Morgunblaðið - 12.06.1931, Side 3

Morgunblaðið - 12.06.1931, Side 3
MORGUNBLA ÐIÐ 3. awwuBuiMuiiiiiiiiiinmwwww«tmniHmmiiiiiiiiiiii| ^ftorgnnH&^tð Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk : = Rltatjörar: Jön Kjartanaaon. .=§ Valtýr Stefknaaon. Rltatjörn og afgrelöala: = . = Auaturatrœtl 8. — 81 ml 600. = AuelýalnKaatjörl: E. Hafbergr. = AuKlýalngaskrlfatofa: = -= Auaturatrœtl 17. — Slml 700. = Heiaaaalmar: = Jön K jartanaaon nr. 74Í. == Valtýr Stefánason nr. 1220. = E. Hafberg nr. 770. = ÁakrlftatrJald: Innanlands kr. 2.00 á roánuöl. = Utanlands kr. 2.60 á itiánulli. = f lausasölu 10 aura elntaktfl. 20 aura meB Lesbök = ^i'Jiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniimœ Kosningin. Sigui' Sjálfstæðismanna í dag «er undir því kominn að kjörsókn verði góð. Eftir reynslu frá fyrri kosning- aim má telja' kosninguna góða ef wm 9500 kjósa. Til þess að menn geti fylgst vel með í þessu megin atriði, verður í dag reynt að birta sem víðast og oftast- fregnir um það, Jivað kosningunni líður. Fylgist vel með þessum fregnum -«g látið þær halda ykkur vakandi mm það, að safna sem allra flest- um kjósendum á kjörstað. Enginn má ganga til hvílu í kvöld fyr en liann liefir kosið og •gert alt sem honum er unnt ■ til jþess að fá aðra til þess að kjósa. Sakir A-listamanna Þð að rjettlát reiði bæjarmanna ihljóti að þessu sinni að snúast ■rsjerstaklega gegn „Framsókn“ ■svokölluðu, fyrir það, að liafa vogað sjer að hafa menn í boði hjer í þessum bæ, sem þeir hafa svívirt og mannskemt árum sam- -an, má þó ekki gleymast: Að hermdarverk sín hefir Fram- ■sókn framið og aðstöðu sinni hefir ’hiín haldið vegna þess, að sósíal- istar hafa veitt henni atbeina. Hefðu sósíalistar ekki haldið Ihlífiskíldi yfir stjórninni, hefði iuin aldrei komist á laggirnar, og hvenær sem þeir kipptu að sjer ■hendinni var líf hennar á enda. Þetta sást á þingi í vetur, þegar rsósíalistar sendu þeim „uppsagnar- ’hrjefið“. Það er því meira en lítil ábyrgð, *em á þeim hvílir, Og þetta alt vegna bitlingafíknar þingmanna flokksins. Það er ekki gott að vita, livernig 'þeir ætla að fara að verja þetta tiltæki frammi fyrir kjósendum í Heykjavík. Það er hætt við að þeir sjeu -ekki upplitsdjarfir, þegar þeir •eiga að ganga undir dóm kjós- -enda í Reykjavík með þennan -syndapoka á bakinu . Sá poki á að verða þeim þung- ur. — Rej'kvíkingar eiga, án tillits til flokka að refsa vægðarlaust þeim, sem hafa stutt fjandmenn bæjar- ins, beinlínis og óbeinlínis, En eina rjetta refsingin á þessa fjandmenn bæjarins er sú, að :f]ykkjast á kjörstað og kjósa D-listann. Auglýsingar kvikmyndahúsanna og aðrar auglýsingar, sem vanar ■eru að vera á 1. síðu er nú á 4. :síðu. Frambjóðenöur D-listans - 5jálf5tceðisflokksin5. - Kjósendur í Reykjavík eiga í dag að skera vir því hvorn heldur þeir vilja á þing, Magnús Jónsson guðfræðiprófessor, .þriðja mann á D-listanum, ellegar Sigurjón 01- afsson. Eins og kunnugt er, eru tveir efstu menn D-listans, Jakob Möller bankaeftirlitsmaður og Einar Amósson prófessor vissir. Óþarfi er að fjölyrða hjer um þingmahns- hæfileika Magnúsar Jónssonar. — Nægir að benda á, að vinsældir hans og álit fer sí-vaxandi og hefir þessi síðasta kosningabarátta asti og glæsilegasti ræðumaður mjög aukið hróður hans. Með stjórnmálaræðum hans í útvarp og á fundum, hefir öllum landslýð orðið það fyllilega ljóst, að Magn- ús Jónsson er einhver sköruleg- þjóðarinnar. Magnús Jónsson prófessor skal á þing! Kosning hans er vís, ef aðeins allir Sjálfstæðismenn í bænum kjósa í dag. C-listinn er bæjarskömm. Sagt er, að einhverjir Reykvík- ingar ætli að kjósa C-listann, lista stjórnarinnar. Væri gaman að vita fyrir hvað þeir ætla að kjósa hann. Er það í þakklætisskyni fyrir það, að stjórnin hefir sóað fje landsins og steypt því í skuldir? Er það þakklæti fyrir þingrofið ? Er það aðdáun út af Danadekr- inu og Berlíns-ástinni ? Er það þakklæti fyrir Þórsfisk- inn, sem skattþegnarnir eru látnir borga að mestu leyti? Er það fyrir' Gefjunardúkana, sem annars hafa verið taldir ;,ó- pólitískir“, eins og önnur sam- vinnu-málefni ? Er það fyrir auka-skattinn, sem Jónas vill leggja á lóðir í Reykja- vík einni til þess að fá enn skild- ing til að sóa? Er það fyrir Sogsvirkjunina og velvildina til þess máls? Er það fyrir það, að stjórnin hefir lokað veðdeifdinni, og gert mönnurn þannig ókleift að byggja hús? Er það fyrir smánaryrðin, „skríll- inn“, „ómentaðir ræfilsaumingj- ar“, „braskarar“, „Grimsbylýður“ o. s. frv., sem Jónas hefir úthlutað Reykvíkingum á undanförnum ár- um, þegar hann hefir verið að smjaðra sig inn á bændur? Er það fyrir andstöðuna gegn því að Reykvíkingar fái sömu póli- tísku rjettindi eins og aðrir lands- menn? Er til svo liundflatur lýður í Reykjavík, að hann launi alt þetta með atkvæði sínu í dag? Slíkir menn mega vel heita bæjarskömm. Hjónabamd. í dag verða gefin saman í hjónaband í Kaupmanna- höfn ungfrú Ingiþjörg Stephen'sen frá Bjarnanesi og Björn Jónsson vjelstjóri hjá Eimskipafjelagi Is- lands. Ungu hjónin búa á Gr'and Hvers vegna jeg kýs D listann. Jeg kýr D-listann, lista Sjálf- stæðisflokksins af því. 1. Að Sjálfstæðisflokkurinn er eini lands-flokkurinn, eini flokkur- inn, sem er fyrir ofan allan stjetta ríg og óheilbrigðan fjandskap milli bæja og sveita. 2. Að Sjálfstæðismenn eru þeir einu, sem hafa sýnt það, að þeir1 sje færir um að fara með opinber mál, hvort. heldur er lands eða bæja-r, þannig að til heilla horfi, og án hlutdrægni. 3. Að Sjálfstæðismönnum einum er trúandi fyrir f járhag landsins, fje mínu og þínu, sem af okkur er tekið með liáum og þungbærum sköttum. 4. Að Sjálfstæðismenn berjast fyrir sönnu þjóðræði og jafnrjetti ríkisþegnanna, án tillits til bú- staðar eða flokks. 5. Að Sjálfstæðismönnum er ein- um treystandi til þess að láta jafn- an íslands málstað ráða, þegar honum lendir saman við erlendan málstað. 6. Að Sjálfstæðisflokkurinn hef- ir lxaldið sjer hreinustum af þeirri stjórnmálaspillingu ,sem hinir flokkarnir hafa sótt til annara landa og flutt hingað til óbætan- legs tjóns fyrir stjórnmála siðferði þjóðarinnar. 7. Að Sjálfstæðismenn hafa jafn- an reynt að berjast með sæmileg- tfm vopnum, þó að andstæðing- arnir hafi veitst að þeim með eggj- um, hertum í eitri og reynt að senda þeim ýmis gerningaveður. Jeg Icýs Sjálfstæðisflokkinn, af því að jeg tel hann einan mjer samboðinn, og treysti honum ein- um til þess að fara vel með um- boð góðra manna. Þess vegna fer jeg á kjörstað í dag og kýs X D. Hotel í Kaupmannahöfn og koma heim með Brúarfossi þann 22. þ. mán. Sljórnarklíkan og Reykjavík. Stjórnarklíkan, C-listamennirnir, eru fjandmenn Reykjavíkur, og afla sjer kjörfylgis út um land, með því að svívirða Reykvíkinga- og berjast gegn áhugamálum höf- uðstaðarins. Þeir eru á móti Sogsvirkjun, móti húsabyggingum í bænum, móti rekstrarlánum fyrir atvinnu- rekendur, móti tillögum til bæja- arstofnana eins og sundhallar, móti því, að athafnalíf Reykjavík- urbæjar fái að blómgast með eðli- legum hætti. Það sem þeir Framsóknarmenn- irnir bjóða Reykvíkingum til þess að bæta fyrir alla andúðina og svívirðingarnar, er Þórsfiskur, sem veiddur er fyrir almannafje og til- búin föt, sem klæðaverksmiðjan á Akureyri selur, til þess að fá mark að fyrir dúka sína. Búrt með hræsnarana úr valda- stólunum, og spillinguna sem þeir hafa leitt í íslensk stjórnmál. Dagbók. Veðrið (í gær kl. 5): Vindur er nú hvass í Vestmannaeyjum og þykt loft en þó rigningarlaust. — Virðist lægðin frá Bretlandseyjum hafa þokast vestur eftir í da-g, en allar veðurfregnir vantar af hafinu hjer fyrir sunnan landið. Eru talsverðar líkur til þess að áttin verði SA-læg hjer sunnan lands á morgun og þá nokkur rigning, að minsta kosti austan fjalls. Á N og A-landi er NA- kaldi og þurt veður en lieldur kalt. Hiti á Raufarliöfn aðeins 2 stig, en hjer suðvestanlands 11—12 stig Veðurútlit í Reykjavík í dag: Stinningskaldi á A. Skýjað loft og sennilega dálítil rigning. Ungbamavernd Líknar. For- maður hjúkrunarfjelagsins Lílm, hefir beðið Mgbl. að geta þess, að sökum vaxandi annríkis við ung- barnavernd fjelagsins hefir stjórn- in ákveðið að halda stöðinni op- inni tvisvar í viku; hingað til hefir hún aðeins verið opin einu sinni í viku. Framvegis verður stöð ung- barnaverndarinnar því opin á fimtudögum og föstudögum frá kl. 3V2—4%, á Bárugötu 2. Óhróður Jónasar um Gagnfræða- skóla Reykvíkinga. Svar gegn ó- hróðri þessum í Tímanum í gær mun birtast í Vísi nú í dag eftir Guðna Jónsson magister. Fánann að hún! Fánadagurinn er í dag. í dag á þjóðin að kveða upp dóm yfir þingræðis- og stjóm- arskrárbroti Tryggva Þórhalls- sonar. í dag verður úr því skorið, livort hjer eigi áfra-m að sitja ein- ræðisstjórn að völdum, eða þing- ræðið skuli endurreist. í dag á íslenski málstaðurinn að sigra og er því skorað á bæjarmenn að draga íslenska fánann að hún. Sjálfstæðismenn! Kosningaskrif- stofa Sjálfstæðisflokksins er í Varð arhúsinu (uppi). Þar geta lrjósendur fengið alla aðstoð og upplýsingar viðvíkjandi kosning- unni. Þegar hringt er á miðstöð, nægir að biðja um skrifstofn Sjálf- stæðisflokksins. Miðstöðvarstúlk- urnar svara fljótt og vel. Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins biður alt það fólk, sem beðið kefir verið um að aðstoða við lrosning- arnar og svo aðra, er vilja að- stoða að mæta í Varðarhúsinu (uppi) ekki síðar en kl. llþó árd. í dag. Skuggsjá, ræður og kvæði eftir J. Krishnamurti, er nýkomin út. Ritstjóri tímaritsins er frú Aðal- björg Sigurðardóttir, en Stjörnu- útgáfufjelagið í Ommen í Hollandi mun vera útgefandi. Efni þessa lieftis er: Kvæði, Viðfangsefni lífsins, Lífið og persónuleikinn, Spurningar og svör. Krishnamurti að Eerde og tilkynningar um starf Krishnamurtis. Efnið mun að mestu þýtt úr „Star Bulletin“, sem gefið er út í Ommen. Miðstöð hefir óskað þess, að þeir sem hringja til kosningaskrifstof- anna í dag, biðji annað hvort um númerin eða nöfn flokkanna, en ekki bókstafi listanna, því það geti valdið misheyrn. Xnflúensan er nýlega komin til Þórshafnar á Langanesi og hefir óðfluga breiðst út um nærsveit- irnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.