Morgunblaðið - 23.04.1931, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.04.1931, Blaðsíða 3
MORGUNBLA ÐiÐ 8 Sniiminiiiimiiiiniiiiimiiiiiimiiiiinninimiiiiiiiiiiiiiiii'i Tfturgttttbla^tfc Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk = Ritstjórar: Jðn KJartansson. Valtýr Stefánsson. Ritstjðrn og afgreiBsla: = Austurstræti 8. — Simi 600. = Auglýsingastjðri: B. Hafberg. §| Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Sími 700. ss Heimaslmar: Jðn Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. = B. Hafberg nr. 770.. Áskriftagjaid: Innanlands kr. 2.00 á mánuði. s Utanlands kr. 2.50 á mánuði. ^ 1 lausasölu 10 aura eintaklS. 20 aura meö Lesbðk = *auiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiilliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinÍH iyðsla þBiira nýtignu. TímLnn liefir nú í þrjá claga fiutt sömu greinina, níðgrein um þá Thorsbræður. Fyrsta og annan 'daginn var stjarna undir grein- inni. Höfundurinn var í felum. í gær sýnist honum fyrst óhætt 3,ð koma úr felunum, því þá stend- nr J. J. undir greininni. Þetta er í einkennilegu sam- ræmi við framkomu þeirra Tíma- ffianna undanfarna daga, sjerstak- lega ráðherranna. í heila viku hafa þeir farið hnldu höfði. Tímamað- Ur hefir varla sjest á almanna iæri, og hafi svo borið undir, Fefir sá skotist milli húsasunda eins og sakbitinn strokumaður. dtáðherrarnir hafa als ekki sjest, nema ef telja slial, er ríkisbif- reiðarnar liafa þotið með þá út úr hænum á afvikna staði, er fund- ir voru boðaðir í bænum. Fyrst í gær er þingflokkur Sjálfstæðis- 'ttanna hafði birt ávarp sitt og lýst því yfir, að hann muni bíða <lóms þjóðarinnar og vinna að falli stjórnarinnar og stófnun lýð- veldis á stjórnskipulegum grund- velli, birtist J. J undir níðgrein- inni. Og sama dag fara Fram- sóknarménn að ganga ljósum logum um bsSinn, eins og saklausir »ienn. ’> • ■' •, ." ; • ' V . u _ < Það er ek'ki ætfunin að ganga 'til glímu við J. J. um efni þess- ar grema. Það á varla við að fara að krukka í særðan mann, síst er hann or orðinn bandingi síns eig- in flokks. Bitt atiúði groinarinnar er þó efni til íhugunar, liver sem á það hefði minst: Það er elja bændanna, sem berjast fyrir lífi sínu við lítil efni,. ala upp börn sín og aura samau í ríkisfjárhirsluna, og hins vegar óhófseyðsla þeirra. sem, ekki kunna með fje að fara. Það er sagt. að • ríkið eigi nú finim bifreiðar, sem alt af sjeu á þönum með ráðherrana og vildar- ttienn þeirra. Engra þessara bifreiða er hin minsta þörf, og fáar þeirra frjálsu verði keyptar til þess að fullnægja eyðsluæði æfint.ýravald- kafa, til þess að svala hjegóma- æði nýtiginna uppskafninga. En hve rsu margra bænda, ársstrit kosta þessarar bifreiðar allar, svo aðeins sje nefn’d ein tegund óhófs þeirra nýtignu? Og hversu mörg ^veitabiirn mætti ekki ala upp og bienta fyrir reksturseyðslu þeirra ? Er ekki lítið uppörvandi fyrir hændur og aðrár stritstjettir í ’andinu að veita af fátækt sinni i Ukisfjárhirsluna, er þeir vita að aÞ fuðrar jafnharðan upp í eldi “óstjórnar og ofnautn uppskafn- Jttga, er ekki einu sinni kunna að '*Þ(}a fje á siðaðra manna hátt. Einræðisstiórnin. Nú er það kjósendanna, að taka af skarið. Þegar þjóðin frjetti um ein- ræðisbrölt Tryggva Þórhalls- sonar og hans samherja, reis hún upp sem einn maður og mótmælti. Borgarafundir voru haldnir víðs vegar um land, til að mótmæla gerræðinu. Allir voru samtaka og einhuga; eng- in rödd fjekst til að mæla bó ódæðisverkinu. Þessi eindregni og einhuga þjóðarvilji hefir nú verið vett- ugi virtur. Tryggvi Þórhallsson flýr enn á náðir konungsvaldsins, og fær það til að halda hlífiskildi yfir lögbrotinu. Einræðisstjórnin hefir brotið stjórnarskrá landsins og þing^ ræði einu sinni. Ekkert er lík- legra en að þetta sama endur- taki sig aftur, ef stjórnin þarf á að halda. Hún getur haldið á- fram að ,,rjúfa“ þing koll af kolli og „stjórnað“ þannig land- inu áfram, fjárlagalaust og lagalaust. Væri þá komið á al- gert stjórnareinræði. Þing og þjóð væri þá alveg rænt íhlut- an sinni um löggjöf lands og stjórn. Ekki hefir stjórnin vílað það fyrir sjer, þótt hún kasti á glæ hundruðum þúsunda af al- mannafje með þessu atferli sínu. Alþingi er mitt í störfum, þegar það, fyrirvaralaust, er leyst upp. Þingkostnaður var þegar orðinn mikið á annað hundrað þúsund krónur. Öllu þessu fje er á glæ kastað, og miklu meiru. Ýmsum getgátum hefir verið að því leitt, hvað komið hafi stjórninni til að fremja ódæðis- verk þetta. Og nú er það öllum Ijðst orðið, að gerræðið framd! hún, til þess að koma sjer und an vantrausti og afleiðingum þess. Það voru hennar eigin vérk, sem knúðu hána til of- beldisverka. Þegar stjórnin sá fram á, að eigi yrði hjá.því kom ist, að andstæðngar hennar ‘tækju sæti í stjórnarráðinu, varð henni ljóst, að verk henn- ar myndu tala til þjóðarinnar. En þessi verk voru þess „eðlis að þjóðin mátti ekki fá vitn- eskju um þau. Hreiðrið var of saurugt, til þess að fært þætt; að yfirgefa það fyrir kosning- ar. — Þessi sektarvitund stjórnar innar knúði hana til að brjóta iórnarskrá landsins, að traðka bingfæðmu. Ög hún flúði á náð ir konungsvaldsins, til að fá verkið fullkomnað. S j á lf stæð isfl o kkúrinn hefir reynt allar löglegar leiðir, til að fá þingræðið aftur endur reist. Öll þjóðin hefir tekið und ir þá kröfu. En einræðisstjórn- in hefir þverskallast og fengið staðfesting konungsvaldsins ,á lögbrotum sínum. Eins og málum nú er kom- ið, er. því ekki öjrnur. leið fyrit hendi en sú, að kjósendur lands ins hrindi einræðisstjóminni aí hendum sjer. Frelsi þjóðarinnar og sjálf stæði er í voða, ef kjósendur gera ekki skyldu sína 12. júní næstkomandi. Herör kjósenda um land alt nú um kosningarnar, á að vera: Burt með einræðisstjórnina! Burt með hinn íslenska Trampe, Tryggva Þórhallsson og ráðuneyti hans! Sáttaumleitanir í Noregi. NRP., 21. apríl. FB. Sáttasemjaih hefir lagt að fulltrúum aðilja í vinnudeilun- um, að hraða samningum í þeim greinum, sem frestur er út runninn í 1. maí, svo hægt sje, ef þörf krefur, að reyna mála- miðlun án tafar. — Dagbladet getur þess í sambandi við þetta, að það verði ekki skilið á ann- an hátt en þann, að málamiðl- unartilraunir, sem fram hafa farið að undanförnu, hafi eng- an árangur borið, en menn verði að vona ef málið verði tekið fyrir frá nýrri hlið geti orðið sá árangur, að í seinasta lagi á mánudag yrði hægt að bera fram tillögu til miðlunar, sem aðiljar gæti fallist á. DagOik. □Edda 59314257 —Fyrirl. Lokafundur. Listi í □ og hjá SM. til fimtudags. I. O. O. F. — 112424. Mæta á Ingólfshvoli kl. 114. I. O. O. F. — 11242481/*. Missiraskiftaguðsþjónusta verður haldin í Fríkirkjunni kl. 6 í kvöld. Síra Árni Sigurðsson prjedikar. Veðrið (miðvikudag kl. 17). Enn er saina góðviðrið hjer á landi. Norðanlands er hitinn 9 st., en syðra heldur kaldara, 5—6 st., og hefir rignt þar dá- lítið í dag. Yfir Grænlandshaf- ínu er grunn og nærri kyrstæð lægð, en fyrir sunnan land, vestan við Skotland, er önnur lægðarmiðja, nokkru dýpri sem stefnir SA yfir Bretlandseyjar, og mun ekki hafa veruleg áhrif á veðurlag hjer á landi. Er út- ljt fyrir kyrrt og gott veður um land alt á morgun. Veðurútlit í Reykjavík í dag: Kyrrt og gott veður. Frá Kúban-Kósökkunum. —■ Morgunblaðið hefir verið beðið að hirta eftirfarandi: Síðan við Kúban-Kósakkar, undir hand- leiðslu frú Irine Svensen og með Ivanof Sem söngstjóra kom um hingað til íslands, höfum við hvarvetna mætt hinu mesta vinarþeli og hlýju viðmóti, bæði meðal almennings og hjá söng- fjelögum. í dag syngjum við í síðasta sinn í Nýja Bíó, og för- um síðan með Lyru áleiðis til Berlín. Viljum við hjer með færa öllum hjer okkar bestu kveðjur og árnaðaróskir. Framkvæmdastjóri Kúban- Kósakka. A. Bogdanowsky. Ólafur Friðriksson er úrillur í blaði sínu í gær — hefir sýni- lega ekki komist í fult jafn- vægi, síðan hann var píptur nið ur af Alþingishússsyölunum í fyrrakvöld. — Hann hjelf úti- skemtun í L’ækjafgötu í gæri sjer til afþreyingar. Víðavangshlaupið fer fram í dag, og hefst hjá Álþingishús- inu kl. 2. Sbr. grein í blaðinu í dag. „Ef nægilegur þingmeirihluti fæst“, sögðu sósíalistar í fyrra dag, þá kváðust þeir ætla að gera byltingu — á löglegan hátt, eins og Jón Baldvinsson komst að orði á svölum Alþing- ishússins í fyrra kvöld. ÍHann vildi fyrir hvern mun fá Gunn- ar frá Selalæk í „byltinguna“ með sjer. í gær segir Alþýðu- blaðið, að bylting myndi eins vel framkvæmanleg án Gunn- ars. Þetta mun vera nokkuð rj athugað. Blaðið segir enn fremui, að bylting hefði vel verið framkvæmanleg í fyi’ra- dag — með umræðum í þing- inu — en ómöguleg í gær. — Margir munu telja byltingu jafn-ómögulega báða dagana — með orðskvaldri einu. Landsmálafjelagið Vörður heldur fund kl. 2 í dag í Varð- arhúsinu. Þar verða teknir til umræðu síðustu viðburðirnir á sviði stjórnmálanna. Lyra fer í kvöld kl. 7, en ekki kl. 6 eins og vanalega áð- ur. — Kúban-Kósakkarnir. Vegna fjölmargra áskorana halda Ku- ban-Kósakkarnir hljómleika í Nýja Bíó í dag kl. 12i/>> og verða aðgöngumiðar seldir með lækkuðu verði (2 kr.). Ætlar flokkurinn að gefa 10% af á- góða þessa hljómleiks til barna vinafjelagsins „Sumargjöf“. Málverkasýning Jóns Þorleifs sonar verður opin í dag og á sunnudag í listsýningarskálan um við Kirkjustræti. Guðspekifjelagið. Reykjavík urstúkan, fundur í kvöld, kl. 81/2 síðd. — Efni: Hlútverk vort. — Brottrekstur úr Læknaf jelagi Islands. Einari Ástráðssyni lækni, sem nýskeð var veitt Eski fjarðarhjerað, hefir verið vísað burt úr Læknafjelagi íslands fyrir brot á samþyktum fjelags- ins. — Pjetur Sigurðsson flytur fyrir lestur í Varðarhúsinu í kvöld kl. 81/2, um endurnýjandi áhrif og vorlíf þjóðarinnar. — Kristileg samkoma á Njáls- götu 1 í kvöld kl. 8. Allir vel- komnir. Verslunarmannafjel. Reykja- víkur heldur lokafund annað kvöld kl. 8V2 í Kaupþingssaln- um. Fer þar fram: ræðuhöld, samsöngur og kaffisamdrykkja. Bernburgs-Trio spilar nokkur fjölme’nna. Kvöldskemtun verður haldin í Góðtemplarahúsiiiu í Hafnar- firði í kvöld kl. 9. Kvenfjelag Fríkirkjusafnað- arins í Hafnarfirði heldur í dag hinn árlega basar sinn í bæjar- þingssalnum í Hafnarfirði. Bas- arinn byrjar kl. 5 e. h. Morgunblaðið er 8 síður í dag; næsta blað kemur út á laugardag. Ármenningar. Á fimtudaginn (sumardaginn fyrsta) verða urfregnir. Kl. 1935 Upplestur (Friðrik Brekkan, rithöf.). Kl. 19,55 Óákveðið. Kl. 20 Þýsku- kensla í 1. flokki (Jón Ófeigs- son, yfirkennari). Kl. 20,20 Hljómleikar (Þórh. Ámason, celto, E. Th., píanó). Kl. 20,30 Erindi: Sumard. fyrsti (Guðm. Finnbogason, prófessor) Kl. 20,50 Hljómleikar (Þórh. Árna son, cello, E. Th. píanó. Kl. 2)1 Frjettir. Kl. 21,20 Kveðskapnr og tvísöngur (Kjartan Ólafe- son og annar). 21,35 GrammjS- fón-hljómleikar. Útvarpið á morgun: Kl. 18,30 Erindi: Ræktunaraðferðir tfel jarðvinsla (Pálmi EinarsSOÐ, ráðun.). Kl. 19 Erindi: Grás- fræ og sáning (Árni Eylands, ráðun.). Kl. 19,25 Hljómleikar (grammófónn). Kl. 19,30 Veður- fregnir. Kl. 19,35 Upplestur (Friðrik Brekkan, rithöf.). Kl. 19,55 Óákveðið. Kl. 20 Ensku- kennsla í 2. flokki (Miss K. Mathiesen).. Kl. 20,20 Hljóm- leikar: (Hljómsveit Reykjavík- ur). Kl. 21 Frjettir: Kl. 21,20— 25 Erindi: Nýjustu fornfræði- rannsóknir (Vilhj. Þ. Gíslason, magister). ii Tiampe hefði verii I kiðii. Það er sannað með sögulegum rökum, að Trampe greifi, sem hing að var sendur norður í „hjálend- una“ 1851,á ekki eins þungandóm skilið fyrir gerræði sitt eins og Tryggvi Þórhallsson. Trarnpe var umboðsmaður hins erlenda konungsvalds. Tryggvi á að vera umboðsmaður íslensku þjóðarinnar. Hann hefir svikist um það svo freklega sem framast 'er unt. Alþingissvikarinn. Hugsum okkur að Trampe greifi hefði verið í kjöri við næstu kosningar eftir ofbeldisverk sitt. Hve mörg atkvæði skyldi hann hafa fengið? . - J Var nokkrum íslenskum alþing- jskjósanda ætlandi árið 1851 áð kjósa slíkan mann á þing? Geta menn gert sjer slíkt i hug- arlundf Hefði Trampe getað feng- ið nokkurt atkvæði? Geta menn svarað þessari sptu'n-’ ingu öðru vísi en neitandi? Naum- ast. Þó hefir þjóð vor árið 1931 -— árið eftir 1000 ára afmæli Alþing- is sokkið í svo mikla stjórnai’- farsspillingu, að til eru menn TUn land alt, sem halda því blatt á- fram fram, að hinn ístenski, Trampe, Tryggvi Þórhallsson, sje boðlegur frambjóðandi til Aljting- is. Það mun blátt áfram v.era í ráði að hann geri einu vissu kjör- dæmi landsins þá minkun, ifð bjóða sig þar fram þ. 12. júffí í von um að nægilega mikill hfúti sundæfingar kl. 51/: síðd. í kjósenda í því kjördæmi hafi srvo sundlaugunum. _ slaka frelsiskend, svo úr sjfer HjálpræSisherinn. F’.mtudag gengna dómgreind, að þeir kjósi 23. apríl, kl. 8 síðd. Hljómleika þenna endurborna Tranipe til þess samkoma. Ókeypw aðgangur. að fara mpð umboð sitt á Alf)ingi. Fostudag, 24. aprxl, kl. 8 siðd. kjósendur í Strandasýslu Barnaleikæfingar. — Eörn frá Hafnarfirði sýna æfingar sínar, undir stjórn kapteins L. Larsen. Inngangur 35 aura fyrir full- orðna, 25 aura fyrir börn. ÚtvarpiS í dag: Kl. 18 Messa í Fríkirkjunni (Síra Árni Sig- urðsson). Kl. 19,25 Hljómleik- ar (grammófónn). Kl. 19,30 Veð hugsað sjer að setja þann smánar- blett á kjördæmi sitt, að gnra Tryggva Þórhallsson að ’þjng- manni sínum — manninn fktTti samkvæmt „kærustu sögumínning- nm þjóðarinnar“ eins og Tímlnn komst að orði um daginn, á ekk- ert atkvæði að fá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.