Morgunblaðið - 26.07.1931, Side 6

Morgunblaðið - 26.07.1931, Side 6
6 M 0 R GUNBLAÐIÐ Hðfnm fengið hið marg eftirspurða og ódýra Glrðlnganet. N.B. Pantanir óskast sóttar straz, annars seldar öðrnm. (Vy/i ^a«jgav«3 34 ^ími: 1300 Jíeijkiauífe. Hreinsnm nú gólfteppi af ðllnm stærðnm og gerðnm. Saxað kjöt. KLEIN. Baldursgðtu 14. Sími 7S Lfðir KVEEENELANDS ljáimir norsku eru viðurkendir um land alt fyrir framúrskarandi gæði. Tvær lengd- ir fyrirliggjandi. ■jélknrfjelag Reykjaviknr. Stðr, hlýr, og rakalaus kjallari er til leigu nú þegar hjá Jóni Lárussyni, Ingólfsstræti 12. Nýkomin allskonar málning. Versl. Vald. Ponlsen. Klapparstíg 29. í kyrþey, auk þess sem smáu hafn- irnar eru þung byrði. Þessir keppinautar eru svo sterk ir á svellinu, að þa-ð er leikur fyrir þá að ganga af Eimskipafje- laginu dauðu ef bolmagn og und- irboð á að ráða, en óðaar en það væri komið á knje fengju lands- menn að borga brúsann. Hvað á svo að gera? Auðvitanlega eigum við að bjarga Eimskipafjelaginu. Annað kemur ekki til tals. Og vjer eigum að gera það sterkara en nokkru sinni fyr! En hvemig? — Á Eimskipafjelagsfundinum voru augun að mæna til ríkis- sjóðsins. — „Allra augu vona til þín“. — Jeg efast um að hann geti bjarg- að þessu máli, og jeg efast um að núverandi stjórn vilji það. Það gæti farið svo, að fjelagið yrði leiðnr og langvinnur ómagi. Til allrar hamingju þurfum vjer ekki að leita hjálpar hjá stjóm- málamönnunum. Vjer getum bjarg að oss sjálfir, ef vjer viljum. Það er ekki fjærri að athuga hvað aðrir hafa gert í vomm sporum. Fyrir alllöngu tók enskt fjelag að keppa við norsku skipin um flutninga til Stafangurs og setti öll farmgjöld niður til stórra œuna, svo að ferðirnar báru sig ekki. Þegar það kom í ljós, að hjer var alvara á ferðum, tóku kaupmenn sig saman um að senda engar vömr með útlendn skipnn- um. — Þetta hreif! „Var á Grána og dugði“. Svo er rnjer sagt, að Sameinaða fjelagið hafi eitt sinn tekið að keppa á sama hátt við Eimskipa- fjelag Bornhólmsbúa. Hvað gerðu þeir ? Þeir áttu minna undir sjer en vjer og hjer var við ofurefli að etja. Þeir tóku sig saman um að nota ekki útlendu skipin! Og þetta hreif. Jeg kom fyrir nokkrum áram til Færeyja. Norsku skipin koma þar við. Skipstjórinn á Lyru sagði mjer, að þau fengju þar engan flutning. „Færeyingar era „patri- ótar“ (föðurlandsvinir) og láta skipið sitt sitja fyrir öllnm flutn- ingum* *. Mjer er ókunnugt um hversu þetta gengur nú, en ráðið var ein- hlýtt. Svona höfðu útlendingamir það! Jeg hygg, að íslenskir kaup- menn hafi yfirleitt reynst Eim- skipafjelaginu vel. — En betur má nú ef duga skal. Við höfum nægta nógan flutn- ing handa skipum okkar, ef við látum þau sitja fyrár öðrum. Norðmenn gá þess vandlega, að flytja alt með sínum skipum. Danir fylgja sömu reglu. Þeir tína alt til, smátt og stórt, handa sínum skipum. Við skulum ekki lasta þá fyrir þetta. Þeir standa oss framar í samheldni og föðurlandsást. En hvað gerum við 1 Við ferðtunst hópum saman með útlendu skipunum, þó íslensku skipin fari um' sama leyti. Jafnvel ráðherrarair láta sjer þetta sæma. Og svo er mjer sagt, að sumir kaupmenn og heildsalar slái ekki hendinni móti undirboðum erlendu fjelaganna. Þetta kalla jeg landráð, ef ekki rekur brýn nauðsyn til. En nálega ætíð getum vjer liag- að ferðum vorum svo að vjer get- um ferðast með íslensku skipun- um. Sje ómögulegt að koma því við, eru menn löglega afsakaðir. Meðan pláss vinst til í skipum vorum getum vjer flutt vörur vor- ar með þeim — og erum siðferðis- lega skyldir til þess. En hvað á þá að segja, ef út- lendu skipin bjóðast til þess að flytja þær 10—20% ódýrar? Því er fljótsvarað: Það er ill verslun að næla nokkra aura, en láta drengskapinn! Því kann nú að verða svarað að kaupmannanna æðsta boðorð sje að grséða ,græða á einhvern hátt, sem ekki varðar við lög, að þetta komi í bága við það lögmál og sje því óframkvæmanlegt. Því er til að svara, að það er vegnr til þess að láta þeim góðu mönnum ekki verða kápuna úr því klæðinu, að láta þá skaðast á því að flytja með útlendu skipunum! Það, sem þarf að gera er þetta: 1. Vjer þurfum að mjrnda öflug- an, skipulagshundinn fjelagsskap milli allra þeirra mörgu manna, sem vilja styðja Eimskipafjelagið. Fjelagsskyldur yrðu þessar: Að ferðast ekki að nauðsynja- lausu með erlendum skipum. Alð flytja allar vörux með vorum skipum, þegar mögulegt er að koma því við. Að benda Eimskipafjelagsstjórn- inni á alt það, sem aflaga- fer eða kynni að koma henni að notum. Að versla- ekki að nauðsynja- lausu við þá kaupmenn eða heild- sala, sem reynast Eimskipafjelag- inu illa. 2. Vjer eigum að krefjast þess af stjórn Eimskipafjelagsins, að hún setji upp „skilti“ í húðar- gluggum eða skrifstofum sinna tryggu viðskiftamanna, svo allir geti sjeð hverjir svíkjast undan. 3. Stjórn Eimskipafjelagsins verður að endurskoða allan rekst- ur fjelagsins, spara alt sem spara- má og endurbæta alt, sem aflaga fer. Ef vel væri á haldið mætti þetta verða hin mesta landvörn, svo vjer þyrftum ekki að grípa til hins ráðsins, að strika út smáu hafn- irnar, sem aldrei borga’ sig. Og ekki þyrftu þeir að kvarta sem leika sjer að því að flytja og ferðast með útlendu skipunum. Það væri mannúðlega með þá farið. Þeir hjeldu lífinu en mistu verslunina! Bannið og brennlvfnið. Bann og heilbrigði. Dr. Giinther Schmölders (Ber- lin) hefir rannsakað manndauða í U. S. A. og að hve miklu hann standi í sambandi við vínnautn, skýrslur sjúkrahúsa í Bandaríkj- unum og skýrslur lífsábyrgðarfje- la-ga síðan bannið hófst þar. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að bannið hafi haft ill áhrif. Síðan 1920 hefir manndauði karla auk- ist, áfengisnautn er nú engu minni en fyrir bannið, ekki síst hjá negrum og unga fólkinu. Auk þess hafa eitranir af illu áfengi ágerst Þingkosningaroarð Spðni Þingkosningamar á Spáni þ. 28. júní voru ekki eingöngu fyrstu þingkosningarnar þar í landi síð- an að konungurinn var rekinn frá völdum. Þær voru einnig fyrstu þingkosningarnar á Spáni síðan að Rivera rauf þingið og kom á einræði haustið 1923. Nýkosna þingið á að ákveða stjórnarfyrir- komulagið á Spáni. Það á að á- kveða-, hvort Spánn á framvegis að vera lýðveldi eða konungsríki, hvort landið á að vera eitt ríki eins og hingað til eða bandaríki, eða jafnvel að limast í sundur í mörg smáríki. Mikið er undir ný- kosna þinginu komið um það, hvort valdhöfunum tekst að koma festu á stjórnmálaástandið á Spáni og vekja það traust, sem er nauð- synlegt skilyrði fyrir viðreisn fjár- málanna og verðfestingu pesetans. Enn er ekki að fullu kunnugt, h\ernig flokkaskiftingin verður í þinginu. Þó er svo mikið víst, að lýðveldismenn hafa unnið mikinn sigur. Konungssinnar fá ekki nema fáein þingsæti. Konungsvaldið er algerlega kveðið niður. Og kom- múnistar hafa einnig beðið mikinn ósigur. Þeir fá í hæsta lagi 7, ef til vill ekkert sæti í þinginu. Sósíalistar verða fjölmennastir í þinginu, fá rúmlega 100 af 470 sætum. Næstur þeim að stærð verð- ur radikali flokkurinn, flokkur Lerroux utanríkisráðherra. Hann fær um 80 þingsæti. Hægri-lýð- veldismenn, flokkur Zamora stjóm arforseta fá að líkindum 70 sæti og „social-radikalir“ um 50. Þar við bætast minni iýðveldisflokkar. Alls verða rúmlega 20 flokkar í þinginu. Af sigri lýðveldisflokkanna verður þó lítið ráðið um framtíð spánska ríkisins, því innbyrðis sundurlyndi milli lýðveldismanna er svo mikið, að óvíst er hvort þeir geta unnið saman til lengdar. Núverandi stjóm á Spáni, sam- steypustjórn Zamora, er skipuð borgaralegum lýðveldismönnum og socialistum. Stjóm Zamora er bráðabirgðastjóm, hún var mynd- uð eftir stjórnarbyltinguna í apríl og á að stjórna landinu þangað til að þingið kemur saman. Þá er hlutverki hennar lokið. Borgaralegir lýðveldismenn vilja lóta Lerroux núverandi utanrík- isráðh. mynda stjórn, þegar Zam- ora segir af sjer. Lerroux hefir hvað eftir annað komið röggsam- lega fram gagnvart byltingatil- raunum kommúnista og syndikal- istá, og á hann miklum vinsældum að fagna^ meðal borgaralegra lýð- veldismanna. En sósíalistar berjast ákaft á móti.Lerroux og hóta að hætta samvinnu við borgaralega lýðveldismenn, ef Lerronx verður stjórnarforseti. Þeir segja að Ler- roux sje „alt of borgaralegur“. Margir sósíalistar óttast, að þeir muni tapa fylgi, ef þeir taki þátt í stjóm, þar sem borgaralegu flokk arnir ráði mestu. Yfirleitt veltur mikið á sósíalist- um um framtíð spanska lýðveldis- ins. Vilja þeir styðja borgaralegu flokkana til þess að koma festu á lýðveldið, eða meta þeir eiginhags- muni meira? Allbomoz atvinnu- málaráðherra, foringi sósíal-radi- kalaflokksins, sagði nýlega, að lýð- /

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.