Morgunblaðið - 22.03.1931, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 22.03.1931, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ 7 * Nýtt G E R fYrirliggjandi (Afgreiöist úr pakkhúsinu). Væntanlegt með e.s. Brúarfoss: Blóðappelsínur 240 og 300 stk. Valencia 240 og 300 stk. Epli, Winsaps. Laukur. Aðeins lítið óselt. Eggert Kristjfánsson & Co. L U D O. Taflmenn. — Taflborð. — Spil. — Spilapeningar o. fl. Bökaverslnn fsaiolðar. Málverkasýntng Kristjáns Magnússonar í Goodtemplarahúsinn. Opin dagleg frá kl. 1—7. Olfivlelar tvíkveíkjur, fyrirliggjandi. Sjerstaklega vandaðar. Lágt verð! Mjólkurijeiag Reykjavíknr. Statesmaii sr stðra vrðið kr» 1.25 á borðið. fí allkonn yljávörnrnar gagna mest og fegra best. Biðjið því kaupmann yðar um : Fjallkonu Skósvertu, Fjallkonu skógulu Fjallkonu Skóbrúnu Fjallkonu Hvítu Fjallkonu Fægilöginn og Fjallkonu Gljávaxið góða. Þessar glávörur, þola allan sam- anburð, hvað gæði og verð snertir, við samskonar útlendar vörur, sem kallaðar eru þær bestu. Það besta er frá H, f. SfnaBerð Reykjaviknr nálverkasýniny, íslenskir listamenn, málarar og aðrir, hafa af eðlilegum ástæðum flestir leitað sjer menta og frama í Danmörku og uálægum löndum, svo «em öðrum Norðurlöndum og Þýskalandi. Á síðari árum hafa þó nokkrir farið aðrar leiðir og er gott til þess að vita, því eðlilega verður það fjölbreyttara og víð- sýnið meira ef ýmsar leiðir eru reyndar. — Kristjáu Magmisson listmálari fór ungur vestur um haf og nam málaralist í Bandaríkjunum. — Fjekk liann þar þegar ágætan vitnisburð sem efnilegur listamað- ur. Til íslands hvarf liann aftur fyrir þrem árum og tók að festa íslenska náttúru og önnur íslensk efni á ljereft og pappír. Mátti fljótt sjá, að mikið bjó í þessum unga, duglega manni. í fyrra liaust lijelt hann sýningu í Lundiinum, var þess getið í blöðum hjer. Mál- verk hans hlutu afbragðsgóðar umsagnir í stórblöðunum í Lundún um. T. d. „TimesÁ ,Morning Post' o. fl. merkum blöðum. Má full- yrða að slík hlöð hæla ekki ung- um, óþektum útlendingum nema um eitthvað sjerlega gott sje að ræða. Énda fór svo að Kristján Magnússon seldi öll málverkin, er á sýningunni voru. — Mun það nær eins dæmi að svo fari. Enskur listavinur, auðugur, er sá málverk- in, hefir nú beðið Kristján að koma til Englands og mála óðal sitt og umhverfi. Mun Kristján taka því sæmdarhoði, og fara. til Englands í vor. — Kristján Magnússon hefir nú sýningu í Goodtemplarahúsinu í nokkra daga. Eru þar mörg mál- verk og mun enginn sjá eftir því að líta þar inn. — Jeg hygg, að Kristján Magmis- son eigi mjög glæsilega framtíð fyrir sjer. — Jeg tel það heppni, að hann hvarf heim aftur og vona að landar hans reynist honnm svo, að hann geti gefið fósturjörðinni heiðurinn. Þorsteinn Jódssoh. Samgðngumálin og stjörnin. Svo sem frá hefir verið skýrt hjer í blaðinu, leggur stjórnin fyr- ir þingið fjárlagafrumvarp, þar sem ekki er áætlaður eyrir til nýrra verklegra framkvæmda rík- issjóðs. Enginn vegarspotti verður lagður, engin ný brú reist og eng- inn sími. Alt er þurkað út, því að stjórnin hefir hrúgað á ríkissjóð svo gífurlegum skuldabagga, að tekjnrnar hrökkva ekki meir en til að greiða. vexti og afborganir af þessari súpu, ank löghoðinna gjalda. Og það er því miður full- víst, að þessi niðurskurður á verk- legum framkvæmdum ríkissjóðs kemur til að ná ýfir lengri tíma, en þetta eina ár, sem fjárlögin ná yfir. Stjórnin hefir undanfarin góðæri þrautpínt svo atvinnuvegi landsmanna með sköttum, að þeir eiga nú ekki eyri aflögu, og verða þar af leiðandi að kippa að sjer hendinni. Yið það minkar fram- leiðslan, og tekjur ríkissjóðs rýrna stórbostlega. Það hefir og heyrst, að stjórnin muni á yfirstandandi ári neyðast til að draga mjög úr þeim framkvæmdum, sem fyrir- skipaðar eru í fjárlögum. En á sama tíma, sem þessi und- ur eru að ske, ber stjómin fram á Alþingi ýmis mál, sem hafa í för með sjer margra miljóna króna útgjöld fyrir ríkissjóð. Þessi mál eru flutt í frumvarpsformi og svo til ætlast, að þau verði gerð að lögum. En sá stóri agnúi fylgir öllum þessum málum, að ekki er sjeð fyrir einurn einasta eyird til fram- kvæmda laganna. Um þetta er að- eins sagt, að til framkvæmda komi þá fyrst, þegar fje er veitt til þess á fjárlögum, eða Alþingi samþykk- ir lántöku í þessu skyni. Hvað á nú þessi skrípaleikur að þýða? Stjórnin veit mjög vel, að hún hefir undanfarin þrjú góðæri eytt og sóað mörgum miljónum af rík- isfje í alls konar sukk. Hún veit það einnig, að fjárhirsla ríkissjóðs er tæmd í botn, og að þar ofan á liggur skuldabaggi, sem nnverandi kynslóð sjer engin ráð til að greiða. Þrátt fyrir þetta, ber stjórnin fram á Alþingi frumvörp um hrú- argerðir, um samgönguhætur og fyrirhleðslur á vatnasvæði Þverár og Markarfljóts, um nýjan veg frá Lækjarbotnum í Mosfellssveit austur í Olfus, um Háskólabygg- ing, sem kosta marga.r miljónir, ef framkvæma ætti. En öllnm þessum frumvörpnm fylgir sá raunalegi agnúi, að ekki er ætlaður eyrir til að framkvæma. fyrirtækin. Menn spyrja: Hvað á þetta að þýða? Er hjer verið að blekkja kjósendur, sem e. t. v. ekki vita, að þessi lög verða dauður bókstaf- ur, þótt í stjórnartíðindin komist? Eða er stjórnin að minna kjós- endur á, hve feikna mikið gagn hefði mátt gera fyrir þær mörgu miljónir, sem varið liefir verið í sukk og óreiðu og algerðu heimild- arleysi síðustu þrjú árin? Það vill nii einmitt svo til, að öll þau fyrir- tæki til samans, sem nefnd eru í framangreindum frumvörpum mnnu kosta miklu minna fje, en stjómin hefir síðnstu þrjú ár eytt og sóað umfram áætlun fjárlaga. Þessi óleyfilega eyðsla er stærsta og afleiðingaríkasta synd miver- andi valdhafa, og hún verður ekki bætt með dauðum pappírslögum, hversu áferðarfalleg' sem þau eru. Dr. Helyi Pjetnrss Fáir eru spámenn á föðnrlandi sínu. Guðlaugur Gaðntundsson prestnr. Minning. Hinn 9. þ. m. andaðist síra Guð- laugur Guðmundsson, skáld, fyrr- nm prestur að Stað í Steingríms- firði. í þessum fáu minningarorð- um mun jeg ekki rekja æfi hans nje ætt. Hefir það og verið gert all-rækilega, svo að engu er þar Ekki verðnr um það, deilt, að dr. Helgi Pjetnrss er víðfrægur maður fyrir rannsóknir sínar og nýjar uppgötvanir í jarðfræði ís- lands, og jökulalda tímabilin. Fyr- ir þetta hefir hann og fengið styrk dálítinn og viðurkenningu hjá þjóð sinni. En hjer er meira til að tala um. Jarðfræðingurinn víðkunni, hef- ir á síðasta áratug vaxið upp í h imsfrægan vísindamann og spá- mann. Ekki fyrir jarðfræði eins lítils lands, eða lítils hnattar og einnar veraldar, heldur fyrir lífs- sambandsfræði mannkjmsins (ef svo mætti orða það í stuttu máli) um hnatta mergð í víðfeðmi him- ingeimsins. Álit þetta á Helga, viðurkenna vísindamenn nú víða um heim. — Margir þeirra munu og viður- kenna, að rannsóknir og sannan- ir „spíritista“, sjeu æðri en jarð- fræðin og öll önnur veraldleg vís- indi og uppgötvanir, og að Helgi sje nú að beina sönnunum þessum á sannleiks braut. En Islendingar hafa ekki kunnað að meta þetta, þó þeir hafi Nýal og Ennýal á sínu tungumáli. Fyrir þessi heimsfrægu vísindastörf — og þar með frægð íslands og íslendinga -— hefir H. P. alls enga almenna viðnrkenn- ingu fengið á fósturjörð sinni, eða hjá frændhálki þeim, sem hann er þó að stritast við að draga upp úr efnishyggjufeninu. Það er hart að núverandi mesti andans maður þjóðarinnar og'víð- frægasti, skuli sjálfur þurfa að slíta sjer út á því, að gera þjóð- inni skiljanlegt, að hann sje meira en meðalmaður. Það er hart að slíkur maðnr — ei síðar mun alment viðurkendur — skuli hjá þjóð sinni vera hafður svo sem í fangelsi, einangraður, andvaka og áhyggjufullur, fyrir skilningsleysi hennar, samúðar- leysi og smámunasemi. Það er misráðið hrapallega af forráðamönnnm þjóðarinnar, að láta miðlungsmenn og minna en það, baða í rósum — með 8—20 þús. kr. árslaunum og ennþá meira — en fórna kröftum og kannske lífi afburðamannsins, fyrir sultar- laun eins lítilmennis. Eru ekki alþingismenn nú orðn- ir svo trúaðir á gáfur H. P. og málefni hans, eða svo kjarkmiklir, að þeir þori að beita sjer fyrir tvöföldun þeirra launa (4000 kr.) sem honum er nú ætlað að hírast við í horni sínu, svo að segja ein- angraður frá umheimi og andans mikilmennum. Tvöföldun er hið minsta, sem þjóðin þarf að heimta að Helga sje greitt. Og þó sýnist- minna en 10 þús. kr. árl. vera smánarboð, sam- anhorið við marga aðra er slík laun hafa og þaðan af hærri, fyrir vandaminni verk og ógöfugri. V. G. Guðlaugnr Gnðmundsson. við að bæta. Hinsvegar mun jeg nokkuð drepa á kynni þau, er jeg hafði af honum á síðustu árum ’hans. Það var er jeg kom í Menta- skólann alm. árið 1924, að jeg kyntist fyrst síra Guðlaugi. Var tíðum gestkvæmt á heimili hans, ■ bæði af Mentaskólanemöndum, skólabræðrnm Kristjáns sonar lians, og öðrum gestum. Af litlnm efnum hjeldu þau hjón uppi rausn og risnu, óvenjulegri við það sem tíðkast í kaupstöðum. Var mönnum tekið þar með svo látlausri og sannri alúð, að þeim gleymdist, að þeir voru gestir. Sat jeg löngum á tali við öld- unginn, og þótt hann væri silfur- hár orðinn og ljós augna hans löngu slokkin, var hann glaður og reifur. Fann jeg skjótt að óvenjulega mikill bakfiskur hafði verið í þeim manni á æskuárum hans. Síra Guðlaugur var fróður maður og minnugur; einkum hafði hann áhuga á íslenskum fræðnm. Var hann slyngur að skýra forn- kvæði og gaf oft ekki málfræð- ingum eftir í því efni. Rímum seinni alda var hann þaulkunnug- ur, kunni feiknin öll af vísum úr þeim og skildi gjörla kenningar rímnaskáldanna. Hjer lágu lönd okkar einkum saman. Hlaut jeg margar góðar bendingar frá honum í skýringum vísna 'Og öðru því, er að kveðskap og íslenskn máli laut. Tíðum urð- um við sinn á hvoru máli um lífs- skoðanir og stjórnmál, en það varð okkur ekki að sundurþykki. Skildi hann manna best, að á annan veg hugsar ungur en aldinn. Annars má geta honum til hróss, að skiln- ingnr hans á ýmsum kennisetn- ingum kirkjunnar var langt um frjálslegri xog geðþekkari en búast hefði mátt við af presti á hans aldri. Stúdentsárin komu, og jeg var enn tíður gestur á heimili hans. Hann var altaf sami aldnrprúði öldungurinn., Jeg kom til lians, er hann lá á banabeði; enn var hann glaður og reifur. Hann vissi að aldurteigur sinn væri að mestu genginn. Úr fátækt hafði hann hafist af sjálfum sjer, sum bama

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.