Morgunblaðið - 23.05.1931, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 23.05.1931, Qupperneq 3
\ MOKGUNBLAÐIÐ St j órnarskr árbr otið* íslenski inálstaðarinn. — Danski málstaðnnnn, .'•KiEflHiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiimiiiiiiiniiiiiiiuiiiiis Útget.: H.f. Árvakur, Reykjavlk Rltatjörar: Jón KJartanason. Valtýr Stefknaaon. Rltatjórn og afgrelCala: Auaturatrætt 8. — Slml 600. Auglýsingastjórl: E. Hafberg. Auglýsingaskrifstofa: Auaturstrætl 17. — Slml 700. Helmaslmar: Jón Kjartansson nr. 74Í. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. ÁakrlftaKjald: Innanlands kr. 2.00 á mánubl. Utanlands kr. 2.50 á mánuSi. t lausasölu 10 aura eintaklO. 20 aura meO Uesbók. ■ IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII Karlakir H. F. U. M. syiigur á Norðfiirði. Norðfirði, 22. maí. j(Prá frjettaritara :Morgunblaðsins) Karlakór K. K U. M. söng hjer í gærkvöldi fyrir troðfulln húsi, og yar hrifning áheyrenda mjög mikil Bæjarstjórnin bauð flokknum til kaffidrykkju að söngnum loknum. Er mikil ánægja hjer í kaup- Staðnum út af þessari góðu heim- sókn. „Gullfoss“ fór lijeðan kl. 12 á miðnætti og fylgdi manngrúi söng- 'flokknum til skips. Dr. Wegener. Grænlendingurinn hefir geng ið eins vel frá líkinu og hann gat. Af norskum loftskeytafrjettum um fundinn á líki dr. Wegeners verður sjeð, að Grænlendingurinn, • sem með honum var, Rasmussen, hefir saumað líkið vandlega í skinnin. •— Ef til vill hefir hann og stungið skíðunum'þannig í snjó- inn, að leitarmönnum væri leið- keining í. Dr. Wegener var fimtíu ■ og eins árs að aldri. Alheimsþing knattspyrnumanna 'iiófst í gær, 22. maí, í Berlín. Með- ■ al þeirra mála er þar verða rædd * og leidd til lykta eru þessi: Ákveð ið hvort taka eigi Kína í allieims- • sambandið (Fifa). Knatfspyrnu- Sþróttin hefir aukist og tekið mikl- um framförum í Kína síðustu árin. í sumar var t. d. ákveðið að knatt- spyrnuflokkur kæmi frá Kína til Englands til að keppa við atvinnu menn þar .Einnig stóð til að flokk- ur kæmi til Danmerkur að keppa þar við áhugamenn (Amatöra). En á síðustu stundu varð að hætta við þessi áform vegna innanlandsóeirð anna í Kína. Þá verður rætt um hvort keppa eigi í knattspyrnu á Glympíuleikjunum í sumar, sem fara fram í Los Angeles. Er lítill áhugi fyrir því meðal Evrópuþjóð- anna. Einnig verður rætt um til- boð Svía um að láta næsta alheims knattspyrnumót fara fram í Sví- þjóð. Verður það mót háð 1934 og kept um hinn nýja alheimsbikar. Ef samþykt verður að hafa mótið í ’Svíþjóð næst fá íslenskir knatt- spyrnumenn mikið mark að keppa að, því vel ætti það að geta komið t,il mála að senda ]>á íslenska knatt spymumenn á þetta alheimsmót. áVTunu íslenskir knattspyrnumenn fylgjast með áhuga hvernig þessu máli lyktar á þessu alheimsþingi. f. S f. er í þessu alheimssambandi 'knattspyrnumanna. (Framh.). III. Bjöcrn lögmaður Þórðarson. Þá verð jeg að eyða nokkrum orðum að skrifum Björns lög- manns Þórðarsonar. Hann hefir skrifað með nafni. Atti það að vera til þess að meira'mark yrði á orðum höf. tekið. Lögmanns- embættið átti að varpa einhverj- um bjarma á danska málstaðinn, og er þó nokkur tvísýna á, hvort svo er, því að hin nýja lögmenska, sem Jónas Jónsson skapaði, þeg- ar hann bjó þetta ,lögmannsdæmi‘ til hjer í Reykjavík, er allt annars eðlis en lögmenskan til forna. Þá var orðið „lögmaður“ hjer á landi fyrst haft um þá menn, er sköruðu fram úr í lögspeki, en síðan var það lengi tignarheiti æðstu inn- lendu dómaranna. En nú merkir orðið „lögmaður“ hvorugt. Nú er það hjeraðsdómarastaða. — Lög- mannstitillinn er lánuð fjöður í hatt eins af hjeraðsdómurum landsins. Hr. B. Þ., sem annars hefir sýnt góða viðleitni til fræðiiðkana í nokkurum atriðum sögu Islands, hefir tvisvar gerst til þess að verja meðferð Tr. Þ. á 18. gr. stjórn- arskrárinnar. í fyrra sinni var liann spaklátur, og vildi jeg því ekki draga nafn hans inn í deil- urnar, því að mjer virtist fyrri grein hans að allri hugsun til þannig löguð, að tvísýnt væri, hvort hróður hans yxi nokkuð fyrir það. í síðara skrifi sínu ger- ist hann þar á móti talsvert dig- uryrtur og setur nú upp þó nokk- urn valdsmannssvip, sem varpar dálítið kátbroslegum blæ á' grein- ina og höfund hennar. Fyrri grein B. Þ. hefi jeg athug- að áður nægilega. Nú vík jeg ein- ungis að síðara skrifi hans. Höfuðatriði þeirrar greinar er það, að þingslitabann 18.gr. stjskr. sje fyrst komið í stjórnskipunar- lög landsins 1919—1920. Hafði jeg áður bent á það, vegna þess að lir. x, hinn ónafngreindi verj- andi stjórnarinnar, virtist ekki vita það. 18. gr. stjskr. 1920 svarar til 5. gr. stjskr. 1874 og 3. gr. stjskp.laga nr. 16, 3. okt. 1930. Þar segir svo: „Konungur stefnir saman reglu- fegu þingi annað hvert ár. Án samþykkis ltonungs má þingið eklii setu eiga leugur en 8 vikur (6 vikur, stjskr. 1874)“. Að vísu hef- ir það víst aldrei komið fyrir, að reglulegt þing hafi verið látið hætta störfum á tímabilinu 1875 —1920, áður nefndar 6 eða 8 vikur væri liðnar. Og jafnvel þótt 61. gr. stjskr. 1874 skipaði að rjúfa þing þegar er stjórnarskrárbreyt- ing væri samþykt, var þess þó vandlega gætt, að fjárlögin væri afgreidd. í greinum þessum segir, að því er máli skiftir lijer, ekki nema það neikvæða, að reglulegt þing megi ekki sitja lengur en 6 eða 8 vikur án samþykkis kon- ungs. Hitt er ekki bannað, að reglulegt þing hafi átt heimtingu á að sitja 6 eða 8 vikur, það er skýring, sém ekki hefir nægilega stoð í orðum nefndra greina, enda þétt sumir hafi tekið sjer það gefið og því kaldið því fram án nánari rökstuðningar. Greinarnar segja ekki meira en þetta: Reglulegt þing getur setið 6 eða 8 vikur án þess að hafa aðra heimild til þess en kvaðningu konungs eða keimildina til að koma saman hinn lögmælta dag, en lengur má það ekki sitja, nema sjerstalit kon- ungssamþykki komi til. Stjórn hefði getað slitið þingi fyrr með þeirri rökstuðningu, að greinarnar bönnuðu það ekki, með því að þær segði ekkert um það. Um rjett þingsins til setu þessa tiltekna tíma var því vægast talað ljelega biiið, þótt ekki kæmi til þess í veruleikanum, að reglulegu þingi væri slitið eða það rofið og látið hætta störfum áður þessi frestur væri liðinn. Með fyrirmælum 18. gr. gild- andi stjórnarskrár er skýrt og ó- tvírætt skorið úr þessu efni. Er konungsvaldið skert stórlega með þeim frá því, sem áður var, hvem- ig sem á hin eldri ákvæði er litið. Nú getur konungsvaldið alls ekki svift þingið starfsheimildinni fyr en það hefir afgreitt fjárlög. — Áður var að minsta kosti vafasamt hvort konungsvaldið hafi ekki get- að slitið því, og rofið það, hvenær sem því sýndist, og að loknum 6 eða 8 vikum átti það að hætta störfum af sjálfu sjer, nema kon- uiigsvaldið framlengdi starfstíma þess sjerstaklega. Tilgangurinn með hinun* nýjum ákvæðum var, eins og segir í aths. stjórnarinnar við 17. grein stjórnarskrárfrv. 1919 (== 18. gr. gildandi stjskr.) að tryggja þinginu setu þar til fjárlög væri samþykt. Hin nýju ákvæði í 18. gr. auka stórkostlega sjálfstæði reglulegra þinga gagn- vart konungsvaldinu. Þau eru sett til þess að girða fyrir það, að of- stopafull stjórn geti nokkurn tíma með nokkru móti, hvort sem að- ferðin heitir þingslit eða þingrof, svift reglulegt þing möguleika til afgreiðslu fjáxlaga á rjettum tíma, svo að landið þurfi ekki eitt augnablik að vera fjárlagalaust. En slíkt væri engan veginn trygt, ef konungsvaldið gæti hvenær sem er og hvað ofan í annað xofið þing og látið það hætta störfum, eins og vera mundi, ef skilningur þeirra ,Tíma‘-lögfræðinganna, þar á meðaf Berlins, væri rjettur. Eft- ir þéirra skilningi gæti stjórnin t. d. rofið þingið, sem væntanlega kemur saman í sumar, í ágústmán- uði, segjum t. d. 15. ágúst, og áður en það afgreiddi fjárlög. Þá þyrfti liið nýkosna þing eigi að koma saman fyrr en hinn lögmælta dag, 15. febrúar árið 1932. En þá yrði landið fjárlagalaust nokkra mánuði þess árs. Skilningur Tíma- lögfræðinganna leiðir því út í hina mestu ófæru, og þingslitabannið i 18. gr. stjórnarskrárinnar trygði fjárlög nægilega snemma. Stjórn- arskrárgjafinn hefði þá tekið með annari hendinni það, sem hann hefir gefið með hinni. Hver óhlut- vönd og harðfylgin stjórn gæti þá gert margnefnt ákvæði 18. gr. stjskr. að dauðum bókstaf. Og sönnunarbyrðin fyrir því, að stjómarskrárgjafinn hafi ætlast til þess, hvílir vissulega á ,Tíma‘- lögfræðingunum og öðrum, sem þeim málstað halda fram. í raun- inni er þessi eina röksemd nægi- leg til þess að kollvarpa alveg kenningum stjórnarinnar og fylgi- fiska hennar. Og er þá jafnframt ljóst, hversu fráleit er sú ályktun hr. B. Þ. að þingslitabann 18. gr. stjskr. nái eigi til þess, ef þing er látið hætta störfum vegna þingrofs, af því að það standi í 18. gr., sem komin sje í stað 3. gr. stjskr. 1874 og 5. gr. stjskpl. 1903. Þær hjeldu, sem sagt var ef til vill þingslitum og þingrofi með verkun sinni þegar í stað alt af heimilu, en hin nýju ákvæði 18. gr. stjskr. 1920 hljóta að tak- marka hvorttveggja. Jeg hefi orðað svo skilning minn á þingslitabanni 18. gr. stjskr,. að þingi mætti eigi slíta fyrr en því h.efði verið veittur nægilegur lcosfúr á að afgreiða fjárlög. Þetta er vitanlega hárrjett orðalag. Jafnframt hefi jeg sagt, að komið gæti til mála þingrof, ef þingið fellir fjárlög. Af þessu leyfir hr. B. Þ. sjer svo að leiða þá ályktun, að jeg hafi í raun rjettri með þessu samþykkt þann skilning lians, að þing mætti alt af rjrifa og láta það hætta þegar störfum, enda þótt þingið hefði eigi fengið kost á að afgreiða fjárlög. — Mjer er alveg ó- skiljanlegt, hvernig maður með lagaprófi og maður með venjulegri heilbrigðri skynsemi getur ályktað þannig. Ef þing hefir felt fjárlög — en það lilýtur jafnan að vera alveg einstök undantekning frá reglunni — þá hefir því verið veittur kostur á að afgreiða fjár- lögin. Stjórnin hefir þá ekki svift það rjetti til að samþykkja þau, heldur hefir þingið sjálft svift sig þeim möguleika. Þessi rök- færsla dómarans er eins og ef sagt væri, að maður hyrfi frá höfuð- reglu með því að setja eina afar- sjaldnotaða reglu um undantekn- ingu frá henni. Dæmi til skýr- iugar hr. B. Þ. og öðrum, mætti taka þetta: Almenn regla er það, að mannvíg af ásetningi er refsi- vert, en viðurkend undantekning frá þeirri reglu or það, að mann- víg, framið í sjálfsvörn, geti ver- ið vítalaust. Með sömu röksemda- leiðslu, sem lögmaðurinn beitir í deilu sinni við mig, mundi hann þá komast að þeirri niðurstöðn, að ,sá, sem viðurkendi mannvíg, fram- ið í sjálfvörn, refsilaust, liefði þar með viðurkent það, að hvert ann- arskonar mannvíg væri þá líka refsilaust. Þetta dæmi ætti dóm- arinn að skilja, og þar með að .geta sjeð, hversu fáránlega álvkt- iin hann hefir dregið af orðum mínum um þingrof og slit þess þings, sem felt hefir fjárlög. Hr. B. Þ. endar síðari grein sína á þessari klausu: „Þingslit þnrfa ekki að faxa fram á undan þingrofi, og geta eklri farið fram, þegar fjárlagaþing af- greiðir ekki fjárlög. Rof þings meðan það á setu útilokar hins f * vegar þingslit, þar sem hin stjórn- skipulega þingsamkoma glatar til- veru sinni með ógildingu umboða þingmanna.“ (Leturbr. mín). Hr. B. Þ. talar hjer um tvent: 1) Þingslit; þ. e. ákvörðun um að þingið skuli að fullu hætta störf- um að því sinni og 2)Þingrof. Um 1. „Þingslit geta ekki farið- fram þegar fjárlagaþing afgreiðir ekki fjárlög“, segir hr. B. Þ. Þetta á víst að skilja svo, að fjárlaga- þingi megi ekki slíta fyrr en því hefir verið veittur nægur kostur á að afgreiða. fjárlög, og erum við hr. B. Þ. sammála um það atriði. „Þingslit þurfa ekki að fara fram á undan þingrofi“, segir hr. B. Þ. ennfremur. Þegar þingrofs- ákvörðunin er út gefin og kemur til framkvæmdar milli þinga, þá þarf auðvitað ekki að slíta neinu þingi í sambandi við þingrofið. Því hefir þá verið slitið áður en þingrofsskipunin var birt. En ef þingrofsskipun er birt þingi, meðan bað á setu, en hún á ekki að verka fyrr en það hefúr lokið störfum, þá mundi þó víst þurfa að slíta þinginu, því að þing- slitin mundu þá vera óhjákvæmi- legt skilyrði fyrir verkun þingrofo ins. Einnig þyrfti að. sjálfsögðu að slíta þingi, ef þingrofsskipun er birt, er fyrst skyldi verka svo eða svo löngu eftir það, að þing hætti störfum. Á þessu má þegar sjá, að ummæli hr. B. Þ. eru ekki rjett. En fleira er athugavert við þau, eins og sýnt- verður í sambandi við ummæli hr. B. Þ. um þingrof. Um 2. „Rof þings útilokar hins vegar þingslit“ o. s. frv., segir hr. B. Þ. Af þessu virðist mega ráða það, að þingrof og þingslit geti ekki samau farið. Og ástæðan fyrir því á að vera sú, að með þingrofi, meðan þing á se%u, glati „þingsamkoman tilveru sinni með ógildingu umboða þingmanna“. — Þetta síðasta gæti því aðeins hugs- ast að vera rjett, að þingrof skuli vera áður en þing liefði lokið störfum, en ekki, ef það á að koma til framkvæmdar eftir að þing hefir gert það. Og komum við þá að því til- viki, sem lijer skiftir máli: Þing- rofinu 14. apríl 1931. Þann dag var þingrofs brjefið birt, sem kunnugt er, og þingrofsákvörðun- in látin verka frá birtingu. Eftir kenningu hr. B. Þ. var þá því þingi ekki slitið, enda segir lianu að það hafi ekki getað orðið (sem væntanlega á að merkja, að það hefði verið ólöglegt), vegna banns- ,ins í 18. gr. stjskr. En hann segir, að þingsamkoman hafi þá glatað tilveru sinni samkæmt þingrofs- skipuninni. Með öðrum orðum: Nr. 1. Umboðin voru tekin at’ þingmönnum. Nr. 2. Sú ákvörðun kom þá þegar til framkvæmdar og fól því í sjer jafnframt skipun til þings- ins um, að það liætti þegar störf- um. Hvort kalla skal þessa skipun (nr. 2) Þingslit eða eitthvað ann- að, er ekkert annað en orðaleikur og vesalasta „Juristeri“. Aðalat- riðið er þetta, að þingið var þá þegar með valdboði svift mögu- leika til að afgreiða fjárlögin. Og það er þetta, sem konungsvaldinu e:' bannað að gera í 18. gr. stjskr. Og með þessu athæfi hefir stjórn- in tvímælalaust brotið þá grein, þingi sje slitið fyrr en þessar 6 vikur eða 8 vikur sje liðnar, og. þá alls eigi það, sem því er ætlað það, að þingið þurfi ekki að leita j að tryggja, sem sje það, að reglu- sjerstaklega samþykkis konungs Jlegt þing geti, hindrunarlaust af til setu þessar 6 eða 8 vikur. Að konungsvaldsins hálfu, samþykt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.