Morgunblaðið - 15.03.1931, Síða 7

Morgunblaðið - 15.03.1931, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ 7 Takið það nógu snemma, BíðiS eklci með laka Fersól, þangað tH þét erud orília Usia Kyrse'ur oa Innivutui tUlmrfrj ArU * líffaenn 09 svekki* líkamdnwftoM. Ml *» •* Itn 1 'augavciklun, m*9* ofl nfinaeiíkilf"niim 1 vöövum 09 liOamonua* nvefnlnve^ nfl JriUtlu xq ol fljótum ellisljól«nia. wyrjiö þvt 6traks I dag i8 »ot» P«*M* ^ %«íheldur þann lífskraft sew Iikaml» Fersól D. er heppilegra ffrit þt ••• «altingarörDugleiHa- Varist eftirlfklasar. Fæst hjá hóraöslæknum, lyf&ðhaa «fl* Dilkakjöt. KLEIN, sími 73. Styrlohrogn (kaviar) í glerkrukkum, nýkomin. — Sjerstaklega Ijúffeng. Miölkurfielag Reykiavfkur SHtesman er stðra orðið kr. 1.25 á borðlð. lolasslan *i Sími 1514. Til Keflavíkur, Sandgerðis og Grinda- víkur daglegar ferðir frá Steindórl. Sími 581. E66ERT CLAESSEH tæstarjettarmálaOutningsmafSur. Skrifstofa: Hafnarstræti 5. '871. Viðtalstími 10—12 1. h. ^ýkomið mikið ai Blóma- og Jurtafræ. Vald. Ponlsen. Sími 24. filæní egg. 18 anra. 4 hann lióf sjálfstætt verslunarstarf og lengst af þeim tíma vann hann hjá Garðari stórkaupmanni Hísla- syni ,ýmist sem fulltrúi við stór- sölu í Reýkjavík eða sem verslun- arstjóri við verslun hans í Ólafs- vík. Hreggviður sál. var sonur Þor- steins Ólafssonar frá Miðhúsum í Garði og konu hans Guðrúnar Jón asdóttur. Var faðir hans alþektur formaður og aflamaður á sinni tíð í Garðinum. Fæddur var Hregg viður 5. okt. 1880 og þannig rúm- lega fimtugur er hann dó. í Latínuskólann gekk hann í nokkur ár, en er foreldrar hans, nálægt síðustu aldamótum, fluttust til Ameríku hætti hann námi og fór þangað með þeim. En er þau ekki gátu unað þar, komu þau aftur heim til gamla laudsins eftir 2VÓ árs dvöl vestra, hann, for- eldrar hans og systkin er vestur fórn. í skóla kyntist jeg Hreggvið sál. fyrst og þótti þá þegar vænt um hinn viðmótsþýða dreng, enda nmriu skólabræður hans allir minn ast hans með hlýjum hug, því kær. var hann okkur öllum; — að vísu vill hinn líðandi tími einatt draga blæju gleymskunnar yfir liið liðna, en gamlar myndir læð- ast þó aftur í hugann er harm- fregnin fer yfir, og er vjer minn- umst nánustu ástvina þess, sem kallaður er, og hugsum oss hve harmur þeirra er sár og djúpur. En einkum er það eðlilegt að gamlar og nýjar myndir komi upp í huga mínum, er Hreggviður lifir ekki meir, hæði frá æsku- og þroskaaldri hans, er vjer aftur dvöldumst saman um 9 ára,skeið í Ólafsvík og rifjuðum upp æsku- draumana og tókum þar sameigin- lega þátt í hinu atarfanda lífi með báráttu þess. Enda var hann mjer altaf kær vinur og einnig, þótt leiðirnar skildust að. Hreggviður sál. var tvígiftur, fyrri kona hans var Guðbjörg Hansdóttir. Þau eignuðust tvö börn sem bæði eru uppkomin. Eftir þriggja ára elskuiega sam- búð misti hann hana, árið 1907 Tveim árum síðar gekk hann að eiga Herdísi Jóhannesdóttur, kaup manns, Pjeturssonar frá ísafirði, en þeim varð ekki barna auðið. Nú hafa brostið fagrar vonir fyrir henni nm bjarta framtíð við hlifi eMkaðs eiginmanns, endurminning- arnar efnar eftir. Það er sárt að kveðja. hinstn kveðju, en sárara er þó, að fá ekki einu sinni að kveðja þá, sem maður elskar, við komu dauðans. Vjer skiljum og fhenum kve dapurt það er fyrir eiginkonu og móður, að fá ekki framar að njóta elsku og umhyggju þessa kæra vinar og sonar, fyrir börn hans og systkin að mega ekki líta hann meir. En bak við alt er kærleiks- hönd að starfi, sem leiðir alt að vegum blessunarinnar, einnig það, sem oss mönnum finst örðugt og óskiljanlegt, hönd, sem er fær um, að breyta myrkri í ljós, og dauða í líf. Megi þessi blessaða náðarhönd leiða þig, vinur, inn á ljósanna björtu lönd, hugga konu þína og móður, börn þín og systkin, alla sem þú unnir hjer á jörð. Blessuð sje minning þín á meðal vor. Guðm. Einarsson. Úlalnr V. Óleigssou Að morgni hins 11. þ. m. ljest í Hafnarfjarðarspítala Ólafur V. Ófeigsson kaupm. í Keflavík. — Hann var fæddur að Fjalli í Ár- nessýslu 24. maí 1869. Voru for- eldrar hans Vilborg Eyjólfsdóttir, hreppstjóra í Auðsholti í Biskups- tungum, og Ófeigur Ófeigsson hreppstj. að Fjalli Vigfússonar. 25 ára gamall fór Ólafur að heim- an til Reykjavíkur; vann í 4 ár við utanbúðarstörf við Edinborg- arverslun, er Ásgeir Sigurðsson veitti forstöðu. í sept. 1899 rjeðst hann sem verslunarstjóri í Kefla-. vík við útbú, sem þar var stofnað frá nefndri verslun. Var hann altaf syðra, að und- anteknum 3 árum, sem hann var í Reykjavík við Vaðnesverslun svo nefnda. Verslunarstörfin, svo sem alt annað er hann stundaði, rækti hann með stakri atorku og sam- viskusemi. Um langt skeið tók hann þátt í ýmsum trúnaðarstörf- um í sveit sinni, og engu síður kvað mikið að afskiftum hans í þágu ýmissa útgerðarfjelaga innan Keflavíkur. Skemst frá sagt: hann naut að verðleikum trausts og virð ingar samherja sinna og nágranna. Að vísu átti hann veikar hliðar, en hjelt sig þó altaf innan vje- banda heimilis síns og misti aldrei sjónar á skyldum sínum, bæði inn á við og út á við. 1899 í sept. kvæntist Ólafur sál. Margrjeti systur Ásgeirs verslunarstj. Edin- borgar. Ljest hún ári síðar. Haust- ið 1901 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni Þórdísi Einarsdóttur. Ólafi varð 5 barna auðið: Hrefna, gift Erlendi Pálmasyni stýrim. í Rvík. Ásgeir dýralæknir í Borg- arnesi. Bragi læknir í Hafnarfirði. Halldóra gift Gíeir Zoega framkv,- stj. í Hafnarfirði. Vilborg heima, í föðurhúsum. Bróðurson sinn og nafna tók Ólafur í fóstur ársgaml- an; naut hann ástríkis og menn- ingar hjá þeim hjónum, engu síð- ur en þeirra eigin börn. Enn frem- ur ólust þar upp að miklu leyti tvö bróðurbörn konunnar. Margt góðra og göfugra manna minnist Ólafs sál. þakklátlega fyrir samstarfið og drengilega kynningu. Hann kvaddi eins og hann hafði lifað: einlægur trúmaður á eilíft- líf, sem hetja og prúðmenni. Kunnugur. Hugvitsmaður lá.tinn. Sir Charles Parson, sem fann upp „túrbínuna“, er nýlega lát- inn. Hann varð 76 ára gamall. 1902 sæmdi Royal Society hann Rum- fordmedalíunni fyrir uppfinning sína og mörg önnur heiðursmerki hlaut. hann um æfina. Nýkomið : Rúsínur, Sunmaid. — Sveskjur 3 teg. Bl. ávextir þurk. — Apricots þurk. 2 teg. Epli þurk. 3 teg. — Perur þurk. ex. choiche. Ferskjur þurk. ex. choiche. Eggert Kristjánsson & Co. L D D 0. Taflmenn. — Taflborð. — Spil. — Spilapeningar o. fl. BóMaverslnn Isaioldar. Bogi Jóhannesson sútari, Laugaveg 54, hefir fengið framselt bú sitt aftur til frjálsrar meðferðar Skiftaráðandinn í Reykjavík, 14 .mars 1931. Bjfirn Þðrðarson. Stiörnarsklftin ð Spðni. Baráttan milli konungsins og lýðveldissinna. ___ ___ ! Sanchez Guerra tókst ekki að mynda stjórn á Spáni. Konungur- inn fól honum stjórnarmyndun eftir fall Berenguers, eins og áður hefir verið skýrt frá. Guerra ætl- aði sjer að mynda stjórn með þátttöku frjálslyndra konungs- sinna, lýðveldismanna og sósíal- ista. Hann leitaði að ráðherraefn- um í fangelsunum, á meðal for- ingja lýðveldismanna og sósíalista er teknir voru fastir eftir upp- reisnartilraunirnar í desember. En þeir neituðu að taka þátt í stjórn á meðan Alfons 13. situr við völd. En Guerra gafst þó ekki upp. Þriðjudaginn 17. febniar gekk hann á fund konungs og hafði þá ráðherralistann í vasanum.Klukku stund seinna kom Guerra aftur frá konungi, og var þá tilkynt opinberlega, að Guerra hefði ekki tekist að mynda stjórn. Ráðherraefni Guerra voru flest meira eða minna ótryggir kon- ungssinnar. Konungurinn hafði ýmislegt við ráðherralistann að at- huga. En þar að auki hað Guerra konunginn að skrifa undir skjal, þar sem konungurinn átti að af- sala sjer fyrst um sinn rjettinum til þess að rjúfa þing, gefa út tilskipanir o. fl. í rauninni átti hann að afsala sjer völdum um stundarsakir, eins og Ludvig 16. eftir flóttatilraunina 1791. Hið fyrirhugaða þjóðþing átti svo að ákveða, livort konungurinn ætti að fá rjettindi sín og vald sitt aftur að nokkru eða öllu leyti. Þing- kosningarnar áttu með öðrum orðum að verða einskonar þjóð- aratkvæði um konungdóminn á Spáni. „Le Journal" o. fl. frönsk blöð segja. að konungurinn hafi fallist á þessar kröfur, þegar Guer- ra tókst stjórnarmyndun á hend- ur. En konungurinn neitaði að skrifa undir þegar á átti að herða. Guerra tókst því ekki að mynda stjórn- Hann ráðlagði konunginum að fela A1 varez, foringja róttækra umbótamanna, stjórnarmyndun. — En það varð þó ekkert úr því. Konunginum þótti auðsjáanlega áhættumikið að leggja stjómar- taumana í hendur róttækra vinstri manna. Og eindregnum konungs- sinnum þótti það líka varhuga- vert. Á meðan Guerra samdi við lýðveldismenn í fangelsunum, tókst að lioma á samvinnu milli allra áreiðanlegra konungssinna, t.il þess að vernda konungdóminn. Að kvöldi 17. febrúar var alt landið lýst í hernaðarástandi og ritskoðun fyrirskipuð að nýju. Og konungurinn fól Aznar aðmírál að mynda stjórn. Hann var flota- málaráðherra í stjórn de Rivera. Hinn 18. fehrúar myndaði Aznar stjórn með þátttöku hægrimanna og frjálslyndra. Allir ráðherrarair eru eindregnir konungssinnar. — Romanones greifi, foringi frjáls- lynda flokksins, ,er utanríkisráð- herra og Berenguer, fyrverandi stjórnarforseti, er hermálaráðherra Nýja stjórnin hefir lýst yfir því, að hún ætli sjer að stofna til þing- kosninga einhvern tíma í sumar, og þingið eigi að endurskoða stjórnarskrána. En andstæðingar stjórnarinnar halda því fram, að stjórnin æt-li ekki að leyfa þing- inu að hreyfa við rjettindum kon- ungsins eða. minka vald hans. Þeir telja víst, að stjórnin muni því beita óleyfilegum brögðum til þess að tryggja sjer meiri hluta við þingkosningarnar. Andstæðingar stjórnarinnar segjast því ekki ætla að taka þátt í kosningmmm. Þeir heimta að konnngurinn fari úr landi, þangað til þjóðin sje búin að ákveða stjórnarfyrirkomulagið í landinu. Og enn fremur telja þeir nauðsynlegt, að sú stjórn, er stofni til þingkosninga, sje skipuð fulltrúmn allra vi*striflokkanna- Fi’anska stórhlaðið „Le Temps“ álítnr, að það hafi verið óhyggi- legt af konunginnm, að liann ljet ekki Alvarez mynda stjórn. Það getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sjer, ef andst-æðingar konungsins taka ekki þátt.í ltosn- ingunum, en reyna að koma kröf- um sínum fram annars staðar en í þinginu. Byltingahættan hefir síst minkað. þótt konungorinn hafi nú unnið sigur í hráð. Og langt um meira en konungsvaldið er í liættu, ef stjórnarhylting hefst á Spáni. Margir óttast, að bylt-ing á Spáni muni leiða til þess að

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.