Morgunblaðið - 14.04.1931, Blaðsíða 3
MORGTTNBLAÐIÐ
B
Þingtíðindi
Pólitískir dauöakippir
í forsætisráðherranum
«Rtmtnmiiitmtiuttiiiiiiiimiiiiiimiiuniiiiiii!ninii!iiiiiii^
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk j=
Ritstjórar: Jón Kjartansson.
Yaltýr Stefánsson.
Ritstjórn og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 500. =
j Auglýsingastjóri: E. Hafberg. S
i | Auglýsingaskrifstofa:
Austurstræti 17. — Simi 700. =
: Heimasímar: =
Jón Kjartansson nr. 742. EE
Valtýr Stefánsson nr. 1220. ES
E. Hafberg nr. 770.
• : Áskriftagjald:
Innanlands kr. 2.00 á mánuði. =
; j Utanlanðs kr. 2.50 á mánuði. =
: í lausasölu 10 aura eintakið.
20 aura með Lesbók =
■ > mtiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiirH
Umræðnimm
um vantraustið
verSur útvarpað í dag.
-Vantraustsyfirlýsing Sjálfstæð-
ísmanna kemur til umræðu í dag
3 Sameinuðu þingi. Hefir forseti
Sameinaðs þings tilkynt útvarp-
inu, að umræðunum skuli útvarp-
-að, samkvæmt reglum þeim, sem
settar hafi verið um útvarp frá
Alþingi.
Umræðurnar byrja klukkan 1 síðd.
*ðg standa yfir fyrst og fremst til
klukkan 4 síðd.
Þá verður fundi frestað til kl. 9.
Má þá búast við, að umræður haldi
áfram, og standi þá yfir til mið-
nættis. Vera má, að umræður haldi
•enn áfram á morgun, er útvarpað
verði. En um það er ekkert hægt
■.að fullyrða.
Samkvæmt reglunum um útvarp
frá Alþingi, á að útvarpa umræð-
‘i:m samtals yfir 9 % klst.
Verður ræðutíma skift þannig:
Fyrst verður að halda hálftíma
u'æður, og skiftast flokkarnir á um
ræðutíma. Heldur hver flokkur 5
•hálftíma ræður, og er þá kominn
”7% klst. fundartími. Því næst
verður ræðutíminn styttur í stund-
arfjórðung, og fær hver flokkur
’d.il umráða þrjá ræðutíma, stund-
■arfjórðung hver.
Jón Þorláksson talar fyrstur.
Af Sjálfstæðismönnum taiar
JMagnús Guðmundsson næstur. —
TTann mun því taka til máls nál.
kl. 2Vp. Líklega tala þeir á kvöld-
fundinum fyrir hönd sjálfstæðis-
’manna Ólafur Thors og Sigurður
lEggerz.
„Eveor-Valhall. Se, Oden haver
ítalat" heitir hók, sem nýlega er
%omin út á sænsku eftir Th. Stall-
•heim ritstjóra í Uddevalla. Þykist
hann hafa náð sambandi við sjálf-
•an Óðin og er bókin öll um það.
'Óðinn hefir kómið til konu nokk-
mrrar og lætur hana skrifa ósjálf-
rátt. Hann skrifar á sænsku, en
vill helst kenna þeim sitt eigið
'mál, því að það hafi verið miklu
fegúrra. En ekkert hefir þó orðið
«úr kenslunni.Ekki hefir Óðinn tap-
;að skáldskapargáfunni í þessi 2000
•ár sem liðin eru síðan hann fór
;yfir um. En mjög hefir honum
farið aftur! Hann segist vera æðri
æn Jesús, en sólin sje sjer æðri,
því að hún sje upphaf alls Mfs.
„Trúið á Óðin, trúið á sólina,
trúið á lífið, trúið á dauðann! Sjá,
Óðinn hefir talað! Farvál!"
Skáksamband fslands hjelt aðal-
fund sinn á laugardaginn. Pjetur
Eophoníasson var endurkosinn
forseti og meðstjórnendur Elís Ó.
‘óuðmundsson bókhaldari og Garð-
«ir Þorsteinsson hrm.
Menn hafa veitt því eftirtekt,
síðustu dagana, að óvenjumikið
óðagot hefir verið á ráðherrunum
og setja menn þetta í samband
við vantrausttillögu þá, sem fram
er komin á Alþingi. Tr. Þórhalls-
son forsætisráðherra æðir um í
sölum Alþingis, náfölur og eirðar-
laus; Jónas dómsmálaráðherra hef-
ir einn stjórnarbílinn í simii þjón-
ustu dag og nótt, og er á sífeldu
flökti, ýmist í stjómarráðinu eða
í heimsókn hjá forstjómm hinna
ýmsu ríkisstofnana. Er mælt, að
ráðherrann sje að reyna að tryggja
vildarvinunum stöðurnar til lengri
tíma. Fjármálaráðherrann sjest
hinsvegar mjög lítið, og er talið að
hann sje að telja saman hve mikið
vanti í ýmsa opinbera sjóði, og
hvort nokkurt fje sje handbært, til
að fylla í skörðin.
Það kom berlega fram við um-
ræður í Neðri deild í gær, hve
stjórnin er alvarlega hrædd við,
að aðrir menn fari að hnýsast í
verk hennar í stjórnarráðinu. Til
umræðu var frumvarp um þing-
mannafjölgun í Rvík (að Rvík fái
5 þingmenn í stað fjögurra). í
sambandi við þetta mál, stóð for-
sætisráðheirrann upp og fór að tala
um „samband“ Sjálfstæðismanna
og sósíalista. Sagði hann, að þessir
flokkar hefðu gert „samninga"
fyrir framtíðina, um afgreiðslu
stjórnarskrárinnar, um breyting
á kjördæmaskipuninni, um „að
taka hið pólitíska vald af bænd-
um og aflienda það kaupstöð-
unum“, eins og liann orðaði það;
en sárast af öllu var þó það 3
augum forsætisráðherra, að sósíal-
istar væru nú ráðnir í að steypa
núverandi stjóru — stjórninni, er
hefði þó verið svo einstaklega þæg
og hlýðin við sósíalista.
Hjeðinn Valdimarsson kvaðst vel
geta skilið, að ekki lægi vel á
forsætisráðherranum, þar sem van-
traustið væri fram komið. En hitt
væri með öllu tilhæfulaust, að
sósíalistar hefðu nokkurt samband
gert við Sjálfstæðismenn, og sem
sönnun fyrir því - væri fastráðið,
að sósíalister myndu við næstu
kosningar hafa menn í kjöri í öll-
um kjördæmum landsins.
Sósíalistar greiddu hins vegar
núverandi stjórn vantraust vegna
þess, að þeir teldu ineð öllu óverj-
andi, að hafa þessa menn við völd,
eftir að Alþingi lyki störfum, því
að þeim væri trúándi til alls.
Magnús Guðmundsson mintist á
kjördæmaskipunina. Gat hann þess
að núverandi stjórn hefði stigið
þar fyrsta sporið, með því að
leggja til afnám landskjörsins. —
Með þessu tiltæki væri Sjálfstæð-
isflokkurinn beittur herfilegu rang
læti og misrjetti, þar sem bein-
Hnis væri verið að ræna hann
atkvæðum. Stjórnin óttaðist það,
að Sjálfstæðisflokkurinn fengi í
framtíðinni fjóra landskjöma þing
menn af sex, og með því gæti
flokknum skapast sú aðstaða, að
hafa jafnan ráðin í efri deild.
Nú ætti að koma í veg fyrir þetta
og afnema landskjörið. Að því
loknu ætlaði svo stjómin að búa
til ný kjördæmi, þar sem einungis
Framsóknarmanni væri tryggð
kosning. Þannig ætti kjördæma-
skipunin að líta út hjá hinni ,rjett-
látu‘ Framsóknarstjórn! Sjálfstæð-
ismenn myndu áreiðanlega ekki
sitja þegjandi hjá á meðan verið
væri að ræna þá atkvæðum. For-
sætisráðherrann væri að gaspra
um að taka ætti hið pólitíska vald
af bændum. Nú vissi forsætisráð-
herra það, að Sjálfstæðisflokkur-
inn ætti um kelming atkvæða í
sveitum landsins. Honum gæti því
aldrei orðið hagur að því, að rýra
þeirra vald, enda kæmi slíkt aldrei
til mála. En Sjálfstæðismenn allir
favar sem búsettir væra á landinu,
myndu standa fast saman og
verja sinn atkvæðisrjett, verjast
gegn þeirri ránsferð, sem stjórnin
væri að búa gegn þeim, með af-
námi landskjörsins.
Ekki kvaðst ræðumaður þurfa að
svara því írafári forsætisráðherra,
að samband væfi nú orðið milli
Sjálfstæðismanna og sósíalista. -—
Ekkert slíkt samband ætti sjer
stað. En hitt væri broslegt, að
forsrh., sem í fjögur ár hefir búið
í innilegustu sambúð við sósíal-
ista, skyldi nú telja það ganga
glæpi næst, ef annar flokkur gerði
nokkuð slíkt. Þessi ummæli ráðh.
væru faarla eftirtektarverð.
Gunnar Sigurðsson kvaðst verða
með því, að Reykjavík fengi nú
eitt þingsæti í viðbót, því að það
væri augljóst rjettlætismál. Borið
saman við Seyðisfjörð, ætti Rvík
nú að hafa 29 þingmenn, og sýndi
þetta best órjett þann, sem nú
ríkti gagnvart Reykjavík. Ekki
kvaðst ræðumaður telja það goðgá
þótt orðuð væri breyting á nú-
verandi kjördæmaskipun; breyting
væri sjálfsögð og aðkallandi, ef
nokkurt rjettlæti ætti að v.era í
þessu landi.
Allmiklar umræður urðu um
þessi stórpólitísku mál í þinginu
í gær. Forsætisráðherra gaspraði
mikið um, að nú ætti að taka
pólitíska valdið af bændum. Nú
mætti minna forsrh. á, að það
hefir aðeins einu sinni átt sjer
stað á Alþingi, að pólitíska valdið
var tekið af bændum og afhent
kaupstaðarbúum; þetta gerði
Framsókn með þingmannsráninu í
Gullbringu- og Kjósarsýslu.
Næsta skrefið á svo að vera
það, að afnema landskjörið og
þar með svifta Sjálfstæðisflokkinn
3—4 þingsætum. Nú er það vitan-
legt, að Sjálfstæðisflokkurinn á
um helming atkvæða í landinu; þó
faefir flokkurinn aðeins 17 þing-
sæti. En Framsókn vill bæta úr
þessu misrjetti og ranglæti með
því. að fækka fulltrúum Sjálfstæð-
isflokksins niður í 13—14! Býst
ráðh. við, að Sjálfstæðisfl. geri
sjer þetta að góðu? Heldur hann
að sá helmingur íslenskra bænda
sem fylgir Sjálfstæðisflokknum að
málum, sitji þegjandi hjá á með-
an verið er að ræna þá atkvæð-
isrjettinum ?
Nei, sannleikurinn er sá, að það
er ekki bændavaldið, sem forsrh.
óttast að borið verði fyrir borð
með rjettlátari kjördæmaskipun,
heldur hitt, að með því yrði girt
fyrir, að braskarar þeir og of-
ríkismenn, sem nú sitja við stýrið,
eigi þar aftur kvæmt.
....—m »—
Erlendar friettir f útwr rpinu
Sem hlustandi óska jeg og marg-
ir fleiri að fá upplýst:
1. Ræður Sigurður uppgjafa-
prestur Einarsson vali þeirra er-
lendu frjetta, er fluttar eru í út-
varpinu ?
2. Ef svo er, hvernig má það þá
vera, að hið svo nefnda útvarps-
ráð (sem að sumu leyti er reyndar
hlægilega skipað) felur svo mikils-
vert og vandasamt efni fúskara,
sem að sumu leyti er ofstopamaður
og að sumu flóttamaður sinna eig-
in „skoðana“ ? Eiga hinar erlendu
frjettir, sem varpað er út til al-
þjóðar, að vera annað hvort mark-
laust hrafl eða „partískur" sparða
tíningur (mest lofgerð um Rússa) ?
3. Ljóst hefir orðið að S. E. hefir
reynt að gera í þessum „frjetta-
burði“ árás (stundum grímu-
klædda) á ýmsar stjettir ineðal
þjóðanna, frá sjónarmiði sósíalista
og kommúnista. Hefir það þó
stundum verið einna mest áber-
andi, er hann hefir verið „forfall-
aður“ við lesturinn, og aðrir hafa
lesið fyrir hann. Er þá spumingin:
efir hann líka þá „valið“ frjett-
imar — og látið hina hlaupa á for-
aðið — eða hver hefir gert það?
Man jeg sem dæmi eftir tveimur
skiftum, annað þegar kvenmæl-
andi útvarpsins var látin lesa hól
um Rússastjórn, en níð um full-
trúa stórveldanna; liitt er karlmæl
andi las árás á Nazi-flokkinn í
Þýskalandi o. s. frv.
Hlustandi í sveit.
Vel á minst: Að kalla þann, sem
les fyrir útvarpið, „þul“ (þulur,
eða jafnvel þula!) er vitleysa; sá
á bara að heita mælandi — hvort
sem er karlkyns eða kvenkyns.
Sami.
Spurningar þessar sendir blaðið
hjer með til útvarpsráðs og er
þess vænst, að það svari þeim.
Helg’ Hallgrfmssoi
eigandi hljóðfæraverslunarinnar í
Þingholtsstræti 2, er 40 ára í dag.
Helgi mun hafa verið fyrstur
íslendinga til þess að stofna sjer-
verslun með öll tæki, er að hljóm-
list lúta. Áður hafði hann nótna-
verslun x Lækjargötu hjer í bæ.
Vakti sú verslun talsverða at-
hygli, því sýnt þótti, að eigandi
faennar hirti ekki aðeins um það,
hvað útgengilegast var, heldur
jafnframt og ekki síður, hvað
hefja mætti hljómlistarsmekk
manna á menningarstig. Verslunin
óx fljótt, og breytti eigandinn
henni þá í það horf, sem hún nú
er komin í.
Helgi Hallgrímsson var st.arfs-
maður á Hafnarskrifstofunni hjer
frá byrjun, og þar til nú á síðast-
liðnu ári, að verslun hans var
orðin svo umfangsmikil. að hún
heimtaði krafta hans óskifta. —-
Helgi var formaður verslunar-
mannafjelagsins Merkúr, þar til
faann s.l. ár varð að gan»ra úr
fjelaginu, er staða hans breyttist.
Gerði fjelagið hann þá að heið-
ursfjelaga.
Sundiaujn í
batnaskilanum.
Fyritrspurnir:
1. Hvers vegna er ekki lokið vifj
sundþi-óna í nýja barnaskólanum f
2. Hvenær byrjar sundkensfaa
fyrir skólabörnin?
Sundmaður.
Morgunblaðið hefir beint þess- k
um fyrirspurnum til Sigurðar
Thorlacius skólastjóra, og segir
faann að ekki standi á öðru en að
flísæteggja sundlaugina að innan.
Kveðst hann oft hafa farið fram
á að það væri gert, en það hafi
engan árangur borið. Þá segist
hann og hafa farið fram á að
mega nota laugina eins og hún er*
nú, en það þætti ekki fært, og
ekki hafi heldur þótt tiltækilegt að
sementsljetta laugina innan. Ann-
ars sje það ekki nema hálfs mán-
aðar verk að flísaleggja hana, en
nú sje svo áliðið að sýnt sje íJS
him komi ekki að notum fyr en
næsta liaust, enda þótt heita vatn-
ið sje til og altaf hafi verið hægt
að komast að því að fullgera laug-
ina.
Töframaðuriim
Geovanni Qtto
kom að máli við Morgunblaðið í
gær eg sagði frá afreksverkuúw
sínum og töfrabrögðum. Hann-er
22 ára að aldiú, en hefir fengist
við töfrabrögð síðan hann var
átta ára.
En auk þess sem hann leggur
stund á margskonar vjelabrögð og
sjónhverfingar, kveðst hann fást,
við hugsanalestur, og dáleiðslur. 4
Getur hann dáleitt menn, svo þeir
finni ekki sársauka, t. d. þó teknSr
sjeu af þeim fingur og þess.háttar.
Fjelagi hans einn, sem hann W-
ir sjerstakt hugsanasamband við
er úti í Kaupmannahöfn. Býðstj
hann til þéss að senda manni þessý
um hugskeyti, og þessi f jelagi haxtB
síðan að senda skeytið símleiðis
til sannindamérkis. Þó aldrei hafi'
hann sent hugskeyti svo langa Ie3
— yfir Atlantshafið —telur hailú
að þetta megi takast. En til þes»
að geta haft- fulla stjórn á huga
sínum við hugskeytasendingar,.
kveðst Geovanni Otto þurfa að»
taka inn morfín.
Hann sýnir listir sýnar í kvöldff
3 Iðnó.
Paabók.
Veðrið Imánudag kl. 5):
norðaustan landið er allstór fæarð
á hreyfinsru NA-eftir og heTirv
valdið allhvassri NV-átt og nokk-
urri snjókomn um NA-hluta IttnðsJ
ins í dag, eú í nótt mun véðui*
þar hatná. Á S- eg V-lanðt ev