Morgunblaðið - 02.05.1931, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.05.1931, Blaðsíða 2
2 WORGUNBLAÐIÐ * Þlngrofið irá ýai w.;m hiiðaiu. Eftir Jó » öo áksson Framh. 3. Stjórnarskrárbroíin. Til þess að átta sig til fulls á því, að stjórnarskráin var ■ brotin, ekki í einu atriði, held- tp* í tveimur, með þingrofinu 14. apríl, er gagnlegt að athuga ■þau þingrof, er áður hafa fram- kvæmd verið hjer á landi, for- ’Öæmi þau, sem þar með eru gef in og venjur þær, sem þar hafa ■tíkapast. Þingrof eru tvenns konar. i»egar báðar deildir Alþingis hafa samþykt breytingu á stjórnarskipunarlögUm lands- ins, mælir stjórnarskráin svo fyrir, að þá ,,skal rjúfa Al- þingi þá þegar og stofna til al- <mennra kosninga af nýju“ (76. gr. stjskr. 1920). í stjórnar- skránni frá 1874 stóð sama á- kvæðið í 61. gr. En í öðru lagi íhefir'konungur almenna heim- ild til þingrofs samkvæmt 20. gr. stjórnarskrárinnar. Skylduþingrof vegna stjórn- arskrárbreytinga hefir verið framkvæmt 8 sinnum, síðan vjer fengum stjórnarskrána 1874. I þessu sambandi er það sjerstaklega athugavert, að þrátt fyrir skýlaust ákvæði atjórnarskrárinnar um að þing- rof skuli framkvæmd „þá þeg- ar“ er báðar deildir þingsins hafa samþykt stjórnarskrár- breytingu, hefir þingrofið aldrei verið framkvæmt fyr en eftir að þingið hafði lokið störfum. Ög þrátt fyrir þetta ákvæði hefir þinginu ávalt verið slit- *ð méð venjulegri athöfn, en aldrei „hleypt upp“. Frá því stjórnarskrárbreyting var .sam- þykt í síðari þingdeildinni og til ' þess þingi var slitið hafa liðið 13 dagar eitt sinn (1901) og 12 dagar annað sinn (1893), og annars oftast 2 ti! 7 dagar. Þannig hefir myndast föst venja um það, að jafnvel í því tilfelli, þegar stjórnarskráin fyrirskipar þingrof þegar í stað eftir síðustu atkvæða- greiðslu um stjórharskrárbreyt- ingu, þá er þingið samt látið ■ sitja í friði og ljúka Störfum. Árið 1919 var þing rofið í 7. sinn af þessari ástæðu, og frum- varpið, sem þá náði samþykki beggja deilda, fól í sjer nýtt úkvæði, sem lögfesti þessa venju. Það er ákvæðið í 18. . gr. stjórnarskrárinnar, sem seg- ir: „Þinginu mát eigi slíta fyr en fjárlög eru samþykt“. Mjer er óhætt að fullyrða að aiiir höfðu skilið þetta á- kvæð á einn veg þangað til íarið var að undirbúa þetta síðasta þingrof. Jeg hafði af sjerstöku tilefni athugað þing- rofsákvæðin um þingtímann 1927, og skildi það auðvitað á þann veg, að þinginu mætti ekki slíta með neinni aðferð fyr en f 'árlög væru samþykt. -Jeg veit rð þetta hefir oft borið í tal msðal þ ngmanna bæði þá og síð° ti, og ávalt skilið á þann oina veg. Setjum oss snöggvast í spoi öggjafans frá 1919—20, sem eykur*þessu áltvæði inn 1 stjórn arskrána, Fyrir honum liggui ckkert dæmi þcss, að Alþing hafi verið látið enda á annan hátt en með þingslitum sanikv. 18. gr. stjórnarskrárinnar. Fyr- ií honum liggur einnig fösí venja um það, að jafnvel þing rofsskylda, sem i:emur upp meðan þingið er að störfum, er aldrei látin valda þinglausn- um, heldur ávalt látin fara fram h'in venjulega þingslitaat- höfn. Finnst mönnum ekki að þessi löggjafi hafi haft góða og gilda ástæðu til að líta svo á, að þingslit sje hinn eini lög- legi endir hverrar alþingissam- komu? Mjer finst það. En þá var þessi löggjafi líka að setja aimenna og undantekningar- lausa reglu með hinu nýja á- kvæði í 18. gr., hann var að lög festa venjuna eða regluna um það, að Alþingi fengi frið til að Ijúka sínu þýðingarmesta starfi, setningu fjárlaganna. Nú er það alkunnugt, að eins og íjerhver sjúklingur getur fengið lækni t.il að gjöra á sjer lækningatiiraunir, hversi' uauðvona sem hann er, s-'' getur og sjerhver lögbrjótur og jafnvel glæpamaður fengið lögfræðing til að verja mál- stað sinn þegar í bardaga er komið. Þetta hefir stjórninni líka hepnast. Hún hefir fundið lögfræðinga, einn eða fleiri, sem eru til í það, að hártoga það efnisákvæði stjórnarskrár- innar, sem með lögfestingu órofinnar venju tryggir starfs- frið Alþingis fyrir kon- ungsvaldinu, hártoga það á þann hátt, að þótt konungi sje bönnuð hin minni misbeit- ing valdsins, að slíta þinginu með venjulegri athöfn, þá sje honum heimil hin meiri mis- beiting, að hleypa þinginu upp með þingrofi, að fara í kring- um skýlaust bann 18. gr. gegn þingslitum með því að reka þingmenn burt án þingslitaat-j hafnar. Jejg legg ákaflega lítið upp úr lögflækjum um þetta efni, eftir að út í deiluna er komið, af því að þá er svo erf- itt fyrir rrienn að halda sjer a’l- veg hlutlausum. En á hitt legg jeg hina mestu áherslu. að til er umsögn lögfræðings um þetta, sem er eldri en deilan, og þess vegna alveg áreiðan- lega hlutlaus. Og það frá ekki ómerkari lögfræðingi en sjálf- um háskólakennaranum við Há- skóla íslands í þessari grein lögfræðinnar (stjórnlagafræði), og ekki í ómerkara vísindariti en sjálfri Rjettarsögu Alþingis, hátíðarritinu til minningar um 1000 ára æfiferil þess. Þetta rit var fullprentað í júní 1930, og ýmsir höfðu fengið það, þar á meðal Tryggvi Þórhallsson, þótt ekki sje komið í bókaversl- ?nir enn þá. Þar er ekki vikið að þessu svo sem neinu deilu- máli. Með látlausum orðum er þar lýst hinni ríkjandi skoðun þannig: „Þess er að gæta, að íú má ekki rjúfa þing fyrr en ullsjeð er' um samþykt fjár- ’gafrumvarpsins, samkvæmt 8. gr. stjskr. 1920“. Rjettar- ;aga Alþingis, bls. 533). Þetta var hin ríkjandi skoð- m, staðfest af órofinni stjórn- venju. Þetta stjórnarskrárbrot r jafn-tvímælalaust fyrir því, þótt eftir á sje reynt að bera "ram lögskýringaflækjur til varnar. En að öðru leyti eru það nú -ki skylduþingrofin, sem get£ verið til fordæmis eða eftir- breytni í þessu tilfelli, heldur hið eina þingrof, sem áður hef- r verið framkvæmt án þess að samþykt stjórnarskrárbreyting- ar væri orsökin. Það er þingrof- ið frá 8. maí 1908. Þá var stofn að til nýrra kosninga út af „Uppkastinu“ um afstöðu ís- lands til Danmerkur. Með þeim konungsúrskurði, útgefnum 8. maí vár þingið rofið frá 9. sept. að telja, og kosningar fyrir- skipaðar næsta dag, 10. sept. 1908. Það var Hahnes Hafstein, sem bar ráðherraábyrgð á þing- rofinu 1908. Hann var bæði á- gætur lögfræðingur og mikill vitsmunamaður, og skildi það til fulls, að í landi með þing- bundna konungsstjórn verður ávalt að vera til bæði konung- ur og þing, nema í þeim til- fellum, er stjórnarskráin bein- línis gerir ráð fyrir öðru skipu- lagi til bráðabirgða. Þingið má ekki hafa vald til að setja konunginn frá um stundarsakir, og konungurinn á ekki að hafa /ald til að gjöra landið þing- Iaust um lengri eða skemri tíma. Þetta skildi Madsen Myg- dal líka, er hann tók ábyrgð á þingrofi í Danmörku 1929. Báð- ir undirrita með konungi þing- rof á þá leið, að það kemur til verkunar daginn fyrir kosning- ar. Lggjafarþingið er alt af til. Þetta hefir Tryggvi Þórhalls- son ekkert hirt um. Hann fær konung til þess að afnema Al- þingi í tvo mánuði. Með þessu brýtur hann um jafnl mgan \ íma sjálfa 1. gr. stjórnarskrár innar, sem mælir svo fyrir, að „stjórnskipulagið er þingbund- in konungsstjórn“. I stað þess setur hann þinglausa konungs- stjórn, einræðisstjóm. Þetta er kollvörpun stjórn- arskipunarinnar, venjulega nefnt „Statskup" á Norður- landamálum. Þingið rekið fyrir- varalaust frá störfum, beint í bága við 18. grein stjórnar- skrárinnar, og Alþingi lagt niður í tvo mánuði að konungs- boði einu saman, án fordæmis og beint í bága við 1. grein stjórnarskrárinnar og sjálfan grundvöll hennar. Framh. Tónlistaskólinn. Próf hafa farið fram í Tónlistaskólanum undan- farna daga. 35 nemendur voru prófaðir. Skólanum var slitið á fimtudagskvöld í hátíðarsal Menta skólans. Við það tækifæri lieku margir nemendur skólans í hálfan annan klukkutíma á ýmiss liljóð- færi. Tfisknr, Hanskar, Maniknrkassar, Bníláar, Veski, Bnrstaseil. Perlnfestar 09. m. m fi. al hentninm femingaryfSfam. Reiðhifil í f&rmmgargídt Convincibie - Armstrong - Brampton Eru þektari en aðrar reiðhjólategundir. Eru viðurkendar betri en aðrar tegundir hjóla. Eru seldar með lægra verði en aðrar sambærilegar tegundir Fimm ára ábyrgð. Reiðlijáfaverksmíðjan „Fálkinn'*. í da§ sel jeg: glænýtt smjör frá Múlakoti á 1.40 % kg. Harðfi'sk undan Jökli á 75 au. Y2 kg. Hangikjöt á 1 kr. þí. kg. Suðusúkkulaði 1.40 Vá kg. Stórar ávaxtadósir á 95 au. dósin. Blóð appelsínur á 15 au. stk. Epli Jónathan 85 au. (4 kg. Br. og malað kaffi 90 au. 1/4 kg. Exportsstöngin 50 au. Hinn viðurkendi fægilögur 1 kr. % .fl. og ... i margt fleira mjög ódýrt. Versltm Einars Eyjdlfssonar, Týs öta i. S mi 586. Það elna rfetta Rydens katfi, er pakkað í Ijósgræna poka, sem eru lokaðir me’' hvítu bandi með áletrun r, J Éf9k 1? S ■ Kaupbætir fylgir Ryde"S Knllll hverjum poka. Dlenu taka ekki feil á þvi. Eitt þúsund krónur liefir Mekkin Jónsdóttir afhent mjér til nýrrar kirkju í Reykjavík. Er sú gjöf til minningar um hróður hennar Þórarin Jónsson, er drukknaði. í Kanada 4. okt. 1929. Móttekið með þakklæti. Bj. J.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.