Morgunblaðið - 24.03.1931, Blaðsíða 4
titboð.
Þeir, er gera vilja tilboð í að stækka símahúsið í Hafi^
arfirði, vitji uppdrátta etc. á teiknistofu húsameistar^
ríkisins.
Tilboð verða opnuð þann 30 þ. m. kl. V/2 e. h.
Amarhváli 23. mars. 1931.
Ebmr Erlendsso.
Hokkrlr sitimeoo
vanir störfum á togara, geta væntanlega fengið atvinnu á
togaranum Venus frá Hafnarfirði.
Upplýsingar á skrifstofu Jes Zimsen.
Það besla er altai ðdýrast.
VOLVO-vOrubllar.
Vörnbílaeigeudnrl
Hafið hugfast, að VOLVO eru traustustu og end-
ingarbestu vörubílarair sem völ er á, enda búnir
til í Svíþjóð, úr hinu alkunna góða sænska efni.
VOLVO vörubílarnir eru nú eiiiróma lofaðir af
þeim sem reynt hafa, og það jafnt í snjóahjer-
uðum Norður-Svíþjóðar, á fjallvegum Noregs,
sem annarstaðar á Norðurlöndum.
VOLVO vörubíll með bílstjórahúsi er nú til sýnis
og sölu hjer á staðnum.
Halldór Eiríksson,
Hafnarstræti 22. Reykjavík. Sími 175.
« 4
8LÓM & AVEXTIR
Hafnarstrœti 5.
Nýjung: Þurkaðir bananar,
líerramannsmatur.
Blómaversl. „Gleym mjer ei“.
Nýkomið fallegt úrval af pálmum
og blómstrandi blómum í pottum.
Daglega túlipanar og hyacintur.
fyrirliggjandi kransar úr lifandi
og gerviblómum. Alt til skreyting-
ar á kistum. SömuleiCis annast
verslunin um skreytingar á kistum
fyrir sanngjamt verð. Bankastræti
4. Sími 330.
Eins og að undanfömu sauma
Íeg alls konar kvenfatnað. Kápur
draktir og kjóla. Vönduð vinna
<|g nýjasta tíska. Bergþóra Elfar,
Óðinsgötu 1.
Foréldrar, varist að börnin
#jéu nakin og svellköld á hönd-
ym og fótum. Kaupið Mæðra-
fcökina eftir prófessor Monrad.
Kostar 3.75.
Tvö skrifstoftiherbergi og
Ijqymsla, sem næst miðbænum,
^kast 14. maí. — Ábyggileg
^reiðsla. Tilboð merkt „100“,
ðendist A. S. í.
PUtur sem vill læra garðyrkju
ÓÖkast strax að Reykjum. Upp-
fpBÍngar í síma Álafoss 6 A.
Allir
sem gera vilja góð kaup, eiga
erindi í
Manchester.
Útsanmsiunboð.
Stórt danskt útsaumsfirma í
modelum, efni og garntegundum,
óSkar eftir umboðsmanni, vel
kunnugum þessari vörutegund
og sem getur ferðast kringum
landið minst einu sinni á ári.
Ömakslaun hundraðstala af sölu-
upphæð. Tilboð merkt „5045“,
setidist Sylvester Hvid, Freder-
ðcsbergsgade 21, Köbenhavn K.
Iiefir útrýmt erlendu öli af íslensk-
um markaði, sem er sönnun þess
að það tekur öðrum öltegundum.
sem hjer er Ieyfilegt að selja,
langt fram um gæði.
tb
NTJUNGAB.
þýða á ensku skáldsögu Krist-
manns Guðmundssonar, „Brúð-
arkjóllinn“.
Þjórsárskrímslif!) ? Frá því
var sagt í útvarpinu í gær, og
það haft eftir Guðm. Árnasyni
að Múla í Landssveit, að þ. 28.
nóv. síðastliðinn hafi maður sjeð
ferlíki eitt mikið í Þjórsá, skamt
fyrir ofan svonefnt Gljúfur. Var
„skrímslinu“ lýst, og sagt að það
hefði verið 1 metri á hæð upp úr
vatni og þrír á lengd.
Hjónaband. Á laugardaginn
var gaf síra Friðrik Hallgríms-
son þau saman í hjónaband ung-
frú Margrjeti Jónsdóttur Magn-
ússonar frá Lindarbrekku og
Tómas Hallgrímsson bankarit-
ara.
Þrjú sönglög eftir Magnús Á.
Árnason eru nýkomin út. Eitt er
við kvæði Stephans G. Stephans-
sonar „Bæjargöngin“, annað við
ljóð Jónasar Guðlaugssonar „Jeg
elska þig,“, og hið þriðja við
gamla alþýðuvísu um ,Hringinn‘,
sem huldufólkið hefir í kletta bor
ið. Aðalútsala á sönglögum þess-
um er í bókaverslun Ársæls
Árnasonar.
Jarðarför frú Önnu Möller fer
fram í dag kl. 2 frá dómkirkj-
unni.
Dronning Alexandrina kom
frá Kaupmannahöfn í gærmorg-
un. Margir farþegar voru með
skipinu, bar á meðal Haraldur
Árnason kaupmaður, Árni Áma-
son verslunarstjóri Vöruhússins,
Einar Eyjólfsson kaupmaður, Jó
hann ólafsson kaupmaður, Magn
ús Kjaran heildsali, Guðrún Þor-
kelsdóttir forstjóri versl. Egill
Jacobsen, Carl Olsen konsúll og
frú, Ásgeir Pjetursson útgerðar-
maður, Árai Helgason læknir,
Axel Ketilsson verslunarstjóri.
—• Skipið fer hjeðan kl. 6 í
kvöld vestur um land til Akur-
eyrar.
Skipaferðir: Goðafoss fór frá
Hull á laugardaginn til austur og
norðurlandsins og mun koma
hingað um mánaðamót. — Lag-
arfoss er á leið frá útlöndum til
austur og norðurlands. — Sel-
foss fór frá Akureyri á sunnu-
dag til Reyðarfjarðar og þaðan
til Noregs. — Botnía kom frá
útlöndum á sunnudaginn.
Á afmælishátíð K. R. á laug-
ardagskvöldið, var Magnúsi Guð
björnssyni afhentur útskorinn
bikar fyrir Þingvallahlaupið í
sumar. Var hann frá nokkrum
íþróttavinum. Magnúsi Magnús-
syni frá Kirkjubóli var afhentur
silfurbikar fyrir Viðeyjarsundið.
MURGUNBLAÐIÐ
— Margar ræður voru fluttar
þarna og var gleðskapur mikill.
Nokkrar smámeyjar úr K. R.
sýndu leikfimi undir stjórn Unn-
ar Jónsdóttur og tókst vel. Kristj
án Kristjánsson söng einsöng.
Svo var leikin ,revy‘ eftir Erlend
Pjetursson. Gerist hún í Færeyj-
um og þótti afar skemtileg og
var höfundurinn kallaður fram
að lokum. Seinast var stiginn
dans. Skemtunin var endurtekin
á sunnudaginn fyrir um 300
börn innan 15 ára aldurs.
FlUgvjelin fór í fyrra dag
austur fyrir Kúðafljót, að strand
staðnum, þar sem enski togarinn
„Lord Beaconsfield, strandaði
fyrir skömmu. Var vátryggingar
maður frá Grimsby með flugvjel-
inni og fór hann til að taka
mynd af togaranum. Flaug flug-
vjelin nokkra hringi kringum
togarann og tók síðan stefnuna
heim aftur. Hrepti hún versta
veður á heimleiðinni, hríðarjel
og hvassviðri. — Flugvjelin var
3 klst. og 20 mín. í ferðinni.
Háskólafyrirlestrar próf. Abra
hamsens í Kauppingssalnum. —
Næstu 2 fyrirlestrar verða um
sögu söngleika, hinn fyrri í dag
kl. 6, en hinn síðari mánudag-
inn 30. þ. m. kl. 6. öllum heimill
aðgangur.
Góðir gestir. Hinn heimsfrægi
Kúban Kósakkakór er væntan-
legur hingað snemma í næsta
mánuði og ætlar að syngja hjer
opinberlega.
Færeysku strandmennimir af
„Queen Victoria“ eru komnir til
Víkur í Mýrdal. Bíða þeir senni-
lega eftir sjóleið þaðan því að
nú hefir sjó og veður lægt og er
útlit fyrir batnandi veður.
Hjónaefni. Nýlega hafa birt
trúlofun sína Guðmunda Guð-
mundsdóttir Sveinssonar fyrv.
kaupmanns í Hnífsdal og Samúel
Guðmundsson, settur útbússtjóri
Útvegsbankans í Isafirði.
Brúarfoss kom frá útlöndum
á sunnudaginn. Farþegar voru
Benedikt Gröndal verkfræðingur
og frú, Mr. Bolts og frú, Kjartan
ólafsson augnlæknir, Ludvig
Andersen konsúll ,Sigurður Guð-
mundsson byggingameistari, ung
frú Erna Eggerz, Mr. Daussy
og Einar Egilsson.
Útvarpið. Kl. 19.05 Þingfrjett-
ir. Klukkan 19.25 Hljómleikar
(Grammófónn). Kl. 19.30 Veður-
fregnir. 19.35 Erindi: Snorri
goði. II. (Síra Ólafur Ólafsson).
Kl. 19.55 Óákveðið. KI. 20 Þýsku
kensla í 1. flokki (Jón Ófeigsson,
yfirkennari). Kl. 20.20 Hljóm-
leikar: (Hljómsveit Reykjavík-
ur). Kl. 21 Frjettir. Kl. 21.20-25
Erindi: Jóhann Sigurjónsson. I.
(Sig. Nordal, prófessor).
Færeysk skonnorta leitaði
hafnar í Vestmannaeyjum í gær.
Kvað skipstjórinn enskan togara
hafa siglt á skipið. Ætlar hún
að komast til Reykjavíkur til
viðgerðar. — Skonnortan heitir
Lillie. Hafði botnvörpungurinn
brotið hana niður að sjó, svo að
sást út úr káetunni. Skonnortan
gaf botnvörpungnum merki um
að fylgja sjer til hafnar, en hann
sinti því ekki. Skipið hefði sokk-
ið ef sjór hefði verið ósljettur.
Skonnortan náði númeri botn-
vörpungsins.
Grímsey frá Hafnarfirði fór í
fyrri nótt frá Vestmannaeyjum
til Englands með ca. 45 smálestir
af ýsu, sem keypt var þar. —
Botnvörpungurinn J. H. Wil-
helm kom þangað í gær, kaupir
ýsu til útflutnings. — Afli mis-
jafn í 2 seinustu daga. Frá 200
upp í 2700 þorska.
Fjelag ungra Sjálfstæðis-
manna var stofnað á Akranesi
á sunnudaginn. Gengu þegar í
það 91 menn.
íslenskg sýningin i Vín. I sum
ar, hafði hinn austurríski málari
Theo Henning sýningu í Vín, á
myndum sínum frá ferð sinni til
íslands fyrir þrem árum, ásamt
ýmsum náttúrufræðislegum mun
um og þjóðlegum. Nú hefir fjár-
málaráðherra Vínarborgar, Hugo
Breitner, í viðurkenningarskyni
fyrir hið almenna mentagildi
nefndrar íslands sýningar, eftir-
gefið málaranum Henning skatt
þann, sem hvílir þar á öllum að-
göngumiðum: sýningum jafnt
sem t. d. bíóum. Jafnframt og
þetta er afar mikil viðurkenning
fyrir verk málarans, er það einn
ig stór vitnisburður um velvilja
Austurríkis í garð Islands og
ætti að vera öllum íslendingum
gleðiefni. Einnig er það ánægju-
legt, að forstjóri Jarðfræðisdeild
ar „Naturhistorisches Museum“
í Vín, prófessor dr. F. X. Schaf-
fer, hefir keypt tvö olíumálverk
af nefndum málara, annað af
Heklu og hitt af Brennisteins-
námum í Krýsuvík. Myndir þess-
ar verða um aldur og æfi til
sýnis í safninu og munu því út-
breiða mjög þekkingu á einkenn-
um íslenskrar náttúru.
Ifiri tll sðlu.
Jörðin Foss í Grímsnesi fæst
til kaups og ábúðar í næstkom-
andi fardögum. Semja ber vi$
Freygarð Þorvaldsson.
Laugaveg 27.
Hermtiður
fer hjeðan á morgun í vitá-
ferð til Hornbjargs. Getur
tekið flutning til Vestfjarða
ef nægilega mikið er tilkynfe
í dag.
Skipaútgerð rikisins.
EoglBB kaaa
sig í góðu veðri heiman
að búa.
Líltryggið yður.
Líftryggingaiflei. Hndvaka