Morgunblaðið - 17.04.1931, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.04.1931, Blaðsíða 3
I MORGUNBLAÐIÐ Elnræðlssliórmn að velta! Tveir hafa þegar olti?. Tryggvi Þórhallsson á að halda vörð um stjórnarhreiðrið fram yfir kosningar. > amimmiiitiiiiuiiitiiiiiiimiiiiiiiiiininiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiir JHörgtmWa&t$ Ötgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk = Ritstjórar: Jón KJartansson. = Valtýr Stef&nsson. Ritstjðrn og afgreiósla: Austurstrœti 8. — Slmi 500. M Auglýsingastjóri: K. Hafberg. = Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Siml 700. = Heimaslmar: ÍJón Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. = E. Hafberg nr. 770. Áskrlfta gjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuói. = Utanlands kr. 2.50 á mánuói. = f laúsasölu 10 aura eintakiK. 20 aura me6 Lesbók = aimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiurH Oálgafrestur. Olrag miklum hefir slegið á menn um gervalt island, eftir að kunn urðu tíðindi þau, er gerst hafa hjer síðustu daga. Stjómin flúði á náðir konungs- valdsins, og fjekk það til . að traðka á þingræðinu og brjóta stjómarskrá landsins. AJþingi var leyst upp. Þessi stofnun, sem stað- ið hefir vörð um sjálfstæði lands- ins frá því að land bygðist, er nú ekki lengur til. Æðstu valds- menn þjóðarinnar hafa seilst til konungsvaldsins til að ráða nið- urlögum þessarar virðulegustu stofnunar þjóðarinnar. Bjártsýnir menn hafa hingað til verið að vona, að tíðindi þau, sem gerst hafa, væri draumar en ekki veruleiki. Menn hafa verið að vona, að það hafi ekki verið á- ■ setningur stjórnarinnar að fremja slíkt ódæðisverk. Menn hafa reynt, að skýra framferði vald- hafanna þannig, að það sein gerst hefir, hafi verið gáleysisverk, unn- ið af fljótfærni og þekkingarleysi. En nú er ekki framar neinu slíku til að dreifa. Þó að einhverj- ar málsbætur kynnu að hafa verið fyrir hendi, þegar ofbeldisverkið var framið, eru þær nú horfnareftir -að Tryggva Þórhallssyni hefir ver- ið bent. á leið út úr ógöngunnm með því að endtirreisa þingræð- ið. Þessu hefir hann svarað neit- ■andi og þar með gerst full ábyrg- ur gerræðisins. Alþingi er leyst upp. Því er slitið mitt í störfum og áður en fjárlög eru samþykt. Fjöldi stór- mála lágu fyrir þinginu og sum langt á veg komin. Þar var virkj- un Sogsins, eitthvert merkasta málið, sem á dagskrá hefir kom- ið. Alvarleg kreppa er nú hjer í landi og var ohjákvæmilegt, að Alþingi hefði gert einhverjar ráð- stafanir til að ljetta undir byrði :atvinnuveganna í kreppnnni. Frá öllu þessu er hlaupið, mitt í starf- inu. Alþingi hafði þegar kostað mik- ið á annað hundrað þúsund krón- nr. Ollu þessu fje er á glæ kastað. En hvað hirða valdsránsmenn- irnir um slíka smámuni ? Þeir hafa áður tekið sjer einræðisvald um meðferð á fje almennings. Þeir 'hafa síðutftu fjögur árin, eytt og sóað 30 miljónum króna umfram heimild fjárlaga. Tryggvi Þórhallsson hefir eigi hng til, að tnka nú þegar afleið- Ingum af ódæðisverki sínn. Allir sannir íslendingar fylkja sjer nú saman gegn gerræði ein- ræðisstjórnarinnar, því að frelsi ’þjóðarinnar og sjálfstæði er í Tioða. Kl. 3 í gær tilkynti Tryggvi Þórhallsson, fyrir hönd einræð-j isstjórnarinnar, að hann myndi ekki verða við kröfu þingmeiri- hlutans að biðjast þegar lausn- ar fyrir hið ólöglega ráðuneyti sitt. Jafnframt tilkynti hann, að von Væri á nýjum boðskap frá einræðisstjórninni kl. 6 síðd. Biðu menn nú eftir þessum nýja boðskap. Hann kom. Var hann á þá leið, að tveir úr ein- ræðisstjórninni, þeir Einar Arnason og Jónas Jónsson hefðu ,,sagt af sjer“. Eigi er blaðinu kunnugt., hvað vakað hefir fyrir einræðis- stjórninni með þessu. Sennilega hefir hún í fáfræði sinni og fáti haldið, að þjóðin yrði nú ánægð, þar sem eftir væri að- eins „stóra núllið“. En hjer skjátlast þessum herrum, sem oftar. Þó að þjóðin alment fagni þeirri hreinsun, sem hjer hefir orðið, lætur hún sjer það ekki lynda, að Tryggvi Þórhallsson haldi áfram að traðka á þmg- ræðinu og brjóta stjórnarskrá landsins. Þess vegna verður Fimtudagurinn 16. apríl, 3. dagur einræðistímabils Tryggva Þórhallssonar, varð ekki síður sögulegur en fyrirrennarar hans. I deilunni milli þingmeiri- hlutans og Framsóknarstjórn- arinnar gerðist þetta markverð- ast: Eins og frá var skýrt hjer í blaðinu í gær, hafði forsætis- ráðherra fengið frest til þess að svara áskorunum Sjálfstæð- ismanna og sósíalista til kl. 3 í gær. Nokkru fyrir þann tíma komu þingmenn Sjálfstæðisflokksins saman á fund í efrideildarsal Alþingishússins. Um sama leyti fór mannfjöldi að safnast sam- an framan við Alþingishúsið. Veður var hið bezta, bjart og kyrrt, og beið manngrúinn ró- legur framan við húsið þess, að heyra frjettirnar. Frá forsætisráðherra hafði Jóni Þorlákssyni borist brjef- miði, þar sem hann skýrir frá því, að hann sjái sjer ekki fært að beiðast lausnar að svo stöddu. Jafnframt komu tilmæli um það frá forseta sameinaðs þings til Sjálfstæðisflokksins, að hann afrjeði ekkert um það, hvernig hann sneri sjer í málinu fyr en í jfyrsta lagi kl. 6. Þingmenn meirihlutans gengu á stuttan fund saman, hvor flokkurinn fyrir sig. Að því búnu gekk Jón Þorláksson fram á svalir Alþingishússins. Las hann þar upp orðsending Tr. Þórhallssonar. krafa alþjóðar sú, að Tryggvi Þórhallsson fari sömu leið og samverkamenn hans. Tryggvi Þórhallsson getur iekki afmáð þingræðis- og stjórnarskrárbrotin, sem hann í skjóli konungsvaldsins hefir framið, þótt hann fórni tveim- ur af þeim mönnum, sem sam- sekir eru honum í valdarán- inu. ; Þingræðisbrotið er enn hið jsama. Tryggvi Þórhallsson sit- nr ekki í stjórnarráðinu á grundvelli þingræðis. Hann hef- ir minni hluta þings að ,baki sjer og margfaldan minni hluta kjósenda í landinu. Stjórnarskrárbrotið er ó- breytt ennþá. Alþingi hefir ver- ið bannað að halda áfram störfum, þvert ofan í fyrirmæli st j órnarskrárinnar. Krafa alþjóðar er því sú, að einræðisstjórn Tryggva Þórhallssonar fari tafarlaust frá völdum, og að Alþingi komi nú þegar saman aftur og haldi áfram störfum! Skýrði hann áheyrendum því næst frá því, að Sjálfstæðis- flokkurinn, eða þingmeirihlut- inn yfirleitt, myndi halda fast fram þeirri kröfu, að Alþingi fengi lokið störfum sínum. Á hinn bóginn myndu engar á- kvarðanir verða teknar fyrri en um sama leyti og hin væntan- lega viðbótarorðsending frá Tr. Þórhallssyni kæmi fram. Þingflokkar meirihlutans sátu nú á ráðstefnu í þinghúsinu um stund. Er klukkan nálgaðist sex, fór enn að safnast fjöldi fólks að þinghúsinu. Var þá komið kalsaveður, allhvasst af norðri. En klukkan varð sex og vel það, án þess nokkuð bólaði á viðbótarorðsendingunni frá Tryggva. KI. að ganga sjö kom Jör- undur Brynjólfsson forseti neðri deildar, í þinghúsið. Kvisaðist brátt, að hann mundi vera með orðsendingu Tryggva. Gekk hann á fund þeirra Jóns Þor- lákssonar og Jóns Baldvinsson- ar, og sátu þeir á tali um stund. Einhvem veginn hafði sá kvittur gosið upp í kjölfar Jör- undar, að hann flytti þau boð, að Tryggvi Þórhallsson ætlaði sjer að breyta eitthvað til í ráðuneyti sínu. Þetta þótti ótrúlegt. — Að hann ætlaði sjer, nú á þessum alvörustundum lífs síns, að segja skilið við Jónas Jónsson frá Hriflu, víkja honum úr ráðuneytinu, reka hann á dyr úr stjórnarráðinu — á undan sjer. Og hvað kom þetta stjórnar-| skrárbrotinu, þingræðisbrotinu, gjrræðinu við? Var gerð Tryggva Þórhallssonar þ. 14. apríl ekki hin sama, þó .Jónasi Jónssyni væri vikið úr lands- stjórninni? Kl. 6VÚ var samtali þeirra lokið, Jörundar, Jóns Þorláks- sonar og Jói>s Baldvinssonar. Þá gekk Jón Þorláksson fram á svalir þinghússins. Var honum tekið með löng- um fagna.ðarópum af mann- fjöldanum. Þá voru a. m. k. 5 þúsund manns framan við húsið og um- hverfis Austurvöll. Hann fluttti tíðindin úr ein- ræðis-ráðuneyti Tryggva Þór- hallssonar. Þau voru á þessa leið: Að þeir tveir ráðherrar, Jónas Jónsson og Einar Árnason, myndu beiðast lausnar frá embættum sínum Tryggvi. Þórhallsson s;iálfur ætlaði sjer að stjórna landinu áfram — og kveðja sjer til að- stoðar skrifstofustjóra einn úr Stjórnarráðinu. Er Jón Þorláksson hafði þetta mælt, kváðu við fagnaðaróp frá mannfjöldanum, svo löng, að Jón Þorláksson varð að hætta ræðu sinni drykklanga stund. En er hann hafði gefið merki tvisvar sinnum um það, að hann óskaði eftir þvi að fá að halda afram máli sínu, datt alt í dúnalogn. Mannfjöldinn hlust- aði á, hvaða ákvarðanir þing- meirihlutinn hafði tekið. Jón Þorláksson hjelt áfram. Hann kvað skýrt að orði um þáð, að þessi viðbótartilkynn- ing TryggvaÞórhallssonar hefði ekki hin minstu áhrif á kröf- ur þingmeirihlutans um það, að þingstörfum yrði haldið áfram, þingræðisstjórn mynduð o. s. frv. Var auðheyrt, að áheyrend- um líkaði sú afstaða þingmanna ágætlega. Skýrt var frá því, að fulln- aðarákvörðun þingflokka meiri- hlutans yrði tilkynt þarna af svölum Alþingishússins kl. 9 um kvöldið. Á þeim tiltekna tíma streymdi fo?k úr öllum áttum að þing- húsinu — í þriðja sinni þenna sama dag. Kl. laust fyrir níu gekk Jóm Baldvinsson fram á svalirnar. Skýrði hann frá því, að Alþýðu- flokkurinn hefði þá fyrir nokkr- um augnablikum síðan senl skeyti til konungs, er hann las upp, þess efnis, að hann væri reiðubúinn til þess að benda konungi á leið til að mynda þingræðisstjórn. En flokkurinn teldi það óumflýjanlegt, að þingstörf fengju að halda á- fram. Þá kom Jón Þorláksson fram á svalirnar. Las hann upp eft- irfarandi skeyti, er þingmenn Sjálfstæðisflokksins höfðu sent konungi. Ekkert er hægt að segja um það með vissu, hvenær svar komi við skeyti þessn, en væntanlega kemur það í dag. Tilkynning um svarið verður birt í glugga Morg- Minblaðsins svo fljótt sem anðið er. * Skeyti til konunps. Til Konungs! Vjer undirritaðir 17 alþíngis- menn í Sjálfstæðisflokki leyfum oss allraþegnsamlegast að vekjá athygli Yðar Hátignar á því: að samkvæmt 18. grein stjórnarskrár konungsríkisins ls-' lands má eigi slíta Alþingi fyr en .fjárlög eru samþykt, að til þess að opið brjef Yð-, ar Hátignar, útgefið 13. þ. m., um að Alþingi það, er nú situr, skuli rofið, brjóti eigi á móti1 nefndu ákvæði stjómarskrár-' innar, verður að skilja ákvæjði- þess um þingrofið svo, að það' komi eigi til verkunar fyr en- frá þeim degi, í fyrsta lagi, ei f járlagafrumvarpið hefir feng-, ið endanlega afgreiðslu á þing- inu, en slíkur skilningur fer mögulegur af því, að hið opna brjef tilgreinir eigi, frá* hvaða degi þingið sje rofið, að þessi flokkur telur því- stjórnskipuíega nauðsyn áð^ halda áfram störfum Alþingis, þar til afgreiðslu fjárlaga er lokið. Vill því þessi þingflokkur beiðast þess, að stjórn Yðar Há- tignar gefi út opið brjef þess |jr efnis, að skilja beri ákvæðið unr' þingrof í opnu brjefi 13. þ. m. þannig, að þingrofið verki fuá þeim tíma, er afgreiðslu fjár- laga er lokið, eða frá því deg- inum fyrir kjördaginn. Mun AJ-*; þingi þá geta lokið nauðsynleg- um störfum. En þar sem núverandi for- sætisráðherra Tryggvi Þór- hallsson og ráðuneyti hans er i andstöðu við meiri hluta Al-.. þingis, og auk þess hefir notað.-- hið opna brjef Yðar Hátignar til þess að láta Alþingi hætte, störfum og með því farið I bága við stjórnarskrána Qgs þingræðisreglur, mun nægileg samvinna milli þessa ráðuneytis og Alþingis ekki geta átt sjer stað. Teljum vjer oss því skylt að skýra Yðar Hátign frá þ^, til þess að vernda þingræðið og stjórnarskrána, að þingmeíri- hluti er við því búinn að bendba Yðar Hátign á þingræðislega leið til myndunar nýs láðn- neytis. Afrit af þessu ávarpi til Yð- ar Hátignar höfum vjer sam- tímis sent forsætisráðherna Tryggva Þórhallssyni. 1 Alþingi, Reykjavík, 16. apríl 1931. Allra þegnsamlegast. Jón Þorláksson. Einar Jónsson. H. Steinsson. Jóhann Þ. Jóseft^- son. Jón Auðun Jónsson. Jón Sigurðsson. Magnús Jónsson. Pjetur Magnússon. Sig. Eggerz. Björn Kristjánsson. Guðrún - t Lárusdóttir. Hákon Kristófers- son. Jóh. Jóhannesson. Jón Öl- afsson. Magnús Guðmundsson. ÓJafur Thors. Pjetur Ottesen. Nokkrir ungir SjálfstseðÍH-' menn voru komnir með fána £&* þinghúsinu, er Jón Þorlákssom talaði. Er hann hafði lokið máli sínu, sneri allur mannfjöhf!ni> frá þinghúsinu og suður í Þriðii dagur einræðisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.