunblaðið - 15.03.1931, Page 6
6 ölltun stjettum drekka með á- nægju smyglað áfengi ef þeim býðst það, jafnvel menn, sem ann- ars vilja ekki vamm sitt vita. Það er heldur ekki undarlegt, þó mönnum skiljist illa að vínið, sem landsstjórnin taldi sjer sóma að veita í veislum sinum fyrir árum, skuli nú alt í einu orðið óalandi og óferjandi, svo að það gengur mannsmorði næst að flytja sumar tegundir þess til landsins. Af öllu þessu er það augljóst: Að bannlögin hafa ekki einu sinni minkað áfengisnautn, hvað þá heldur útrýmt víninu. Að þeim hefir fylgt margvísleg og mögnuð spilling. Að þau hafa valdið heilsutjóni á fjölda manna og drepið marga. Þegar alt þetta er athugað fer það að verða skiljanlegt, að kon- urnar hefjast handa og sparka í hræsnina og spillinguna. En þó þessi gáta sje ráðin, þá rís upp önnur engu betri: Hvers vegna þurfa nú karlmenn- irnir að láta konurnar hafa vit fyrir sjer? Hvers vegna eru þeir ekki vandari að virðingu sinni en svo, að t. d. þingmenn greiða atkvæði með banni, en drekka með ánægju Whisky ef það er á boðstólum? Látum þá drekka Whiskyið, — það gera svo margir, — en því í fjandanum eiga þeir svo að greiða atkvæði með hvað vitlausum lögum sem vera skal og bannmenn hafa ungað út? Jeg þykist vita hvernig á þessu stendur með stjómmálamennina. Þeir eru flestir að hræsna fyrir kjósendum, og halda að það komi sjer betur fyrir næstu kosningar. Þetta er blátt Afram einn af mörgum þáttum kosningaspilling- arinnar, sem er hætitulegri fólk- inu en nokkurt brennivín. En hvernig eru svo þeir hátt- virtu kjósendur, sem þingmenn- 'irnir eru dauðhræddir við? Ekki veit jeg hvort nokkur læknir hefir haldið skrá yfir allt það fólk, sem reynt hefir að fá reeept hjá honum, en væri sú skrá til og prentuð, myndi steinlíða yfir suma bannmennina, ef þeir þá færu ekki sjálfir á fyllirí. Kjósendurnir eru naumast betri en þingmennirnir. Mjer er t. d. einn þeirra minnisstæður. Hann vakti máls á því við mig. að hjeraðs- læknir hans seldi áfengi og gerði sjer það að gróðavegi. Lagði hann lækninum þetta út á versta veg, sem ekki var ástæðulaust. „Því kærið þið hann ekki?“ sagði jeg. ,,Ekki skulum við lækn- arnir halda uppi svörum fyrir hann, ef satt revnist“. Það var eins og maðurinn vissi ekki í svip hverju svara skyldi, — en alt í einu segir hann: „Hvar eigum við þá að fá vín?“ Bæði eru skærin góð, kjósend- urnir og þingmennimir! Hitt veit jeg vel, að til eru margir menn, sem tnia einlæglega á bannið og gengur gott eitt til. En hvað eru þeir á móti öllum hinum? Hvað karlmennina snertir held jeg helst, að pólitíska pestin hafi ráðið miklu um afstöðu þeirra og óheilindi í þessu máli. Út úr öllu þessu dettur mjer sú spurning í hug: Hvað gera íslensku konumar? Líta þær eins á þetta mál og kon- urnar í Finnlandi? Það er konunum innrætt, að halda öllu hreinu og fáguðu á heimilum sínum. Þar standa þær karlmönnunum miklu framar. Ef til vill eiga þær það eftir að gera „aðalhreingerningu* ‘ á þjóðarheimilinu. Þess væri ekki vanþörf, því það er eins og fjand- inn hafi gengið um það . Og þar er í einu horninu stór- eflis köngulóarvefur og húsa- krabbi í honum. Og það er eins og standi á rass- inum á honum: Bannlögin. G. H. ------—----------- Skðlamðl (Englandl. London, í febr. Það er hið undarlega við stjórnmálin hjer, að alt, sem hefir einhvem þef af því, að stjórnin geti fallið, eða nýjar kosningar farið fram, virðisi vera einkaáhugamál allra. Um hitt er minúa' skeytt, hverja uppfræðslu æskulýðurinn á aó fá í trúmálum, eða í því að skapa sjer almenna borgarlega réttarvitúnd. Það hefir enga þýð- ingu, sagði Mac Donald forsæt- isráðherra um daginn, þegar stjómin beið ósigur í neðri deildinni í barnafræðslu-málinu. Eftir þessari skýringu, gæti verkamannastjórnin svo sem ó- sköp vel setið að völdum, þrátt fyrir það, [>ótt kaþólskir, eða há- kirkjumenn næði tökum á öllum æskulýð landsins, til þess að inn- ræta honum lífsskoðanir sínar. En ef verkamannaf jelögin fá ekki rjett til þess að gera alls- herjarverkfall, þá yrði stjórnin óhjákvæmilega að fara frá völd- um. — Ensku blöðin hafa svo lítt sint barnaskólamálunum, og þá aðallega trúarbragðakenslunni; að útlendingar gera sjer það ekki Ijóst, að áður en varir, getur stórfeldlegur trúarbragðaófriður brotist út á Englandi. Þess er nú skemmst að minn- ast,‘ að 40 kaþólskir jafnaðar- menn á þingi, lýstu yfir því, að flokkshlýðni þeirra yrði að vúkja fyrir annari háleitari hlýðni, sem ] sje hlýðninni við trúarbrögðin. Slíkt hlýtur maður að virða. Þeir greiddu atkvæði gegn sinni eigin (sjtjórn, ewia þótt þeir ætti það á hættu að það mundi verða henni að falli. Þeir kusu það heldur, en að svíkja sína eig- in skoðun á því, hvernig upp- eldi æskulýðsins skuli haga. En til eru aðrir söfnuðir, sem eru á gagnstæðri skoðun um uppeld- ið, og }>að ætti að taka jafn- mikið tillit til þeirra í landi, þar sem trúbragðafrelsi er. Hvað á stjórnin þá að gera? Vjer fikulum fyrst athuga, af hverju deilan er sprottin. Frumvarp stjórnarinnar um barnafræðslu er aðallega miðað við það, að gera öll börn í Eng- landi og Wales skólaskyld frá því þau eru 5 ára og þaaigað til þau eru 15 ára, í staðinn fyrii það, að nú lýkur skólaskyldu þegar börnin eru 14 ára. Og svo á að láta foreldra fá uppbót á því vinnutapi, sem barnið eða unglingurinn verður fyrir sein- iiORGUNBLADIÐ asta árið. Kostnaðurinn við þetta er ekki talinn enn, en búist við að hann myndi verða 150 miljón- ir króna á ári, og auk þess er stofnkostnaður við stækkun skól- anna. Að stjórninni skuli hafa dott- ið í hug, að koma fram með slíkt nú, eins og f járlögin eru vand- ræðalega úr garði ger, stafar að eins af því, að verkamannaflokk- urinn heimtar það, að nokkur hundruð þúsund barna sje tekin af vinnumarkaðnum, og ætla sjer með því að draga úr atvinnuleys- inu! Hitt er undarlegra, að eng- inn flokkur hefir þorað — eða viljað — reyna að jafna þennan mikla kostnað, með því að færa lágmarksaldur skólaskyldu í 6— 7 ár. Um verkamannaflokkinn er þar ekki að tala — hann hefir það á stefnuskrá sinni að færa skólaskyldualdur niður í 3 ár, svo að ljett sje á foreldrum með umsjón barnanna! í Englandi og Wales eru um 21.000 skólar, og þar njóta um 5 miljónir barna fræðslu. En nú bregður svo undarlega við, að það er langt frá því, að þetta sjeu alt ríkisskólar. Það stafar af trúbragðadeilunum. Margar þus- undir skóla með hjer um bil 1,9 miljónum barna — þ. e. rúmlega þriðjungur af öllum skólabörn- um — eru kallaðar „non-provi- ded“ eða „voluntary“-sI;ólar, og þeir eru icknir af irúbragca flokkum, sjerstaklega rómversk- kaþólskum, eða hákirkjusöfnuð- inum. Með öðrum orðum: Ka- þólskir prestar, eða hákirkju- prostar hafa alt eftirlit með börn unum og trúbragðafræðslu í skól unum. Mestan hluta kostnaðar þess ara skóla — menn segja 90 — bera söfnuðirnir og er hon- um jafnað niður. En 10. hlutinn greiðist af trúboðinu, og er feng- inn með samskotum, dánargjöf- um o. þ. h. Trúboðin eiga að standa straum af viðhaldi skól- anna. En nú eru margir af þess- um „frjálsu skólum“ mjög hrör- legir, og sagt er, að um þúsuno þeirra sje á „syarta lista“ hins opinbera, þ. e. a. s. að þeir sjeu álitnir alls óhæfir og jafnvel heilsuspillandí. En vegna þess að efnin leyfa ekki, að ný skóSa- hús sjeu reist, og hið opinbera leggur ekki neitt fje fram, þá fá þessir hjallar að hanga viðgerð- arlausir, vegna þess, að samskot nægja ekki til viðhalds. Nýja frumvarpið um barnafræðsluna fór fram á það, að skylda skóla- eigendur til nýbygginga, en ka- þólsku jafnaðarmennirnir í neðri deild fengu því framgpngt, að það ákvæði skyldi ekki ganga í gildi fyrr en ríkið styrkti hina sjerstæðu skóla. En hvað er nú þetta fjárhags- atriði trúmálunum viðkomandi ? Og þeir kaþólsku svara: Afleið- ingin yrði sú, að bæjarstjórnirn- ar yrðu að byggja skóiahúsin, og þá gæti sjerkensla í trúarbrögðuin ekki komið til gr®ina. — En slíka kenslu álíta kaþólskir og há kirkjumenn nauðsynlega fyrir æskulýðinn. En frjálsir söfnuð- ii neita því, að rikið hafi neinn rjett til að kosta sjerfræðslu í trúgreinum. Það telja þeir koma í bág við trúfrelsið. Fríþenkjar- ar halda aftur á móti því fram, að ríkið hafi ekki rjett til þess að skattleggja þegna sína til þess að veita fræðslu í málum, sem sönn dómgreind getur enga skýr- ingu á fundið. Þannig er þessum málum nú komið. Deilan um þau hófst fyrst 1807, og hefir síðan haldið á- fram alla tíð. Árið 1906 sagði Joseph Chamberlain, að hann sæi ekki nema tvær leiðir til þess að binda enda á deilurnar um trúbragðafræðslu í barnaskól unum: „Annað hvort á ríkið ekki að borga neitt fyrir trúbragða- kenslunaú eða þá, að það á að borga alla trúbragðakensluna“. „Fyrir mitt leyti, er jeg með því fyrra“, bætti gamli maður- inn við. Að þessari skoðun hallast nú margir. Kaþólskir segjast vel geta unað við það skipulag, að engin trúbragðakensla fari fram í skólunum. Það verði að láta börnin hafa frí, og þá geti börn- in féngið trúbragðafræðslu í kirk,junum eða annars staðar. — Mótmælendur af öllum flokkum fallast líka á þetta. Þar með ætti stríðinu um sjerstæðu skól- ana að vera lokið, og ])eir að hverfa úr sögunni. En enska hákirkjan verður sennilega á móti þessu. Hún hef- ir ekki ei-ns mikið tangarhald á æskulýðnum eins og kaþólsku prestarnir. Þar kreppir skór- inn að. — DánarmiimlBgar. Hreggviðnr Þorsteinsson kaupmaður frá Siglufirði. Eitthuað til að gala af! Eggjadnft - Serðafl og Kryðd. Úmissanði i allan bakstnr. eða Nóttina milli 22. og 23. jan. síð- astl. fórst flutningaskipið „Ulv“ frá Noregi, á leið frá Siglufirði áleiðis til Reykjavíkur, á Þara- látursgrunni, út af Ströndum, á- samt öllum mönnum er á því voru. Það er dapurt er slík slys vilja til og margir góðir drengir inissa Hireggviður Þorsteinsson. þannig lífið í einni svipan, að kalla, eða eftir vonlausa baráttu við ofviður og hafrót. Einn af þeim sem fórust í Jiett-a gefurlfagran dimman gljáa \ \ * Kapok fiður og dún kaupið þjer best í Vöruhúsinu. sínn var Hreggviður Þorsteinsson kaupm. frá Siglufirði. Hann byrj- aði þar verslun fyrir þrem árUm og gekk það vel, enda fór saman hjá honum góðir hæfileikar og víðtæk þekking á þeim málum, er að verslun lúta, auk þess hafði hann mikla reynslu að baki, því, meir en 20 ár hafði liann unnið hjá öðrmn að því starfi áður en llaMðoar tauskápar og kommóður, margar gerðir. ► Húsgagnaversl. Reykjavikur Vatnsstíg 3. Sími 1940.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.