Morgunblaðið - 23.04.1931, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.04.1931, Blaðsíða 5
Fimtudaginn 23. apríl 1931. 5 jPwgttmlMww Magriús Bjarnaraon prófastur á Pres.sbakka sjötugur. Úvftegnm allar tegundir af skipa- og húsamálningu, frá hinu alþekta firma J. Dampney & Co., New Castle on Tyne. H. Benedlktsson l Go. Sími 8 (4 línur). ^IOTIÐ „SMÁRA“-SM JÖRLÍKi. Kakstur með ROTBART-rakvjela- blaði fullnægir kröfum hinna kröfuhörðustu. Það er heimsins besta rakvjelablaðið. Notið við það slípivjelina „OPTATUS TANK“ 1 lieildsölu lijá Vald. Thaulow, Kaupmannahöfn. BiðjiS kaupmann yðar um Rotbart-blöð og Optatus Tank. Magnús prófastur Bjarnarson er fæddur '23. dag aprílmánaðar 1861 að Leysingjastöðum í Þingi í Húna- vatnssýslu. Faðir hans var Bjöm ©ddsson meðhjálpari og bóndi að Leysingjastöðum og síðar á Hofi í Vatnsdal, f. 1812 að Giljá í \ atns- dal og d. 1894 að Hjaltastað í Norð ur-Múlasýslu hjá síra Magnúsi syni sínum. Faðir Bjöms var Odd- ur bóndi að Marðarnúpi í Vatns- tlal, Björnsson, bónda að Kaldrana á Skaga í Skagafjarðarsýslu (d. 1780). Fr síra Magnús í föðurætt 10. maðiu' frá Guðbrandi Hóla- biskupi. Móðir síra Magnúsar og' síðari kona Björns á Leysingjastöð um var Rannveig Ingibjörg Sig- urðardóttir, bónda að Geithömrum í Svínadal (A.-Húnavatnssýslu), Sigurðssonar, og ljetst hún í hárri elli að Prestsbakka hjá syni sínum síra Magnúsi, en annkr sonur þeirra Björns er Oddur prent- smiðjustjóri á Akureyri. Síra Magnús lærði fyrst undir skóla lijá liinum víðkunna gáfu- manni síra Páli Sigurðssyni á Hjalt.abakka (síðar prest.i að Gaul- verjabæ í Flóa, d. 1887) og seinna hjá síra Magnúsi Andrjessyni á Gilsbakka, er þá mun hafa verið biskupsskrifari í Reykjavík. Gekk hann svo í latínuskólann, og var móðir hans með honum hjer syðra á vetrum til þess að hlynna að syni sínum og ljetta undir kostn- aðinn, en hún var í hvívetna hin mesta tápkona. Kyntist hann þá ýmsum af bestu mönnum bæjarins, t. d. síra Magnúsi Andrjéssyni og rektorshjónUnum góðkunnu, Jóni skólameistara Þorkelssyni og frú Sigríði konu hans, er svo mörgum námsmanninum urðu óglevmanleg cyrir mannkosta sakir. Ur latínu- skólanum útskrifaðist síra Magnús 4. júlí 188Ó með 1. einkunn (86 stigum), en af prestaskólanum 2 árum síðai, 24. ágúst 1887, einnig með 1. eink. (43 stig.). Þar mun trúarlíf hans einkum hafa mótast af hinum þjóðkunna forstöðu- manni skólans, IJelga lektor Hálf- dánarsyni, föður dr. Jóns biskups. Ári síðar fjekk síra Magnús veit- ingu fyrir Hjaltastað í N.-Múla- sýslu þ. ö. maí 1888 (vígður 21. s. m.), en 25. júní 1896 var liann skipaður prestur í Kirkjubæjar- klaustursprestakalli á Síðu og pró- fastur í Ve.stur-Skaftafellsprófasts dæmi 28. janúar 1908. Á Hjaltastað reisti síra Magnús bú, að vísu með tvær hendur tóm- ar, en fyrir ráðdeildar sakir og atorku mátti hann kalla allvel efn- um búinn, er hann fluttist þaðan eftir 8 ár. Voru foreldrar hans þar með lionum. og dó faðir hans þar sem fyrr segir, en móðir hans stóð fyrir búi hans fyrst.u árin uns liann kvæntist ung- frú Ingibjörgu Brynjólfsdóttur, prest.s og alþingismanns Jónssonar í Vestmannaeyjum (d. 1884), og Ragnheiðar Jónsdóttur, er einnig ðvaldist hjá honum til dauðadags. Að ’ Prestsbakka á Síðu fluttust þau hjón ásamt mæðrum sínum árið 1896 og settust þar að. Hýsti síra Magnús staðinn af nýju og Iterðist liinn mesti búhöldur og um sýslumaður um alla hluti; naut hann þar að hinnar ágætustu hús- freyju, er frií Ingibjörg var, og varð heimili þeirra eitt hið prýði- legasta í sýslunni. Varð þeim hjón- um 4 barna auðið, er öll voru hin mannvænlegustu: Brynjólfur og Jóhanna dóu uppkomin, en Björn er prestur að Borg á Mýrum og Ragnheiður í föðurgarði. En á Prestsbakka varð síra M. á fárra ára fresti að sjá á bak 5 nánustu ástvinum sínum: eiginkonu, tveim börnum, móður og tengdamóður, e ■ nú hvíla öll í ættarreit hans í Bakk a val larkirk jugarði. Magnús Bjarnarson. Prestur hefir síra M. verið í 43 ár, þar af 35 ár á Prestsbakka, en prófastur í 23 ár. Jafnframt sínu prestakalli, sem er allerfitt, hefir hann einatt gegnt prestsverkum í prófastsdæfmi sínu í forföllum annarra, og Sandfells- jn’estakalli í Oræfum þjónaði hann í 2 ár á mílli presta. Fór þangað í hverjum mánuði, svo að aldrei skeikaði vetur nje sumar; má það enginn b.jóða s.jer, nema afburða- ferðamaður og glöggur á vötn, enda er síra. Magnúsi hvorugs vant. Auk þessa hefir síra Magnús gegnt fjölmörgum vandasömum trúnaðarstörfum í sveitarstjórn og sýslu; mun hafa verið sýslunefnd- armaður mestan sinn prestskapar- tíma, og póstafgreiðslu hefir hann haft á hendi í meira en 25 ár,* í livívetna annálaður fyrir reglu- semi, rjet.tsýni og samviskusemi. Jann hefir og verið einn af frum- lierjum bindindisstarfsemi hjer á landi — og mættu þeir síst gleym- ast nú, hinir ágætu og ótrauðu bindindisfrömuðir lands vors, er af 'ilúð og skynsemd unnu að því velferðarmáli, en aldrei vildu stefna því út á þá glæfrabraut, sem nú er það komið. Heiðursmerki hefir stra M. verið sæmdur af stjóm Þýskalands fyrir aðstoð og aðhlynningu veitta þýsk- um skipbrotsmönnum. Bíra Magnús er hverjum manni meiri á velli og liinn höfðinglegasti ásýndum. Á yngri árum var hann dökkur vfirlitum. en er nú alhvít- ur orðinn fyrir hærum; er þó vel Frainsó'knarstjórnin launaði prófasti dyggilegt. starf með því að taka af honum póstafgreiðsl- una fyrirvaralaust, þvert ofan í yfirlýstan vilja Alþingis og gegn einróma mótmælum hjeraðsbúa. ff'' Ritst.j. j ern enn. Hann er tilkomumikið prúðmenni í sjón og reynd, er minnisstæður verður öllum,sem eit sinn hafa sjeð hann eða haft nokk- ur kynni af honum, og allraminnis- stæðastur þó að vonum nánustu ástvinum sínum. er hann í hví- vetna hefir re.vnst hinn öruggasti hlífiskjöldur, bjargfastur vinur, mildur og hollráður. Sjálfstæðismaður hefir síra M. ætíð verið i ósviknustu merkingu þess orðs. Sjálfur hefir hann setið sinn garð með rausn og höfð- ingsskap. því að bú hans hefir ávalt staðið með miklum blóma, og allir þangað jafnvelkomnir, æðri sem lægri. En hann liefir og verið þess hvetjandi í orði og verki, að hver og einn trevsti meira. eigin handafla heldur en að fara lána- brasksleiðina. Hefir hann og vel mátt þar djarft um tala, svo gæt- inn ráðdeildarmaður, enda síst vilj að berast meira á en efni stóðu til. Hefir þó jafnan verið ósýtinn til útláta. Síra Magnús er klerkur góður á gömlum grundvelli, kirkjunnar, : en hann hefir þó ekki lokað aug- I um nje eyrum fyrir eðlilegum og öfgalausum breytingum, er þar uifa orðið og hlotið að verða, og aldrei gert sjer far um að áfellast þá. er eitthvað kunna að liafa skrikað út af rjetttrúnaðarbraut- inni, heldur metið hitt meira, að prjedika sjálfur ómengaðan mann- kærleika, innan kirkju og utan. Mun hann ekki síst hafa notið sín í tækifærisræðum sínum, því að hann er maður tilfinningaríkur, þótt kunnað hafi hann hóf ú skapi sínu allra manna best. Fvrir altari er hann stórum klerklegur, enda raddmaður ágætur. Hann er fróður maður og fræðandi í viðræðum og hefir jafnan látið sjer mjög ant um að geta nert sjer og öðrum glögga grein fyrir viðburðum nútímans, þótt annríki hans og embættisskyldur hafi sjaldnast leyft honum að gefa sig svo að bóklestri sem hann þó hefði kosið. Og undravert má það heita, hve hinn mikli og einlægi alvörumaður getur verið glaður og reifur í kunningja hóp og vart á honum að sjá alt það mótdræga, er á vegi hans hefir orðið. Hann hefir áreiðanlega ekki ætlað öðrum að bera þær byrðar, sem á hans herðar hafa verið lagðar; um þær hefir liann jafnan verið fáorðari heldur en um vandkvæði náung- ans. Ekki er þess að dyljast, að noklt uð þótti síra Magnús strangur og siðavandur í Síðuhjeraði fyrst í stað. Var það hvorttveggja, að kröfur hans í þeim efnum munu hafa stungið allmjög í stúf við þa.ð, sem áður var þar um Móðir, og að almenningur hefir ef til vill þóttst hnjóta um sittlivað það : háttum hans, er stafað hefir af ólíkum venjum í fjarlægu bygðar- lagi. En þar varð þó eigi sagt, að hann prjedikaði eitt á stólnum, en gengi svo iit og gerði alt annað, því að sannfæring og sannleiksást hjeldust jafnan í hendur í orðum hans og gerðum. Og svo óbrigðul hefir skvldurækni ( hans verið í smáu og stóru, að enginn myndi nú treystast il að bera lionum það á brýn, að liann vildinokkuru sinni vamm sitt vita í einu nje neinu. Hann hefir og þá höfuðkosti ágæt- ismanna, að A’era í senn stórbrot- iun og þó umburðarlyndur breysk- um bræðrum sínum; mun hann sjálfur svo kalla, að hins síðara hafi þó meira gætt með aldri og rcynslu. Þeir, sem ef til vill hafa talið síra Magnús stórbokka, er of mikið veður gerði úr einhverju lítilræðinu, hafa líka smám saman og afdráttarlaust orðið að kannast við, ]iað fvrir sjálfum sjer og öðr- um, að hann liafi þá ekki síður verið vandanum vaxinn, er í hans hlut hefir fallið um dagana; hann liefir staðið af sjer hvern stór- sjóinn, er að honum steðjaði, og hann hefir gert það með því þreki og karlmensku, sem mikilmennum einum er ætlanda. Hann hefir þar, sem annars staðar, Arerið fögur fyrirmynd meðbræðrum sínum og samlöndum. Er þar miklu og giftu- drjúgu dagsverki lokið, er hinn aldraði kirkjuhöfðingi lætur nú af prestsskap eftir 43 ára stórfelt Skyr. Öllum ber saman um að skyr það, er við búum til, sje ljúffeng- ara en annað skyr sem hjer er á boðstólum. Takið það þess vegna Iram, að skyrið eigi að vera frá Mjólkurfjelagi Reykjavíkur. Það fæst daglega nýtt í öllum okkar mjólkurbúðum. Hljólknrfjelay Keykja?íknr. slarf í kristinni kirkju og þjóðfje- lagi sínu. Er hjeraðinu að honum liin mesta eftirsjá og sjónarsviftir, og má eftirmaður hans það ATita, hver sem liann verður, að í för síra Magnúsar á Prestsbakka fer eng- inn meðahnaður. P-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.