Morgunblaðið - 16.07.1931, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.07.1931, Blaðsíða 3
I &iii!iiiiiuiii!iiiiiiiiuiiiiiiuiiiiiiiiuim|,|||mmi||im,|ii:iiii.i I 5 j= : H.Í. Árvakur, R«yk)aTIt ! =5 IUt»tJ6r»r: Jön KJ»rt*n«»on. s Valtýr Staíánaaon. = RltatJCrn o* afgreiO«la: 5 á.uaturatr«eti t. — tim too. Au*lýain*aatj6ri: B. Hafb«r*. Auálýalneaakrlfa toí a: = = Auaturatreti 17. — Blml 700. ES Halauailaiar: — Jön KJartansaon nr. 741. = Valtýr Stefánaaon nr. 1110. — s B. Hafberg: nr. 770. = s Xakrlf tagjald: s Innanlanda kr. 2.00 á aaánuBl. = Utanlanda kr. 2.60 á aaánuBl. 5 f lauaaaðlu 10 aura elntakltl. s 20 aura aaeO Leabök. fi 'iiiiminiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiB Síldveiðin. Kaupdeilur í aðsigi. Kvenfólkið heimtar kauphækkun, en saltendur neita að borga. Akureyri, FB. 15. júlí. Kaupdeilur í aðsigi hjer út af síldarsöltunarkaupi. Verkakvenna- fjelagið Einingin hefir samþykt iaxta fyrir nokkru, til muna hærri ■'Bn þann, er gilti í fyrra, þrátt íyrir að kaupgjald kvenna hefir frekar lækkað hjer á öðrum svið- hm. Síldarsaltendur við Eyja- fjörð hafa lýst yfir því, að þeir ^sæju sjer ekki fært að greiða kaup gjald eftir Einingartaxtanum, og liafa þeir komið sjer saman um taxtá, svipaðan þeim, er greitt var samkvæmt í fyrra. Standa allir síldarsaltendur við Eyjafjörð að þessum taxta, að tveimur undan skildum, og eru það söltunarfje- lag verkalýðsins og Samvinnufje- lag sjómanna. Hefir liið fyrnefnda fjelag ákveðið að fylgja Einingar- taxtanum í öllutn greinum, en hið síðarnefnda er tvískift í málinu, þó senmlega verði Einingartaxtinn þar líka greiddur, þar sem meiri hluti fjelagsstjórnarinnar hefir samþykt að fylgja honum, þrátt fvrir að framkvæmdarstjóri fje- lagsins hafði lýst sig fylgjandi ‘taxta saltenda. Nú hefir fulltrúa- ráð verklýðsfjelaganna ákveðið að -stöðva vinnu við síldarsöltun hjá þeim saltendum, sem ekki gefa ákveðið loforð um að fylgja Ein- ingartaxtanum og á launamála- nefnd fulltrúaráðsins að hafa for- ústu í vinnustöðvuninni. Saltend- hr segjast ekki víkja hársbreidd frá taxta sínum. Að eins eitt skip hefir komið hingað inn með síld til söltunar, Þórmóður, eign Sam- v>nnufjelags sjómanna, og þar sem yfirlýsing meiri hluta fjelags- stjórnarinnar lá fyrir um greiðslu Kiningartaxtans, fór alt eðlilega fram við söltunina. Stjórn Sjó- mannafjelags Reykjavíkur hefir hent út ávarp til sjómanna, þar sem skorað er á þá að vinna ekki við losun síldar úr skipi við þá söltunarstöð þar sem kauptaxti Verkalýðsfjelaganns er ekki hald inn. Torfærttr í Ljósavatnsskarði. h erðafólk sem farið hefir í bif- reiðum austur að Goðafossi eða lengra kvartar áfram yfir vegin- um gegnum Ljósavatnsskarð. Er vegurinn ófœr yfirferðar á tveim ur eða þremur st.öðum og hafa bffMðar teetið þar fastar svo klukkustundum skift.ir. Þessar ó- færur taka yfir 25 metra svæði, svo ekki þyrfti mörg vagnhlöss hf ofaníburði til þess að gera veg inn færan. (FB.) I.IORGUNBLAÐIÐ Alþingl sett. Við prðfnn kjUrbrjefa kom ýmislegt grnggngt í ljós hjá „Framsúkn", en ekki var það talið kosningasvik. Sýslumannsvottorðin „in blanco“ í Barðastrandarsýslu. — Atkvæðakassinn lykillausi hjá Jtirundi hreppstjóra í Skálholti. „Kosning mín var svo viss, að jeg þurfti ekki á slíkum (þ. e. glæpsamlegum) meðulum að halda“, segir Bergur sýslumaður. Klukkan 1 í gærdag höfðu þing- menn safnast saman í anddyri Al- þingishússins og gengu svo þaðan í fylkingu til kirkju — allir nema jafnaðarmenn. Þeir voru kyrrir í þinghúsinu meðan á guðsþjón- ustu stóð. Síra- Sveinbjörn Högnason prje- dikaði. Hann lagði út af orðum Páls postula í 2. brjefinu til Kor- inthumanna. \ Hann talaði um að nú væri þrengingatímar og vandræða alls staðar í hinnm mentaða heimi, þrátt fyrir hina dásamlegu vísinda legu þekkingu, sem mjög hefði bætt kjör mannkynsins. Á sviði fjelagsmálanna væri hættan og þau virtust eiga mikla eldraun fram undan, því að hatri væri sáð, en haturshugur væri hættulegur þegar hann væri tekinn í þjón- ustu eiuhverrar stefnu. Ha-nn kvaðst því vilja ávarpa þingheim með j>essari kveðju kirkjunnar: „Þekkingin blæs upp, en kær- lcikurinn byggir upp.“ Og hann brýndi fyrir þingmönnum að muna þann boðskap Krists, að þeir ætti að þjóna, en ekki drottna. Öll sín störf ætti þeir að vinna í kærleika, í trú á landið og guðsríki. Þeir yrði að vera sjer þess meðvitandi, að sá guð, sem gaf oss landið, mundi styrkja þá til að st.arfa fyrir það. En ef trúin hyrfi úr samstarfi einstak- linganna, þá væri voðinn vís. — Leiðin til farsældar fyrir land og lýð væri sú, að hver þjónaði öðr- um í kærleika. Að lokum bað hann fyrir landi, þjóð og þingi, en ekki fyrir kirkju og kristni, ríkisstjórn nje kon- ungshjónum, eins og áður hefir verið siður. Að aflokinni guðsþjónustu gengu Júngmenn til fundar í Neðri deildar sal Alþingis. Þar Ías forsætisráðherra' upp hin venjulegu konungsbrjef um, að Alþingi væri stefnt saman, og lýsti yfir að þingið væri sett. Því næst sagði forsætisráðlierra: „Mkmumst ættjarðarinnar og konungs með ferföldu húrra“, og tóku nokkurir „Framsóknar- menn“ undir. Konungurinn og ættjörðin virðist. oaðskiljanlegt hjá afturhaldinu. Konungur fjekk ekkert sjerstakt liúrrahróp að þessu sinni. Þá bað forsætisráðherra aldurs- forseta, Svein Ólafsson í Firði að taka sæti í forsetastól og stýra fundi uns lokið væri kosning for- seta. Prófun kjörbrjefa. Þingsköp mæla svo fyrir, að þingmenn skuli ganga, eftir hlut- kesti, í 3 jafnar deildir og prófa kjörhrjef og kosningu nýkosinna þingmanna. Þetta var nú gert, og var fundarhlje á meðan, er stóð yfir í nál. klukkutíma. Er kjör- deildirnar höfðu lokið störfum fór fram atkvæðagreiðsla um kosn- ingu og kjörgengi þingmanna.. Framsögumaður 1. kjördeildar var Magnús Guðmundsson. Fjekk cleildin 12 kjorbrjef til rannsókn- ar þ, á m. kjörbrjef Bergs Jóns- sonar sýslumanns. Var fram kom- in kæra um kosninguna í Barða- strandarsýslu, frá Hákoni J. Kristóferssyni fyrv. alþingismanni. Kæra Hákonar J. Kristóferssonar. í kærunni er þess getið, að sann anlegt sje, að sýslumaður (Bergur Jónsson) hafi undirritað vottorð „in blanco“ um, að þessi eða hinn viðkomandi hafi afsalað sjer kosningarrjetti á kjörstað sínum. Þessi óútfyltu vottorð hafi síðan verið send trúnaðarmönnum sýslu- manns, til afnota eftir þörfum, og skyldu þeir útfylla vottorðin með nöfnum og heimilisfangi þeirra, ev óskuðu að kjósa á þessum eða hinum kjörstað. — Segir enn frem ur í kærunni, að í Flatey á Breiða firði liafi komig fram vottorð sýslumanns um, að einn kjósandi á Barðaströnd, Árni Þorgrímsson, standi þar á kjörskrá og hafi af- saiað sjer kosningarrjetti í sínum hreppi. Þetta vottorð var dagsett 15. maí, en upplýst, að þessi kjós- andi hafði þá ekki búist við að verða. fjarverandi á kjördegi og hafði ekki beðið um neitt. vottorð. En 7. júní fer kjósandinn til Flat- ey.1ar til vinnu þar, og þar sem liann vissi ekki um, að trúnaðar- maður sýslumanns í Flatev hafði til reiðu vottorð handa honum, fjekk hann vott.orð sent frá sýslu- manni, og urðu vottorðin því tvö að lokum — annað frá sýslumanni en liitt. frá trúnaðarmanni hans í Flatey! — Á Patreksfirði kaus einn kjósandi, Jón Arason frá Svefneyjum með vottorði frá sýslumanni um, að harin stæði á kjörskrá í Flateyjarhreppi. Síðar sannaðist., að kjósandi þessi stóð alls ekki á kjörskrá í Fla^eyjar- hreppi. „Þetta er því falsvottorð, gefið mót betri vitund í emhætt- isnafni“, segir í kærunni. Kjörhrjefadeild lagði til, að kosning Bergs Jónssonar yrði tek- in gild, þrátt fyrir framkomna kæru, en meiri hluti deildarinnar vildi vísa kæruatriðunum til kjör- brjefanefndar, til frekari rann- sóknar. Jón Jónsson í Stóradal, Magn- ú& Torfason og einhverjir aðrir „Framsóknar“-menn, sem voru í kjördeildinni vildu hafa kæru Hákonar að engu. Siðferðismórall Bergs sýslumaims: „Kosning mín var svo viss, að jeg þurfti ekki á slíkum meðulum að halda“. Bergur Jópsson sýslumaður stóð nú upp og hjelt sína jóm- frúræðu á Alþingi, Gat- hann þess, að kæra Hákonar gæti ekki haft nein áhrif á úrslit kosningarinnar. Kvaðst hann enga ástæðu sjá til þess, að lcærunni yrði vísað til kjörbrjefanefndar. Því að ef kær- an er rjett, mælti ræðum. enn fremur, þá er hjer um glæpsam- legt atliæfi að ræða, og þá her að vísa málinu rjetta boðleið til á- kæruvaldsins. En kæran er órök- studd og röng. Að lokum mælti ræðumaður: „Jeg var svo viss um mína kosningu, að jeg þurfti alls ekki á slíkum meðulum að halda“. Menn taki eftir, að það er vörður laga og rjettar í Barða- strandarsýslu, sem mælir þessi orð á Alþingi. Hans eina afsökun fyr- ir því, að liann ekki beitir glæp- samlegum meðulum sjer til fram- dráttar var sú, að kosning hans var svo viss, að hann þurfti ekki á „slíkum meðulum að halda“. Eftir að Bergur sýslumaður hafði flutt þessa merkilegu ræðu, urðu þeir Hjeðinn Yaldimarsson og Ól. Thors til þess að herða á þeirri kröfu, að kærunni yrði vís- að til kjörbrjefanefndar. Fóru leikar svo, að kjörbrjef allra þeirra 'þingmanna er 1. kjör- deild hafði til prófunar voru gild tekin, en. samþ. með 26 :16 atkv. að vísa kæru Hákonar í Haga til kjörbrjefanefndar. Með tillögunni greiddu atkv. allir Sjálfstæðis- menn og Jafnaðarimenn, og 7 „Framsóknar“-menn þeir, Gnðm. Ól., H. Stef.. Hannes, Ingvar, Páll H., Bernh. og Sveinn. Einar Arnórsson hafði fram- sögu 2. kjördeildar! Hafði deildin ekkert vig að athuga kjörbrjef þau, er liún fjekk til rannsóknar og voru þau öll samþ. Kosningin í Biskupstnngnahr. í Arnessýslu. í 3. lcjördeild hafði Ásgeir Ás- geirsson framsögu. Lagði deildin til, að kjörbrjef allra yrði samþ. En ]iar sem umboðsmenn fram- bjóðanda Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins höfðu gert ýms- ar athugasemdir við kosninguna í Biskupstungnalireppi í Árnes- sýslu, lagði kjördeildin til, að þessu yrði vísað til stjórnarinnar. Athugasemdir þær, sem tjeðir umboðsmenn, þeir síra Eiríkur Þ. Stefánsson á Torfastöðum og Sig- urður Guðnason gerðu og ljetu bóka, voru aðallega þessar: 1. Enginn lykill var til staðar að {'tkvæðakassanum og var hann því hafður ólæstur. 2. Engin kjörbók var til á kjör- staðnum og varð því að skrifa kosningagjörðina á laust blað. 3. Engin aukakjörskrá hafði verið samin og var af þeirri á- stæðu mörgum hægt- frá að kjósa, er áttu löglegan rjett til þess. S 4. Kjörstjórn var eigi kosin fyrr en á kjördegi. 5. Frambjóðandinn Jörundur Brynjólfsson var sjálfur oddviti undir-k j örst j órnar. 6. Vita-nlegt er, að annar maður hafði fengið kjörgögn sem odd- viti kjörstjórnar eða sem settur hreppstjóri og hafði fram farið hjá honum heimakjör, auk þess heimakjörs, sem fram fór hjá hin- um skipaða hreppstjóra (Jörundi Brynjólfssyni). Jón Baldvinsson leit svo á, að hjer væri um svo stórfelda galla á kosningu að ræða þar sem marg ar lögleysur hefðu verið við hafð- ar, og væri því sjálfsagt að vísa þessu máli til kjörbrjefanefndar til frekari rannsókna. Bar hann fram tillögu um, að vísa málinu til kjörbrjefanefndar. Urðu úrslitin þau, að kjörbrjef allra þingmanna, er 3. kjördeild hafði til meðferðar voru samþykt. Var því næst borin upp tillaga J. Bald., og var hún samþ. með 17:16 atkv. Kosningar í sameinuðu þingi. Var þá gengið til kosninga í sameinuðu þingi. Var fyr&t kos- inn forseti S.þ. Kosningu hlaut Ásgeir Ásgeirsson með 23 atkv.; Jón Þorláksson hlaut 15 atkv. og Jón Baldvinsson 4. Varaforseti ‘S.þ. var kosinn Þorleifur Jónsson í Hólum með 23 atkv.; Magnús Guðmundsson hlaut 14 atkv., eu 5 seðlar voru auðir. Skrifarar í S.þ. voru kosnir með hlutfallskosningu þeir Ingólfur Bjarnarson og Jón Á. Jónsson. Kjörbrjefanefnd. Þá voru kosnir 5 menn í kjör- brjefanefnd og hlutu þessir kosn- ingu: Magnús Guðmundsson, Pjet ur Magnússon, Sveinn Ólafsson, Magnús Torfason og Bergur Jóns son. „Framsókn“ hefir þótt viss- ara, að hafa Berg sýslumann í nefndinni, til að dæma um sínar eigin gerðir, sbr. framkomna kæru. Kosningar til Efri deildar. Kosnir voru með hlutbundnum kosningum: Halldór Steinsson, Bjarni Snæbjörnsson, Jakob Möll- er, Einar Árriason, Guðmundur Ólafsson, Ingvar Pálmason, Páll Hermannsson og Magnús Torfa- son. Sósialistar tóku ekki þátt í þessum kosningum. Kosning embættismanna deilda. Efri deild: Forseti var kosinn Guðm. Ól- afsson meS 7 at,kv„ Jón Þorláks- son fjekk 6 atkv. Auður 1 seðill. 1. Varaforseti var kosinn Ingvar Pálmason með 7 atkv., Guðrún Lárusdóttir fjekk o atkv. Auðir 2 seðlar. 2. Varaforseti kosinn Páll Her- mannsson. Skrifarar voru kosnir: Pjetur Magnússon og Jón Jónsson. Neðri deild. Forseti var kosinn Jörundur Brynjólfsson. 1. Varaforseti Ingólfur Bjarnar son. 2. Varaforseti Halldór Stefáns- son. Skrifarar voru kosnir: Magnús Jónsson og Bernli. Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.