Morgunblaðið - 10.04.1931, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.04.1931, Blaðsíða 3
MORGUN BLAÐIÐ nrniinniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiitimrtH Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík |j Ritstjórar: Jón Kjartansson. Valtýr Stefánsson. = Ritstjórn og afgreiósla: = Austurstræti 8. — Slmi 500. = Auglýsingastjóri: E. Hafberg. = Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Sími 700. = Heimasímar: Jón Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. Ej E. Hafberg nr. 770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuði. = Utanlands kr. 2.50 á mánuði. = í lausasölu 10 aura eintaki«r 20 aura með Lésbók = miuuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii^ Söngur Húban Hósakkanna í Gamla Bíó 8. þ. m. — undir stjórn Leonid Iwanoffs — Var gerólíkur öllu, sem lijer liefir heyrst. Hann var eins og hljómur •$5a mynd úr fjarlægri og lítt %unnri veröld, þar sem hauður og haf er með furðulegum litum, þar ?em víðáttan er ómælanleg, þar áem vötn og elfur hverfa í blá- jnóðu, spegilsljett, eða brjótast fram með hamslausu afli, þar sem iífið er friðsælt og kyrlátt eða Vyit og óstjórnlegt. Því er ekki hægt að mæla þennan söng með yenjulegri alin. Það má dást að tinni frábæru söngleikni flokksins, íð hinum hugðnæma píanissimo- Böng og organtónum bassanna. Um sumt má deila — tenórana, liinn yilta kórhreim, sem bregður fyrir f’nnað veifið o. fl. En til hvers Yæri slíkt, úr því að jafnvel „gall- arnir‘ ‘ verða til að skýra myndina '4g gera hana sannari og eftir- tþinnilegri af rússnesku skapferli -tíg menningu með gífurlegum and- stæðum góðs og ills. Söngurinn hófst á andlegum lög- 'njn (þ. á m. „Til Dig vi synger“ 'Oftir I.wow.sky og „Gud, hör min hön“ eftir Archangelsky), en þar Úæst komu rússnesk þjóðlög („Aft «nringning“, „Söte pike“ o. fl. o. fl.), er gáfu kórnum tækifæri til þess að beita margs konar fram- sagnarlist og var svimt af því að- ■dáanlega flutt. Dýpst og fegurst hygg jeg þó að áhrifin hafi verið =af hinum fyrnefndu andlegu söngv <Um, er voru auðvitað, eins og alt. ánnað, sungnir á rússnesku. Karla- hór K. F. U. M. fagnaði hinum Víðförlu gestum með „Sangerhils- •an“ eftir Grieg, en úr því tóku aheyrendur við með dynjandi lófa- ^lappi á eftir hverju lagi. Húsið "Var troðfult. Sigf. E. Verksmiðjubnmi í Noregi. NRP 9. apríl FB. Mikill bruni varð í gærkvöldi 3 United Sardine Factories á Hars- dy, Asköya. Tvær verksmiðjur hrunnu til kaldra kola. Eldurinn Sennilega kviknað út frá ketil- 'Sprengingu. Tjón áætlað hálf milj. hróna. Dettifoss kom frá útlöndum í ^yrradag. Meðal farþega voru Þor- steinn Loftsson skipstjóri frá Ham horg, 0g frá Hull: Pjetur Jónsson ^eknir, Ólafur Gíslason stórkaup- 10 •> Dóra Pjeturs verslunarkona, óuðm. Albertsson kaupmaður, Mr. ■• P. K. Tracey fiskkaupmaður, Óalldór Hansen læknir, Richard fhors framkv.stj., frú Ethel Ein- ^rsson með barn, Miss M. Jaeke. Þingtíðindi Stlfirnarskrí rbreytiig«rnir Ágrip af ræin Jóus Þorlákssonar. í þessu frumvarpr felast tvær snertir, en gætir raunar töluvert liiifnðbreytingar á gildandi stjórn- arskrá. Onnur er sú, að færa ald- ursmark fyrir kosningarrjetti og kjörgengi úr 25 árum, niður í 21 ár. Sú skoðun, að þessi breyting sje rjettmæt, hefir rutt sjer svo til rúms á síðari árum, að jeg býst við að nú verði gott sam- komulag um hana. Jeg giska á að kjóseridum fjölgi um eitthvað 15% við þessa breytingu, og hugsun- arrjett afleiðing hennar er sú, að láta almennar kosningar til Al- þingis fram fara þegar er breyt- ingin er lögtekin, svo að hinir nýju kjósendur geti fengið til- ætluð áhrif á skipun þingsins, þeg- ar eftir að þeir með stjórnar- skrárbreytingu hafa fengið rjett- inn til þessa. Mjer finst að það væri beinlínis óviðeigandi að láta þing sitja í .3 ár eftir slíka rýmk- un kosningarrjettarins, vera í all- an þann tíma skipuð af aðeins nokkrum hluta þeirra kjósenda, sem þá eiga að ráða skipun þings- ins samkvæmt stjórnarskránni. Um þetta flvtjum við Sjálfstæðis- mennirnir í stjórnarskrárnefnd breytingartillögu á þingskjali 265 ásamt fulltrúa Alþýðuflokksins, í sömu nefnd. Hin liöfuðbreytingin er sú, að afnema landskjörið. Mjer finst sjerstök ástæða til þess að gera grein fyrir því, vegna hvers jeg vil nú fylgja þeirri tillögu. Við manntalið 2. desember f. á. töldust landsmenn rúm 108 þús. Þar a.f bjuggu rúm 28 þús. í Reykjavík, en 80 þús. utan höfuð- staðarins. Eins og kunnugt er, eiga Reykjavíkurbúar 4 kjördæma- kosna fulltrúa á þingi, en aðrir landsmenn 32 fulltrúa. Koma þá 2500 íbúar á hvern þingmann utan Reykjavíkur, en yfir 7000 íbúar á hvern þingmann í Reykjavík. Hjer við bætist það, að atvinnulífið er fjörugast og fólksfjölgunin mest í Rvík, svo að misræmið vex ár frá ári. Kosningarrjettur hvers Reyk- víkings er nú skertur að sem næst % móts við rjett annara lands manna, og verður skertur ennþá meir ár frá ári, ef ekki er að gert. í landskjörinu felst ofurlítil við- bót á þessu misræmi. Við val hinna 6 landskjörnu þingmanna njóta atkvæði allra kjósenda sín jafnt; hvar sem þeir eru búsettir á land inu. En að öðru leyti hefir lands kjörið í sinni núverandi mynd ýmsa ókosti. Það er of dýrt og umsvifamikið að stofna til al mennra kosninga um alt land til þess að velja aðeins 3 þingmenn, eins og nú á sjer stað. Almennar kosningar, annað hvort í kjördæm um eða um land alt, fara fram tvisvar á hverjum 4 árum, og er það óeðlilega stutt millibil. Ákvæð in um varamenn eru óhentug, og fleira mætti telja. Aðalgallinn er þó máske sá, live uppbót sú, sem landskjörið veitir á misræmi kosn ingarrjettarins er ófullkomin. — Það er auðsjeð, að þetta stórkostlega misræmi koSriing- arrjettarins, sem er sjerstak lega áberandi hvað Reykjavík á öðrum stöðum landsins, getnr ekki haldist til lengdar. Leiðrjétt- ing á því hlýtur að koma. Er þá um tvær aðferðir að velja. Onnur er sú, sem Framsóknarflokkurinn tók upp þegar Hafnarfjörður var gerður að sjerstöku kjördæmi, sem sje að taka þingsæti frá sveita- tjördæmunum eða gömlu kjördæm unum til þess að láta hinn vaxandi mannfjölda kaupstaðanna njóta jafnrjettis við aðra landsmenn. Hin leiðin er sú, sem áður var tíðkuð, að veita uppvaxandi kaup- stöðnm þingmenn með því að fjölga um leið þingmönnum. Þessar tvær leiðir hafa nú hvor sína. kosti og sína galla. Kostur oeirrar fyrri er fyrst og fremst sá, að með henni er sneitt alveg hjá fjölgun þingmanna, en aðal- ókosturinn sá, að það er mjög leiðinlegt að þurfa að svifta hjerað >ingmönnum sínum þó kaupstaðir hafi vaxið upp í nágrenni þeirra lijeraða eða annars staðar. Jeg álít að minsta kosti að sem minst ætti að gera að þessu. Síðarnefnda leið- in sneiðir hjá þeim, en hefir í för með sjer fjölgun þingmanna. Það er hennar eini ókosur. Nú eru þingmenn orðnir það margir, að jeg geri ráð fyrir að afarmikil mótstaða verði gegn mik illi eða varanlegri fjölgun þeirra. Ef landskjörið yrði látið haldast, er jeg mjög hræddur um að sú úrlausn misræmisins, sem jeg fyr nefndi, mundi ryðja sjer til rúms, í beinu áframhaldi af þeirri stefnu, sem núverandi þingmeirihluti hefir tekið í því máli. Yrðu þingsætin >á smám saman reytt af sveitakjör dæmunum, eftir því sem kröfur mannfjöldans í lcaupstöðunum um stjórnskipulegan rjett til áhrifa á skipun Alþingis yrðu ómótstæðileg ar. — Til þess að komast hjá þessu sje jeg ekki aðra leið en þá, að fækka þingmönnum með afnámi lands- kjörsins til þess að rýma fyrir nýj um þingsætum, svo unt verði að bæta úr núverandi misræmi á at- kvæðisrjettinum án fjölgunar þingmönnum. Jeg vil undirstrika það, að þetta er hin eina ástæða mín fyrir því að fylgja afnámi landskjörs rns. Þá breytingu eina út af fyrir sig á skipun Alþingis tel jeg vera spor aftur á bak, af því að mis- ræmi kosningarrjettarins er ekki minkað, lieldur aukið með þeirri breytingu út af fyrir sig. En jeg vil sámþykkja þetta spor aftur á bak til þess að greiða fyrir full- komnari endurbótum á misræminu, og geri það í fullu trausti þess að samkomulag náist fljótlega um slíkar endurbætur, eftir að sú þing mannafækkun, sem afnám lands- kjörsins veldur, er komin í kring. Heiðruðu húsmæður! leggið þetta á minnið: Reynslan talar og segir það satt, að Lillu- ger og Lillu-eggjaduftið er þjóð- frægt. Það besta er frá H.f. Efnagerð Reykjavíkur. MKSœtKKKKKK Fyrir hálivirði seljum við alt sem til er af blómsturvösum. BiHsaverslnii ísafoldar. S P i k f e i 11 (slensk írímerki. Til þess að fullkomna sjerstaKt Sauðakjöt, reykt. Af 30—35 kg. sauðum safn af ísl. frímerkjum, óskar nnd- irritaður eftir sjaldgæfum merkj- um, með prentvillum og öðrum af- Urvals saltkjöt, íslensk egg, ísL brigðura óskar tilboða. Dir. Hans Hals, Arsenalsgataa 9, Stockholm. Raf. Stockholms Enskilda Banh, Stocholm. gulrófur o. m. fl. verður best að kaupa í Birninnm. lergstaðastræti 35. Sími 1091 Barnastðlar háir með borði. Litlir stólar og borð samstæð. Brúðuvagnar og brúðurúm, mikið úrval. Húsgagnav. Reykjavfkur, Vatnsstíg 3. Sími 1940. John Oakey & Sons Ltd. London. Welllnglon FÆBIL0GUR HREINSAR BEST _ GfLJÁIR MEST Vinnudeilur á Norðurlöndum Khöfn, 9. apríl. United Press. FB. Til vandræða horfir með lausn iðnaðardeilanna í Danmörku og Noregi, því samningar um laun og vinnustundafjölda hafa farið út um þúfur. — Málamiðlun sátta- semjara norsku stjórnarinnar bar þeSSÍr, eru besta Og Ódýrasta Baffaimtar kryddsfldin. ekki árangnr og verkbann hófst í gær í járn-, timbur- og bit'- reiðaiðnaðinum. Bitnar vinnustöðv| unin á þúsundum verkamanna. —j Skipaeigendiir krefjast 12% launa lækkunar. Af þeim 43.000 verkamönnum, sem verkbannið bitnar á, er liðlega helmingurinn í Ósló. í Danmörku bafa samningaum- Tilreiddir hjer, Úr íslenskTÍ leitanir einnig misheppnast. Þá er verkamenn höfðu neitað að fallast á miðlunartillögu sátta- semjara, fjellust atvinnurekendur á, að fresta til þ. 20. apríl verk- banni því, sem yfir vofir og bitna mun á 50.000 verkamönnum, ef af því verður. Verkamannafjelögin hafa ákveðið að lialda allsherjar fulltrúaþing nú þegar, til þess að taka deilumálin öll til sjer- stakrar athugunar. Dánarfregn. Salina Methúsalems dóttir frá Burstarfelli í Vopnafirði andaðist hjer í bænum aðfaranótt 6. þ. mán. Líkið verður seut með Súðinni í dag til Vopnafjarðar. Kveðjuatliöfn á* Elliheimilinu kl. 5i/2 síðd. síld. Fást í flestum verslunum. Sláturfielagið. Sími 249. Blómkál. I. O. O. F. — 1124108%. Veðrið (fimtudagskvöld kl. 5): SV-átt vim alt land, víðast stinn- ingsgola (5 vindst.). Vestan lands og sunnan er hitinn 0—5 stig og gengur á með slyddujeljum, en á Norðnr- og Austurlandi er úrkomu laust og hitinn 6—8 stig. Lægðin yfir Grænlandsliafi er að fyllast upp, en ný lægð er hins vegar að Hvítkál, Rauðkál, Gulrætur, Rauðrófur, Blaðlaukur. Selja, Laukur, Rabarbari, jíivcrpoo^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.