Morgunblaðið - 17.04.1931, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.04.1931, Blaðsíða 6
T 6 Spikf eitt Sauðakjöt, reykt. Af 30—35 kg. sauðum. Úrvals saltkjöt, íslensk egg, ísl. gulrófur o. m. fl. verður best að kaupa í Birainum. Bergstaðastræti 35, Sími'loyi Þegar þið kaupið blautsápu munið þá að biðja um Hreins krystalsápu Hún fæst altaf ný tilbúin, úr bestu efnum, og hennar góðu þvottaeigin- leikar eru löngu viðurkendir. Islensk sápa fyrir íslendinga. Skyr. öllum ber saman um að skyr það, er við búum til, sje ljúffeng- ara en annað skyr sem hjer er á boðstólum. Takið það þess vegna fram, að skyrið eigi að vera frá Mjólkurfjelagi Reykjavíkur. Það fæst daglega nýtt í öllum okkar mjólkurbúðum. mjölknrfjelag Reykjavíkur. Gladiólur, Begóníur, Anemónur, Ranunklur. — Einnig Jurtapottar, allar stærðir, og allskonar fræ nýkomið. Vald. Ponlsen. Klapparstíg 29. Sími 24. Til Heflavíkur, Sandgerðis og Grinda- víkur daglegar ferðir frá Steindóri. Sfmi 581. LORGUNBLAÐIÐ Frá fyrsta einræðisdegi Tryggva Þórhallssonar 14. apríl. Að ofan: Reykuikingar scekja hann heim. Að neðan: Thor Thors talur ú tröppum ráð- herrabústaðarins. Mannfjöldinn suarar: »Niður með stjórn Tryggua Þórhallssonar«. Landflótti spönsku konungshjónanna. Madrid, 15. apríl. United Press. FB. Jámbrautarlest Spánardrotn- ingar bilaði rjett áður en kom- ið var til Avila, og varð hún og böm hennar að ferðast í þriðja floltks lest þaðan. öll glugga- tjöld voru niður dregin á leið- inni, nema í Avila, þar sem menn söfnuðust saman og hylti drotninguna, sem hefir ávalt átt miklum vinsældum að fagna á Spáni. — Talið er, að beiti- skipið, sem Alfonso fór á frá Cartagena, fari til Marseille. Marseille, 16. apr. Alíonso kom hingað kl. 5.45 i morgun. Lagði hann af stað hjeðan til París eftir stutta við- dvöl. Drotningin og börn henn- ar eru einnig komin til Parísar. París, 16. apr. United Press. FB. Spánverskir konungssinnar, sem hjer eru búsettir, tóku á móti Spánardrotningu og börn- um hennar, og færðu henni blóm. Var hún mjög hrærð og kvað svo að orði, að hún tár- feldi ekki vegna þess, sem gerst hefði á Spáni, heldur vegna þeirra vinahóta, er Spán- verjar hvarvetna sýndi sjer. Madrid, 16. apr. United Press. FB. Tveir menn biðu bana í fagn- aðarlátunum á miðvikudag. — í'ymerandi forsætisráðherra, Damasco Berenguer, hefir sím- að vinum sínum frá Lissabon, að hanu ætli til Kúbu. Kommúnistaóeirðir halda á- fram í Bilbao og Sevilla, þar sem herlið heldur uppi reglu á götunum og varnar því, að kommúnistar safnist saman til í'undahalda. Vjelbyssur hafa verið settar upp í nánd við alla banka og opinberar byggingar. I Sevilla hefir einn maður beð- ið bana og margir meiðst í t’kærum milli lögreglunnar og kommúnista. í kveðjutilkynningu sinni til Spánverja kemst Alfonso svo að orði, að hann hefði ekki afsal- að sjer rjettindum til valda, ef Spánverjar kysi að kalla sig aftur til Spánar, en hinsvegar hefði þjóðarviljinn komið glögt í ljós við kosningamar, og hann þyrfti ekki að efast um, að hann nyti ekki lengur ástar og hylli þjóðarinnar. En hann kvaðst líta svo á, að hugarfar Spánverja í sinn garð mundi aftur breytast. Loks kvað hann svo að orði, að hann hefði kos- ið að hverfa úr landi og afsala sjer völdum, til þess að koma í veg fyrir borgarastyrjöld; nú væri ekki annað fyrir sig en að bíða átekta eftir því hvað Spán- verjar vilji, þegar frá líður. „Töfraleikir" f Iðnó. Geovanni Otto, Tiranowa og Ramonoff — maður skyldi ætla að þarna sje á ferðinni ítölsk, rúss- nesk og japönsfe (listdansararnir skruma af því að vera frá Tokio ballet) þrenning, en sannleikurinn er bara sá. að öll þrjú eru peru- dönsk, sennilega frá Randers eða íSlagelse! Látum það nú vera að þrenning- in sje dönsk, ef hún hefir upp á eitthvað að bjóða ,en því var ekki að heilsa a. m. k. að því er þenna hr. Otto Hansen eða Jensen — æ, Geovanni Otto, náttúrlega — snertir. Aumari töfraleikari hefir ekki stigið hjer á land, dálítil fingralipurð og svolítið þýskuskot- inn Kaupinannahafnar-,jargon‘ — það var alt og sumt, sem þessi „töframaður“ hafði upp á að bjóða í Iðnó í gærkvöldi. Það er þýðing- arlaust að eltast við einstök atriði í leikskránni, en einna átakanleg- ast reyndist' skrum þessa hr. Sör- ensens, Hansens eða Jensens að því er snerti ámu-þrautina, sem „lögreglumenn og vísindamenn hafa enn ekki getað leyst“. Hvert einasta mannsbam í Iðnó sá hvern ig „töframaðurinn“ losaði lokið al ámunni að innanverðu, skreið út og smeygði sjer í nýjan búning innan í græna háínum, sem hjekk niður úr loftinu! Ungfrú „Tiranowa“ og br. „Ramanoff“ dönsuðu þokkalega, en hvorki betur eða ver en við eigum að venjast á innlendum danssýningum. — En vel á minst: hjer í bæ vofir yfir atvinnuleysi, aðkomu- menn utan af landi hafa verið varaðir við að koma hingað í at- vinnuleit, en erlendur „lista- manna“-flakkaralýður má óhindr- aður leita sjer atvinnu og hafa peninga út úr fólki með allskonar brögðum og auglýsinga-skrumi. — l'æri ekki hægt að banna þenna ófögnuð, eða að minsta kosti að 'eí?gja fevo þungan skatt á slík að- skotadýr að þau hugfeuðu sig tvisv- ar utn áður en þau legðu út /á Is- lauds-ála? 15. apríl. Áhoffandi. Til leigu óskast 14. maí næstkomandi sölubúð með einu eða tveimur baklierbergjum eða 2—4 samliggjandi skrifstofu- herbergi. Þarf helst. að vera í eða nálægt miðbænum. Tilboð ásamt leiguverði sendist A.S.Í. auðkent „100.“ IUkOOIIð: Kartöflur, Malta, nýjar. Blómkál Hvítkál Rauðrófur Gulrófur, útlendar Gulrætur Selja. Blaðlaukur . Tómatar Persille. oCivCrpooÍL ^mmmmmmmtmmm^^ ILKA HAKSAPA 1 Krona /úZlnœyiz* ströngustn kröfu.Tn% I. Brynjólfsson & Kvaran. itmc-'y*- UlfOlMV þessir, eru besta og ódýrasta kryddsíldin. Tilreiddir hjer, úr íslenskri síld. Fást í flestum verslunum. Sláturfjelagið. Sími 249. Avalt til: íslensk egg. Útlend egg. Rjóma- bússmjör og Pinklasmjör. Páll Hallb|ifrns, Laugaveg 62. — Sími 858. Matrosföt og Matrosfrakka. Mikið og gott úrval nýkomið. Verðið lækkað. Ufiruhúsið. \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.