Morgunblaðið - 14.04.1931, Page 5

Morgunblaðið - 14.04.1931, Page 5
Þriðjudag 14. apríl 1931. 5 t Kjartan Helgason prófastnr frá Hrnna. Faddar 21. akt. 1865. — Dáina 6. aprll 1981. Næstliðinn páskadagsmorgun (5. þ. m.) andaðist hjer í bænum síra Kjartan Helgason próf. frá Hruna eftir langvinna baráttu við lieilsuleysi. Hafði hann dvalið hjer syðra síðan um áramót til að leita sjer heilsubótar, en allar tilraunir í þá átt reynst árangurlausar. Með síra Kjartani er liniginn í valinn einn af mætismönnum prestastjettar vorrar, mikilsvirtur maður og einkar vel látinn af öll- um, sem honum kyntust og eitt- livað áttu saman við hann að sælda Hann var fæddur í Birtingaholti 21. okt. 1865 og ólst þar upp hjá íoreldrum sínum, Helga bónda Magnússyni og Guðrúnu Guð- mundsdóttur konu hans, mætuin og merkum hjónum. Var síra Kjartan yngstur þeirra landkunnu Birtingaholtsbræðra. Góðar náms- gáfur þóttu snemma gefa bend- ingu um hvaða leið honum væri ætluð í lífinu og því var hann snemma settur til menta og út- skrifaðist úr lærðaskólanum vorið 1886. Með eindæma skyldurækni sinni við námið hafði hann þegar frá upphafi skólaveru sinnar á- unnið sjer traust og hylli kennara sinna, og þá ekki síður með allri framkomu sinni einlægan vinar- hug okkar sambekkiuga sinna og skólabræðra yfirleitt. Br naumast hægt að hugsa sjer öllu vinsælli æskumann en hann var í hóp fje- iuga sinna. Hann gekk síðan á prestaskólann og útskrifaðist það- an 1889. Áí báðum skólum útskrif- aðist hann með bestu einkunn. Að aíloknu skólanámi dvaldist hann í Rvík næsta vetur og fjekkst við kenslustörf, en haustið 1890 var lionum veitt Hvamms-prestakall í Dalasýslu og vígðist hann þang- að nokkru síðar. Á næsta vori gekk hann að eiga heitmey sína, ungfrú Sigríðd Jóhannesdóttur (sýslumanns í Mýrasýslu Guð- mundssonar), sem nú harmar hann látinn eftir nærfelt 40 ára ástúð- lega sambúð. Hvammsprestakalli þjónaði síra Kjartan í 15 ár og" átta af þeim árum var hann jafn- framt prófastur í Dölunum. Vorið 1905 fluttist hann að Hruna og því embætti þjónaði þann í 25 ár eða til fardaga 1930, er Ifann vegna hnignandi heilsu sá sig neyddan til að beiðast lausnar. Prá 1918 til 1926 hafði hapn jafnframt gegnt prófastsstörfum í Árnesþingi. Það sómastrik gerði Alþingi að leyfa honum að halda fullum prestslaunum áfram, þótt liann ljeti af prestskap. Bn hann bjó skemur að þeim virðingarvotti, en nokkum gat grunað. Prestskaparár síra Kjartans Helgasonar urðu alls fjörutíu, og er ekki ofmælt, að enda þótt síra Kjartan væri alla tíð einn „hinna kyrlátu í landinu“, ynni öll sín störf í kyrþey og ljeti yfir höfuð ltíið á sjer bera utan verkahrings síns, þá hafi fáir átt yfir fegurri Bumg 'uuBq xxirama ua ‘pjtAq jaCs embættisferil að líta er þeir tóku skylduræknin og samviskusemin, sem einkendi alla hans framkomu á skólaráunum, prýddi ekki síður allan æfiferil hans í embætti. — Hann var þá líka alla tíð svo vel látinn af sóknarbörnum sínum í bóðum prestaköllunum, sem hann þjónaði, að þeir munu fljótt tald- ir, sem meiri vinsælda hafa notið í verkahring sínum en hann. Hann var prestur í orðsins fylstu merk j ingu, bæði í ltirkjum sínum og ut-1 an þeirra. Þótt hann sjálfur gerði lítið úr kennimannshæfileikum sín um. þá hefi jeg það fyrir satt. a hann hafi jafnan þótt góður kenn maður, enda kirkjusókn . hjá hon nm eins og hún er best til sveita. IJann þótti ungmennafræðari með afbrigðuin og hafði sjerstakt lag á að tala máli kristindómsins ti1 barnahjartnanna, enda munu ferm ingarbörn hans lengi minnast sam verustundanna með honum í undir- búningstímunum undir fermingn. Og sem sá’usorgari reyndi hannalla tíð að bera byrðarnar með mædd- um sóknarbörnum sínum, hvar sem liann vissi af þeim innan sókna sinna. En áhrif síra Kjartans voru ekki einskorðuð við hina prests- legu eða embættislegu starfsemi hans. Hið prýðilega dagfar hans, ljúfmenska hans við hvern sem í hlut átti og grandvarleiki hans í allri framkomu, hvar sem honum var að mæta, var sóknarbörnum l'.ans hin áhrifamesta prjedikun. Þótt síra Kjartan því væri að öllu eðlisfari maður óframgjarn í mesta máta, J)á munu þeir prestar fljótt taldir, sem hafi orðið meiri áhrifa- menn innan sókna sinna en hann. Þau mál hafa þá naumast heldur verið mörg, sem ráðið var til lykta innan sveitar hans að honum forn- spurðum, eftir því sem kunnugir menn herma. Því að hann þótti munna hollráðastur og tillögubest- ur um öll framfaramál, ekki síst um öll menningarmál sveitarinnar. Síra Kjartan var maður frjáls- lyndur í skoðunum. Með einlægu samúðarþeli gat hann mætt ýms- um nýungum, sem hjer hafa gert vart við sig á síðari tímum. Hann var maður innilega kristinn og alt hugsanalíf hans kristilega mótað. En það var hjartanleg sannfæring hans, að kristindómur og nútíðar- menning ættu að taka höndum sam an og gætu það líka án þess að kristna trúin biði nokkurn hnekki af því. Sönnum kristindómi gæti aldrei stafað nein hætta af sönn- uin vísindum og því var það hon- um einmitt sem kristnum manni ánægjuefni að kynnast sem best rannsóknum vísindanna hvort held ur var á sviði heimspekinnar eða sögunnar eða náttúrufræðinnar. — Síra Kjartan var einnig þeirrar skoðunar, að kirkjan ætti sem mest að láta hin þjóðfjelagslegu vandamál vorra tíma til sín taka og leggja sig í framkróka til þess að bæla niður alla, rangsleitni og stuðla að meiri jöfnuði innan mann legs fjelags. Jeg held, að jeg fari ekki með ósatt mál, er jeg ber látnum vini mínum það, að heil- brigð jafnaðarmenska hafi átt tals verð Itök hjá honum og að mörgu leyti verið samtvinnuð allri lífs- sltoðun hans, — en hjá honum var jafnaðarmenskan algerlega kristi- iega mótuð. En eins og allri skap gerð síra Kjartans var farið, þá gat hann aldrei orðið neinn bar- dagamaður vegna skoðana sinna, og ljet þær helst uppi í hóp vina sinna. Síra Kjartan var alla æfi bók- hneigður mjög og því ærið víðles- inn. En hann varð aldrei neinn afkastamaður til ritsmíða. — Mun þetta hafa staðið í nokkru sam- bandi við óframfæmi hans. Á einn sviði hafði hann aflað sjer meiri þekkingar en alment gerist, sem sje á grasafræði fslands. Þar var þokking hans svo mikil, að hinir lærðu náttúrufræðingar vorir gátu ekki annað en dáðst að hve djú hún var og víðfeðm, enda mir< það ósjaldan hafa komið fyrir, a* Jieir beinlínis leituðu upplýsinga h.iá honum varðandi þau efni. 0 eins er mjer kunnugt um að marg ir utlendingar, sem komu a' Hruna (og þeir yoru margir, s"' þar komu), dáðust að þekldngr hins íslenska svejtaprests í Jie'm fræðum. Einnig mun hann hafa verið x>rýðilega að sjer í íslenskr' málfræði og veit jeg að mörgum útlendum málfræðingi, sem að garði bar, var það ánægja mikil að tala við hann um þau efni. í heimilislífi sínu var síra Kjart- an gæfumaður hin mesti, enda var heimili hans eitt með elskulegustu heimilum til sveita, þar sem allir er þangað komu, kunnu vel við sig, hvort heldur voru innlendii menn eða útlendingar. f ástúðlegri sambúð þeirra hjóna fæddust þeim alls 8 börn. Af þeirn komust sjö til fullorðins aldurs: fjórar dætu og þrír synir. Einn sonanna, Jó- hannes verkfræðing, mistu þau fyr ir nokkrum árum, hinn gáfaðasta mann og mannvænlegasta að allr < dómi. Synirnir, sem á lífi eru, Helgi búfræðingur, nú bóndi á ný býlinu Hvammur í Hrunasókn, og Guðmundur, sem er við jarðfræði- nám í Khöfn. Af dætrunum eru tvær giftar. Elín, gefin frænda sínum Skúla Ágústssyni frá Birt ingaholti, nú í Rvík, og Guðrún, gefin Stefáni Guðmundssyni, bónda í Skipholti; en tvær eru ógiftar: Unnur, kenslukona í Eystrihrepp og Ragnheiður, kenslu kona hjer í Reykjavík. IJm það munu allir, sem síra Kjartan þektu, ljúka upp einum munni, að þar sje mætur maður hniginn í valinn, sem hann var. Vinir hans — og þá átti hann marga — munu lengi minnast hans með söknuði og þá ekki síður sveit ungar hans og sóknarböm sem hann starfaði hjá um svo langt skeið og helgaði alla sína krafta. En sárast verður hans saknað af eiginkonu og börnum og öðrum nánustu ættmönnum, sem þá líka þektu hann best og höfðu haft best tækifæri til að kynnast ó- venjulegum mannkostum hans. Guð blessi þeim og oss öllum minningu þessa mæta manns! Dr. J. H. Kolssalan «i Sfmi 1514. Nýkomið Fyrir bakara Hveiti „Cream of Manitoba“. Rúgmjöl „Blegdamsmöllen“. Hálfsigtimjöl. Sultutau blandað. Svínafeiti. „J?aá getur verið jeg sé gamaldags*4 Þvottar mínir verða hvítari með RINSO LEVER BROTHERI LIMITID PORT SUNLIOHT. INOLANO. w 23 047* segir húsmóðirin „En jeg er ekki svo heimsk, að jeg snöi baki við einhverju góðu, af þvi það er nýtt. Til dæmis Rinso. Gamla aðfer- ðin, að núa og nudda tímum saman og brúka sterk bleikjuefni til að gera þvot- tana hvita, vann verkið helmingi ver en Rinso. Rinso gefur ljómandi sápusudd, nær út öllum óhreinindum og gerir þvottana hvíta. Þeir þurfa enga bleikju og endast því miklu lengur. Fylgdu meö tímanum eins og jeg og þvoðu með Rinso.“ Er aðeins selt i pökkum — aldrei umbúðalaust Lítill pakki—30 aura Stór pakki—55 aura Timbu9*versiun P.V.Jaeibsea & Sðn Stofnuð 1824 Simnefnli Granfuru - Carl-Lundsgade, Kö'.enhavn C« Selur timbur í stærri 0g sma&rri sendingum frá Kaupmhöfn. Eik til skipasmíða. — Einnig heila skipsfarma frá Svíþjóð. Hefi verslað við ísland í 80 ár. HOSPITSEf BER&EN lste kl. hötel. Udmurket kfðkkeii. Enkelt værelse ira kr. 2,50— 6,00. Dobbelt — — —-10,00. Pappír, ritlong. Bókaversluu fsafaldar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.