Morgunblaðið - 18.06.1931, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 18.06.1931, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ 9 • «mmmiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiœ \ ; Úteeí.: H.f. Árvakur, JUykJavlk Rltatjðrar: Jön Kjartanaaon. Valtýr Stefánaaon. { Hltatjðrn og afgrelSala: = Auaturatrætl S. — SlaU 600. = AuKlýalneaatJÓrl: BL Hafbers. = Auelýaingaskrif atofa: = Auaturatrætl 17. — Slml 700. — Helmaalmar: = Jún Kjartanaaon nr. 74J. = Valtýr Stefánsaon nr. 1120. E. Hafberg nr. 770. = Áakrlftasjald: = Innanlands kr. 2.00 á mánuBl. = Utanlanda kr. 2.50 á atánuBl. = | í lauaaaölu 10 aura elntaklB. = 20 aura meB Leabðk. 5 ■1 JIIIIIIIIIIIIIII1IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII1IIIB Hosningarnar. í fyri'inótt voru atkvæði talin í : Barðastrandarsýslu og í gær í Borgarfjarðarsýslu og Norður- dÞingeyja-rsýslu. — Urslitin urðu þessi: BairSastrandarsýsla: Þar var kosinn Bergur Jónsson ■ sýslumaður með 747 atkv. Hákon Kristófersson bóndi í Haga fekk 332 atkv. og Arni Ágústs.son 61 atkv. Borgarf jarðarsýsia: Þar var kosinn Pjetur Ottesen smeð 603 atkv. Þórir SteinþórssQn fekk 428 at- ’ kv. og Sveinbjörn Oddsson 32 at- Jkvæði Norður-Þingeyjarsýsla: f Þar var kosinn Bjöm Kristjájis- ;Son kaupfjelagsstjóri á Kópaskeri með 344 atkv. Benedikt Sveinsson fekk 254 atkv. — Frambjóðandi Sjálfstæð- isflokksins, .Tón Guðmundsson ’ibóndi í Garði dró framboð sitt til Vbaka skömmu fyrir kjördag. Dómurinn. jEnn vantar úrslit úr fjórum kjör- > dæmum. Lítill vafi leikur á því ihvernig þau verða. Sennilega verð- ■ Jir flokkaskiftingin í þinginu þessi: Sjálfstæðismenn 15, Fram- sókn 23 sósíalistar 4, og eru þá iandskjörnir þingmenn taldir með. Þegar Tryggyi Þórhallsson rauf þingið, kvaðst hann fremja ger- iræði sitt og stjórnarskrárbrot til |þess að fá dóm þjóðarinnar um ‘kjördæamáskipunina. Það var hans • eitt og alt. Hann vildi fá dóminn mm það mál sem gleggstan og sem állra fyrst. Tryggvi Þórhallsson hefir feng- ið þá ósk uppfyllta. Um þriðjung- ur þjóðarinnar er með honum í ðkjördæmaskipunarmálinu. — Um !/helmingi fleiri eru honum and- vígir. Óskar hann gleggri úrskurðar? ’ Kosningarnar sem nú eru um garð ■ gengnar hafa í fljótu bragði farið ;að óskum Framsóknarmanna. Þing mönnum þeirra fjölgar um fjóra. Þær hafa ennfremur farið að ■ óskum stjómarandstæðinga að því leyti ,að þær hafa sýnt betur en •nokkru sinni áður, live kjördæma- skipun sú, sem nú ríkir, er langt frá þvl að Vera rjettlát. Framsókn fær þriðjung atkvæða- í landinu og 23 þingmenn Fram- sókn hefir órjettlætið sín megin — ‘Og þingmeirihlutann. Sjálfstæðismenn fá um helming greiddra atkvæða. Þeir hafa rjett- lætið sín megin og rúmlega þriðj- ung þingmanna. Vill nú Tryggvi Þórhallsson taka upp þá nýlundu að standa við orð sín ? Vill hann hlíta dómi þjóðarinnar, sem hann svo mjög kallaði eftir 1 Vill liann fara að vilja % af kjósendum landsins og koma á fót rjettlátri kjördæma- skipun svo fljótt sem unt er? Eða verður þjóðarmeirihlutinn að kenna- þingmeirihlutanum og hinum íslenska Trampe að þjóðar- viljinn verður ekki lengi vettugi virtur ? Hátíðisdagur ibróttamanna. 17. júní. Það er sjaldgæft a.ð gott veður bregðist hjer 17. júní, á afmælis- degi Jóns Sigurðssonar, sem há- tíðlegur hefir verið haldinn af íþróttamönnum á hverju ári síðan 1911. Þá var fyrsta hátíðin haldin í minningu um 100 ára afmælisdag þessa merkasta og mesta stjórn- málamanns, er ísland hefir átt. I gær var „sólskin og sunnan* vindur“ og safnaðist fólk saman kl. 1% hjá Austurvelli. Þar ljek Lúðrasveitin undir stjóm Páls fs- ólfssonar. Kl. 2 var gengið í fylk- ingu suður að íþróttavelli, þar sem liátíðin er haldin, en staðnæmst var, eins og venja er til, hjá kirkjugarðinum. Þar hjelt Ben. G. W aage, forseti „í. S. í,“ ræðu og fylgir hjer útdráttur úr henni: Ágxip af ræðu Ben G. Waage. Háttvirtu áheyrendur! í dag eru liðin 120 ár frá fæð- ingu mesta afreksmanns íslands og íslendinga, að fornu og nýju. Og í dag minnast íþróttamenn vorir þessa atburðar, eins og þeir hafa gert í mörg undanfarin ár. Vjer viljum lialda minningu þessa mæta. inanns, sem mest á lofti; vjer viljum að þjóðin gleymi því aldrei, að það var hann, sem var sómi, sverð og skjöldur þjóðarinn- ar á síðustu öld. Að það var hann, sém hjelt uppi frelsisfána þjóðar- innar, og s.koraði á menn að. víkja aldrei frá rjettu máli. Enda er svo komið að til hans er enn í dag mest vitnað, þegar um lands- mál er að ræða. Ollum ber saman um ágæti hans og afrek á þjóð- málasviðinu, og að hann hafi verið sannastur sonur fósturjarðarinnar. Hann er maðurinn, sem oss öllum er hugstæðastur. Og hann verður því ástsælli, sem vjer kynnumst honum betur. Og enginn maður er oss íþróttamönnum hugstæðari, og því viljum við fyrst og fremst minnaát afreksverka þessa ágætis- manns fyrir það málefni, sem vjer íþróttamenn sjerstaklega berjumst fyrir. f])rót.tamenn gleyma því aldrei, að það var Jón Sigurðsson Alþingisforseti, sem kom með bestu umbótatillögurnar í íþrótta- málunum árið 1842 og síðar 1849. Hann vildi láta kenna líkamsí- þróttir við Mentaskólann í Rvík, en það komst í framkvæmd 10 ár- um síðar. Hann var nógu fram- sýnn til þess að sjá og vita, að ef íslendingar vilja verða fullkom- lega sjálfstæð þjóð, og öðrum ó- háðir, þá verða þeir að skipa lík- amsíþróttunum sem veglegastan sess hjá sjer. — Að þeir megi ekki vanrækja- þaun þáttinn í uppeldi þjóðarinnar sem að æskulýðnum snýr, vilji þeir fullkomið fullveldi þjóðarinnar. Að memi megi aldrei gleyma líkamsmentun þjóðarinnar. Andleg og líkamleg menning eiga að haldast í hendur, þjóðlífi voru til farsældar. Og sem betur fer, eru fleiri og fleiri að sjá þetta. LTm líkamsmentun alla var Jón Sigurðsson forvígismaður á sinni tíð, eins og um svo ótal margt ann- að, sem til þroska og framfara korfði. IJann vildi að íslendingar gleymdu _ekki líkamsíþróttunum. Hann vildi láta landsmenn leggja rækt við íþróttirnar. Hann sá manna. best að það var einn þátt- urinn í viðreisnarstarfi íslendinga, að þeir yrðu sjálfstæðir líka í þeim efnum, eins og á söguöldinni. Þegar t. d. að allir íslendingar eru orðnir syndir, þá ætti sjóslys- unum, lijer alveg uppi í landstein- um, að fæklta að mun. Og þegar allir hafa t. d. iðkað fimleika, þó ekki sje nema um tiltölulega stutt skeið, þá ættu fslendingar að geta orðið jafn-upplitsdjarfir og aðrar þjóðir, geta trúað meira á ágæti landans en gert hefir verið hingað til. Og þá ættum við og að geta keppt við aðrar þjóðir, á erlendum vettvangi, og sýnt þeim að „táp og fjör og frískir menn, finnast hjer á landi enn“. — Og það var það, meðal annars, sem okkar ágæti forvígismaður, Jón Sigurðsson Alþingisforseti, vildi sýna landsmönnum og sanna. — Hann vildi sýna hinn sanna mann- dóm þjóðarinnar, bæði inn á við og eins lít á við, ef því væri að skifta. En til þess þurfti liann að byrja á að vekja þjóðina, og það tókst. honum. — Og þó var þakk- lætið ekki meira fyrir það af- reksverk hans en það, að honum var ekki boðið heim þjóðliátíðar- árið 1874. — Allir sannir fslend- ingar reyna nú að feta í fótspor Jóns Sigurðssonar, þvl að þeir vita að liann var sá forystumaður, sem hugsaði rjett og vildi vel. Hann er sá færasti forystumaður, sem þjóðin hefir nokkru sinni átt. Og ísland fær honum aldrei fullþakk- að hans mikla óeigingjarna við- reisnarstarf til blessunar fyrir land og lýð. — íþróttamenn vilja vinna í anda Jóns Sigurðssonar Alþingisforseta, og þess vegna heiðra þeir minn- ingu hans árlega. Þeir vilja á þann hátt sýna þakklæti sitt í verkinu. Þeir vilja þakka honum, rjett.sýn- ina, sanngirnina og þrautseigjuna í þjóðþrifastarfinu. Og þeir munu altaf blessa minningu lians. Að lokum bað ræðumaður mann grúann, sem þarna var saman safn aður og fyllti Suðurgötuna langt niður eftir, að sýna minningu Jóns Sigurðssonar þá virðingu að allir karlmenn tæki ofan og beygði höf uð sín í þögulli lotningu meðan hann, fyrir hönd íþróttafjelag- anna, legði blómsveig á leiði lians, undir blaktandi íslenskum fána. Hver einasti karlmaður, unglingar og minstu drengir tóku þegar ofan og stóðu allir berhöfðaðir meðan ræðumaður har blómsveig íþrótta- fjelaganna inn í kirkjugarðinn að leiði Jóns Sigurðssonar, en Lúðra- sveitin ljek fagurlega þjóðsöng- inn: „Ó, guð vors lands“. Að athöfn þessari lokinni var haldið suður á íþróttavöll. Þar setti Erl. Ó. Pjetursson hátíðina með ræðu í útvarp Iþróttavallar- ins. Þá flutti Bjarni M. Gíslason skörulega tvö kvæði. Að því loknu hófust íþróttir og var fyrst íslensk glíma (fyrir menn 60—70 kg. að þyngd). Kepp endur voru 6, og varð fræknastur Björgvin Jónsson frá Yarmadal með 4 vinninga, næstur Ólafur Þorleifsson (K. R.) með 3 vinn- inga og þriðji Hallgrímur Odds- son (K. R.) með 2 vinninga. Glíman fór ekki vel fram. Var pallurinn alt of lítill og illa frá honum gengið. Aukreitis sýndu þeir Björgvin og Hallgrímur feg- urðarglímu fyrir enska menn, sem þarna voAi og langaði til að ná í myndir af glímunni, og þá tókst miklu betur en áður. Áhorfendur þökkuðu sjerstaklega þessa glímu, og ætti það að vera glímumönnum vorum bending um það að áhorf- endur meta mest fallega glímu og kunna góð skil á því hvað er falleg glíma. B. P. stööin áKIöpp og varnir gegn eldsvoða. Eins og bæjarbúum er kunnugt hefir verið farið fram á, að stækka olíustöð B.-P. á Klöpp við Skúla- götu. Bæjarstjórn ákvað í sam- bandi við þessa væntanlegu stækk- un, að fela hafnarnefnd að fá gerð- ar tillögur um það, livernig gera skyldi frekari ráðstafanir en gerð- ar hafa verið til öryggis gegn eld- hættu þarna. Hafnarnefnd hefir falið þeim liafnarstjóra, slökkviliðsstjóra og bæjarverkfræðing að gera tillögur um þetta. En að þeim fengnum og samþyktum er gert ráð fyrir að bæjarstjórn leyfi stækkun stöðv- arinnar. Tillögur þessara þriggja manna eru svohljóðandi: 1. Sett sje á stöðina dæla er dæli sem svarar 15 1. á sek. af sjó fvrir hvern geymi, sem á stöð- inni verður. Frá dælunni liggi píp- ur að hverjum geymi, svo unt sje að veita vatni yfír gejrmana ef eldsvoða ber að höndum. Hægt sje áð setja dæluna í gang frá stað utan við afgirta svæðið og hafi slökkviliðsstjóri aðgang að staðn- unr. Sjerstök rafmagnslögn sje frá spennustöð að mótor dælunnar. Frárennslispípa stöðvarinnar sje framlengd þannig, að hún nái nið- ur fyrir neðsta fjörumál. 2. Vjer teljum ófært að bílar aki inn á plássið, eins og nú er gert, viljum því leggja til að plan yfir afgreiðslufyrirkomulag olíunn ar og hensínsins sje lagt undir samþykki brunamálanefndar og hafnarnefndar og sje þar gert ráð fyrir afgirtu svæði sem hílar stöðv arinnar megi aka inn á með vjel- ina í gangi. 3. Vjer teljum girðingu þá, sem nú er með fram Skúlagötu ófull- nægjandi, teljum rjett að lóðin sje steypt með steinsteypugarði og sje svo gengið frá innkeyrslunum, að frá þeim halli inn á lóðina. í öllum geymnm skal ávallt vera 30 cm. sjór undir bensíni og olí». Varðmaður skal altaf vera á stöðinni og skal hann standa undir eftirliti slökkviliðsstjóra. Undir eftirliti slökkviliðsstjóra skal minst einu sinni í mánuði gengið úr skugga. um, að eidvam- arráðstafanir á stöðinni sje í lagi. Kemisk slökkviefni skulu vera eins og brunamálanefnd álítur nægileg. Að öðru leyti teljum vjer sjálf- sagt að tekin sje upp á stöðinni hver sú trygging til öryggis gegn éldsvoða, sem annars staðar er viðhöfð þar sem líkt stendur á og hjer. Á fundi hafnarnefndar þ. 9. júní fjellst nefndin á tillögur þess- ar, en leggur jafnframt áhersln á, að hún, hvenær sem er, geti krafist frekari öryggisráðstafana gegn eldhættu, eins og getur um í síðustu grein ofasiritaðs álits. Norðurför Wilkins. Ummæli dr. Eckeners og fyrirhug- uð norðurför „Graf Zeppelin“. Friedrichshaven, 17. júní. United Press. FB. Dr. Eckener hefir tilkynUUníted Press, að óhugsandi sje að af því geti orðið á þessu ári, að Graf Zeppelin og Nautilus komi á Norð- urpólsvæðið á sama tíma. Hyggur hann, að ekki muni hægt að gera við kafbátinn í tæka tíð. — Hins vegar segir dr. Eckener, að Graf Zeppelin fljúgi til pólsins, ef' fjár- hagslegur stuðningur til flugsins fæst. Dr. Eekener ráðgerir að leggja af stað þ 20. júlí til Leningrad, þaðan til Franz Jósefslands, Lands Nikulásár 11., án þess að gera til- raun til þess að fljúga yfir pólinn. í þeirri ferð verða þýskir, rúss- neskir og sænskir vísindamenn. Elnar Hristiðnsson. Þó að Einar sje meðal hinna yngstu söngvara vorra — eða jafn yel yngstur allra „postulanna", er •hann fyrir löngu kunnur allflestum bæjarbúum af söng sínum við ýmis tækifæri, og má marka vinsældir hans á því, að það var álitlegiir söfnuður, er hlýddi á hann í Nýja Bíó síðastliðið þriðjudagskvöld, jafnvel þótt alt logaði þá í pólitík hjer í borginui. Enda hefir hanií blæfallega og mjúka tenórrödd, sem hann hefir þegar náð góðúm tökum á og beitir hóflega og smekklega. Viðfangsefni hans vom aríur eftir Haydn (úr ,Sköpunin‘), Puccini (úr óp. „Tosca“) og Verdi (úr óp. „Rigoletto"). Það var $6 ekki á þeim lögum, er Einar náðí sjer best niðri, því að til slíkra hluta vantar hann ennþá nægileg- an skörungsskap. Yfir söng h'ans er svo látlaus — nærri því barns- legur, svipur og rödd hans er með svo blíðum, ljóðrænum hreim, að nokkur lög eftir Sehubert (,d)as Fischermádclien“, „Stándchen*4 o. fl.) og íslenska höfunda (Sigv. Kaldalóns, Þór. Guðmundsson) áttu, sem vænta mátti. wtórum betur við hann að öllu leyti. Einar fjekk hinar bestu viðtökur áheyr- enda og hlaut blóm og lófaklapp- í ríkum mæli fyrir skemtunina. • Sigf. E.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.